Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 267. TBL. 84. ÁRG. Mótmæla fegurðar- keppni FATLAÐAR indverskar stúlkur mótmæla því, að fegurðarsam- keppnin Ungfrú heimur skuli haldin í heimalandi þeirra nk. laugardag. Keppninni hefur ver- ið mótmælt í marga daga víða í Indlandi á þeirri forsendu, að með henni séu aðstandendur keppninnar að nota konulíkam- ann í ábataskyni. -----»■ ----- Clinton í Ástralíu Ekki hag- ur okkar að halda Kínverj- umniðri BILL Clinton Bandaríkjaforseti, sem staddur er í Ástralíu, sagði þegar hann ávarpaði þingið í Canb- erra að það samræmdist ekki hags- munum Bandaríkjamanna að „halda Kínveijum niðri". Clinton er mjög í mun að styrkja samskiptin við ríki Asíu og Kína er þar ofar- lega á lista. Bandaríkjaforseti sagði að það væru „miklir hagsmunir okkar“ að Kína væri opið land og velmeg- andi: „Samstarf er bæði mögulegt og augljóslega til góðs.“ Clinton sagði, að því er fram kom í dagblaðinu Boston Globe, að mik- ið væri í húfi og „stefnan, sem Kín- veijar munu taka á komandi árum ... mun eiga þátt í að ákvarða hvort í hönd fer öld ágreinings eða samstarfs". Clinton sagði að Bandaríkjamenn vildu að samskipti við Kínveija héldust. „Það eykur möguleikana á auknu frelsi, velmegun og raun- verulegu samstarfi í framtíðinni." Clinton bætti því við að hann mundi engu að síður ræða þau mál, sem varða Bandaríkjamenn og Kínverja, þegar hann hitti Jiang Zemin, forseta Kína, á þingi Kyrra- hafsríkja í Manila á Filippseyjum á sunnudag. Christopher lesinn pistillinn Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var í gær staddur í Peking til að undirbúa fund Clintons og Zemins. Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, sagði Christopher að stuðningur Bandaríkjamanna við Taiwan og vopnasala þangað gæti leitt til þess að kastaðist í kekki milli Bandaríkj- anna og Kína. Qian skoraði á Bandaríkjamenn að standa við 18 ára gamlan samning um að draga úr vopnasölu til Taiwans, þangað til væri hætt við að upp úr syði með reglulegu millibili. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Noregur Villti lax- innað deyja út? Ósló. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að banna allar veiðar í mörgum norskum laxám á næsta sumri og í öðrum, til dæmis Orkla, Verdalselva, Stjordalselva og Altaelva, verða þær takmarkaðar verulega. Laxveiðin í norsku ánum hefur minnkað ár frá ári og yfirvöld telja óhjákvæmilegt að grípa til róttækra ráðstafana til að bjarga stofnunum. Talið er, að ástandið sé aðeins nokk- urn veginn eðlilegt í tveimur ám, Tanavassdraget og Numedalslágen, en á Hörðalandi óttast menn, að lax- inn sé einfaldlega útdauður. Auk bannsins við veiði í ánum verða settar enn strangari reglur en áður um veiðar í sjó. Lúkashenko hyggst hvergi hvika þrátt fyrir áskoranir smnlpniik Mnskvii.Rpiitpr. Smolensk.Moskvu.Reuter. ÞINGLEIÐTOGAR í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hvöttu sameigin- lega til þess í gær, að málamiðlun yrði fundin í deilunum í Hvíta-Rúss- landi vegna áforma Alexanders Lúkashenkos, forseta landsins, um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag til þess að auka völd for- setans. Hann sagðist ekki myndu hvika frá þeim áformum þrátt fyrir áskoranir um að hófs yrði gætt og pólitísk lausn deilunnar yrði fundin. Þingleiðtogarnir mættust í borg- inni Smolensk, miðja vegu milli Moskvu og Minsk, og féllst Semjon Sharetskíj, forseti þings Hvíta- Reuter Jeltsín eldmóðugur BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagðist eldmóðugur í samtali við fréttastofuna RIA í gær og laus við alla verki, sem hann fann fyrir í hjartanu fyrir hol- skurðinn fyrir 15 dögum. For- setinn labbaði um lóð hjarta- sjúkrahússins í Moskvu með konu sinni Najnu, dótturinni Tatjönu og dótturdótturinni Möshu. Var hann stirður til gangs en hins vegar var honum liðugt um mál og röddin kröft- ug, andstætt því sem var fyrir aðgerðina. „Nú þarf ég að æfa mig og safna kröftum," sagði Jeltsín sem fer á Barvíkha- heilsuhælið fyrir utan Moskvu í dag eða morgun til frekari endurhæfingar. I fyrradag átti hann fyrsta formlega vinnu- fundinn með Víktor Tsjerno- mýrdín forsætisráðherra eftir aðgerðina. Rússlands, þar á að slá af kröfum þingsins í deilu þess við Lúkashenko ef hann léti af ítrustu kröfum sínum um breytingar á stjórnarskránni. Vonir um árangur voru þó ekki miklar því'Lúkashenko hafnaði boði um að að koma til fundarins í Smolensko fyrst Viktor Tsjern- omýrdin, forsætisráðherra Rúss- lands, yrði ekki viðstaddur. Ural Latýpov, talsmaður Lúkash- enko, lét í veðri vaka, að forsetinn myndi funda með Tsjernomýrdín á morgun eða laugardag og þar yrði þess freistað að semja um lausn á deilu forsetans og þingsins. Tals- maður rússnesku stjórnarinnar vís- aði því á bug í gær og sagði forsæt- isráðherrann áformaði að vera í Múrmansk á þeim tíma. Rússar hafa gert samninga um mjög náið samstarf ríkjanna og segja mikilsvert, að stöðugleiki haldist eigi áformin ná fram að ganga. Boris Jeltsín Rússlandsfor- seti ræddi við Lúkashenko og Shar- etskíj í síma í gær til þess að reyna leysa hnútinn. Áhyggjur nágranna Forsetar Póllands, Litháens og Úkraínu létu í ljós miklar áhyggjur af ástandinu í Hvíta-Rússlandi í sameiginlegri yfirlýsingu. Hvöttu þeir granna sína til þess að fmna íausn á stjórnarskrárdeilunni, sem yrði í samræmi við góðar lýðræðis- hefðir og tæki eðlilegt tillit til mann- réttinda og borgaralegra lýðrétt- inda. Prófniðurstöður birtar í Bretlandi Mat á skólum sagt bæta frammistöðu London. The Daily Telegraph. ÁRLEGAR skrár um frammi- stöðu skóla og háskóla í Bret- landi voru lagðar fram fimmta sinni í gær og sagði Gillian Shep- hard, mennta- og atvinnumála- ráðherra, að þetta opinbera mat á skólastarfi hefði leitt til fram- fara í skólum um landið allt. í matinu er að finna frammi- stöðu á prófum, kröfur verk- námsskóla og tölur um mætingu í tæplega 4.000 skólum. Shephard sagði að þessar upp- lýsingar ættu að vera skólum framúrskarandi hvatning til að gera enn betur og stjórnendur skóla, sem væru undir meðallagi, sæju hvað þyrfti að bæta. Verkamannaflokkurinn sagði að matið sýndi að skólar hefðu ekki náð því takmarki, sem stjórnin hefði sett, og þaðan af síður þeirri frammistöðu, sem náðst hefði meðal keppinauta Breta á alþjóðlegum vettvangi. Joan Olivier, yfirkennari við Lady Margaret School í Ham- mersmith, sem er meðal þeirra skóla, er mest hafa bætt sig, líkti skránum við svipu yfir höfði kennara. Skrárnar sýna hvaða skólar standa sig best og hveijir verst á hverju svæði. Foreldrar eru hvattir til að senda börn sín í betri skólana og hunsa þá verri þannig að flýta megi falli þeirra og uppgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.