Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 27
LISTIR
• Lesið í málverk I
VERKAMENN á heimleið, olía á léreft, 201,9x227,3 sm. Munch-safnið Osló.
VERKAMENN
Á HEIMLEIÐ
í TILEFNI mesta viðburðar árs-
ins í Listasafni íslands; sýningar
á ákveðnu tímabili í list Norð-
mannsins Edvards Munchs (1863-
1944), „Á vængjum vinnunnar".
Verða tekin fyrir nokkur málverk
og lesið i þau. Sýningin verður
opnuð almenningi á morgun,
laugardag.
heil sjö ár, eða frá 1909 til
1916, vann Edvard Munch að
hinni viðamiklu og nafn-
kenndu veggskreytingu í Aulaen,
hátíðarsal háskólans í Osló. Aðal-
myndefnin, sagan, sólin og rann-
sóknarmennirnir, höfðu firna-
sterk áhrif á listamanninn, mikil
og fersk sköpunarorka knúði á.
Umstangið samfara verkefninu
og aðdragandi þess og hin erfiða
samkeppni reif í taugarnar, því
sennan kringum vinnubrögð dóm-
nefndar reis hátt eins og flest sem
mikilsverða myndlistarviðburði
skaraði í Noregi á þeim árum, sér
í lagi öllu því sem tengdist nafni
Munchs. Svo mikið þótti í húfi,
að það tók dómnefndina 18 fundi
að komast að endanlegri niður-
stöðu og þá hafði hún styrkt sig
með hinum nafntogaða danska
málara Joakim Skovgaard. Ein-
ungis þrem vikum eftir að Munch
yfirgaf taugalæknastofnun vinar
síns prófessors Daniels Jacobsens
í nágrenni Kaupmannahafnar
vorið 1909, ákvað hann að taka
þátt í samkeppninni. Að baki var
7-8 mánaða dvöl á hælinu, þar sem
því hafði verið spáð í upphafi að
hann myndi aldrei geta málað
framar. Listamaðurinn, sem var
sonur læknis í fátækrahverfi í
Kristianíu (Osló), hafði ríka sam-
kennd með lítilmagnanum og fá-
tæku verkafólki í þessu fordóma-
fulla, óvæga og stéttskipta þjóðfé-
lagi. „Ég trúi á hlutverk Rúss-
lands, nú er tækifærið. Á tímum
frönsku byltingarinnar voru það
borgararnir sem börðust fyrir
mannréttindum, á okkar tímum
er það verkalýðurinn og það er
alveg raunhæft." Þetta var svo
fólkið sem hann leitaði helsttil
um fyrirmyndir í skreytinguna
miklu, hinu rismikla og falslausa
í fari þess, hins nafnlausa fjölda.
Samfara hinum mörgu uppköst-
um málaði hann einnig volduga
dúka sem voru líkastir lofsöng til
vinnunnar og hins stritandi lýðs,
jafnframt gerði hann fjölda rissa
grafíkmynda, vatnslitamynda og
mótaði í leir.
„Nú er runninn upp tími verka-
mannsins - ég spyr sjálfan mig,
hvort listin verði ekki aftur sam-
eign allra? - Hennar sjái aftur
stað á opinberum byggingum og
stórum veggflötum.“ Munch hafði
bersýnilega í huga mikilfenglegar
veggskreytingar, var þó frekar
að leggja slík verkefni í hendur
næstu kynslóðar norskra málara,
sem átti eftir að taka upp merkið
og koma myndefninu til skila á
múrveggina. Samtímis leitaði
mjög sterkt á hann að gera fram-
hald af myndröðinni um lífsrás-
ina, Livsfrisen, og hafa þar verka-
manninn í forgrunni. Menn að
grafa skurði, moka snjó, við störf
að akuryrkju, leggja vegi eða
múra upp veggi í nýbyggingum.
Verkefnin létu hins vegar bíða
eftir sér og löngu seinna skrifar
hann: „Nú koma þeir. Ég á að
gera skreytingu. Nú þegar ég er
gamall og veikur. Ég get það
ekki. Þegar ég hafði þróttinn,
höfðu þeir ekki þörf fyrir mig.“
Á margan veg markaði hið
mikla verkefni þannig kaflaskil í
list málarans, hún varð jarð-
bundnari og akademískari, þótt
sálræni grunntónninn væri fyrir
hendi og gegnumgangandi sem
fyrr, hin innri ratsjá, hið öfluga
og úthverfa innsæi, sem kemur
fram í öllum þáttum viðfangsefna
hans. Þetta var öðru fremur
myndefnið sem hugur Munchs og
athafnir snerust um, kominn aft-
ur heim til Noregs, og sestur að
eftir áratuga útlegð í Evrópu, því
það var fyrst er hann var álitinn
dauðvona á heilsuhælinu að
norska þjóðin tók þennan fræga
son sinn í sátt, öllu réttara af-
markaður hluti hennar. Stóra
málverkið „Verkamenn á heim-
leið“, sem er málað á árunum
1913-15, sameinar í sér marga af
meginásum listar Edvards
Munchs, þar sem allir andar virð-
ast í uppnámi og allt er á hreyf-
ingu, „ekkert er hið eina, allt er
eitt af inörgu, ekkert eitt úr engu,
allt hið eina af mörgu,“ eins og
Nietzsche á að hafa orðað það.
Maðurinn er hér ekki lengur
markaður holdlegum þanka-
gangi, eins og svo oft áður í mynd-
heimi listamannsins.
Öll tákn fortíðarþrár, munúðar
og getnaðar horfin af sviðinu,
allt önnur táknmynd sjálfsins
þrengir sér fram, vitræn ímynd
fjöldans, ein eining hans og heild.
Múgurinn líður áfram eins og elf-
ur, endalaus þyrping öreiga á leið
heim úr vinnu, ásjónur mannanna
í forgrunninum teknar lúnar og
máðar en samt eins og í árásar-
hug, horfa storkandi út úr mynd-
rammanum. Ur þeim skín vissan
um að ekkert afl fái stöðvað
þrjóskan hug, hinn framstreym-
andi flaum og samvirkan vilja
heildarinnar. Fylkingin er ekki
áðeins á heimleið, heldur per-
sónugerir alla þá sem berjast fyr-
ir andrými í óréttlátum heimi, á
þó greinilega enn drjúga leið fyr-
ir höndum. Þó er myndin laus við
allan áróður annan en að þessi
þjóðfélagshópur sé af holdi og
blóði og verður þess að máluð séu
af honum voldug listaverk.
Tilfinningin fyrir hreyfingunni
í myndrýminu er framkölluð með
furðulegu gagnsæi fótleggja
mannanna í forgrunninum, fót-
leggja sem eru eins og í bland við
ófreskan heim og bera í sér
áherslur og þunga sögunnar. Eru
mjög í andstöðu við hina sterk-
legu efri búka og breiðu axlir, og
þó efast enginn um að þeir beri
léttilega uppi þessa menn, slíkur
er máttur heildarsýninnar. Munch
var þannig snillingur að bregða
upp heildarsýn myndefnis í fáum
dráttum, og skoðandinn skynjar
að svona eigi þetta að vera þrátt
fyrir að hann sjái móta fyrir vafa-
sömum smáatriðum. En þau eins
og gufa upp fyrir áhrifaþungan-
um og hefði listamaðurinn farið
í saumana á þeim hefði það gerst
á kostnað heildarinnar.
Litbrigðin í húsunum í bak-
grunninum mynda mikilvæga
andstæðu við eintóna klæðnað
múgsins sem listamaðurinn lífgar
þó upp í manninum í forgrunnin-
um, sem bæði leiðir hópinn, per-
sónugerir hann og jarðtengir við
myndsviðið. Hann er jafnframt
mikilvægur hlekkur í myndbygg-
ingunni og þeirri sálrænu skyn-
villu sem brugðið er upp um rými
fjarlægðir og tíma sem myndin
er svo rík af. Skoðandinn skynjar
að löng og opin leið götunnar er
framundan, en hún gleypi ekki
þennan nafnlausa fjölda sem hef-
ur eins og sigrast á tóminu og
fyllir sviðið tilgangi og ríkidómi.
Bragi Ásgeirsson
LISTMUNAUPPBOÐ
í GULLHÖMRUM,
SAL IÐNAÐARMANNAFÉLAGSINS,
SUNNUDAGINN 10. NÓV. KL. 20.30.
GLÆSILEG VERK GÖMLU MEISTARANNA
EINNIG HANDUNNIN PERSNESK TEPPI
SÝNING UPPBOÐSVERKA:
í DAG KL. 12-18, EINNIG LAUGARDAG OG
SUNNUDAG KL. 12-18.
téj&u
BÖRG
Aðalstræti 6, sími 552 4211
Intel Triton kubbasett
& 256kb pipeline burst cache á HX móðurb
Intel 120 mhz örgjörvi
Góður örgjörvi frá gæðaframleiðanda
16mb EDO Innra minni
10% hraðvirkara en venjulegt minni
1280mb harður diskur
Quantum Fireball 10ms
Diamond skjákort
Video 2001 meö 1mb í skjáminni
15" lággeisla litaskjár
Skarpur meö stafrænum stýringum
8x Sony geisladrif
Verð áður:
Drif sem klikkar ekki þegar á reynir
16 bita hljóðkort
Frábært í leikjum og annarri vinnslu
25w Juster hátalarar
Margur er knár þótt hann sé smár
Lyklaborð & Mús
og ekki má gleyma músamottunni
Firespirit stýripinni
Frábær stýripinni í alls kyns leikjum
28.8b innbyggt mótald
Mánuður á Internetinu fylgir frítt með
HP 400 Litaprentari
Svart hylki og iitahyiki fylgir
Frábær forrit fylgja
Alfræðiritið Encarta, frábær í skólann
Works, ritvinnsla, töflureiknir ofl
Microsoft Money, frábært í bókhaldið
Expl. the Solar Syst., fræðsla um sólkerfið
Creative Writer, ritvinnsla fyrir krakkana
Windows '95 stýrikerfið
165.800-kf-
Stgr
Http://www.mmedia.is/bttolvur
149.900 kr B.T. vTÖIyur
Aðeins 10 tölvur á þessu tilboðl I
- Gronsásvegur 3-108 Reykjavik -
- Simi: 5885900 - Fax : 5885905 -
Nú kélnrnr
' mðri
Odýrir úlpuhanskar
eða
ungverskir gæðahanskar