Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ERLEIMT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Réttarhöldin vegna fjöldamorða á Tasmaníu í vor Nýjar plötur Reuter KOMIÐ hefur verið upp krossi fyrir utan veitingahúsið Broad Arrow Cafe til minningar um þá, sem féllu fyrir hendi Martin Byants. Játaði sig sekan skelli- hlæjandi Hobart. Reuter. MARTIN Bryant, sem sakaður er um mestu fjöldamorð í Ástralíu á síðari tímum, viðurkenndi í gær hlæjandi, að hann hefði orðið 35 manns að bana. Fram að því hafði hann haldið því fram, að hann væri saklaus. Bryant kom óvænt í dómshúsið í Hobart, höfuðstað Tasmaníu, þar sem verið var að undirbúa hin eiginlegu réttarhöld og kvaðst vilja lýsa sig sekan. Voru honum þá lesnar ákærumar, 72 að tölu, og svaraði hann því ávallt til hlæj- andi, að hann væri sekur. Varð honum stundum litið til grátandi ættingja fólksins, sem hann myrti, og glotti þá við þeim. Einu sinni skellti hann upp úr með svo miklum bakföllum, að við lá, að hann félli aftur sig. Þá var hann að játa á sig morðið á Madeline Mikac, þriggja ára gamalli stúlku. Vitnaleiðslur óþarfar Það var síðla dags sunnudaginn 28. apríl sl., að Bryant tók að skjóta á fólk á ferðamannastað í Port Arthur á Tasmaníu með öflugum riffli. Eftir nokkrar mín- útur lágu 24 í valnum og innan klukkustundar höfðu 32 týnt lífi. Flýði þá Biyant inn f lítið gistihús skammt frá og var síðan handtek- inn morguninn eftir þegar hann forðaði sér út úr húsinu, sem þá var alelda. Þar fundust þijú lík að auki. Réttarhöldin hefjast 19. nóvem- ber en til stóð að kalla fyrir meira en 100 vitni. Er nú ekki lengur þörf á því sem betur fer því að margir þeirra, sem urðu vitni að óhugnaðinum, hafa ekki náð sér fullkomlega síðan. Ný könnun í Bretlandi Yfirburðir Blairs minnka London. Reuter. YFIRBURÐIR Verkamannaflokksins breska gagnvart stjórnarflokki íhaldsmanna hafa minnkað verulega ef marka má nýja skoðanakönnun sem birt var í dagblaðinu Guardian í gær. Verkamannaflokkurinn var með 47% fylgi, íhalds- flokkurinn 34% og Frjálslyndi demókrataflokkurinn 15%. ICM-stofnunin, sem gerði könnunina, segist álíta að stuðningsmenn íhaldsmanná séu margir ófúsir að viðurkenna hvemig þeir ætli að kjósa og séu niðurstöð- ur leiðréttar í samræmi þá forsendu. í öðrum könnun- um hefur Verkamannaflokkurinn yfírleitt verið með mun meira forskot. Þingkosningar verða ekki seinna en í maí á næsta ári. George Stephanopoulos, einn af nánustu ráðgjöfum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, segist í viðtali við Guardian fús að veita Verkamannaflokki Tony Blairs aðstoð í kosningabaráttunni. „Ég veit hvernig á að starfa síðustu 90 daga baráttunnar ... hvemig á að bregðast við þrautreyndum aðferðum hægrimanna," sagði Stephanopoulos sem er 35 ára og var um hríð fréttafulltrúi Clintons. Hann hefur gefið til kynna að hann vilji gjaman hætta störfum í Hvíta húsinu og hyggst hugsa sinn gang næstu daga. Talsmaður Bla- irs tók vel í hugmyndina í gær. Ljóst þykir að vinni Stephanopoulos fyrir Blair muni það ekki bæta fremur stirð samskipti Clintons og Johns Majors, forsætisráðherra Breta. Fullyrt er að Clinton hafí aldrei getað fyrirgefíð Major að hann skyldi láta sérfræðinga íhaldsmanna starfa fyrir repú- blikanann George Bush 1992. SOLUSYNING LAUGARDAG 9. NÓVEMBER FYRIR HEIMILIÐ | Suðurlandsbraut 20 • 108 Reykjavík • Sími 588 02101 BLÁSTURSOFNAR FYRIR HEIMILIÐ Suðurlandsbraut 20 • 108 Reykjavík • Sími 588 0210 Míele ÞRIGGJA HÆÐA w UPPÞVOTTAVELAR Vetrarferð Krist ins o g Jónasar Vetrarferðin er komin út á geislaplötu í flutningi Krist- ins Sigmunds- sonar og Jónas- ar Ingimund- arsonar „Mér líður vel. Það er viss léttir að koma Slgrmundsson þessu frá sér. Við Jónas erum nú búnir að vera að vinna í Vetrarferð- inni í ein tíu ár svo það var kom- inn tími til að setja hana á plötu og syngja sig frá henni í bili,“ sagði Kristinn Sigmundsson í samtali við Morgunblaðið. Kristinn sagðist ekki hafa tölu á því, hversu oft þeir Jónas hefðu flutt Vetrarferð- ina opinberlega frá því þeir tóku hana fyrst á efnisskrá 1986, en taldi tónleikana hafa verið eina tíu talsins og síðast fluttu þeir Vetrar- ferðina í Þýskalandi fyrir nokkrum dögum. „Þetta var svona smá- konsert í Þýska- landi og gekk vel. Fólk kunni að meta flutning okkar,“ sagði Kristinn. Hann er nú á förum til Flór- ens, þar sem hann syngur í Töfraflautunni fram í miðjan desember og þaðan fer hann til Genfar og syngur fram undir jól, en áætlunin er að koma heim aftur á Þorláksmessu. Geislaplötunni fylgir bæklingur með kynningu á flytjendum og Halldór Hansen skrifar kynningu á Vetrarferðinni, auk þess sem allur flokkurinn er birtur á þýsku og í íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Útgefandi er Mál og menning. Heildartími er 76 '06. Verð 1.980 kr. Jónas Ingimundarson Nýjar bækur Handbók fyrir efn ÚT ER komin bókin Árin eftir sex- tugt - Allt sem þ'; þarft að vita til þess að njóta efri áranna. I kynningu segir; „Árin eftir sextugt er fyrsta íslenska hand- bókin sem fjallar sérstaklega um efri árin. í henni eru ráðleggingar og lausnir á ýmsum vandamálum sem fylgja aldrinum og svör við þeim fjölmörgu spurningum sem kunna að vakna í daglega lífinu þegar árin færast yfír. I bókinni er tekið á þeim and- legu, líkamlegu og félagslegu breyt- ingum sem tíminn færir mönnum. Til þess að halda fullu fjöri og lifa lífínu lifandi þegar árin færast yfir er nauðsynlegt að þekkja og skilja þær breytingar sem óhjákvæmilega verða með aldrinum. Bókin er aðgengileg og lipur aflestrar, prýdd fjölda ljósmynda og byggð á traustum fræðilegum grunni enda rituð af hópi íslenskra kunnáttumanna. Hún er víðfeðm að efni og veitir góða yfírsýn yfír það æviskeið sem við öll viljum njóta. arm Fjallað er um hagsmunamál og góð ráð gefin í þeim efnum. í bók- inni er einnig mikið af hagnýtum upplýsingum um það sem stendur þessum aldurshópi sérstaklega til boða af þjónustu og afþreyingu, til dæmis listi yfír gagnleg heim- ilisföng. Öll umfjöllun miðar að því að lesandinn geti fært sér upplýs- ingamar í nyt og brugðist við í tíma. Hann getur þannig staðið betur að vígi en áður og lifað lífinu á ánægjulegri og fyllri hátt. Þijátíu og átta höfundar leggja til efni í bókina. Þeirra á meðal eru læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, rithöfundur, heim- spekingur, næringarfræðingur, sjúkraþjálfari, tannlæknar, félags- ráðgjafar, lögfræðingur, prestur og margir fleiri. Útgefandi er Forlagið. Páll ! Gíslason, læknir og formaður Fé- | lags eldri borgara, skrifar formála. Ritstjórar bókarinnar eru sálfræð- ingarnir Hörður Þorgilsson ogJak- ob Smári sem einnig ritstýrðu Sál- fræðibókinni. Verð 6.990 kr. Verk eftir Siguijón sýnt á Thorvald- sens-safninu Á ÞESSU hausti er haldið nýstárleg sýning á Thorvaldsens-safninu í Kaupmannahöfn þar sem valin verk eftir Bertel Thorvaldsen eru sýnd andspænis 29 höggmyndum úr dönskum söfnum eftir jafn marga mynd- höggvara. Sýningin er liður í stórsýningunni Dönsk höggmyndalist í 125 ár sem Den danske Bank íjármagnar í til- efni af 125 ára afmæli bankans og er hún haldin samtím- is í átján söfnum víðsvegar um landið. Sýningin í safni Thorvaldsens nefnist Eðli höggmyndalistar. Sýn- ingarstjórinn Eva Henschen segir í form- ála sýningarskrár að tilgangurinn með að setja list Thorvaldsens í samhengi við list nú- j tímans hafí verið að opna hug manna fyrir nýju mati og nýjum skilningi og miðla fróð- leik um nokkur grun- neinkenni höggmynda- listar. í Thorvaldsens-safn- inu má meðal annars sjá verk Siguijóns Ól- afssonar, Maður og kona (1939) sem er í eigu Nordjyllands Kunst- 1 museum, og hefur höggmyndinni I verið valinn staður andspænis sjálfsmynd Thorvaldsens. Sigurjón Ólafsson. Maður og kona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.