Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LiSTIR GUNNAR B. Guðmundsson, Hallgrímur Hróðmarsson og Anna Ólafsdóttir í hlutverkum sinum í Stalín er ekki hér. Hugmyndin sem hrundi Morgunblaðið/Theodór BJÖRN Haukur Einarsson og Jóhanna Sigrún Árnadóttir í hlut- verkum sínum í leikritinu „Þorláki þreytta". Á milli þeirra má sjá hvar „Þorlákur", sem leikinn er af Bjarka Má Karlssyni, liggur steinsofandi. Leikritið er sýnt um þessar mundir í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit. IFIKUST Bæjarbíó STALÍN ER EKKI HÉR eftir Véstein Lúðvíksson. Leikfélag Hafnarfjarðar. Leikstjóri Hanna Maria Karlsdóttir. Leikendur: Hall- grímur Hróðmarsson, Bára Jónsdótt- ir, Huld Óskarsdóttir, Anna Ólafs- dóttir, Gunnar B. Guðmundsson og Ingi Fróði Helgason. Föstudagur 1. nóvember 1996. LEIKRITIÐ Stalín er ekki hér var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1977 og hvergi síðan, fyrr en nú, í Hafnar- firði, 19 árum síðar. Verkið er það sem stundum er kallað stofuleikrit, einn veggur einnar stofu er fjarlægður, eða teygður aft- ast í salinn. Síðan fylgjast áhorfendur með íbúum stofunnar einsog flugur á þeim vegg. Þetta form á sér langa hefð og eru nokkur af síðari verkum Henriks Ibsens í þessum stíl. En hvað sem öllum hefðum líður þá finnst mér þetta form það ieiðin- legasta af þeim öllum. Það takmark- ar í raun og veru allt sem hægt er að takmarka; persónur, tímann og söguna. Ekki er hægt að fylla stof- una af einhveiju „fólki utan úr bæ“, tíminn er núið og sagan er í sjálfu sér alltaf sú sama; einhver kemur inn í líf fólksins í stofunni - oftar en ekki eftir langa fjarveru og snýr. öllu á hvolf. Sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar var leikstýrt af Hönnu Maríu Karls- dóttur sem fórst það vel úr hendi. Engir meiri háttar leiksigrar voru unnir í Bæjarbíói á föstudaginn. Hallgrímur Hróðmarsson var alls ekki nógu sannfærandi í hlutverki Þórðar, einvaldsins á heimilinu. Hann var alltof mjúkur og mikill aumingi. Hefði Vésteinn skrifað hann svona þá hefði aldrei neitt leik- rit orðið til, enginn á heimilinu hefði hlustað á hann og allir gengið út. Hanna María „tekur á sig sökina" fyrir aulahætti Þórðar í viðtali í leik- skránni. En þrátt fyrir það má segja að Þórður hafi aldrei lifnað við fyrr en í síðustu línu sinni: Andskotastu með þetta á fornsölu - og þegiðu svo. Ef sá Þórður hefði verið á svið- inu allt kvöldið hefði útkoman orðið allt önnur og betri. Hulda (sú sem kom inní líf fólksins í stofunni - eftir langa íjarveru - og sneri öllu á hvolf), sem Anna Ólafs- dóttir lék, var einhver allt önnur Hulda en „huldustelpan“ sem var skrifuð inn í þetta leikrit. Anna faldi flagðið alltof vel og gerði hana að sérlega indælli og vænni ungri konu, sem var nokkuð óheppilegt þar sem Hulda er allt ann- að en indæl og væn. Gunnar B Guð- mundsson lék Kalla, soninn og heimil- istrúðinn. Hann var heilsteyptur allan tímann og tókst þó nokkrum sinnum að fá áhorfendur til að hlæja að - því sem honum fannst - þessu hallær- islega heimilislífi. Var Stalín er ekki hér ekki bam síns tíma? Það er spuming í huga undirritaðs, hvort það á nokkurt er- indi við nútímann. Hvort ekki hefði verið óhætt að leyfa því að liggja í dvala áfram. En kannski einhveijum skoðanabræðram Þórðar og spænsk- um byltingarkommum og -anarkistum þyki það núna góður farsi: „Hahaha, skelfing vorum við miklir krakkar hér í denn“? Spyr sá er ekki veit. Heimir Viðarsson Þorlákur þreytti í Brún Borgarnesi. Morgunblaðið. UNGMENNAFÉLAGIÐ Íslend- ingur í Andakíl, frumsýndi gam- anleikritið Þorlák þreytta, eftir Neal og Farmer, sunnudags- kvöldið 2. nóvember s.l. í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit. Frumsýnt var fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir frum- sýningargesta. Kynslóðaskipti hafa orðið í leik- araliði Ungmennafélagsins ís- lendings að þessu sinni. Yngra fólk er tekið við og þar af leið- andi þurftu sumir að leika nokk- uð upp fyrir sig í aldri á þess- ari sýningu félagsins. En í leik- riti eins og „Þorláki" þá gerir það ekki svo mikið til, því þar er nánast allt leyfilegt, „ef mað- ur skammast sín“ á eftir eins og Þorlákur verður svo oft að gera. Leikurinn fór hægt af stað og augljós frumsýningarskrekkur var í hnjánum á nokkrum leikar- anna. En viðbrögð frumsýning- argestanna voru styrkjandi og hvetjandi og fljótlega þéttist leikurinn og öryggið og sjálfs- traustið jókst hjá Ieikurunum. KVIKMYNPIR lláskólabíó STAÐGENGILLINN „THE SUBSTITUTE" ★ Leikstjóri: Robert Mandel. Aðalhlut- verk: Tom Berenger, Emie Hudson, Diane Venora. Orion Pictures. SPENNUTRYLLIRINN Stað- gengillinn með Tom Berenger bryddar uppá nokkuð nýstárlegri hugmynd sem gæti gagnast í óróa- sömum framhaldsskólum. Berenger leikur kennara sem er málaliði, sér- þjálfaður hermaður, leikinn í sjálfs- varnaríþróttum og getur sært eða banað manni á andartaki án þess að blása úr nös. Og hann er fijáls- lyndur og skemmtilegur fræðaþul- ur. Agavandamál ættu að vera úr sögunni og eru það í Staðgenglinum Þó sprellið og misskilningurinn væri mestur í kringum Þorlák sjálfan þá var senuþjófurinn tvímælalaust tónskáldið Jón Fúss, sem Björn Haukur Einars- son leikur af mikilli innlifun og „átti“ hann salinn, allt frá fyrstu innkomu og þar til eftir síðasta uppklapp. Fór hann á kostum í túlkun sinni á misskilda tón- skáldinu, allt frá lýsingum á stórbotnum tóndæmum til hár- fínna svipbrigða og Iátbragðs. Þá var einnig sannfærandi leik- ur hjá Ragnheiði Guðmunds- dóttur sem lék skvísuna Mjöll af mikilli innlifun. Leikstjóri verksins er Þröstur Guðbjartsson og hefur hann en myndin fjallar svosem um meira en venjulegt agavandamál því skól- inn, sem málaliðinn kennir í, er dreifíngarmiðstöð fyrir dópsala og skólastjórinn er dreifingaraðilinn. Berenger hefur hin seinustu ár sérhæft sig i B-myndum í ætt við Staðgengilinn þar sem fjarstæðu- kenndur söguþráður smellpassar um staðlaðar hasarmyndapersónur og spennan er vandfundin en hasar- inn jafnan nokkur þótt hann sé mjög af ódýrari gerðinni. Berenger gengur til verksins eins og hann viti að hann þurfí ekki að leggja sig fram og gerir ekki mikið fyrir myndina. Það er greinilega engin ástríða hans að leika í B-myndum. Enginn er kominn til að dást að leikhæfileikum hans. Þetta er ein af þessum myndum þar sem óþokk- arnir eru svipljótir og bera það utan á sér að vera níðingar svo að þegar unnið vel sitt verk. Verkið hafði hann staðfært skemmtilega á ýmsa lund. Meðal annars var Þorlákur orðinn yfirþjónn á Mótel Venusi í Hafnarskógi og var hluti verksins látinn gerast þar. Þá voru einnig skemmtileg- ar tilvitnanir í ýmsar þekktar innansveitarpersónur sem oft hittu í mark, ef marka mátti viðbrögð áhorfenda. Eitt er víst, kvöldstund með Þorláki þreytta og hans fólki, er vel varið. Tilvalið er fyrir fólk á öllum aldri að þenja í sér hláturtaugarnar í notalega fé- lagsheimilinu Brún í Bæjarsveit á næstunni. okkar maður, sem ætíð hefur rétt- lætið sér við hlið, tekur að beija þá í buff finnst áhorfandanum eins og hann þurfi ekki að sjá eftir miða- kaupunum. Myndin gerist í Miami og óþokk- arnir í Staðgenglinum eru ekki hvít- ir. Kannski er það yfirsjón af hálfu framleiðenda sem reyna helst ekki að móðga minnihlutahópa. Ernie Hudson er skólastjórinn sem hefur meira gaman af því að skjóta menn í bakið en sitja foreldrafundi. Hud- son hefur hingað til leikið valmenni og það tekur mann tíma að venjast honum. En það tekur ekki langan tíma að venjast myndinni. Hana hefur maður séð milljón sinnum áður og veit hvernig hún gengur fyrir sig lið fyrir lið. Slíkt er hand- bragðið og slíkur er frumleikinn í Staðgenglinum. Arnaldur Indriðason Málaliðinn í skólastofunni Sýning í Hornstofu HELGINA 9.-10. nóvember verður Inga Arnar fatahönnuður með sýningu á vestum, kjólum og slæð- um úr silki og góbelínefnum í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags- ins, Laufásvegi 2. Inga Arnar rekur Gallerí Gróf- ina í Listagilinu á Akureyri þar sem hún ásamt öðrum handverks- konum var með opna vinnustofu. Selur hún þar sérsaumaðan fatnað úr handmáluðu silki o.fl. Þá hefur Inga haldið námskeið í ýmsum greinum fatasaums, bútasaums og silkimálunar. Hornstofan er opin laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-18. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.