Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sagan end- urtekur sig hjá Bhutto Sagt að hroki hafí orðið forsætisráðherra Pakistans, Benazir Bhutto, að falli en for- seti landsins vék henni úr embætti í vikunni. Reuter BENAZIR Bhutto, sem nú hefur verið svipt völdum í Pakistan í tvígang, ræðir við blaðamenn í Islamabad á miðvikudag. Hún sakar leyniþjónustu hersins um að hafa rænt manni sínum, Asif Ali Zardari, samkvæmt skipunum Farooqs Legharis forseta. BENAZIR Bhutto var eitt sinn eft- irlæti vestrænna fjölmiðla. Hún hlaut menntun í Oxford og Harvard, en náði aldrei tökum á að stjóma þjóð sinni, að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph. Sagt er að maður stígi aldrei tvisvar í sama fljótið, en það virðist ekki eiga við um Bhutto. Tvisvar var hún kosin til valda, tvisv- ar hefur stjóm hennar leitt til póli- tísks og eftiahagslegs glundroða og tvisvar hefur henni verið vikið úr embætti forsætisráðherra. Hittir mann sinn Bhutto fékk í gær að hitta mann sinn, Asif Ali Zardari, fyrsta sinni frá því að henni var vikið frá á þriðjudag. Talsmaður Bhutto, Shah Mahmood Qureshi, sagði að forsæt- isráðherrann fyrrverandi hefði verið færður til opinbers bústaðar skammt fyrir utan Islamabad að kvöldi miðvikudags, en maður henn- ar hefði ekki birst fyrr en fjórum klukkustundum síðar. Hermenn handtóku Zardari á þriðjudag og var sagt að hann væri í gæsluvarðhaldi. Farooq Leghari, forseti Pakistans og fyrrverandi bandamaður Bhutto, ber hana sömu sökum og hún var borin þegar fyrri stjóm hennar hrök- klaðist frá árið 1990 eftir að hafa verið aðeins tvö ár við völd. Þá gat hún þó haldið því fram að pólitískur andstæðingur hefði verið að verki, en nú er því ekki að heilsa. „Rót vanda Bhutto var sú hroka- fulla trú hennar að frá guði hefði hún fengið rétt til að stjórna Pakist- an,“ sagði vestrænn stjórnarerind- reki á þriðjudag. „Hvorki hæfni, né hæfileikinn til að viðhalda pólitískri samstöðu eða velja rétt fólk í réttar stöður varð til að vega upp á móti þessum hroka.“ Hafði meðbyr Þegar Bhutto komst til valda öðru sinni eftir kosningarnar 1993 hafði hún góðan meðbyr. Herinn, embætt- ismannakerfíð og vestræn ríki studdu hana. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að styðja Leghari, sem hafði verið frammámaður í flokki hennar, Þjóðarflokki Pakistans, í 20 ár, til forseta. „Hún gaf sér að Leghari mundi aldrei nota vald sitt til að víkja henni frá,“ sagði háttsettur félagi í flokki Bhutto. „En ekki einu sinni hann gat virt síversnandi ástandið vettugi." Bhutto glataði trausti Legharis, rétt eins og hún glataði trausti flestra sinna pólitísku bandamanna og vina. Henni tókst einnig að egna herinn og skriffinnana gegn sér með linnu- lausri spillingu og fyrirgreiðslu fyrir vini og frændfólk á meðan hæfum stjómendum var vikið til hliðar. Tilraunir til að losa um viðskipta- höft og einkavæða ríkisfyrirtæki hafa farið fyrir lítið vegna lengstu og mestu efnahagskreppu í sögu Pakistans. Kreppan á að hluta til rætur að rekja til mistaka stjórn- enda efnahagsmála í stjórninni, auk þess sem hún gerðist sjálf fjármála- ráðherra. „Hún leit á sjálfa sig sem meist- ara hagfræðinnar eins og hetja hennar, Margaret Thatcher," sagði háttsettur vestrænn bankamaður. „En í raun vissi hún ekkert um hagfræði." Bhutto lét ekki af embætti fjár- málaráðherra fyrr en i síðustu viku, en þá var það um seinan. Eiginmaðurinn Akkillesarhællinn í Sind, heimahéraði Bhutto, hóf hún ofsóknir á hendur Muhajir Qaumi-hreyfingunni, öflugasta flokk- inum í Karachi, og létu næstum þrjú þúsund manns lífíð. í Norðvesturhér- aðinu hafa um eitt þúsund manns látið lífið í átökum stjómarinnar og íslamskra bókstafstrúarmanna. Það var hins vegar Zardari, eigin- maður Bhutto, sem var hennar Akk- illesarhæll. Meint spilling hans, ítök hans í efnahagsmálum, lán- og verk- efnaveitingar til viðskiptafélaga og ýmisleg fyrirgreiðsla, sem hann var sakaður um, urðu Bhutto að falli. Zardari sat í fangelsi frá 1990 til 1992 í stjórnartíð Nawaz Sharif forsætisráðherra. Hann var sakaður um stórfellda spillingu og skiptu einstök mál tugum. Saksóknara tókst hins vegar ekki að sanna mál sitt fyrir dómi og var Zardari sleppt. Þegar kona hans varð forsætis- ráðherra á ný komu ásakanimar einnig fram aftur. Þegar Leghari og Jehangir Karamat, yfirmaður hersins, ráðlögðu Bhutto að hafa taumhald á manni sínum hundsaði hún þá með því að gera hann að ráðherra erlendra fjárfestinga. Fjölskylduvandi Bhutto var ekki aðeins bundinn við mann hennar. Hún og bróðir hennar, Murtaza Bhutto, höfðu eldað grátt silfur og á þessu ári blossaði deila þeirra upp með þeim afleiðingum að til skotbar- daga kom við lögreglu í september. í átökunum féll bróðir hennar. Þrýstingur frá hemum Leghari hefur einnig fengið fjölda kvartana frá hernum, sem er í við- bragðsstöðu vegna borgarastyijald- arinnar í Afganistan, mikillar spennu í samskiptum við Indveija og aukins ofbeldis heima fyrir. Fyrst þrýsti herinn á Leghari um að greiða úr mistökum Bhutto bak við tjöldin. Þegar það gekk ekki krafðist herinn að Leghari svipti hana völdum. Bhutto missti völdin með sama hætti árið 1990. Leghari lét aftur til skarar skríða í gær og rak stjórn Sind, iðnvædd- asta héraðs Pakistans. Bhutto er þaðan og þar er Karachi, háborg fjármála í landinu. í Karachi búa 12 milljónir manna og þar hefur ofbeldi milli trúarhópa valdið mikilli sundrungu. Kamal Azfahr, ríkis- stjóri Sind, rak stjórnina að skipun Legharis og skipaði Mumtaz Bhutto, fjarskyldan ættingja Benazir Bhutto, forsætisráðherra nýrrar stjórnar Sind. Frændsystkinunum mun ekki vera vel til vina. Hinn nýi forsætisráðherra Pakist- ans, Meraj Khalid, sem situr til bráðabirgða, ætlar ekki að fá á sig sama stimpil og forveri hans. Hann ferðast á almennu farrými þegar hann flýgur og ekur um í einum bíl í stað lögreglubílalestar eins og for- verar hans höfðu fyrir sið. Ætlar ekki að gefast upp Á fyrsta stjómarfundi Khalids var ákveðið að ráðherrakaup yrði lækkað um helming og hætt yrði að hlaða undir fyrirmenni, enda væri slíkt í andstöðu við bæði ísl- amska menningu og forsendur lýð- ræðis. Bhutto vísar ásökununum á bug og krafðist afsagnar Legharis á blaðamannafundi á miðvikudag. „Ég var kosin forsætisráðherra og ég mun verða forsætisráðherra aft- ur,“ sagði hún. Haldi Bhutto áfram að bjóða Leg- hari byrginn mun það enn auka á óvissuástandið í Pakistan. Stefnt að tvíhliða samningi Sviss og ESB fyrir næsta vor Enn deilt um atvinnurétt Reuter Aðild Króat- íu mótmælt KRÓATÍA varð með formlegum hætti 40. aðildarríki Evrópuráðsins á miðvikudag, er Mate Granic ut- anrikisráðherra (t.v.) undirritaði aðildarslgölin ásamt Daniel Tarsc- hys, framkvæmdastjóra ráðsins (t.h.). Félagar í samtökunum Blaðamenn án landamæra stóðu fyrir mótmælum við undirritunar- athöfnina. Fleygðu þeir yfír Granic bæklingum, þar sem fordæmdar eru hótanir króatiskra stjórnvalda í garð gagnrýnna fjölmiðla. Lausanne. Reuter. SVISS og Evrópusambandið stefna að því að ná samningum um tvíhliða samskipti fyrir næsta vor. Viðræður, sem hafa nú staðið hátt á þriðja ár, hafa snúizt um mál, sem búið var að leysa í samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES), en verður að greiða úr með öðrum hætti eftir að Svisslendingar felldu EES- samninginn í þjóðáratkvæðagreiðslu fyrir fjórum árum. Enn eru það sam- göngumál og gagnkvæmur atvinnu- og búseturéttur, sem út af standa. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, og Jean-Pascal Delamuraz, forseti Sviss, sögðu á blaðamannafundi í Lausanne á mið- vikudag að stefnt væri að því að ljúka samningaviðræðunum á næstu mán- uðum. Þegar hefur náðst samkomulag um fjóra málaflokka: landbúnaðarmál, tæknilegar viðskiptahindranir, opinber útboð og samstarf í rannsóknum. Hins vegar hefur enn ekki náðst samkomulag um atvinnu- og búsetu- rétt ESB-borgara í Sviss. Svisslend- ingar vilja halda lagaheimild til að setja kvóta á fjölda útlendinga í land- inu sem eins konar baktryggingu, en bjóðast til að ákveða kvótann svo háan, að hann skipti i raun ekki máli. ESB heimtar hins vegar afnám lagaákvæða, sem leyfa setningu kvóta. Þá er deilt um samgöngumál, og samg’öngnr EVRÓPA^ annars vegar reglur Sviss um há- marksþyngd vörubíla, sem fá að aka um svissneska fjallvegi og hins veg- ar kröfur Svisslendinga um að flug- félög þeirra fái að fljúga til tveggja flugvalla innan ESB í sama flugi, en flugfélög innan ESB óttast að slíkt veiki samkeppnisstöðu þeirra. „Við ætlum okkur að ná samning- um við svissnesk stjómvöld um mála- flokkana sex... Samningaviðræðum- ar eru á lokaspretti," sagði Santer á blaðamannafundinum. Hann bætti við að hugsanlega gætu samningar náðst í desember, en þó væri líklegra að það drægist fram á næsta vor. Delamuraz sagði að atvinnu- og búseturétturinn væri erfíðasta málið. Ekki væri langt á milli samningsaðil- anna, en nauðsynlegt að hnýta síð- ustu lausu endana áður en hægt væri að undirrita samninga. Santer segir að „talsverður fjöldi“ komist í EMU JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, lýsir ánægju með hagspár, sem framkvæmdastjómin gaf út í vik- unni, og segir að „talsverður flöldi" aðildarríkja sambandsins muni sam- kvæmt þeim uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbanda- laginu (EMU) í ársbyijun 1999. Samkvæmt hagspá framkvæmda- stjómarinnar verður hagvöxtur i ESB 1,6% að meðaltali á þessu ári og 2,3% á næsta ári. Hagfræðingar ESB spá því að á næsta ári muni tólf af fimmt- án aðildarríkjum ná þvi markmiði að fjárlagahalli verði minni en 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Aðeins Grikkland, Ítalía og Bretland muni ekki uppfylla skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir þátttöku í EMU. Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjóminni, sagði á blaðamannafundi á miðvikudag að í meirihluta aðild- arríkjanna hefði verið gripið til trú- verðugra aðgerða til að lækka fjár- lagahalla. Jacques Santer sagði í yflrlýsingu, sem hann sendi frá sér á miðvikudag, að „talsverður fjöldi“ aðildarríkja gæti uppfyllt skilyrði fyrir þátttöku í EMU 1. janúar 1999. „Það em afar góðar fréttir," sagði forsetinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.