Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 47

Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 47 Málþing um íslenskt bændasam- félag FÉLAG um átjándu aldar fræði held- ur málþing sem ber yfirskriftina: „íslenskt bændasamfélag á upplýs- ingaöld" laugardaginn 9. nóvember í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16.30. Það skeið í sögu íslands sem kennt er við upplýsingaöld, hina fjölþjóð- legu hugmyndastefnu er oft talið ná yfír tímabilið 1770-1830. Á málþinginu verða flutt fjögur erindi sem hér segir: Örn Hrafnkels- son, sagnfræðingur Sýslusafns Aust- ur-Skaftafellssýslu: Útgerð og bændasamfélag á upplýsingaöld, Davíð Ólafsson sagnfræðingur: Að skrá sína eigin tilveru. Upphaf dag- bókaskrifa á íslandi og tengsl þeirra við upplýsinguna, Inga Huld Hákon- ardóttir sagnfræðingur: „Hún Rann- veig segir að guð hafí skapað mig.“ Af hlut kvenna í miðlun menningar á upplýsingaöld. Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Að erindunum loknum verða almennar umræður. Veitingar verða fáanlegur í kaffistofu Þjóðar- bókhlöðu á 2. hæð. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Basar Kvenfé- lags Grensás- sóknar KVENFÉLAG Grensássóknar heldur sinn árlega basar og kökusölu í safn- aðarheimilinu á morgun laugardag sem hefst kl. 14. Á boðstólum verða hinir margvís- legustu hlutir, kökur, heitar vöfflur og kaffisopi. Kvenfélagið hefur stutt nýju kirkj- una dyggilega með rausnarlegum gjöfum en hún verður vígð þann 8. desember nk. Basarmunum og kökum er hægt að skila inn eftir kl. 17 í dag og kl. 10 í fyrramálið. Fyrirlestur um ítrekaðan missi á vegum Nýrrar dögunar NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur að fyrirlestri í safnaðarheimili Breiðholtskirkju á morgun laugardag kl. 13.30. Páll Eiríksson, yfirlæknir í Sví- þjóð, mun fjalla þar um ítrekaðan missi, sem sé missi fleiri en eins ástvinar ítrekað eða samtímis. ítrekaður ástvinamissir getur reynst ákaflega erfiður fyrir þá sem eftir lifa og með þessum fyrirlestri reyna samtökin í fyrsta skipti að mæta þörf syrgjenda sem verða fyr- ir ítrekuðum missi. Páll Eiríksson hefur látið sig mál- efni syrgjenda mjög varða und- anfarna áratugi og býr yfir mikilli þekkingu á málefninu. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Listin að elska o g njóta „NÁMSKEIÐ um listina að elska og njóta verður haldið sunnudaginn 10. nóvember kl. 13-18 að Hótel Örk í Hveragerði. Leiðbeinendur eru Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur og Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur. Anna hefur rekið sálfræðistofu í Reykjavík frá 1982 og haldið fjöl- mörg námskeið fyrir konur. Á annað þúsund konur hafa sótt námskeið hennar. Bragi hefur sinnt málefnum karlmanna og unnið með ýmsum stuðnings- og sjálfshjálparhópum m.a. sálgæslu, áfallahjálp og sorgar- vinnu. Þá hefur Bragi unnið að um- bótum í starfsmannamálum Ríkis- spítalanna. Um 130 manns hafa sótt tvö fyrstu námskeiðin um Listina að elska og njóta. Vegna hinnar miklu aðsóknar hefur verið ákveðið að halda fleiri námskeið," segir í frétta- tilkynningu. Hlaupið í Skeið- ará skoðað FERÐAFÉLAGIÐ Útivist verður með dagsferð vegna hlaupsins í Skeiðará laugardaginn 9. nóvember. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 8 á laugardagsmorguninn. Ekið verður austur Lómagnúp þar sem hægt er að komast í beina snertingu við þær hamfarir sem þarna hafa átt sér stað. Fararstjóri er Gunnar Hólm Hjálm- arsson. Tilkynna verður um þátttöku á skrifstofu Útivistar. Allir velkomnir. Náttúruhamf- araferð FI FERÐAFÉLAG íslands efnir til dagsferðar austur að Skeiðarársandi iaugardaginn 9. nóvember. Lagt verður af stað kl. 7 frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin og Mörkinni 6. Ekið eins langt aust- ur og leyfilegt er og ummerki hlaups- ins skoðuð eftir því sem tök verða á. Verð 3.200 og hálft gjald fýrir börn. Allir velkomnir. Auglýst eftir vitnum að árekstri RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð við Suður- Athugasemd við umræðu á Alþingi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólöfu Rún Skúladóttur, fréttamanni fréttastofu Sjónvarps: „Það kemur að því að jafnvel þeim sem seinþreyttir eru til vandræða blöskrar. Umræða í kjölfar Kast- ljóss, fréttastofu Sjónvarps, um fíkniefnaneyslu unglinga hefur tekið á sig undarlega mynd á köflum. Félagsmálaráðherra vænir fjölmiðla um að gera of mikið úr vandanum, ræðst að sendiboðanum í stað þess að horfast í augu við vandann og orðaskipti milli stofnana í „kerfinu“ um málið virðast fremur snúast um það hvort þau ungmenni undir sext- án ára sem eiga í verulegum vanda vegna fíkniefna séu einhvetjum tug- um fleiri eða færri. Ranglega er vitnað í Kastljós í Morgunblaðinu í gær og víðar í tengslum við svar við fyrirspurn á Alþingi um fíkniefnaneyslu ung- menna. í Kastljósi var ekki fullyrð að 200 börn undir sextán ára aldri væru ofurseld fíkniefnum. í Kastljósi var sagt: „Fullyrt er að um 200 börn undir sextán ára aldri séu í harðri neyslu hér í Reykjavíkurborg. Það er fyrir utan þau sem byijuð eru að fikta við fíkniefni og fyrir utan alla neytendurna í nágrannabyggð- arlögum og úti á landi.“ í Kastljósi var ekki farið með töluna 200 sem staðreynd heldur vitnað til þess að „fullyrt væri“. Þar er mikill munur á. Umræðan að undanförnu hefur sýnt svo ekki verður um villst að í raun vita menn ekki fyrir víst hversu margir eiga í verulegum vanda þótt ýmsar stofnanir sem koma að málinu viti hversu mörg- um þær hafa haft afskipti af. Rétt skal eftir haft.“ FRÉTTIR landsbraut 30 fimmtudaginn 31. október um kl. 14. Japanskur bíll, grár að lit, ók austur Suðurlandsbraut og ætlaði að beygja inn að húsi Rafmagns- veitu Reykjavíkur en stöðvaði til þess að hleypa út skutbíl af gerð- inni Subaru, vínrauðum að lit. Þá varð árekstur milli Subaru-bílsins og brúndrapplitaðs Chevrolet-bíls. Þeir sem urðu vitni að árekstrin- um og einkum og sér í lagi ökumað- ur gráa japanska bílsins eru beðnir um að hafa samband við rannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Arleg kaffisala Húnvetninga- félagsins í Reykjavík HÚN VETNIN G AFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með kaffisölu í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, 2. hæð, sunnudaginn 10. nóvember kl. 15. Húnakórinn kemur og syngur nokkur lög. Allur ágóði af kaffisöl- unni rennur til starfsemi fyrir eldri félaga. Félagið er með félagsvist alla laugardaga kl. 14 í Breiðfirðingabúð. Ekki átt við Casablanca MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá eigendum skemmtistaðarins Casablanca: „Að gefnu tilefni vilja forráða- menn Casablanca við Lækjargötu koma því til skila að ekki er átt við skemmtistaðinn Casablanca í frétt er birtist í Morgunlaðinu á bls. 9 þann 6. nóvember sl. Vilja forráðamenn benda á að Casablanca er opið um helgina eins og vanalega." Trúnaðarbréf afhent EIÐUR Guðnason sendiherra afhenti 24. október sl. Kiro Gligorov, forseta Makedóníu,_ trúnaðarbrétt sitt sem sendiherra íslands í Makedóníu með aðsetur í Ósló. Yfirlýsing' MORGUNBLAÐINU hefur borst eftirfarandi frá forráðamönnum skemmtistaðarins Tunglsins: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu um lokun skemmtistaðar á Lækjar- götunni 6. nóvember sl. viljum við benda á að Tunglið er opið fyrir almenning á föstudagskvöldið en einungis lokað fyrir vínveitingar á laugardagskvöldinu en þá verður haldinn skóladansleikur. Þessi lok- un dómsmálaráðuneytisins á áfengisveitingar staðarins á því ein- göngu við um laugardagskvöldið 9. nóvember." Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt frá Prestafé- lagi íslands: „Stjórn Prestafélags íslands hefur fjallað um fréttaflutning Stöðvar 2 af lausnarbeiðni sóknarprestsins á Þingvöllum. Stjórnin harmar að einkamál emb- ættismannsins séu dregin inn í opin- bera umfjöllun með þeim einstæða hætti sem þar var gert og varar við fréttamennsku af þessum toga.“ LEIÐRÉTT Ekki mér í FYRIRSÖGN í Morgunblaðinu í gær var vitlaust farið með fleyg orð. Þar var vitnað til orða stjúp- unnar í ævintýrinu um Mjallhvíti og sagt:„Spegill, spegill, herm þú mér...“ en rétt er auðvitað:„Spegill, spegill, herm þú hver, hér á landi fegurst er...“ Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. ELÍN Guðmundsdóttir og Elísabet F. Eiríksdóttir. Um undrageim UM undrageim er yfirskrift tón- leika sem Elísabet F. Eiríksdóttir sópransöngkona og Elín Guð- mundsdóttir píanóleikari halda um helgina í Félagsheimilinu Tjarnarborg, Ólafsfirði og í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju og í Norræna húsinu í Reykjavík á þriðjudag. Yfirskrift tónleikanna, Um undrageim, er samhljóða titli nýútkominnar geislaplötu með íslenskum sönglögum sem Elisa- bet og Elín hafa sent frá sér. Á efnisskrá tónleikanna verða kunn sönglög og einnig lög sem heyrast sjaldnar, eftir höfunda frá Bjarna Þorsteinssyni til Jór- unnar Viðar og Jóns Ásgeirsson- ar. Elísabet og Elín eru kennarar við Söngskólann íReykjavík. Tónleikarnir í Ólafsfirði verða haldnir laugardaginn 9. nóvem- ber kl. 17, á Akureyri sunnudag- inn 10. nóvember kl. 17 og í Reykjavík þriðjudaginn 19. nóv- ember kl. 20.30. 25. útdráttur 7. nóv. 1996 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6309 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 23843 26061 41029 75258 Ferðavinningar Kr. 50.000 1 O o o L )0 (tvöfaldur) 16990 37990 45144 64000 65658 75583 28774 41864 57159 64764 72470 78182 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur 218 8730 19002 29382 37763 47454 56892 70135 414 8789 19286 29427 37812 48160 57413 70392 515 9429 19324 29491 38469 48420 59355 71102 520 10276 19584 29835 39179 48427 60317 71514 929 10392 19785 29960 39241 48479 60806 71520 987 10842 20386 30204 39327 49213 60839 71606 1117 11024 20528 30228 40109 49601 61279 72110 1241 11150 21208 30907 40140 50037 61606 72490 1682 11590 21678 31025 40188 50833 61696 73451 1710 12157 21723 31137 40573 50929 62662 73692 2077 12413 21728 31531 40794 51372 62688 74784 2522 12460 22089 31865 40826 51408 62958 75005 2559 12643 23536 32262 41001 51520 62979 75078 3061 13220 23868 32321 41085 52170 63525 75351 3131 14327 24348 32335 41118 52557 63657 75496 3149 14447 24959 32361 41302 52725 63853 75996 3549 14535 25103 32852 41454 53239 64506 76060 3563 14717 25393 32991 41638 53804 65081 76377 4073 15075 25555 33586 41720 53852 65238 76444 4269 15487 26290 34278 42386 53990 65500 77430 4366 15687 26349 34350 42569 54142 65722 77744 5152 15768 26505 35872 43094 54362 65873 78202 5233 16018 26882 36443 43896 55118 66519 78312 6632 16041 27186 36492 44374 55238 67470 78528 6744 16831 27285 36789 44859 55771 67583 79149 6991 17354 27294 36980 45350 55824 67696 79613 7694 17662 27950 37376 46188 55919 68218 79785 7802 18067 28134 37463 46460 56443 68656 79917 8310 18645 29329 37608 46541 56719 69189 8373 18654 29379 37664 46954 56820 69976 Heitnasiða á Intemeti: Http//www.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.