Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 21 ERLENT 79 ár frá byltingunni í Rússlandi „Dagur samstöðu og sátta“ að tílskípun Jeltsíns Moskvu. Reuter. örlög, eina framtíð og sömu fortíð," sagði Jeltsín í yfirlýsingunni í gær. Sagði hann, að vonir byltingarinnar hefðu brugðist og milljónir manna látið lífíð á altari hennar. „Látum þau mistök okkur að kenningu verða og vinnum saman að heill lands og þjóðar." Má fá sér í staupinu Jeltsín steig í fætuma 1 fyrsta sinn í gær eftir uppskurðinn og telja lækn- ar hans, að hann verði farinn af sjúkrahúsinu eftir tvær eða þijár vik- ur. DeBakey sagði í gær, að kólester- ói í blóði hans hefði lækkað verulega en framvegis yrði Jeltsín að gæta sín á feitmetinu. Þá gæti hann brátt fengið sér í staupinu við og við en DeBakey lagði áherslu á, að Jeltsín væri enginn áfengissjúklingur. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sem kominn er á stjá eftir hjartaað- gerðina fyrir þremur dögum, gaf í gær út tilskipun um, að byltingar- dagurinn, 7. nóvember, skyldi hér eftir heita „Dagur samstöðu og sátta“. Læknar Jeltsíns segja, áð honum fari vel fram og bandaríski hjarta- læknirinn Michael DeBakey segir, að hann muni endurheimta starfs- þrekið á nokkrum vikum. „Rauðhærði kardinálinn“ Kommúnistar gengu í gær undir rauðum fánum í Moskvu og fleiri borgum Rússlands til að minnast þess, að þá voru iiðin 79 ár frá bylt- ingu bolsévika. Söfnuðust þeir saman á Rauða torginu við styttu af Karli Marx og létu ræðumenn skammirnar dynja á ríkisstjórn Jeltsíns, sem þeir sögðu ætla að selja landið í hendur kapitalistum. Var kommúnistum sér- staklega uppsigað við „rauð- hærða kardinálann", Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóra Jeltsíns og helsta höfund einkavæðingarinnar. „Tsjúbajs í fangelsi," hrópaði Víktor Anpflov, leiðtogi einna kommúnistasamtak- anna, og hvatti til, að ríkisstjórn Jeltsíns yrði rekin frá. Einn ræðumanna krafðist þess, að „heimsborgarar með tvöfaldan ríkisborgararétt" yrðu reknir og átti þá við gyðinginn og kaupsýslumann- inn Borís Berezovskí, sem nýlega var skipaður varaformaður rússneska öryggisráðsins. Samkvæmt blaða- fréttum er hann jafnt ísra- elskur sem rússneskur borg- ari. Gennadí Zjúganov, leið- togi kommúnistaflokksins, talaði líka en ljóst er, að lítil samstaða er með honum og mönnum eins og Anpílov og öðrum leiðtogum harðlínu- kommúnista. Zjúganov legg- ur æ meiri áherslu á rúss- neska þjóðerniskennd en æ minni á hina sovésku fortíð. í ræðu sinni sagði Zjúganov, að Jeltsín hefði gert hjartauppskurðinn að skrípaleik og tekist að gera alla þjóðina hlægilega með því að af- henda Víktor Tsjernomyrdín forsæt- isráðherra forsetavöldin í aðeins tæp- an sólarhring, 23 klukkustund- ir. „Við erum ein þjóð, eigum ein Jeltsín Nyrup heldur velli Kaupmannahöfn. Reuter. SÓSÍALÍSKI þjóðarflokkurinn (SF)og Einingarlisti vinstri- manna á danska þinginu hafa ákveðið að koma í veg fyrir stjórn Poul Nyrup Rasmussens verði felld vegna máls rithöf- undarins Salmans Rushdies. Heimsókn Rushdies til Dan- merkur til að taka við verðlaun- um var nýlega aflýst en síðan frestað. Að sögn ráðherra var ekki væri hægt að tryggja ör- yggi hans en stjórnin var sökuð um að taka tillit til útflutnings- hagsmuna og reyna að blíðka ráðamenn í Iran sem vilja rit- höfundinn feigan. Talsmenn vinstriflokkanna tveggja sögðust hafa sann- færst um að eingöngu hefði verið um klaufaskap að ræða. Japan Gamli kjarn- inn í stióm Reuter. RYUTARO Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, kynnti í gær nýja minnihlutastjórn sína en hún er að mestu skipuð gömlum frammámönnum í Fijálslynda lýð- ræðisflokknum. Er nýi fjármála- ráðherrann 69 ára gamall. Enginn ráðherranna 20 er yngri en fimmtugur og aðeins ein kona í þeirra hópi. „Þessarar ríkis- stjórnar bíður að takast á við kröf- ur nýrra tíma,“ sagði Seiroku Kajiyama, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðneytinu, þegar hann kynnti nýju ráðherrana. Fjármálaráðherra verður Hi- roshi Mitsuzuka, fyrrverandi við- skiptaráðherra, og fær hann nú það verkefni að fjörga staðnað efnahagslífið og greiða á sama tlma úr gífurlegri skriffinnsku hjá hinu opinbera. Nýju ráðherrarnir hétu því allir að beita sér fyrir umbótum en þó hefur aðeins einn þeirra fengið orð fyrir umbótaáhuga. Er það Junichiro Koizumi heilbrigðisráð- herra en hann beitti sér fyrir einkavæðingu þegar hann var póst- og fjarskiptaráðherra. FLEIRI BILR5TIEÐI NOATUN Lambaskrokkar ■niðursagaðir í poka Haustslátrun '96 399r Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NÓATXJN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.