Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 19

Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 19 ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristinn SÆVAR Gunnarsson var endurkjörinn formaður Sjómannabands íslands á þingi þess í gær. Allur fiskafli verði seldur á fískmörkuðum Sjómannasambandið vill stöðva framsal leigukvóta ÞING Sjómannasambands íslands vill að útgerðarmönnum verði óheim- ilt að versla með veiðiheimildir sín á milli. Nýtist veiðiheimildir útgerð- unum ekki, verði þeim skilað. Þingið vill að tekið verði á verðmyndun sjáv- arafla og allur fiskur verði seldur á mörkuðum. í ályktun sinni um at- vinnu- og kjaramál hafnar þingið ennfremur hugmyndum um auð- lindaskatt, er á móti heimildum til að veðsetja aflaheimildir og vill að samið verði um veiðar við aðrar þjóð- ir á alþjóðlegum hafsvæðum. Þá vill þingið að hvalveiðar verði hafnar að nýju og tekið verði á mönnun ís- lenzka kaupskipaflotans. Sævar Gunnarsson var í gær endurkjörinn formaður Sjómannasambandsins, en þingi þess lýkur í dag. Taka verður á verðmyndun á fiski og óheftu framsali á Ieigukvóta, eigi að nást kjarasamningar milli sjó- manna og útgerðar um áramótin. Þetta var boðskapur forseta þriggja stéttarfélaga til 20. þings Sjómanna- sambands íslands, sem nú stendur yfir. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í ávarpi sínu til þingsins að ljóst virtist að útgerðarmenn hefðu seilzt æði langt til að skerða þann hlut sem til skipta kæmi. Guð- jón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands, sagði að taka yrði á hömlu- lausu framsali veiðiheimilda og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands, segir að allur fiskur verði af fara um markaði og nauðsynlegt sé að setja löggjöf um verðmyndun á sjávarafla. Meira lag til kjarabóta en oft áður „Boðskapur stjórnvalda felst í hnotskurn í því, að þó stáðan í efna- hagsmálum sé nokkuð góð, sé lítið sem ekkert svigrúm til kjarabóta án þess að allt fari úr böndunum," sagði Grétar Þorsteinsson. „Þetta þekkjum við vel og höfum heyrt það oft áður. Enn einu sinni verðum við að ganga til kjarasamninga undir þessum harmakveinum. Við vitum engu að síður að nú er meira lag en oft áður til kjarabóta. Aðstæður sjómanna í komandi kjarasamningum eru eins og oft áður þónokkuð frábrugðnar því, sem ger- ist meðal landverkafólks. Miklar breytingar hafa orðið á útgerðarhátt- um á síðustu árum og með tilkomu fiskveiðistjórnunar og kvótakerfis hafa orðið til mörg mikil vandamál. Eitt meginvandamálið í kjaramálum landverkafólks er meðal annars launamunur á milli hópa. Þó sjómenn hafi leyst sín launamál með föstu hlutaskiptakerfi er ekki þar með sagt að kjaramál sjómanna séu án vanda- mála. Við höfum á undanförnum misserum heyrt um vandamál sjó- manna vegna kvótabrasks af ýmsu tagi og vandamál vegna verðlagning- ar á þeim afla, sem dreginn er úr sjó. Það virðist nokkuð ljóst að útgerð- armenn hafa á síðustu tímum seilzt æði langt til að skerða þann hlut sem kemur til skipta til sjómanna. Það er ekki nóg að hafa samið um skipt- ingu á tekjum, þegar útgerðarmað- urinn getur ráðskazt að vild með þá stærð sem til skiptanna er. Eg held að það sé brýnna en nokkru sinni fyrr að koma því í farsælan farveg hvernig verðlag aflans er ákvarðað og hvernig sú stærð er fest, sem til skiptanna er.“ Verður að taka á verðmynduninni „Ég tel að mjög auðvelt verði að leggja fram kröfur í 20 til 40 atriðum fyrir næstu kjarasamninga," sagði Guðjón A. Kristjánsson. „En það er kannski rétt að velta því fyrir sér hvers vegna svo er. Eins og málum er nú háttað, eru það tvö atriði sem skipta verulegu máli. Það er fis- kverðsmyndunin og kvótaleigan. Verði þessi tvö atriði til lykta leidd, verða kröfurnar svona margþættar til að hægt verði að mæta afleiðing- um hinna tveggja. Ég held því að Sjómannasambandið verði að ein- beita sér að því að taka á verðmynd- uninni og hömlulausu framsali leigu- heimilda. Þetta hvort tveggja er und- irrót hins stóra vanda, sem við stönd- um nú frammi fyrir. Verði þessi mál leyst til frambúðar, verður framhald- ið auðvelt. Það gengur ekki að velta þessum málum á undan sér ár eftir ár. Verði það niðurstaðan að kvóta- leigan verði afnumin og allur fiskur fari á markað, verðum við að gera svo. Okkur kemur ekkert við hvað stjórnvöld vilja í því máli. Það getur vel verið að við lendum á vegg og rúllað verði yfir okkur. Það verður bara að koma í ljós. Okkur ber að vinna að hagsmunamálum okkar af heilindum og einurð." Löggjöf um verðmyndun á sjávarafla „Við erum búnir að ganga í gegn um tvö mikil verkföll vegna verðlagn- ingar á fiski,“ sagði Helgi Laxdal. „Ég viðurkenni að ég hef verið á sama máli og sjávarútvegsráðherra, að það sé óskynsamlegt að slíta tengslin milli útgerðar og fisk- vinnslu. Því miður hafa verkföllin og skipan tveggja nefnda ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Því miður hefur það komið í ljós að út- gerðin hefur ekki hinn minnsta áhuga á því að koma þessum málum í gott horf í samvinnu við okkur sjó- menn. Það er því aðeins eitt eftir. Það er að setja allan sjávaraflann á opinberan markað. Ég skora því á sjávarútvegsráðherra að gangast fyrir því að sett verði löggjöf um verðmyndun á sjávarafla. Staðreynd- in er sú að þarna er fiskur að verð- mæti um 50 milljarðar að skipta um eigendur án þess að nokkur lög gildi um það hvemig standa skuli að því. Hins vegar má tæpast reka litla sjoppu eða veitingastofu án þess að fara að ótal reglum um starfsemina." bragð v léltrvhur Alltaf tilbúnir í fjörið! Color StyleWriter 1500: Prentaöferö: „ThermaF-bleksprauta 720x360 pát með mjúkum útlínum í sv/hv 360x360 pát fyrir l'ita- og grátónaprentun Háhraða raðtengi (885 Kbps) Beintenging við tölvunet með StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaður) Allt aö 3 síður á mínútu í svart/hvítu Stuöningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt að 100 síður eða 15 umslög Prentefni: Flestallur pappír, glærur, „back-print film“, umslög og límmiöar Prentgæði: Hraði: Leturgeröir: Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is teMigiiMH é PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC 603e RISC Tiftíðni: 120 megarið Vinnsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb) Skjáminni: IMbDRAM Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraða) Skjár: Apple Multiple Scan 14" litaskjár □iskadrif: 3.5' - les Mac- og PC-diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt LocalTalk (sæti fyrir Ethernet-spjald) Hljóð: 16 bita hljóð inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiðrétting og samheitaorðabók og Málfræðigreining - kennsluforrit í íslenskri málfræði. Öll þessi forrit eru á íslensku. Leikir o.fl.: Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.