Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MCRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþingismenn deila um svör ráðherra við fyrirspurnum Ríkisendurskoðun leggi mat á svör félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir sakaði á fundi Alþingis í gær Pál Pétursson félagsmálaráðherra um „ámælis- verð og ófyrirleitin svör“ við fyrir- spurn hennar um félagslegar íbúð- ir, sem dreift var skriflegum til þingmanna, og sagði ástæðu til að þess yrði farið á leit við Ríkisendur- skoðun, að hún leggi mat á svör ráðherrans. Með mótmælum sínum hleypti Jóhanna af stað allheitum umræð- um þingmanna um þann hátt sem ráðherrar tíðkuðu að meðhöndla fyrirspurnir þingmanna á, en svip- aðar umræður áttu sér stað á Al- þingi sl. mánudagerBryndís Hlöðv- ersdóttir mótmælti því hvernig menntamálaráðherra hefði háttað svari sínu við munnlegri fyrirspum frá henni. Fyrirspum Jóhönnu fjallaði um samanburð á verði, greiðslubyrði og leigu íbúða í félagslega kerfinu og á almennum markaði. Jóhanna sagði „við jaðra, að um beina fölsun á staðreyndum“ væri að ræða í svörum félagsmálaráðherra. Þau vinnubrögð ráðherrans, sem Jó- hönnu þóttu ámælisverðust, voru þau, að hann hefði leyft sér að bera verð á nýjum félagslegum íbúðum saman við verð á gömlum, notuðum íbúðum á sex stöðum úti á landi, þar sem markaðsverð er mjög lágt, á meðan um 70% allra félagslegra íbúða séu á höfuðborgarsvæðinu. Sú niðurstaða sem ráðherra kemst að í svarinu er að mun hag- stæðara sé fyrir efnalítið fólk að kaupa íbúð á almennum markaði en í félagslega kerfinu. Húsnæðis- stofnun kemst hins vegar að þveröf- ugri niðurstöðu í útreikningum sem hún gerði í tilefni af fyrirspurninni. „Pólitískur ásetningur" Jóhanna vændi ráðherra um að hafa hagað svörum sínum á þennan veg af pólitískum ásetningi, þar sem hann virtist vilja félagslega hús- næðiskerfið feigt. Páll Pétursson var fjarverandi umræðurnar, en Ólafur Þ. Þórðar- son varði málstað hans. Ólafur sagði það ekki vera sjálfsagt, „að þó að einhver stofnun sé að mestu leyti mönnuð krötum“, að ráðherra Framsóknarflokksins „lesi það hrátt upp“ á Alþingi sem „viðkom- andi kratar svara öðrum krötum“. Þannig væri í raun óþarfí að beina fyrirspurninni til ráðherrans; þing- manninum væn nær að spyqa beint um viðhorf Húsnæðismálastofnun- ar, ef það væri það eina sem hann vildi. Jóhanna fór fram á að forsætis- nefnd þingsins beindi því til Ríkis- endurskoðunar, að stofnunin leggði mat á svarið og jafnframt að félags- málanefnd Alþingis fari ofan í sau- mana á því. Margir þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna tóku undir ásakanir Jóhönnu og skoruðu á forsætis- nefnd þingsins að kanna málið. Forseti Alþingis, Ólafur G. Einars- son, sagði sjálfsagt að málið yrði rætt í forsætisnefnd, en ítrekaði þá skoðun sína, að nefndin hefði engin tök á því að hafa áhrif á það hvern- ig ráðherrar höguðu svörum við fyrirspurnum yfirleitt. Framsóknarfélag Reykjavíkur Opinn fund- ur um sjáv- arútvegs- stefnuna FRAMSÓKNARFÉLA.G Reykjavík- ur boðar til opins fundar á Hótel Borg í dag kl. 12-13.30 um sjávar- útvegsstefnuna, hvort taka eigi upp veiðileyfagjald í einhverju formi og hvort breyta eigi fiskveiðistjórnun- inni. Á fundinum munu þeir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur, og Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Samtök- um iðnaðarins, flytja erindi. í fréttatilkynningu frá Fram- sóknarfélaginu kemur fram að með fundinum gefíst tækifæri til að undirbúa þá umræðu sem kunni að verða um sjávarútvegsstefnuna á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst á morgun, föstudag. HÓPIJR hermanna í Zaire aðstoðar við að draga jeppa Friðriks og fjölskyldu yfir fljót í Nagero- þjóðgarðinum í Zaire. Ferjan var gerð úr trédekki sem Iagt hafði verið yfir nokkrar olíutunnur. Eftir mikið umstang gekk áfallalaust að koma jeppanum yfir. Sala á lambakjöti Beinir samningar bænda ólöglegir SAMNINGAR, sem bændur gerðu í sumar um sölu lambakjöts beint við afurðastöðvar og verzlanir á öðru verði en verðlagsnefndir ákvörðuðu, bijóta í bága við gild- andi lög um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu a búvörum. Þetta kom fram í svari Guðmundar Bjamason- ar landbúnaðarráðherra við fyrir- spum Svanfríðar Jónasdóttur al- þingismanns. Ráðherra sagðist þó ekki ætla að hafa afskipti af þessum samningum, enda hefðu engar kvartanir eða kærur borizt vegna þeirra. Landbúnaðarráðherra sagði það hafa verið rætt á fundi verðlags- nefndar landbúnaðarins í júlí sl., að gefa verðlagningu á sumarslátruðu fijálsa, en fyrir slíku eru ekki heim- ildir í búvörulögunum. Ráðherra benti á, að samkvæmt ákvæðum gildandi samnings um framleiðslu sauðfjárafurða er gert ráð fyrir að verðlagning til sauðfjárbænda verði gefin fijáls frá 1. september 1998. Gekk berserksgang og kveikti í gluggatjöldum LÖGREGLAN í Reykjavík var köll- uð að húsi í vesturborginni í gær- morgun en þar gekk maður ber- serksgang, kastaði ýmsu lauslegu út um glugga og kveikti að því búnu í gluggatjöldum. Maðurinn var yfírbugaður en töluverðar skemmdir hlutust af. Þegar lögreglan kom á vettvang, um klukkan hálfellefu, hafði maður- inn kastað sjónvarpstæki út um glugga á íbúð sinni á 2. hæð í fjöl- býlishúsi. Hann kastaði öðrum mun- um út og áður en lögreglan komst inn í íbúðina kveikti hann í glugga- tjöldum. Lögreglan braust inn í húsið og greip manninn og slökkvil- iðið réð mjög fljótlega niðurlögum eldsins. Maðurinn var fluttur á lög- reglustöðina en var síðar komið undir læknishendur þar sem hann á við geðræn vandamál að stríða. Bratust í gegnum Zaire á fjór- um vikum ÍSLENSKA fjölskyldan sem hefur verið á ferðalagi á sérútbúnum jeppa norður yfir endilanga Afr- íku er nú komin til Evrópu eftir rúmlega sjö mánaða ferðalag. Hjónin Friðrik Már Jónsson og Birna Hauksdóttir ásamt börnum sínum, Andra Fannari, Stefáni Hauki og Rannveigu, lögðu af stað frá Góðrarvonarhöfða 14. apríl og var ætlunin að aka um Afríku allt norður til Evrópu á fjórum til fimm mánuðum og enda svo ferð- ina á Siglufirði en áætluð vega- lengd er rúmlega 30 þúsund kíló- metrar. Fjölskyldan var komin til Spán- ar frá Marokkó í síðustu viku og gera þau ráð fyrir að koma til Islands i næstu viku. Hafa þau lent í ýmsum ævintýrum og erfið- leikum á þessari leið. Voru þau m.a. fjórar vikur að brjótast yfir 2.000 km langar vegleysur og fjöl- mörg fþ'ót í gegnum Zaire í ágúst og september, á miðjum regntím- anum. Voru þau samt komin úr landinu og yfir til Mið-Afríkulýð- veldisins áður en styrjöldin í Zaire braust út. Var þetta erfiðasti hluti ferðalagsins, að þeirra sögn. Morgunblaðið mun birta ítar- lega frásögn fjölskyldunnar af ferð hennar í gegnum Uganda og Zaire á næstunni. Tákn til að vara við ofbeldi í sjónvarpi Ráðherra vtll kanna möguleika „MÉR finnst sjálfsagt að kanna þennan möguleika hér á landi, þegar fjallað er um ráðstafanir til að vara fólk við ofbeldi í sjón- varpi,“ sagði Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra, um þá ráð- stöfun franskra sjónvarpsstöðva að birta tákn á sjónvarpsskjánum til að vara foreldra við klámi og ofbeldi sem skaðað gæti börn. Morgunblaðið skýrði frá því í gær að Frakkar hefðu ákveðið að taka þetta viðvörunarkerfí upp vegna viðhorfskönnunar, sem benti til þess að 80% sjónvarpsá- horfenda teldu að ofbeldið sem stöðvarnar sýndu keyrði um þver- bak. „Ég vakti máls á svokölluðum rafrænum ofbeldissíum á þingi um ofbeldismyndir nú nýlega og benti á að tæknin væri fyrir hendi og hana mætti nýta til að vara fólk við ofbeldisefni," sagði mennta- málaráðherra. Björn sagði að þessi kostur hlyti að vera til athugunar. „Þarna er komin leið, sem mér fínnst að eigi að nota hér. Ég beiti mér ekki fyrir því að öðru leyti en að lýsa þessari skoðun minni.“ Morgunblaðið/Golli NIKULÁS Úlfar Másson arkitekt og Anna Lísa Guðmundsdóttir jarðfræðingur kanna aðstæður í kjallaranum við Hafnarstræti. Gólfið er ekki fjörukambur í NIÐURGRAFNA kjallaranum á bak við Hafnarstræti 21 er eitt elsta steinsteypta gólf á íslandi en ekki fjörukambur eins og talið var, að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, arkitekts hjá Árbæjarsafni. Starfsmenn gatnamálastjóra rák- ust fyrir tilviljun á kjallarann, sem stendur Tryggvagötumegin við Borgarbílastöðina. „Um er að ræða grunn á pakkhúsi sem byggt var skömmu eftir síðustu aldamót. Þegar húsið var rifíð í kringum árið 1930 var ekki fyllt upp í sökkulinn," segir Nikulás Ulfar. Pakkhúsið var í eigu kaupmanns- ins Detlev Thomsen. „Húsið hlýtur að hafa verið vel byggt því í kjallar- anum er eitt elsta steinsteypta gólfið í Reykjavík, lagt með jámbitum." Kjallarinn er um 160 fm að stærð en í hann hefur hrunið ógrynni af möl og sandi í gegnum tíðina. „Þar er komin skýringin á af hveiju Borgar- bílastöðin var alltaf að bæta við möl á bílaplanið," segir Nikulás Úlfar. Við Hafnarstræti var fyrr á öldinni flöldi pakkhúsa og telur Nikulás Úlf- ar þvl ekki ólíklegt að fleiri slíkir kjallarar leynist víðar. 1 l i i l I: ( G

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.