Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 60
HEIMILISLÍNAN
- Heildarlausn ájjármálum
einslaklinga
($) BÚNADARBANKI ISIANDS
JteWii£cL
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NhTFANG MBL(SCENTRVM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
STARFSMENN Vegagerðar ríkisins fóru að Skeiðarárbrúnni í gær til þess að undirbúa viðgerðirnar.
Morgunblaðið/Golli
Viðgerð á veginum yfir
Skeiðarársand að hefjast
Flokksþing
Alþýðuflokksins
Tvö
framboð
til vara-
formanns
ÁSTA B. Þorsteinsdóttir
varaþingmaður Alþýðu-
flokksins og Gunnar Ingi
Gunnarsson, formaður Al-
þýðuflokksfélags Reykjavík-
ur, lýstu yfir í gær að þau
gæfu kost á sér í kjöri vara-
formanns Alþýðuflokksins á
flokksþinginu, sem hefst í
Perlunni í Reykjavík í dag.
Konur styðja Ástu
28 konur sem sátu lands-
fund Sambands alþýðuflokks-
kvenna, sem haldinn var í
gærkvöldi, samþykktu að
styðja framboð Ástu B. Þor-
steinsdóttur til varafor-
manns. Mikil óvissa ríkir um
kosningu í æðstu embætti
flokksins en Sighvatur Björg-
vinsson og Guðmundur Árni
Stefánsson alþingismenn eru
báðir í framboði til formanns.
■ Kosningaskjálfti/ll
BRAÐABIRGÐAVIÐGERÐ á veg-
inum yfír Skeiðarársand hefst í dag.
Rögnvaldur Gunnarsson, verkfræð-
ingur hjá Vegagerðinni, segir að
byrjað verði á lagfæringum við
Skeiðará og stefnt sé að því að leggja
veg upp á brúna og nýta um 250
metra af henni.
Margvíslegir erfiðieikar mæta
vegagerðarmönnum á Skeiðarár-
sandi á næstu dögum og vikum. Einn
af þeim er að losna við ísjaka sem
eru víða í vegastæðinu, sérstaklega
við Gígju. Rögnvaldur sagði að sum-
ir þeirra væru það stórir að ýtur
ættu í vandræðum með að hagga
þeim. Stærstu jakarnir væru á stærð
við einbýlishús og fleiri tonn að
þyngd. Auk þess væru sumir fastir
í sandinum.
Rögnvaldur sagði að Skeiðarár-
sandur væri þakinn aur, fínum og
grófum. Sumt af honum væri ekki
gott efni í vegi og það kynni að vera
að þetta kæmi til með að valda erfið-
leikum. Þetta væri hins vegar ókann-
að ennþá. Mestallt efni í vegi og
vamargarða á Skeiðarársandi er tek-
ið af sandinum sjálfum. Víða er efn-
ið það gott að hægt er að ýta því
upp við vegastæðið. Annars staðar
þarf að flytja það til með bílum.
Skeiðarárbrú verður
strax tengd
Ýtur og önnur tæki sem koma á
Skeiðarársand í dag og næstu daga
byija austanmegin á sandinum og
leggja vegarslóða að Skeiðarárbrú.
Rögnvaldur sagði stefnt að því að
nota um 250 metra af brúnni til að
byija með. Þar sem einn stöpull er
farinn undan brúnni að austanverðu
þarf að taka veginn niður af brúnni
við eitt útskotið. Brúin er í átta metra
hæð og ekki er hægt að fylla að henni
með venjulegum hætti þar sem enda-
stólpamir fóru í hlaupinu. Því þarf að
leggja litla brú af fyllingunni og inn
á Skeiðarárbrú. Rögnvaldur sagði að
til skoðunar væri að taka niður gaml-
ar biýr á Fjallsá og Hrútá, sem eru
austan við Skeiðarársand og ekki leng-
ur í notkun, og nota þær við þá bráða-
birgðaviðgerð sem framundan væri.
Nákvæmir útreikningar á kostnaði
við bráðabirgðaviðgerð liggur ekki
fyrir, en Rögnvaldur sagði að gengið
væri út frá þvi að kostnaðurinn næmi
um 200 milljónum króna.
■ Ekki sjálfgefið/7
■ Kort/30-31
Endurskoðun
lögræðislaga
Geti falið
ráðsmanni
fjárráð sín
TÍMABUNDIN lögræðissvipting,
fjáræðissvipting bundin við tiltekn-
ar eignir og umsjón ráðsmanns með
eignum verða nýmæli í íslenskum
lögum ef tillögur nefndar dóms-
málaráðherra um endurskoðun lög-
ræðislaganna verða samþykktar á
Alþingi.
Dómsmálaráðherra skipaði nefnd
árið 1993 til að vinna að endurskoð-
un laganna og stefnir hún að því
að ljúka störfum fyrir áramót. Von
er á frumvarpi til Alþingis í fram-
haldi af því sem kveður á um mild-
ari úrræði en lögræðissviptingu ein-
staklinga sem eiga óhægt um vik
með að sjá um persónuleg og fjár-
hagsleg málefni. Núgildandi lög
kveða á um allsheijar sviptingu fjár-
ræðis og/eða sjálfræðis, ogfæst það
ekki aftur nema með dómi.
Nefndin leggur til nýtt úrræði
sem nota megi þegar við á í stað
sviptingar fjárræðis, og gengur það
út á að einstaklingur geti óskað
eftir ráðsmanni við sýslumann til
að hafa umsjón með eignum sínum
á meðan á veikindum stendur. Þann
tíma getur hann ekki ráðstafað
eignum sínum. Nefndin gerir ráð
fyrir að aldraðir verði í meirihluta
þeirra sem munu kjósa að notfæra
sér þetta nýja úrræði.
Urræði í stað allsheijar svipting-
ar er tímabundin lögræðissvipting,
sem að mati nefndarinnar skapar
grundvöll til að koma einstakling-
um í meðferð á sjúkrastofnunum,
til dæmis vegna geðsjúkdóms, mis-
notkunar á áfengi eða öðrum vímu-
efnum.
Bundið við tilteknar eignir
Allsheijar svipting fjárræðis, sem
lagaskylda er að tilkynna um í lög-
birtingarblaðinu, er hart ákvæði í
sumum tilfellum. Nefndin leggur
því til að hægt verði að binda ijár-
ræðissviptingu við tilteknar eignir
eins og fasteign, bifreið og fjármuni
hjá innlánsstofnunum, og yrði það
skráð til dæmis í þinglýsingarbók.
Nefndina skipa Drífa Pálsdóttir
formaður, skrifstofustjóri dóms- og
kirkjumálaráðuneytis, Davíð Þór
Björgvinsson prófessor í lögfræði
við Háskóla íslands og Páll Hreins-
son, aðstoðarmaður Umboðsmanns
Alþingis.
■ Hve lengi/B3
Flugvirkjar Islandsflugs önnuðust skoðun samkvæmt ábendingu
Sviknir boltar í festingum
EFTIR að hafa fengið ábendingu
um meinta svikna varahluti fundu
flugvirkjaríslandsflugs 16-18 bolta
í mótorfestingum Beech-flugvéla
félagsins er ekki uppfylltu kröfur,
sem til slíkra bolta eru gerðar.
Skýrði Ellert Eggertsson,
gæðastjóri í tæknideild íslands-
flugs, frá þessu á Flugþingi í
gær, en hann kvað varahlutasvik
eiga eftir að verða eitt erfiðasta
viðfangsefni flugmálayfirvalda á
næstu árum.
Ellert sagði, að íslenskir flug-
rekendur hefðu sem betur fer
sjaldan orðið varir við svikna
varahluti. Ofangreint atvik hefði
átt sér stað fyrir um þremur
árum. Boltarnir hefðu verið í
Beech-flugvélunum er þær komu
til landsins, en þær hafa nú verið
seldar úr landi. „Boltarnir voru
allir sendir til verksmiðjunnar til
rannsóknar en því miður frétti ég
aldrei af niðurstöðunni," sagði
Ellert.
Ellert sagði, að íslandsflug
reyndi að komast hjá hættum, sem
varahlutaviðskiptum fylgdu, með
því að kaupa sem mest af framleið-
andanum sjálfum eða reyna að
hafa sem fæsta milliliði. Hann
sagði allt eftirlit með viðhalds-
stöðvunum hafa aukist til muna
síðustu ár og gæðaeftirlit stórauk-
ist innan fyrirtækjanna.
Ýmis atriði vektu menn þó til
umhugsunar um hvernig eftirliti
með framleiðendum íhluta og
varahluta væri háttað. Nefndi
hann í því sambandi, að síðastliðin
tvö ár hefðu þeir hjá íslandsflugi
lent óvenju oft í því, að fá bilaða
varahluti frá framleiðandanum.
„Fyrir u.þ.b. ári pöntuðum við
stýrisstillatjakk fyrir hæðarstýri í
eina af Dornier-vélunum. Hann
reyndist bilaður. Tvo tjakka í við-
bót fengum við senda bilaða áður
en við fengum einn í lagi. Allir
komu þeir beint frá framleiðand-
anum í Frakklandi.“