Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 12

Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málstofa BSRB um flutning opinberra stofnana Starfsmenn Landmælínga standa við fyrri ákvarðanir Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra, Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Hrafn- hildur Bryry'ólfsdóttir, starfsmaður Landmælinga Islands, höfðu framsögu á málstofu um flutning opinberra stofnana á fundi BSRB. STARFSMENN Landmælinga ís- lands fjölmenntu á málstofu á veg- um BSRB á miðvikudag um fiutn- ing opinberra stofnana. Umræðan snerist aðallega um flutninga Land- mælinga frá Reykjavík til Akraness og fram kom að starfsfólkið stendur hiklaust við þá ákvörðun að flytja ekki til nýrra heimkynna stofnunar- innar. Nýlega sagði einn starfsmað- ur upp störfum og fleiri hyggjast gera slíkt hið sama. Umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnásonar, kvaðst treysta því að starfsfólk Landmælinga skipti um skoðun áður en til kastanna kæmi. Mikilvægt er, að hans mati, að stofnunin búi áfram yfir sérþekk- ingu starfsfólksins og reynslu. „Það yrði afar erfið staða og lítt ásættan- leg ef enginn flytti með stofnuninni nema sá eini sem var ráðinn með þeim skilyrðum," sagði Guðmund- ur. Fram kom einnig í máli ráð- herra að hann teldi fórnarkostnað við flutningana réttlætanlegan því um stefnubreytingu væri að ræða sem væri til hagsbóta fyrir heildina. Ekki er að finna efnisleg rök fýrir flutningum Landmælinga til Akraness, að mati Hjörleifs Gutt- ormssonar alþingismanns. Hann sagði stofnunina vera í mikilli hættu ef af flutningum yrði og hvatti því umhverfisráðherra til að endur- skoða afstöðu sína. Ásamt fleiri þingmönnum Al- þýðubandalagsins hyggst Hjörleifur leggja fram á Alþingi þingsályktun- artillögu um að móta reglur við flutning ríkisstofnana milli lands- hluta. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, starfsmaður Landmælinga íslands, gagnrýndi ákvörðun umhverfisráð- herra harðlega og sagði hana hvorki styrkja stofnunina rekstrarlega né faglega. Samkvæmt úttekt Hagw sýslu ríkisins munu aðrar stofnanir í Reykjavík taka við því starfi sem Landmælingum er ætlað að sinna ef stofnunin flytur til Akraness, að sögn Hrafnhildar. Ennfremur sagði hún að ekki hefði verið reiknaður út heildarkostnaður við flutningana en benti á að kostnaður við biðlaun þeirra starfsmanna sem segja upp störfum muni nema a.m.k. 17 millj. kr. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sagði m.a. að á Akranesi væri lögð mikil áhersla á að flutn- ingarnir næðu fram að ganga. Hann sagði fábrotið atvinnulíf í dreifbýli ekki hafa styrk til að halda í fólk og því þyrfti að flytja ríkisstofnanir út á land. Að mati Gísla er þó frek- ari stefnumörkun á þessu sviði nauðsynleg. Alþjóða- dagur stúd- entaá morgun ALÞJÓÐASKRIFSTOFA háskóla- stigsins, Sammennt og Stúdentaráð munu standa fyrir svokölluðum al- þjóðadegi stúdenta laugardaginn 9. nóvember nk. í Odda Háskóla íslands kl. 13-17. Markmið alþjóðadags stúdenta er að kynna fyrir stúdentum á há- skólastigi þá möguleika sem þeir hafa á að taka hluta af námi sínu svo og starfsþjálfun erlendis. Ber helst að nefna stúdenta- og starfs- þjálfunaráætlanir Evrópusam- bandsins, Erasmuns og Leonardó, einnig átælun Norðurlandaráðs, Nordplus, svo og ISEP, stúdenta- skipti við bandaríska háskóla, sem HI er nýorðinn aðili að. Erindi verða milli kl. 13.15 og 14. Síðan munu um 40 íslenskir stúdentar, sem hafa verið skipti- nemar, og erlendir nemar hér á landi veita upplýsingar um nám og almennt hvernig er að vera nem- andi í viðkomandi landi. Erlenda hljómsveitin Grilled Cheese Sandw- ishes og Háskólakórinn munu leika og syngja fyrir gesti. Allir stúdentar á háskólastigi eru velkomnir. Áform eru uppi um að rífa eða flytja sögufrægar húseignir í Austurstræti Ekkí komið á borð borgar Morgunblaðið/Kristinn BYGGINGARNAR sem um ræðir í Austurstræti. Elsta húsið á sér merka sögu sem rekja má til ársins 1885, þegar Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, faðir Sveins forseta, og Ólafs, annars stofnanda Morgun- blaðsins, keypti hús sem staðið hafði í Austurstræti 8. Hann reif það ári síðar og byggði tvílyft hús sem þótti sæta tíðindum á sínum tíma. Húsið er talið það fyrsta sem var raflýst hérlendis, árið 1899. Eigendur húseigna við Austurstræti vilja rífa þær og flytja til að rýma fyrir nýbyggingum. Erindi þar að lútandi hefur ekki borist Reykj avíkurborg. NÝIR eigendur húseigna við Aust- urstræti 8-10 hafa uppi áform um að rífa þær til að rýma fyrir ný- byggingum, en erindi þar að lút- andi hefur ekki borist umsagnarað- ilum hjá Reykjavíkurborg. Leigj- endum húsnæðisins hefur hins veg- ar verið sagt upp með bréfi dag- settu í september síðastliðnum og er tólf mánaða uppsagnafrestur. Elsta byggingin í umræddri húsalengju er háð húsfriðunará- kvæðum og má því aðeins flytja hana, en ekki rífa. Þórólfur Hall- dórsson, fulltrúi Austurstrætis 8-10 ehf., segir að stefnt sé að því að ræða við borgaryfirvöld síðar í þessari viku. Ljóst sé að elsta húsið verði ekki rifið. Segir samning óuppsegjanlegan Einn leigjenda keypti rekstur í þessum húsum á seinasta ári og gerði um leið leigusamning til sjö ára eða ársins 2002, sem Gunnar Jóhann Birgisson, lögmaður hans, segir óuppsegjanlegan, standi leigj- andi í skilum. Hann kveðst hins vegar telja sennilegt að á því máli fínnist farsæl lausn. Gunnar segir jafnframt að í samningi þeim sem gerður var um sölu eignanna, sé tekið fram af hálfu fyrri eigenda að umræddur leigjandi hafi forleigurétt að jafn- stóru rými í nýbyggingu sem kunni að verða reist á lóðinni, verði slíkt rými leigt út. Svipað ákvæði sé í leigusamningi leigjandans. „Ég held að fyrri eigendur hafi búið svo um hnútana að umbjóð- andi minn missi ekki húsnæðið, nema að vera tryggður réttur í nýju húsi og svo virðist vera sem nýir eigendur geri sér grein fyrir því og sætti sig við það,“ segir Gunnar Jóhann. Meðal leigjenda í húsnæðinu má nefna fataverslunina Parísarbúð- ina, bókaverslunina ísafold, forn- gripaverslunina Antik-fornmuni og plötubúðina Hljómalind. Þórólfur segir að leigutakar í byggingunum hafi haft ákvæði í leigusamningum sínum árum sam- an, þess efnis að vera undir það búnir að nýtt hús kunni að vera reist á lóðinni og sama máli gegnir um umbjóðanda Gunnars. „Við höfum vitað af þessum leigusamningi og það stendur ekki til og hefur aldrei staðið til að van- efna neina samninga," segir Þórólf- ur. Hann kveðst hins vegar líta svo á að það sé einungis mat lögmanns- ins að telja leigusamninginn óupp- segjanlegan. Áðspurður um rétt leigutaka á rými í nýrri byggingu, verði hún reist, segir Þórólfur að í kaupsamn- ingi sé ákvæði sem lúti að réttindum hans, en málið sé hins vegar flókn- ara en svo að hægt sé að telja það skýlaust. Undirbúningur tímafrekur Gunnar Jóhann á sæti í skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar og kveðst ekki hafa séð nein merki þess að undirbúningur niðurrifs sé kominn á skrið. Þannig sé ekki búið að leggja inn beiðni hjá bygg- ingafulltrúa um leyfi til niðurrifs. „Ég er ekki viss um að núver- andi eigendur geri sér fulla grein fyrir ferli þessara mála og hversu tímafrek þau geta verið. Að fengnu leyfí byggingafulltrúa, fáist það, þarf að vísa málinu til skipulags- nefndar og fá umsögn húsfriðunar- nefndar ríkisins sem er nauðsynleg vegna aldurs hússins, þótt það sé ekki friðað. Auk þess má gera ráð fyrir að skipulagsnefnd leiti eftir umsögn minjavarðar á Árbæjarsafni vegna merkrar sögu hússins og í ýmis önnur horn þarf að líta áður en hægt væri að rífa það,“ segir Gunn- ar Jóhann. Hann segir að þrátt fyrir að eng- ar formlegar viðræður hafi farið fram um húsin, hafi ýmsar hug- myndir verið ræddar manna á milli og skoðaðar. Einn kosturinn sé sá að rífa húsið ef slíkt leyfi fengist °g byggja þar nýtt, væntanlega af svipaðri hæð og byggingarnar við hvora hlið þess. Menn hafi hins vegar áhyggjur af skuggamyndun í Austurstræti, verði þessi hugmynd að veruleika. Annar möguieiki þessu tengdur sé að Reykjavíkuborg kaupi húsið fyrir einhveija málamyndaupphæð, t.d. eina krónu, og láti flytja það um set og komi þá svæði við hlið Fógetans í Aðalstræti til greina. Þriðji möguleikinn væri síðan sá að rífa frá nýrri viðbyggingar við gamla ísafoldarhúsið þannig að það stæði heillegt í götumyndinni og snyrta þar og fegra í kring. Þörf á aðdraganda En fieira tengist hugsanlegum afdrifum húsanna í Austurstræti, að sögn Gunnars Jóhanns, og bend- ir hann á fyrirhugaðar lagfæringar á Austurstræti í því sambandi. Skipulagsnefnd hafi samþykkt fyrir nokkru að ráðist verði í talsverðar endurbætur í fegrunarskyni á næsta ári og þá vakni sú spurning hvort mögulegt sé að standa að niðurrifi eða öðrum viðamiklum framkvæmdum að endurbótum loknum. „Allir þessir kostir koma til greina en þetta hefur hvergi verið skoðað nýlega og hefur ekki verið á borðum skipulagsnefndar í þau tvö ár sem ég hef setið í nefnd- inni,“ segir Gunnar Jóhann og tek- ur fram að hann muni að sjálfsögðu víkja sæti í nefndinni, komi málið til afgreiðslu þar. Þórólfur viðurkennir að málið sé ekki komið á fullan rekspöl. „í upp- sagnarbréfum til leigutaka er kveð- ið á um 12 mánaða uppsagnar- frest, sem sýnir að við teljum þörf á talsverðum aðdraganda að mál- inu. Þetta mál tekur sinn tíma enda það stórt í sniðum að ekki má flana að neinu,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.