Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 14

Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Heim- spekilegft kaffi ÆSKULÝÐSFÉLAG Akur- eyrarkirkju gengst fyrir „heimspekilegu kaffT' í Lax- dalshúsi á morgun, laugar- daginn 9. nóvember frá kl. 15 til 18. Þórgnýr Dýrfjörð heim- spekingur verður sérstakur gestur og mun hann flytja stutt erindi. „Heimspekilegt kaffi“ er ætlað ungu fólki og er ætlun- in að efna til slíkrar kaffi- drykkju í Laxdalshúsi af og til á vegum Æskulýðsfélags- ins í vetur. KK og Magn- ús Eiríksson í Deiglunni TÓNLISTARMENNIRNIR Kristján Kristjánsson, KK og Magnús Eiríksson, halda tón- leika í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöld kl. 21.30. Þar munu þeir félagar leika lög af væntanlegri plötu sinni, sem hlotið hefur nafnið „Ómissandi fólk.“ Platan, sem er 12 laga, kemur út 18. nóv- ember nk. og munu tónlistar- mennirnir spila öll lögin í Deiglunni í kvöld. Miðaverð er krónur 1000. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á laugardag, 9. nóvember kl. 11 í Svalbarðs- kirkju og kl. 13.30 í Grenivík- urkirkju. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 10. nóvem- ber kl.21. Bæjarstjórn staðfestir samkomu- lag eigenda Landsvirkjunar BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur staðfest samkomulag . eigenda Landsvirkjunar um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlut- verki fyrirtækisins, en í því felst m.a. að rekstrarformið verður óbreytt til ársins 2004, eigenda- framlög verða endurmetin og verða 14 milljarðar króna, arðgreiðslur verða reiknaðar af endurmetnum eigendaframlögum og greiðast út að hluta, gjaldskráin verður óbreytt til ársins 2000 en lækkar síðan árlega um 2-3% frá og með 2001. Einnig er gert ráð fyrir að rekstrarforsendur, arðgjöf og arð- greiðslur verði metnar fyrir 1. jan- úar árið 2004 og kannað hvort grundvöllur sé fyrir því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að þegar lagt var upp í við- ræður hefði sjónarmiðið verið að gera hlut Akureyrarbæjar arðbær- ari. Hugmyndir akureyrsku nefnd- armannanna hefðu gengið lengra, en ekki hefði verið pólitískur vilji til að breyta Landsvirkjun í hlut- afélag og þeim hugmyndum því ekki haldið til streitu. Það hefði lengi verið á stefnuskrá bæjarins að selja hlut sinn í Landsvirkjun og nýta féð á arðbærari hátt. Akureyrarbær gæti verið þokka- lega ánægður með niðurstöðuna, línur hefðu skýrst og búið væri að færa form fyrirtækisins nær því sem gerist hjá hlutafélögum. Frosið fjármagn „Við höfum lengi verið ósátt með eignarhlut okkar í Landsvirkj- un, fjármagn okkar er frosið inni í fyrirtækinu án þess við höfum haft af því nokkurn arð. Við fáum þó eitthvert fé út úr því núna og á næstu árum losnar um eignar- haldið," sagði Sigríður Stefáns- dóttir, Alþýðubandalagi. Hún kvaðst hafa orðið vör við ótta meðal sveitarstjórnarmanna um að í kjölfar samningsins myndi lítið gerast í jöfnun húshitunarkostnað- ar um landið. Það mál væri á könnu Alþingis, ekki einstakra sveitar- stjórna og Akureyringar gætu ekki látið sína hagsmuni fyrir borð. Þórarinn B. Jónsson, Sjálf- stæðisflokki sagði það óásættan- lega stöðu að eiga verulega fjár- muni í fyrirtæki en njóta þess í engu svo sem verið hefði. „Hlutur Akureyrar og Reykjavíkur hefur verið þjóðnýttur árum saman,“ sagði hann og bætti við að í kjöl- far samningsins nú væri að minnsta kosti kominn verðmiði á fyrirtækið. Morgunblaðið/Kristján STYRKIR til atvinnusköpunar á Akureyri voru veittir í gær. í efri röð frá vinstri eru Berglind Hallgrímsdóttir, starfsmaður atvinnumálanefndar, Lúðvík R. Jónsson, Ásta Sýrusdóttir, Purity Herbs, Sigrún Ingibjörg Amardóttir og Kristján Jóhannsson, en í neðri röð eru Guðmundur Stefánsson formaður atvinnumálanefndar, Bjöm Kristjánsson, Icemount, Jóhanna Guðmann, Hafliði Hauksson, Bjami Sigurðsson, Matur og mörk og Helgi Jóhannesson forstöðumaður atvinnumálaskrifstofunnar. Atvinnumálanefnd veitir styrki til atvinnusköpunar Þijú fyrirtæki og fimm einstaklingar fá styrki Blaðberar Óskum eftir blaðburðarfólki til að bera út blaðið um leið og það kemur í bæinn. Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600. Fær í flestan sjó með OSTRIN „Síþreyta og depurð eru erfiðir fylgikvillar sveppa- | sýkingar. OSTRIN hjálpar mér, því það gefur aukna orku, úthald og vellíðan." Unnur Þorsteinsdóttir, skrifslofumaður. „65 ára, síungur og vinn 10 tíma á dag, en ég byrja líka hvern dag á OSTRIN." Árni Valur Viggósson, símaverkstjóri. Sendum í póstkröfu Heils horni s Skipagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. Upplýsingar um útsöluslaði gefur Gula línan í sima 562 6262 ÞRJÚ fyrirtæki og fímm einstakl- ingar hlutu styrki Atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar, samtals að upphæð ein milljón króna. Guðmundur Stefánsson formað- ur nefndarinnar úthlutaði styrkjun- um og gerði grein fyrir markmiðum með veitingu þeirra. Styrkirnir eru veittir til atvinnuþróunar tvisvar á ári. Þeir eru ætlaðir einstaklingum sem vinna að atvinnuskapandi verk- efnum eða hafa hug á að stofna tii eigin rekstrar og einnig minni fyrir- tækjum sem vilja efla rekstur sem þegar er í gangi. Leggur nefndin áherslu á að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun, þróun, hagræð- ingu, markaðssetningu eða upp- byggingu atvinnulífs á Akureyri. Guðmundur sagði að mörg dæmi væru um að vel hefði tekist til, fyrir- tæki hefðu vaxið úr grasi og stuðl- að þannig að öflugra og fjölbreytt- ara atvinnulífí. Matur í skemmtiferðaskip Fyrirtækin Icemount, Matur og mörk og Purity Herbs hlutu styrk að þessu sinni. Icemount fékk styrk til að vinna að verkefni sem felst í áfyllingu bleks og dufts í tónera í tölvuprentara og ljósritunarvélar. Matur og mörk fékk styrk til að vinna að markaðssetningu íslenskra matvæla til erlendra skemmtiferða- skipa. í sumar komu 38 slík skip til Akureyrar með um 23 þúsund farþega. Jóhann Gunnar Sævarsson er að vinna að hugmynd sem felst í að flétta saman afþreyingu og kynningu á íslenskri sögu og nátt- úru við framleiðslu íslenskra mat- væla. Fyrirtækið Purity Herbs hlaut styrk til að vinna að markaðssetn- ingu á snyrtivörum í Þýskalandi, Hlutafjáraukning í Laxá Bærinn hafnar for- kaupsrétti BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi í gær að hafna forkaupsrétti að hlutafjáraukningu í Fóðurverk- smiðjunni Laxá. Akureyrarbæ var boðinn forkaupsréttur að hlutafjár- aukningu í félaginu í hlutfalli við eignarhluta sinn. Ætlunin er að selja hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði 25 milljónir króna en þau verða seld á genginu 2,05. Núverandi hlut- höfum verður boðið að auka hlut sinn í fyrirtækinu í forkaupi á genginu 1,85. Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga eru stærstu hluthafar í Laxá, eiga um 36% hlut hvor um sig af heildarhlutafé, þá koma Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar, Hrað- frystistöð Þórshafnar, Dreki og SS-Byggir. en það framleiðir náttúrulegar snyr- tivörur. íslenskar jurtir eru megin uppistaðan, en einnig er notað há- karlalýsi, íslenskar sjávaijurtir og squalan, sem unnið er úr háfalýsi. Minjagripir, hákarlaverkun, þjóðbúningar og rafgylling Kristján Jóhannsson fékk styrk til framleiðslu á minjagripum úr postulíni, en hann hefur í rúmt ár verið að þróa handskreytt postu- línsgifs af húsum. Fyrst og fremst er varan ætluð á heimamarkað, sem minjagripur og gjafavara. M.a. er um að ræða ýmsar þekktar bygg- ingar á Akureyri. Lúðvík R. Jónsson hefur unnið að hákarlaverkun um nokkurt skeið, en markaður fyrir hákarl er góður á Eyjafjarðarsvæðinu auk þess sem áhugi ferðaþjónustuaðila hefur farið vaxandi. Ferðaskrifstofur hafa m.a. áhuga á að geta sýnt erlendum ferðamönnum vinnsluferli hákarls og leyfa þeim að bragða á vörunni. Sigrún Ingibjörg Arnardóttir fékk styrk til að setja upp sérhæfða vinnustofu þar sem efnt er til nám- skeiða í saumi íslenska búningsins. Kennsla í þjóðbúningasaumi hefur að mestu farið fram í Heimilisiðnað- arskólanum í Reykjavík en starf- semi af þessu tagi hefur fram til þessa ekki verið á Akureyri. Jóhanna Guðmann fékk styrk til að vinna að framleiðslu á dúkkuföt- um og skrautbrúðum, en hún hefur verið að selja framleiðslu sína bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hafliði Hauksson hlaut styrk til að koma á fót vinnuaðstöðu fyrir rafgyllingu á merkjum, blöndunar- tækjum, letri á skjöldum og steinum sem og ýmsum munum öðrum. Kaffi Kverið í verslun Bókvals BÆJARRÁÐ hefur vísað umsögn Vignis M. Þormóðs- sonar um nýtt vínveitingaleyfi fyrir veitingastað í húsnæði sem Bókval leigir af Kaup- félagi Eyfirðinga við Hafnar- stræti 91-95 til bæjarstjórnar. Veitingastaðurinn sem um ræðir mun heita Kaffi Kverið og er að sögn Vignis ætlunin að hann verði eins konar „bókakaffihús." „Víða erlend- is eru lítil kaffihús inni í bóka- verslunum og nú nýlega var eitt slíkt opnað í bókabúð Máls og menningar í Reykja- vík. Við höfum hugsað okkur að reka Kaffí Kverið með svipuðu sniði, bjóða upp á gott kaffi og kaffidrykki auk smárétta og fleira í hádeg- inu,“ sagði Vignir. Nauðsynlegt væri að sækja um fullt vínveitingaleyfi þar sem í kaffidrykkjum ýmiss konar væru sterkir drykkir. Kaffihúsið yrði opið frá kl. 11.30 til 10 á kvöldin, þannig að ætlunin væri alls ekki sú að hefja rekstur á nýrri ölkrá í bænum. „Okkar hugsun er sú að lífga upp á miðbæjarlíf- ið og þykir mörgum ekki van- þörf á,“ sagði Vignir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.