Morgunblaðið - 21.11.1996, Side 8

Morgunblaðið - 21.11.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÆTLIÐ þið að eyðileggja kvótakerfið þorskhausarnir ykkar? Eru stjórnvöld ekki marg búin að banna ykkur allt samneyti við aðrar tegundir? Samstarfi háskóla og atvinnulífs ábótavant ÞORKELL Sigurlaugsson fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip benti á niðurstöður könnunar danska við- skiptablaðsins Börsen á opnum fundi Hollvinasamtaka Háskóla íslands fyrir skömmu en þar kem- ur fram að samstarf háskóla og atvinnulífs er lítið hérlendis í sam- anburði við nágrannaþjóðirnar. Samkvæmt könnuninni eru ís- lendingar í 25. sæti af 30 möguleg- um en Bandaríkjamenn í 1. sæti, Finnar í 2. en Danir í 21. sæti. Þorkell telur að með aukinni þátttöku aðila úr þjóðlífinu í stjórn- un Háskólans mætti auka sam- starfið til muna. Að mati hans er stofnun Marels hf. eitt besta dæm- ið um vel heppnað samstarf há- skóla og atvinnulífs. Á vit nýrrar aldar „Háskólinn á vit nýrrar aldar“ var yfirskrift fundarins þar sem Anna Lilja Gunnarsdóttir, for- stöðumaður áætlana- og hagdeild- ar Ríkisspítalanna, Steingrímur Hermannsson, bankastjóri í Seðla- bankanum, og Þorkell Sigurlaugs- son héldu erindi. Skortur á þjálfun í að beita gagnrýnni hugsun og góðri sam- skiptatækni er veikleiki á íslenska menntakerfinu að mati Önnu Lilju Gunnarsdóttur. Hún velti m.a. fyr- ir sér hvernig háskólinn getur stað- ist kröfur í framtíðinni og hvaða breytingar eru nauðsynlegar á rekstrarumhverfi hans. „Það þarf að kenna nemendum að vega og meta alla hluti á gagnrýninn hátt m.a. þar sem starfsmenn í fyrir- tækjum þurfa að geta rökstutt skoðanir sínar. Samkiptahæfileika er líka hægt að þjálfa og án nokk- urs vafa ætti að leggja áherslu á þann þátt í íslenskum skólum,“ sagði Anna Lilja. Steingrímur Hermannsson telur að nám almennt verði mun alþjóð- legra í framtíðinni en nú er m.a. þar sem íslendingar starfa í sífellt auknum mæli utan landsteinana. Auk þess þarf að mati Steingríms að taka mið af helstu vandamálum næstu aldar í kennsluháttum s.s fólksijölgun og gróðurhúsaáhrif- um. Deildir háskólans sjálfstæðari Ef deildir háskólans væru sjálf- stæðari en nú er væri hægt að virkja fyrirtækin og fólkið í iandinu til meira samstarfs að mati Stein- gríms. „Gefa þarf atvinnulífinu og almenningi betri kost á að koma sínum áherslum að m.a. við kennslu. Háskólinn má alls ekki vera í eins konar fílabeinsturni," sagði hann. Þorkell Sigurlaugsson situr í nefnd sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra skipaði til að kanna nám í rekstrar- og við- skiptafræði í fjórum skólum á há- skólastigi; Háskóla íslands, Há- skólanum á Akureyri, Tækniskóla íslands og Samvinnuháskólanum á Bifröst. Að mati Þorkels er furðu- legt hve kröftunum er dreift þegar allir búa við þröngan kost, ekki síst viðskiptafræðideild Háskóla íslands. „Væri ekki hægt að gera betur með meiri sérhæfingu í stað þess að allir séu að vinna að því sama? Einnig þyrfti að takmarka fyrr fjölda nemenda í viðskipta- fræðideild Háskólans en fyrir- komulagið þar sem tvö hundruð til þrjú hundruð nemendur eru teknir inn á fyrsta ári og síðan felldir á öðru og þriðja ári er afar óhagkvæmt," sagði Þorkell. 10 ára afhiedisMaðkorð Cafe Óperu er b^rjað Jólahlaðborðið svignar undan krœsingum öll kvöld og jólaandinn svíjur um í húsið með sái Hluti af'Oerði jótahlaðborðsins rennur tit krabbameinssjúkra bama. c-Æltí) spennandi, alltaf best. ,—1 "■ Sorréttir Hefðbundnir og óhefðbundnir réttir. 'i/lðalréttir Állt það besta sem tilheyrir alvöru jólahlaðborði. Fflirréltir Hver öðrum girnilegri ShwökK&SSO J'ifanili veilingahús í midborginni, Lækjargötu 2. Stmnr 5S24045 5629499 Krabbamein og starfshópar kvenna Islendingar eru ekki allir jafnir SÍÐASTLIÐIN tíu ár hef ég unnið að rannsóknum á krabbameinsmynstri og dánarmynstri ólíkra starfshópa, jafnt kvenna sem karla, með Vilhjálmi Rafnssyni, yfirlækni í At- vinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins. í dag ætla ég að tala sér- staklega um konurnar í hópnum. Ég er raunar að vinna að stærra verkefni um það hvort munur er á krabbameinsmynstri og dánarmynstri starfshópa á íslandi eins og komið hefur í ljós erlendis,“ segir Hólm- fríður K. Gunnarsdóttir en hún mun flytja fyrirlestur um þessi efni í Odda í há- deginu á vegum Rann- sóknarstofu í kvennafræðum. Nefnir hún fyrirlesturinn „Dánar- mein og krabbameinsmynstur mismunandi starfshópa kvenna. Mótar starfið lífshætti, sem skipta sköpum?“ Er Hólmfríður að vinna að doktorsritgerð um þessi efni en í fyrirlestrinum í hádeginu fjall- ar hún um þann mun, sem er á dánar- og krabbameinsmynstri verkakvenna og hjúkrunarfræð- inga. „Það hefur sýnt sig alls staðar þar sem þetta hefur verið rannsak- að, að það er munur á þessu eftir því hvar fólk er í þjóðfélagsstigan- um. Það getur að vísu verið erfitt að meta hvar hver og einn er staddur þar en helstu mælikvarð- arnir eru menntun, tekjur og starfið." Hvernig kemur þessi munur fram hjá starfsstéttunum? „Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að dánartíðnin almennt er hærri meðal þeirra, sem hafa lágar tekj- ur og litla menntun, en þessu er dálítið öðruvísi háttað með krabbameinstíðnina. Krabbamein er ekki endilega algengara í öðrum hópnum en hinum en mynstrið er annað. Ef litið er á konur þá kem- ur í ljós, að bijóstakrabbamein er algengara hjá þeim, sem eru menntaðar og eru í vel launuðum störfum eða giftar mönnum í góð- um stöðum. Samkvæmt þessum sömu rann- sóknum er krabbamein í leghálsi tíðara hjá konum, sem hafa litla menntun og eru ófaglærðar eða eru giftar ófaglærðum láglauna- mönnum." Hvaða skýringar eru á þessu ólíka mynstri miili hópanna? „Þær eru ýmsar og svo ég nefni aðeins bijóstakrabba- meinið þá er ein þeirra sú, að konur, sem afla sér menntunar, eignast börn yfirleitt seinna en konur í hinum hópnum. Það er einn af mörgum áhættuþáttum bijóstakrabba- meins á hvaða aldri konan er þeg- ar hún eignast fyrsta barnið. Mörg önnur atriði koma við sögu, til dæmis ættarsagan, hvenær tíðir hefjast og hvenær þeim lýkur, bijóstagjöf, mataræði eða lífs- hættir og um það ætla ég að ræða í fyrirlestrinum að hve miklu leyti lífshættirnir virðast skipta máli í þessu sambandi. Lífshættir þeirra, sem hafa menntun og sæmilega afkomu, eru oft heilsusamlegri en þeirra, sem hallari fæti standa, og þess vegna er dánartíðni þeirra al- mennt lægri. Þeir bregðast fyrr við ýmsum straumum í þjóðfélag- inu, til dæmis auknum áhuga og áróðri fyrir meiri hreyfíngu og hollara mataræði. Þetta kemur ► Hólmfríður K. Gunnarsdótt- ir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands, BA-prófi í sænsku og íslensku við Háskóla Islands, hjúkrunarprófi frá Hjúkrunar- skóla íslands og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá lækna- deild Háskóla íslands. einnig fram í reykingum, sem hafa að vísu ekki verið tengdar bijóstakrabbameini, heldur lungnakrabbameini. Sá sjúkdóm- ur er líka algengari hjá þeim, sem hafa litla menntun og lágar tekjur. í fyrirlestrinum í hádeginu mun ég fyrst og fremst fjalla um þær krabbameinstegundir, sem eru ólíkar hjá mismunandi starfshóp- um kvenna, t.d. bijóstakrabba- mein, legháls- og lungnakrabba- mein.“ Hvernig ber íslensku niðurstöð- unum saman við erlendar? „Við erum að vísu fá hér á landi og hóparnir því litlir en vísbend- ingarnar eru þær sömu. Hjúkrun- arfræðingarnir eru rúmlega 2.000 og þótt það kunni að þykja stór hópur á okkar íslenska mæli- kvarða þá er hann það ekki í svona rannsókn. Við höfum verið með marga aðra starfshópa og í því verkefni, sem ég er að vinna að, athuga ég líka mynstrið hjá körlum. Við höf- um til dæmis verið að athuga bændur og sjómenn og menn í ýmsum störfum og þá kemur í ljós, að mynstrið er ekki það sama þar heldur. Sem dæmi má nefna, að bændur koma miklu betur út en aðrar starfsstéttir. Það hefur einn- ig komið fram við rann- sóknir erlendis." Skera íslendingar sig ekki úr að neinu leyti? „í þessum rannsókn- um hefur það komið fram, að okkar íslenska þjóðfélag er svipað öðrum, það er ekki rétt, að við séum verulega frábrugðin öðrum þjóðum. Ýmsir hafa kannað viðhorf almennings til íslensks samfélags, til dæmis Stefán Ólafs- son prófessor, Siguijón Björnsson prófessor, Dóra Bjarnason félags- fræðingur og fleiri, og þau hafa fengið þau svör, að þetta samfélag okkar sé alveg sérstakt og öðru vísi, hér séu allir jafnir eða lítill munur manna á milli. Rannsóknir þeirra hafa sýnt hið gagnstæða. Niðurstöður okkar benda í sömu átt. Við föllum vel inn í það mynst- ur, sem er meðal annarra vest- rænna þjóða og jöfnuðurinn er lík- lega goðsögn. Markmiðið með þessum rannsóknum er að afla þekkingar til að byggja forvarnir Ólíkt mynstur eftir starfs- hópum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.