Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 11 FLOKKSÞING ALÞYÐUFLOKKSINS Kosningaskjálftí og vaxandi spenna Talsverðrar spennu gætir innan Alþýðu- flokksins fyrir formannskjörið á flokksþing- inu sem hefst í Perlunni í dag. í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að nú stefnir einnig í spennandi kosningar til annarra æðstu embætta flokksins. ÞETTA er lokaður póker eins og stendur og menn sýna mjög iítið á spilin," sagði einn viðmælenda Morgun- blaðsins um þá óvissu sem uppi er innan Alþýðuflokksins við upphaf 48. flokksþingsins, sem hefst í Perlunni í dag. Nú er ljóst að valið um eftir- mann Jóns Baldvins Hannibalssonar stendur á milli Sighvats Björgvins- sonar og Guðmundar Arna Stefáns- sonar, en kosning um formannsemb- ættið fer fram á laugardag. Strax að því loknu verður varaformaður kjörinn en mikil og vaxandi óvissa er um kjör í það embætti. Uppstilling Jóns Baldvins talin styrkja Sighvat „Það verður áreiðanlega ekki gengið á dyr eða hurðum skellt á þessu flokksþingi en það er óneitan- lega sögulegt þegar skipt er um formann í flokknum eftir tólf ára formennskutíð Jóns Baldvins. Þetta getur orðið merkilegt og líflegt þing,“ segir flokksþingsfulltrúi í samtali við Morgunblaðið. Hugmynd Jóns Baldvins um æski- lega skipan forystusveitarinnar, sem hann kynnti opinberlega, hefur mælst misjafnlega vel fyrir innan flokksins. Þar hvatti hann Alþýðuflokksfólk til að sameinast um kjör Sighvats Björg- vinssonar til formanns, Guðmundur Ámi gegndi áfram varaformennsku, Rannveig yrði áfram þingflokksfor- maður og Össur Skarphéðinsson al- þingismaður tæki við formennsku í framkvæmdastjóm. Ljóst er talið að þessi „erfðaskrá" fráfarandi for- manns hefur styrkt stöðu Sighvats umtalsvert í kosningabaráttunni og gert um leið öðmm erfiðara um vik. Það mun m.a. hafa vakað fyrir Jóni Baldvin að koma í veg fyrir innbyrðis átök og sundmngu við kosningar og taka margir Alþýðuflokksmenn undir það sjónarmið. Rannveig Guðmundsdóttir hefur nú lýst yfir að hún gefi hvorki kost á sér til formanns né varafor- mennsku. Hún ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við formannsframbjóð- endur fyrir kosningamar. Flestir við- mælendur blaðsins vom þeirrar skoð- unar að ef Rannveig hefði blandað sér í formannsslaginn hefði komið upp mjög óræð staða sem hefði leitt til þess að kjósa hefði þurft í tveimur umferðum, þar sem enginn frambjóðend- anna hefði náð }rfír 50% atkvæða í fyrstu umferð- inni. Sighvatur úti- lokar varafor- mennsku Rannveig segist hafa átt viðræður við fjölda stuðningsmanna sinna um hugsanlegt framboð. „I þessum sam- tölum kom fram að ég hef feikilega sterka pólitíska stöðu í flokknum. Það fólk sem ég talaði við gaf mér það ótvírætt til kynna að því þætti fengur að því að ég væri í pólitískri forystu Alþýðuflokksins. Sumir vildu afdrátt- arlaust að ég færi í framboð en aðrir höfðu áhyggjur af hugsanlegum átök- um við formannskosningu," segir Rannveig. Skiptar skoðanir á fylgi frambjóðenda Margir eindregnir stuðningsmenn Sighvats og fleiri viðmælendur innan flokksins eru þeirrar skoðunar að Sighvatur eigi öruggan sigur vísan á þinginu en stuðningsmenn Guð- mundar Árna halda því hins vegar fram að hann eigi mun meira fylgi innan flokksins en stuðningsmenn Sighvats hafi reiknað með og að mjótt geti orðið á munum. Þrátt fyrir að heimildir Morgun- blaðsins hermi að þungavigtarmenn innan Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hafi ráðið Guðmundi Áma frá því að fara fram, eigi hann næsta vísan stuðning þorra Hafnfirðinga á þing- inu, sem senda rúmlega 60 fulltrúa til þingsins en höfuðvígi Sighvats er talið í Reykjavík, sem á 70-80 þing- fulltrúa. Ogerningur er að spá fyrir af einhverri vissu um hvernig aðrir flokksmenn muni skipa sér að baki frambjóðendum. Ýmsir telja að ávirðingar þær sem bornar voru á Guðmund Árna fyrir embættisfærslur í ráðherratíð hans, og urðu til þess að hann sagði af sér ráðherraembætti, verði honum fjötur um fót. Aðsgurður um þetta segir Guðmundur Árni: „Öll afskipti mín af pólitík eru undir, bæði það sem vel hefur verið gert og annað sem menn telja að miður hafi verið gert. Menn verða síðan að leggja þetta saman og draga frá og fá út ein- hveija niðurstöðu. Ráðherraferill minn var endasleppur en ég minni á að það var nú sitthvað sem ég kom fram í minni ráðherratíð sem ekki hefur farið eins hátt í umræðunni. Ég er umfram allt reynslunni ríkari og sterkari á eftir,“ segir hann. Óvissa í kringum varaformannskjör Formannsframbjóðendurnir hafa enn sem komið er ekki stillt upp varaformannsefnum sér við hlið og flestir eru þeirrar skoðunar að þau mál muni ekki skýrast fyrr en á þing- inu sjálfu. „Núna eru menn að hoppa inn í eyðurnar en það kemur ekki í ljós fyrr en á flokksþinginu hvort menn njóta stuðnings í þessi emb- ætti," sagði einn viðmælenda. Traustar heimildir eru fyrir því, að eins og nú er komið málum, sé ólík- legra en áður að stuðningsmenn Sig- hvats myndu fallast á að Guðmundur Ámi gegndi varaformennsku áfram ef Sighvatur ber sigur úr býtum í --------- formannsslagnum. Vísað er til hefðar innan flokksins fyrir þvi að nýkjörinn for- maður hafi mikið um það að segja hver valinn er til ........ varaformennsku þegar úr- slit í formannskjörinu liggi fyrir. „Ég hef ekki stillt mér upp með neinum hópum eða gert bandalag um kosningu við nokkum mann,“ segir Sighvatur. Hann segist ekki geta hugsað sér að taka við varafor- mennsku ef hann verður undir í form- annskjörinu. „Það teldi ég vera mjög óeðlilegt. Ef kosið er um formann og ekki er deilt um stefnu, heldur fyrst og fremst um einstaklinga, þá teldi ég mjög óæskilegt og óeðlilegt af mér að gera ráð fyrir að ég yrði stað- gengill þess fonnannsefnis sem ég hefði barist gegn og lotið í lægra haldi fyrir,“ segir Sighvatur. Aðspurður hvort hann yrði reiðu- búinn að gegna áfram stöðu for- Formannakosningar í Alþýðuf lokknum frá 1984 Ar Formannskjör Varaformannskjör t 58,92% Jón Baldvin n Hannibalsson r\/ 38,17% Kjartan Jóhannsson Vörir 2,91% fl ■k Jóhanna ■ Sigurðardóttir pF 96,99% ðrir 3,01% (jáifö n-cp t Jón Baldvin ■ Hannibalsson ^ 98,20% Vðrir 1,80% fl ^ Jóhanna ■ Sigurðardóttir ^ 99,50% ðrir 0,50% (lá88 S-xZP / fek Jón Baldvin Wm Hannibalsson ^ 92,23% Vðrir 7,77% fl |r Jóhanna ■ Sigurðardóttir pF 96,65% iðrir 3,35% íáM VN_CP 1 öfc 80,21% Jón Baldvin jm Hannibalsson 11,50% Guðmundur Árni tðrlr 8,29% Stetánsson t ^ Jóhanna Sigurðardóttir 90,67% Iðrir 9,33% íáM i 76,04% Jón Baldvin Hannibalsson 17,36% Guðmundur Árni Iðrir 2,91% Stefánsson ; ^ Jóhanna Sigurðardóttir 74,65% iðrir 25,35% íáM i 60,26% Jón Baldvin K Hannibalsson / 38,93% Jóhanna Sigurðardóttir Iðrir 0,81% I |^^51,5% Guðmundur Árni H Stefánsson \Vyý 43,5% Össur Skarphéðinsson Iðrir 5,0% Guðmundur Árni manns ef hann tapar formannskosn- ingunni sagði Guðmundur Árni: „Ég er eingöngu í framboði til formanns. Það er flokksþingið sem skipar til sætis og ég get unnið með öllum góðum Alþýðuflokksmönnum en það er mál sem flokksþingið mun skoða og meta þegar þar að kemur,“ sagði hann. Össur Skarphéðinsson hefur lítið haft sig í frammi í umræðunum að undanförnu en athygli vekur að stuðningsmenn beggja formanns- frambjóðendanna segja sterkar líkur á því í samtölum við Morgunblaðið að Össur gæti náð kosningu sem varaformaður ef hann gæfi kost á því, en til þess kæmi þó væntanlega ekki fyrr en á síðustu stundu, þegar úrslit í formannskjörinu liggja fyrir. Össur kveðst sjálfur ekki ætla að lýsa yfir stuðningi sínum við ákveð- inn frambjóðanda fyrir kjörið og seg- ist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram til æðstu embætta sem kosið verður um. „Ég er frekar frábitinn því að taka að mér trúnaðarstörf en mun styðja þann formann sem kjör- inn verður af öllum mínum þunga, sem þó fer ört minnkandi þessa dag- ana,“ segir Össur. „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að sá sem verði formaður eigi að fá talsvert ráðrúm til að stilla upp þeim mönnum með sér sem hann telur líklegt að geti myndað baráttusveit. Ég hefi ekki mikinn áhuga á að vera í þeim hópi. Það var að vísu ósk Jóns Baldvins að ég yrði formaður framkvæmdastjómar en mér sýnist á við- brögðum nánustu sam- starfsmanna hans að það hafi ekki vakið mikinn fögnuð og ég hef ekki sérstakan áhuga á því,“ segir Össur. Gunnar Ingi Gunn- arsson, læknir og for- maður Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur, til- Sighvatur kynnti í gær að hann gæfi kost á sér í kjöri varaformanns. Gunnar Ingi hefur lýst .yfir að hann styðji Sighvat í for- mannskjöri en segir að framboð sitt til varaformennsku sé óháð framboði Sighvats til formanns. „Það eru spennandi tímar framundan í pólitík. Mig langar til að taka virkan þátt í allri þeirri umræðu sem á sér stað um samfylkingu jafnaðarmanna,“ segir hann. „Ég tel að varaformaður sem á að sinna innri málefnum flokks- ins sé ekki bundinn þingmennsku og hafi tíma til að sinna mál- ------- efnum flokksins. Alþýðu- flokkurinn þarf að skipu- leggja sig betur og koma sterkur og samstæður að þeim viðræðum sem eru framundan,“ segir Gunnar Ingi. Konur innan Alþýðuflokksins ætla sér stóran hlut við kjör í trúnaðarstöð- ur flokksins á þinginu og var það meginumræðuefnið á landsfundi Sambands Alþýðuflokkskvenna, sem haldið var í gærkvöldi. 28 konur voru á fundinum af alls 90 konum sem rétt eiga til setu á flokksþinginu og samþykktu þær á fundinum að styðja Ástu B. Þorsteinsdóttur, varaþing- mann flokksins, í varaformannskjör- inu og féllst Ásta á að gefa kost á sér. Helga E. Jónsdóttur, formaður sambandsins, segir að Alþýðuflokks- konur ætli að koma sér saman um fulltrúa í stjórnir og ráð flokksins. Rætt hefur verið við Sigrúnu Bene- diktsdóttur, lögfræðing, sem á sæti í stjórn Alþýðufiokksfélags Reykja- vikur, að gefa kost á sér til gjald- kera og Valgerður Guðmundsdóttir hefur lýst því yfír að hún hyggist gefa kost á sér áfram sem ritari. Helga Jónsdóttir segir að konurn- ar ætli að fylgja framboði Ástu fast eftir, en það sé á engan hátt tengt formannskjörinu. Hún segist sjálf hafa ákveðið að styðja Sighvat til formennsku eftir að Rannveig Guð- mundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðarmanna, ákvað að gefa ekki kost á sér. Talið er hugsanlegt að fleiri muni blanda sér í varaformannsslaginn og hafa nöfn Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns, Gests G. Gestssonar, formanns SUJ, og Magnúsar Á. Magnússonar, fyrrv. formanns SUJ, verið nefnd. Samstarf jafnaðarmanna ofarlega á baugi Samstarf jafnaðarmanna verður ofarlega á baugi á flokksþinginu. Það er skoðun Guðmundar Árna að sam- hengi hljóti að vera á milli umræð- unnar um sameiningu jafnaðar- manna og kjör nýs formanns Alþýðu- flokksins. „Ég held að það skipti máli. Ég tel óhjákvæmilegt að við reynum til þrautar hvort hægt sé að slíðra sverðin og jafnaðarmenn treysti og þétti raðirnar. Ég vil ganga býsna langt í þeirri tilraun, þótt ég geri mér grein fyrir því að þetta hafa menn reynt áður. Ég tel að nú sé gott lag og við eigum að nýta það. Ég er reiðubúinn í samtöl um umdeild mál á borð við Evrópumál, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, sem eru dæmi um málaflokka, þar sem menn hafa ekki stigið í takt til jarðar. Ég tel að Alþýðuflokkurinn eigi að hugsa stórt og leyfa ólíkum sjónarmiðum að njóta sín,“ segir Guðmundur Árni. Sighvatur kveðst ætla að leggja mikla áherslu á að fylgja fram sam- starfí jafnaðarmanna, verði hann kjörinn. „Alþýðuflokkurinn er eini stjómmálaflokkurinn, fyrir utan Þjóð- vaka, sem er alveg heill og óskiptur í þeim vilja, að leggja sig fram um að ná samstöðu jafnaðarmanna. Það er mikilvægasta verkefni okkar á komandi mánuðum og misserum að ná því fram,“ segir Sighvatur. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins á Akureyri, hef- ur ekki trú á að umræða um sam- starf vinstri flokka verði mjög ofar- lega á baugi á þinginu eða hafi bein- línis áhrif á kjör forystunnar. „Ég held að menn ætli sér að fara var- lega í þetta og taka smá skref í einu og reyna að leiða þetta í rólegheitum til lykta,“ segir hann. Hann kveðst styðja Sighvat Björgvinsson til for- mennsku. „Sighvatur verður allt öðru vísi formaður en Jón Baldvin, ef hann nær kjöri. Þó ég telji að Jón Baldvin hafi staðið sig á margan hátt mjög vel, þá held ég að Sighvat- ur myndi sinna flokksstarfinu mikið betur. Ég hef trú á að hann geti orðið sterkur og farsæll foringi,“ segir Gísli. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og stuðningsmaður Guð- mundar Árna, er ósammála því að sameiningarumræðan blandist ekki inn í forystukosningarnar. „Þeir flokksmenn sem vilja láta reyna á samruna á vinstri vængnum verða að hugsa til þess að sá sem verður valinn til forystu sé líklegur til að ---------- geta leyst þau mál farsæl- lega. Þar kemur berlega í ljós að jafnaðarmönnum sem standa utan Alþýðu- flokksins lýst vægast sagt ekki vel á að Sighvatur 28 konur styðia Ástu B. gegni því starfí. Sumir segja að það sé álíka og að ætla að setja Svavar Gestsson á oddinn í sameiningarvið- ræðum af hálfu Alþýðubandalagsins,“ segir Tryggvi. Margir orðaðir við formann framkvæmdastjórnar A þinginu verða lagðar fram taga- breytingatillögur um að fella starf formanns framkvæmdastjórnar og framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins saman í eitt embætti, sem kosið verði til og það verði gert mun veigameira en verið hefur. Eru góðar líkur tald- ar á að tillögumar verði samþykktar og eru fjölmargir flokksmenn nú orðaðir við þá stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.