Morgunblaðið - 08.11.1996, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
n/IIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR
SIG URJÓNSSON
+ Einar Sigur-
jónsson fæddist
í Hafnarfirði 2.
apríl 1930. Hann
lést 27. október
1996, 66 ára að
aldri. Foreldrar
Einars voru Sigur-
jón Einarsson skip-
stjóri, f. 1897, d.
1969, og Rannveig
Vigfúsdóttir, f.
, 1898, d. 1991. Systk-
ini Einars eru
Hulda, f. 1919, Vig-
fús, f. 1920, d. 1983,
Bára, f. 1922, og
Sjöfn, f. 1924.
Einar kvæntist árið 1951 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Jó-
hönnu Guðrúnu Brynjólfsdótt-
ur, f. 1930. Foreldrar hennar
voru Guðný Ólöf Magnúsdóttir,
f. 1908, d. 1990, og Brynjólfur
Brynjólfsson, f. 1899, d. 1993.
Börn Einars og Jóhönnu eru 1.
Brynja, f. 1952, maki Jón Birgir
Þórólfsson, börn þeirra eru Ein-
ar, Guðný Agla og Jóhann Gunn-
ar, barnabarn Þórey
Einarsdóttir; 2. Sig-
urjón, f. 1968, maki
Guðný Birna Ros-
enkjær.
Einar fór ungur
til sjós og árið 1951
lauk hann hinu
meira fiskimanna-
prófi frá Stýri-
mannaskólanum í
Reykjavík og var
eftir það á togurum,
um alllangt skeið
skipstjóri. Arið 1967
fór Einar til náms í
Sviss á vegum Ál-
versins í Straumsvík
og starfaði þar frá því álverið
tók til starfa 1969 til 1995.
Einar tók mjög virkan þátt í
starfi Slysavamafélags íslands,
bæði í Hafnarfirði og í þágu
heildarsamtakanna, sat 32 ár í
stjórn og var forseti félagsins á
árunum 1992-1996. Útför Einars
verður gerð frá Hafnarfjarðar-
kirkju og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku afi.
Sunnudaginn 27. október feng-
um við þau sorgartíðindi að þú
hefðir kvatt þennan heim. Varð
okkur mjög brugðið, því skömmu
áður hafðir þú talað við eitt af
okkur systkinunum og verið á leið
á rjúpnaveiðar, hress og kátur eins
og ávallt. Trúðum við því ekki að
þú værir dáinn. Þú sem alltaf varst
á ferð og flugi um landið.
Nú, þegar við lítum yfir farin
a»~ veg, eigum við erfítt með að hugsa
til þess að hlátur þinn eigi ekki
eftir að óma í eyrum okkar oftar
eins og hann hefur svo oft gert.
Við systkinin höfum verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að fylgja
ykkur ömmu alla tíð. Við minn-
umst allra hringinga þinna að bjóða
okkur með í sleðaferðir, þá hafði
amma útbúið nesti og kakó og var
öllum deginum eytt í þessar ferðir,
þú að draga okkur á skíðum aftan
í sleðanum um ljöllin. Þú hefur
alla tíð reynt að miðla þinni vitn-
eskju um landið, sem þú dáðir svo
mjög, inn í kollinn á okkur, en eitt-
hvað vafðist það fyrir okkur eldri
systkinunum, þvi varstu svo glaður
er sá yngsti af okkur fór að hafa
eftir þér það sem þú reyndir að
kenna okkur. Ekki má gleyma öll-
um okkar samverustundum með
ykkur ömmu hvort sem var á heim-
ili ykkar eða á ykkar uppáhalds-
stað, sumarbústaðnum ykkar í
Eyjafirðinum. Sá staður hefur alla
tíð verið okkur systkinunum mjög
hjartfólginn sem og hann var þér.
í kringum þig, afí, var ávallt mjög
mikið að gerast. Ef þér datt ein-
hver hlutur í hug, þurfti að fram-
kvæma hann helst í gær. Þú hreifst
okkur mjög áfram með krafti þín-
um og dugnaði og höfum við lært
mjög mikið af þér. í huga okkar
hafa áramótin ávallt skipað stóran
sess í lífí fjölskyldunnar. Þá varst
þú ennþá meiri grallari en alla hina
daga ársins. í þetta eina sinn á
árinu sáum við þig með vindil í
munnvikinu, sem þú frekar ást en
reyktir. Þú varst ávallt fyrstur út
og komst síðastur inn, því alltaf
lumaðir þú á einni bombunni í við-
bót. Því er erfitt að hugsa til þess
að við höfum þig ekki hjá okkur
um fleiri áramót.
Elsku afí, margs er að minnast
þar sem samverustundirnar með
þér eru allmargar, og þær minning-
ar sem við eigum í hjörtum okkar
munu ylja okkur í framtíðinni.
Það er fjölskyldunni mikið
huggunarefni að vita til þess að
þið amma fenguð að eyða síðustu
ævidögum þínum á ykkar uppá-
haldsstað fyrir norðan. Elsku afi,
við vitum að þú munt veita ömmu
og fjölskyldunni allan þann styrk
sem við þörfnumst. Við vitum að
þú munt njóta þessa ferðalags,
eins og þeirra allra. Megi Guð
fylgja þér.
Einar, Guðný Agla
og Jóhann Gunnar.
Seinni hluta sunnudagsins 27.
október sl. hringdi síminn heima hjá
mér. Þetta var Hanna og hélt ég
að hún væri að svara skilaboðum
mínum. Ég hafði talað inn á sím-
svarann hjá þeim Einari og Hönnu
á föstudeginum á undan, en stjóm
Slysavamafélagsins hafði hug á að
fá að hitta þau heiðurshjón eftir
stjórnarfund 9. nóvember og þakka
þeim fyrir allt það fómfúsa og óeig-
ingjarna starf sem þau hafa unnið
fyrir Slysavarnafélag íslands. En
Hanna hafði annað við mig að segja.
Einar hafði orðið bráðkvaddur fyrir
nokkmm klukkustundum. Það er
erfítt að trúa slíkri frétt, við höfðum
hitt hann glaðan í bragði við opnun
Björgunar ’96 fyrir rúmri viku -
nú var hann allur.
Það kom i hlut Einars, sem for-
seta Slysavarnafélagsins, að ráða
mig til starfa sem framkvæmda-
stjóra félagsins fyrir rúmum fjórum
árum. Ráðningin sýndi hugrekki
og var að mínu mati liður í þeirri
framtíðarsýn sem yngri kynslóð
félagsins vildi sjá. Einar helgaði líf
sitt markmiðum Slysavarnafélags
íslands; að sporna við hvers konar
slysum og hjálpa þeim sem lenda
í háska. Hann gekk ungur í Slysa-
varnafélagið, sat yfir 30 ár í stjórn
þess og síðustu fjögur árin sem
forseti. Einar var hugsjónamaður
og vann ötullega að öllum þeim
málum sem hann var sannfærður
um að væru til heilla fyrir Slysa-
varnafélagið. Hann var fylginn sér
og ákveðinn og hvikaði hvergi ef
honum fannst vegið að félaginu.
En það var líka stutt í glettnina
og þrosið.
Við Einar unnum mjög náið sam-
an; hjá forseta og framkvæmda-
stjóra í stóru félagi ber margt á
góma, vandamálin mörg sem þarf
að leysa, verkefnin stór sem þarf
að taka ákvarðanir um, en þegar
upp er staðið er það hið fjölbreytta
og gjöfula starf sjálfboðaliðanna
sem veitir manni mesta ánægjuna
í starfí.
Björgun mannslífa, vígsla nýrra
björgunarstöðva, koma nýrra
björgunarbáta til landsins eru m.a.
þau atvik sem kölluðu fram sér-
stakan glampa í augum Einars.
Glampa ánægju og stolts vegna
þeirra fjölmörgu kvenna og karla
sem helgað hafa líf sitt slysavarna-
hugsjóninni hér á landi, eins og
hann gerði.
Við Einar þurftum að ferðast
mikið saman bæði innan lands og
utan og í þeim ferðum var Hanna,
eiginkona Einars, alltaf með. Hún
var stoð hans og stytta. Slík hjón
mættu margir taka sér til fyrir-
myndar. Heimili þeirra í Hafnar-
firði og á Akureyri stóð alltaf opið
að nóttu sem degi, ef á þurfti að
halda og var það óspart notað.
Hanna mín, Brynja, Siguijón og
fjölskyldur, sorg ykkar er mikil,
sárið djúpt og myrkrið svart, en
ég veit að það birtir fyrr en varir,
ljósið sem skín, er frá líða stundir,
er minningin um góðan dreng.
Ég þakka Einari Sigutjónssyni
stutta en góða samfylgd. Fyrir
hönd starfsfólks Slysavarnafélags
íslands þakka ég honum samstarf-
ið og sendi fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Esther Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélags Islands.
Einar Siguijónsson, skipstjóri og
f.v. forseti Slysavarnafélags íslands,
er látinn, langt um aldur fram.
Áhugamál Einars voru mörg en
segja má að hann hafí fæðst inn í
Slysavamafélag íslands, þar sem
foreldrar hans voru bæði virkir fé-
lagar, og í félaginu starfaði hann
af frábærum áhuga og dugnaði,
bæði í heimabæ sínum, Hafnar-
firði, og á vettvangi heildarsamtak-
anna. Eiginkona Einars, Jóhanna
Brynjólfsdóttir, tók ríkan þátt í
þessu starfi með honum.
Einar var í stjórn Slysavarnafé-
lagsins í um 30 ár og síðustu 4
árin sem forseti þess. I viðamiklu
starfí félagsins komu áherslur Ein-
ars víða fram, ekki síst áhugi hans
á að efla_ unglingastarf innan fé-
lagsins. Á það lagði hann mikla
áherslu í forsetatíð sinni og sá það
sannarlega vaxa og blómgast.
Ósjaldan viðhafði hann þau orð að
unga fólkið væri framtíð félagsins
og að því þyrfti að hlúa vel.
Síðastliðin átta ár starfaði ég við
hlið Einars í stjórn Slysavarnafé-
lagsins. Þetta var tími mikilla um-
brota innan félagsins, þar sem m.a.
ungt fólk með ný viðhorf kvaddi
sér hljóðs og átök urðu á milli hins
nýja og hins gamla. Ekki voram
við Einar alltaf sammála um leiðir
en markmið.n voru þau sömu, að
efla starf Slysavarnafélagsins. Þó
var það aldrei svo að við kæmumst
ekki að niðurstöðu sem báðir gátu
sætt sig við. Á þessum tíma tókst
með okkur mikil og traust vinátta
sem seint fæst fullþökkuð.
En við deildum saman fleiri
áhugamálum því náttúra íslands
var okkur báðum afar hugleikin.
Fyrir nokkrum áram byggðum við
fjallaskála, hvor við hlið hins, við
Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar.
Þar kom glöggt í ljós athafnagleði
Einars við að gera þennan sælureit
sem best úr garði. Mér er sérlega
minnisstætt að í sumar var boruð
rannsóknarhola eftir köldu vatni
skammt frá skálunum. Þegar að
ég hringdi í Einar og greindi honum
frá því fór hann strax að hugleiða
hvort og hvernig hægt yrði að nýta
kalda vatnið úr holunni fyrir skál-
ana, eftir að rannsóknum lyki. Slík-
ur var Einar, honum var tamt að
horfa til framtíðarinnar.
Hanna mín! Það var notaleg
stund, þó stutt væri, þegar við
komum við í sumarbústaðnum ykk-
ar norður í Eyjafirði nú um dag-
inn. Skal engan undra að þessi
notalegi staður hafi heillað ykkur
til sín, það sá ég best þegar Einar
sýndi mér bryggjuna og aðrar
framkvæmdir og ekki síður allan
gróðurinn sem teygði sig hátt til
himins. Við Anna sendum þér og
börnum ykkar okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Genginn er góður drengur.
Garðar Eiríksson, gjaldkeri
Slysavarnafélags íslands.
Fregnin um andlát vinar míns,
Einars Sigurjónssonar, var vissu-
lega óvænt. Þó Einar hefði um
nokkurt skeið barist við erfiðan
sjúkdóm hvarflaði ekki að sú hugs-
un að kallið kæmi svo skyndilega.
Á stundum sem þessum sefa
ástvinir, vinir og samstarfsmenn
sorgina við yl endurminninga. Og
hér er margs að minnast. Leiðir
okkar Einars lágu fyrst saman á
vettvangi Slysavarnafélagsins. Þar
hafði Einar þá staðið í fylkingar-
bijósti um alllangt skeið og látið
nokkuð að sér kveða. Uppreisnar-
maður sem gekk oft gegn megin-
straumnum. Boðberi nýrra tíma.
Einn þeirra sem byggðu upp björg-
unarstarfið í landinu. Einar var af
kynslóð sem lagði ómælt af mörk-
um fyrir félagið, kraftmikilli kyn-
slóð, þar sem iðulega var hart tek-
ist á um skoðanir, en sem út á við
var samstætt afl sem skóp Slysa-
varnafélaginu virðingu. Þessari
kynslóð voru málefni Slysavarnafé-
lagsins heilög. Þegar ný kynslóð
knúði dyra, vildi aðrar starfsaðferð-
ir, öðruvísi baráttu, mættust stálin
stinn. Þar vildu margir hinna eldri
síst hvika af hefðbundinni braut í
baráttu fyrir hugsjónum félagsins,
aðrir sáu að breyttir tímar kölluðu
á nýjar aðferðir. Þannig bar fund-
um okkar Einars saman; í neista-
flugi ólíkra kynslóða.
I straummiðju breytinganna
stóðu fremstir í flokki Örlygur
Hálfdanarson og Einar Siguijóns-
son og tel ég á engan hallað þótt
ekki séu aðrir nefndir hér. Þegar
Örlygur hætti sem forseti félagsins
árið 1992 kom það í hlut Einars
að stýra Slysavarnafélaginu á vit
framtíðarinnar. Það þurfti kjark-
mann til þess að takast á við stjórn
þessa félags í því umróti sem kyn-
slóðaskiptin höfðu í för með sér.
Aðferð Einars var sú að beina í
einn farveg aðferðum nútímans og
eldlegum áhuga frumheijanna.
Með þetta að leiðarljósi sat Einar
á forsetastóli Slysavarnafélags ís-
lands í fjögur ár og þurfti oft að
veijast og sækja í senn. Þá kom
fyrir að meira var sagt en hollt var
og minnist ég þess er svo harka-
lega gneistaði á milli mín og hans
að skynsemin fauk út um
gluggann. Eftir þetta urðu mér
ljósir mannkostir Éinars og í fram-
haldinu tókst með okkur órjúfanleg
vinátta.
Einar var stoltur yfir því hlut-
skipti að vera klettur í straumvatni
mikilla umskipta, klettur sem svo
mjög braut á. Megi minning Einars
Siguijónssonar verða slysavarna-
fólki á öllum aldri leiðarljós um-
burðarlyndis og víðsýni.
Um leið og ég bið algóðan Guð
að sefa sorg ástvinanna og efla
með þeim minninguna um góðan
dreng þakka ég samfylgd góðs fé-
laga og vinar.
Ingi Hans Jónsson, ritari
Slysavarnafélags Islands.
Nú er fallinn frá mikilhæfur
foringi, eldhugi og kær vinur okk-
ar.
Einar var í 25 ár formaður slysa-
varnadeildarinnar Fiskakletts og
var hann einnig einn aðalhvata-
maðurinn að stofnun björgunar-
sveitarinnar en stofnfundur sveit-
arinnar var haldinn á heimili Ein-
ars og Hönnu og var hann fyrsti
formaður björgunarsveitarinnar og
síðan lengst af í stjórn sveitarinnar
sem varaformaður.
Einar var sannarlega einn af
frumkvöðlunum í björgunarsveitar-
starfí eins og það er í landinu í dag
og samstarf hans og Bjarna Björns-
sonar varð okkur Fiskaklettsmönn-
um happadijúgt, saman tókust þeir
á við mörg og stór verkefni sem
við njótum góðs af í dag. Þeir voru
alltaf stórhuga saman og byggðu
hús og keyptu bíl, vélsleða, bát og
fleira það sem þurfti til að reka
góða björgunarsveit.
Einar var hugmyndaríkur og
fylginn sér og þó ekki væru alltaf
allir sammála í hópnum voru flest-
ar hans hugmyndir okkar stærstu
framfaraspor. Einhveiju sinni var
það að hugmynd kom upp um að
fara útí flugeldasölu sem fjáröflun
og var hann aðalhvatamaðurinn að
því og alla tíð síðan hefur það ver-
ið aðal tekjulind björgunarsveitar-
innar, og allt til dagsins í dag hafa
þau hjónin borið hitann og þungann
af því að flytja inn flugelda fyrir
margar ef ekki flestar björgunar-
sveitir Slysavarnafélagsins.
Einnig var Einar einn aðal tals-
maður þess að Fiskaklettur fengi
nytjarétt af Krísuvíkurbjargi og
þangað kom hann með okkur á
hveiju vori í eggjatöku og dugnað-
ur hans og orka smitaði útfrá sér
og það að njóta útiverannar og
vera í snertingu við náttúruna var
eitt af því sem við lærðum af hon-
um, ferðalög og útivist var hans
aðaláhugamál og óhætt er að segja
að Einar hafí leitt bæði björgunar-
sveitina og unglingadeildina um
landið þvert og endilangt hvort sem
var að sumri eða vetri til og það
var sama hvert við komum alltaf
þekkti hann hveija þúfu eða hól
með nafni og margir hafa lært að
þekkja landið af samvistum við
hann, og alveg frá því að hann
sannfærði okkur um að rétt væri
að reka unglingadeild í tengslum
við björgunarsveitina hefur hann
haft veg og vanda af vetrarferðum
fyrir hana á hveijum vetri, auk
þess sem hann hefur verið helsti
hvatamaður að unglingastarfinu
hjá Slysavarnafélaginu á landsvísu.
Einar hefur í marga áratugi ver-
ið í stjórn Slysavarnafélagsins og
það fyllti okkur stolti og ánægju
þegar hann var valinn til að vera
forseti félagsins á þingi hér í Hafn-
arfirði fyrir nokkrum áram og
fannst okkur hann vera vel að því
kominn, því fáum mönnum á Ís-
landi hefur í gegnum tíðina auðn-
ast að vera málstað slysavarna og
björgunarstarfa jafn trúr og hann
var.
Gæfa hvers manns fer oft eftir
því hvaða förunauta hann eignast
í lífinu og auðvitað er kvonfang
hvers manns það mikilvægasta fyr-
ir hann sjálfan en þar var Einar
einstaklega heppinn. En það var í
senn okkar heppni líka því alltaf
hafa þau hjónin verið boðin og
búin að gera það sem þurfti og oft
miklu meira en það og eins hefur
öll fjölskyldan tengst þessu starfí
með einum eða öðrum hætti.
Elsku Hanna, Brynja, Siguijón
og Ijölskyldur ykkar, megi guð
styrkja ykkur öll í sorg ykkar.
Félagar í slysavarnadeild og
björgunarsveit Fiskakletts.
Kveðja frá Hraunprýði
Einar Siguijónsson, fyrryerandi
forseti Slysavarnafélags íslands,
er látinn langt um aldur fram.
Einar gekk ungur til liðs við
SVFÍ og helgaði hugsjón þess
krafta sína til hinstu stundar. Hann
var þeirrar gerðar sem gaf sig af-
dráttarlaust í þau verkefni sem
hann tók að sér og hlífði sér hvergi.
Um áratuga skeið átti Einar
sæti í stjóm SVFÍ þannig að öll
stærstu verkefni félagsins eru unn-
in í stjórnartíð hans. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á öllu er varðaði
öryggi og því sem betur mátti fara
í þeim málum, fylgdi skoðunum
sínum fast eftir og fékk því miklu
áorkað. Flest þau verk sem unnin
hafa verið hér í Hafnarfirði í þágu
SVFÍ era samofin lífi Einars. Um
áratuga skeið var tæpast nokkrum
ráðum ráðið í slysavamamálum hér
í bæ að ekki kæmi heimili Einars
og Hönnu þar við sögu. Þar var
lagt á ráðin og verkin undirbúin.
Heimili þerra hjóna var í senn fé-
lagsheimili og uppeldisstöð ungra
liðsmanna SVFI en unglingadeild-
irnar og starfsemi þeirra stóðu alla
tíð hjarta hans næst. Við Hraun-
prýðiskonur minnumst hans í farar-
broddi, hvatningar hans og bjart-
sýni. Það viljum við þakka nú á
skilnaðarstundu. í setningarræðu
Einars á síðasta landsþingi félags-
ins fórust honum svo orð: Getur
nokkurt félag átti betri varasjóð
en öflug ungmenni sem fylkja sér
undir merki félagsins.
Einar skildi til fulls þau orð Þor-
steins Erlingssonar: „ef æskan vill
rétta þér örvandi hönd þá ert þú á
framtíðarvegi" og í þeim anda
starfaði hann. I einkalífi sínu var
Einar hamingjumaður. Hann bjó