Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 54

Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 54
. 54 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ mnmmEmsi HASKÖLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó KLIKKAÐI PROFESSORINN LÍL2)® U ★ ★★ A.I.MBL Mynd sem lifgar uppá tilveruna. H.K. DV^ Harðsvíraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla í suður Flórída. Aðalhlutverk: Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. SHANGHAI TRIAD SHANGHAI GENGIÐ HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM DAUÐUR M. æ: Sýnd kl. 5 og 7. Nýasta mynd meistara Zhang Yimou (Rauði lampinn) INNRASIN IHARLÍE SHEEN ★ ★★ (| Taka 2 Sýnd kl. 9 og 11.15. eftir Jim Jarmusch. Aðalhlutverk Johnny Depp, Gabriel Byrne og Robert Mitchum. Tónlist: Neil Young. Sýnd kl. 9. BREAKING THE WAVES r ★★★★ ^ AS Bylgjan k ÍfÍ| ■ ÁÞ Dagsljós I v Aflr „Heldur manni hugföngnum" ★ ★★l/2 SV MBL „Brimbrot er ómissandi" ★ ★★ 1/2 GB DV Sýnd kl. 6 og 9. Það blístrar í vömbinni BÍÓFÍKLAR standa nú væntanlega á blístri að aflokinni átveislunni miklu, þar sem er Kvikmyndahátíð Reykjavík- ur. Sjaldan eða aldrei hefur hlaðborðið verið stærra og fjölbreyttara. Jafnvel þeir sem endalaust geta kýlt vömb sína af kvikmyndum hafa ekki getað bragð- að á öllum réttunum fimmtíu. Því er hér með skorað á ísiensku sjónvarps- stöðvamar að tryggja sér rétt á sem flestum þeirra bestu og forvitnilegustu sem hátíðin bauð upp á og bregða þeim á eigin matseðla sem allra fyrst; þeir eru áreiðanlega oftast matarmeiri en undanrennan úr bandarísku skyndibita- fabrikkunni. Takk. Föstudagur Sjónvarpið ►22.10 Bandaríska leik- stjóranum George Roy Hili gekk allt í haginn á árunum kringum 1970 með pottþéttum myndum á borð við Butch Cassidy And The Sundance Kid og The Sting. Hann náði sér lítt á strik eftir það og myndgerð hans á pólitískri spennusögu Johns Le Carré Litli trumbuslagarinn (The Little Drumm- er Girl, 1984) berst vítt og breitt um róstusaman heim en ferðin er ekki sér- lega grípandi. Diane Keaton er misráð- in í aðalhlutverkið. ★ ★ Stöð 2^13.00 og 0.20 Sá feitlagni skapgerðarleikari Jack Weston ogRita Moreno eru það skemmtilegasta við Hótel Ritz (The Ritz, 1976), sem Ric- hard Lester kvikmyndaði eftir farsa Terence McNally, um rugl og ringul- reið í baðhúsi fyrir homma. Dálítið leik- sviðslegt. ★★ Stöð2 ►21.00BillCosbyogRobert Culp léku lunkið spæjarapar í sjón- varpssyrpunni vinsælu I Spy undir lok sjöunda áratugarins. Þeir snúa aftur - eldri en vonandi ekki þreyttari - í Spæjarinn snýr aftur (I Spy Retums, 1994) og eru þar að störfum í Vínar- borg. Umsagnir liggja ekki fyrir. Leik- stjóri Jerry London. Stöð 2 ►22.50 Hin nýja Eden (New Eden, 1994) er framtíðarmynd Stöðvar 2 þessa helgina og fjailar um átök vondra og góðra á fangaplánetu árið 2237 með einhvers konar Biblíuskír- skotun til aldingarðar Adams og Evu. Ég hef ekki séð þessa en Martin og Petter gefa ★ ★ ★ (af fimm möguleg- um). Leikstjóri Alan Metzger. Stöð 3 ►21.05 Engar umsagnir liggja fyrir um sannsögulegt hjóna- bandsdrama Heillum horfin (Seduced By Madness: The Diane Borchardt Story), sem sýnd verður í tveimur hlut- um, í kvöld og annað kvöld. í aðalhlut- verkum eru úrvalsleikaramir Ann- Margret og Peter Coyote. Stöð 3 ►22.35 Ég hef ekki séð dramatísku spennumyndina Dauða- sök (Too Young To Die, 1994) en Martin og Potter segja að Juliette Lew- is o g Brad Pitt endurleiki þar sömu hlutverk og þau fóru með í myndinni Kalifornia. Þau gefa ★ ★. Leikstjóri er Robert Markowitz. Stöð 3 ►O .05 Erfítt samband mæðgna tekur á sig nýja mynd þegar dóttirin er grunuð um morð íTrúnað- arbresti (Vioiation OfTrust). Engar umsagnir og lítt þekktur leikhópur. Sýn ^21.00 - Sjá umfjöllun í ramma. Sýn ►23.30 Spennumyndin Flóttinn (Escape) er sögð fjalla um myrkraverk í friðsælum smábæ. Leikstjórinn Ric- hard Styles hefur gert ódýrar útkjálka- myndirsem sumara.m.k. hafaverið hnýsilegar. Þessa þekki ég ekki - og enginn annar sem ég veit um. Laugardagur Sjónvarpið ^21.30 Enn rýnir munk- ur Dereks Jacobi í miðaldamorðgátur í bresku sjónvarpsmyndinni Bróðir Cadfael - Beinafundur (CadfaehA Morbid Taste ForBones), eftir bókum Ellis Peters. Sjónvarpið ►22.50 Spennumyndin Losti (Sea OfLove, 1989) kom A1 Pacino aftur á danskortið eftir nokkurn tíma á bekkjunum, enda er hér um seiðmagnaða raðmorðgátu að ræða. Afburða túlkun Pacinos á miðaldra löggu með einkalífsvandamál, Ellen Barkin er lostafull og dularfull kona sem fer að kynda ofninn hans og aðrir leikarar eru vel valdir. Harold Becker leikstjóri heldur þétt um fléttuna og nýtir vel titilslagarann Sea Of Love með Phil Phillips. ★ ★ ★ Stöð 2 ► l 5.00 og 0.35 Nokkra skemmtun má hafa af bandarísku dellugamanmyndinni Strýtukollum (Coneheads, 1993) um kostulega geim- verufjölskyldu sem verður skipreika á jörðinni. Dan Aykroyd og Jane Curtin eru í fyndnum gervum en í heildina er þetta heldur rafmagnslítið glens. Leik- stjóri Steve Barron. ★ ★ Stöð 2 ^21.20 Rafmagnsleysið teyg- ir sig því miður inn í rómantísku mynd- ina Astarævintýri (Love Affair, 1994), endurgerð An Affair to remember sem stöð 2 sýndi nýverið. Hjónin Warren Beatty og Annette Bening skapa lítið meira en lágspennu þar sem þau verða skotin (hvort í öðru) um borð í flug- vél. Katharine Hepburn kveikirörlítinn gamaldags funa sem frænka Beattys. VICTOR Mature sem uppljóstrarinn í Kiss Of Death - Ric- hard Widmark er rétt handan við hornið. Illmennskan uppmáluð sérflokki þessa helgina -er sýning SYNAR á glæpamyndinni Koss dauðans (Kiss Of Death, 1947, föstudagur ►21.00), sem kom Richard Widmark fyrir á stjörnuhimninum. Widmark er sérlega eftirminnileg- ur í hlutverki Tommys Udo, samviskulauss leigumorðingja sem settur er til höfuðs Victors Mature eftir að sá síðamefndi ákveður að koma upp um félaga sína í glæpum. Atriði þegar Widmark flissandi hrindir gamalli konu í hjólastól niður tröppur er frægt eða alræmt, eftir því hvernig á það er litið, og ýmsir leikarar hafa tekið sjóðandi illmennskuna í túlkun Widmarks sér til fyrirmyndar - og auðvitað bætt gráu ofan á svart. Þessi svart/hvíta mynd Henrys Hathaway kann að virðast gamaldags að ýmsu leyti nú, en hún er þétt og þrungin andrúmslofti, vel samin af Ben Hecht og Charles Lederer. Hún gat af sér þokkalega endurgerð í fyrra undir stjórn Barbets Schroeder. Hathaway var góður fagmaður sem einbeitti sér einkum að vestrum og spennumyndum, eins og Johnny Apollo, Call Nothside 777 og Niagara. ★★★ Leikstjóri Glenn Gordon Caron. ★ ★ Stöð2 ►23.10 Á valdi hins illa (Seduced By Evil, 1994) er ósköp löm- uð spennumynd um blaðakonu sem haldin er anda aftan úr forneskju. Aumingja Suzanne Somers fær sig hvergi hrært í aðalhlutverkinu. Leik- stjóri Tony Wharmby. ★ Stöð 3 ►20.50 - Heillum horfin - seinni hluti (sjá föstudag). Stöð 3 ►22.20 og 23.50 Umsagnir vantar um spennumyndimar Milli tveggja elda (Caughtln The Cross- fire) og Vestri að austan (Americ- anski Blues). Sú fyrri er sakamálamynd um morð og spillingu í New Orleans og sú seinni um bandaríska löggu í fríi í Moskvu sem flækist í baráttuna við þarlenda glæpastarfsemi. Lítt þekktir leikarar í báðum. Sunnudagur Sjónvarpið ►22.35 Úrvalsleikarar á borð við Alan Howard og Joss Ackland taka þátt í uppfærslu BBC á leikriti Shakespeares Kóríólanus. Leikstjóri Elijah Moshinsky. Stöð 2 ►22.00 Framhaldsmyndin Hættuferð (Lie Down With Lions, 1994) er byggð á spennusögu Kens Follett og flytur ástardrama inn í stríðs- ástandið í Azerbædjan árið 1993. Góð- ir leikarar úr ýmsum áttum - Timothy Dalton, Marg Helgenberger, Ni Jurgen Prochnow og Omar Sharif. Leikstjóri er Bretinn Jim Goddard. Engar um- sagnir. Seinni hlutinn er á dagskrá annað kvöld. Stöð2 ►1.00 í skjóli myrkurs (Afraid Of The Dark, 1967) er orðin sígild háspennumynd og hefur getið af sérýmis konareftirlíkingar. Audrey Hepburn er afbragð í hlutverki blindrar húsmóður sem ætti að verða auðveld bráð. En leikur kattarins að músinni snýst við. Leikstjóri Terence Young. ★ ★ ★ Sýn ►23.00 Ofbeldi og blóðsúthell- ingar eru töluverðar í löggumyndinni Sérdeildin (S.I.S., öðru nafni Extreme Justice, 1993) en hún er viðunandi af- þreying fyrir unnendur slíks hasars. Lou Diamond Phillips og Scott Glenn eru harðjaxlar í sérstakri dauðasveit lögreglunnar í Los Angeles. Leikstjóri Mark L. Lester. ★ ★ Árni Þórarinsson Pamela auglýsir pizzur ► FLATBÖKUKEÐJAN Pizza Hut hefur undirritað samning við Strandvarðastjörnuna Pam- elu Anderson Lee um gerð sjón- varpsauglýsinga sem sýna á í Bretlandi og víðar í Evrópu. „Við leituðum lengi að einhverj- um sem gæti höfðað til sem flestra Evrópubúa og við teljum að Pamela sé rétta manneskjan,“ sagði Gary Haigh, markaðsstjóri Pizza Hut í Bretlandi. Auglýs- ingunni verður sjónvarpað í Bretlandi í febrúar næstkomandi og í Evrópu í beinu framhaldi. Fyrirtækið hefur ekki viljað láta neitt uppi um hve mikið það borgar stjörnunni fyrir leikinn í • auglýsingunni sem áætlað er að verði 30-40 sekúndna löng. Pamela er 29 ára gömul. Hún er einkum þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Strand- vörðum auk þess myndir af henni hafa birst á forsíðu karla- tímaritsins Playboy oftar en nokkrum öðrum, alls sex sinn- um. HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.