Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Réttað í þriðja sinn vegna brots Halims A1 Urskurði frestað fram undirjól SAKADÓMARI í Istanbúl ákvað í gærmorgun að fresta til 23. des- ember ákvörðun refsingar yfir Halim A1 vegna brota hans á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur sínar. Vill dómarinn bíða úrskurðar áfrýjunarréttar í Ank- ara í forræðismáli Sophiu og Ha- lims Al. í kvöldfréttum RÚV í gær kom fram að lögmanni Sophiu hefði borizt óformlega vitneskja um að meirihluti áfrýjunarréttarins vildi dæma Halim A1 forræðið. Úr- skurðurinn yrði hins vegar ekki birtur fyrr en í vikulokin. „Dómarinn tók sér frest fram að Þorláksmessu því hann vildi fá niðurstöðu áfrýjunarréttar í hend- ur áður en hann kvæði upp úr- skurð. Mér fínnst afar sérkenni- legt að hann skyldi ekki hafa þetta í huga fyrir mánuði og láta mig bíða í ofvæni þennan tíma,“ segir Sophia. „Þó að niðurstaða hafi ekki fengist ætla ég samt sem áður að halda ótrauð áfram j)ar til yfir lýkur og vil þakka Islendingum fyrir þann stuðning sem þeir hafa veitt mér til þessa,“ segir hún. Tilraun gerð til lausnar utan réttar Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu hafa verið gerðar tilraunir, af hálfu Halims Al, utan réttar til þess að komast undan saksókninni. En fyrirheit sem hann hefur áður gefið um að virða umgengnisrétt Sophiu hafa reynst svo ótrúverðug að ekki hefur þótt vera grundvöllur fyrir slíkri lausn málsins. Þetta er í annað sinn sem brot Halims A1 á umgengnisrétti Sop- hiu við dætur sínar kemur fyrir sakadóm og er verið að rétta í síðara málinu í þriðja sinn þar sem Halim hefur ekki mætt í réttarsal- inn. Halim A1 var viðstaddur í gær- morgun en mætti ekki þegar fyrr var réttað þar sem honum hafði ekki verið birt stefna. Segir Sop- hia að dómarinn hafi úrskurðað í síðara réttarhaldinu að láta færa hann í réttarsalinn ef með þyrfti. Halim A1 var dæmdur í fangelsi í ársbyijun 1994 fyrir brot á um- gengnisrétti en refsingunni breytt í fjársekt. Síðan hefur ekkert ver- ið aðhafst þar til saksóknari gaf út ákæru á hendur honum í sum- ar, eftir að hafa móttekið kæru lögmanns Sophiu vegna ítrekaðra brota á umgegnisrétti við dætur þeirra. Skæruverkföll í kjölfar vinnustaðasamninga? ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, segir að vinnu- staðasamningar muni sennilega leiða til aukinna skæruverkfalla innan einstakra fyrirtækja. Hann segir Vinnuveitendasambandið viðbúið slíkum átökum, meðal annars hafi á síðustu árum verið safnað í vinnudeilusjóð. Með honum verði hægt að kaupa upp skaðabótakröfur vinnu- veitenda gegn starfsmönnum. Þetta kom fram í ávarpi sem Þórarinn flutti á félagsfundi Sam- taka iðnaðarins í gær. „Það þarf að búa til lagalegan ramma utan um þessa samninga," segir Þórarinn enn frem- ur. „Hjá Dönum eru reglurnar þannig að ef árangur næst ekki innan fyrirtækisins má kalla til ráðgjafa frá verkalýðshreyfingunni og sam- tökum vinnuveitenda. Ef það gengur ekki held- ur má skjóta málinu beint til hefbundinna samn- ingsaðila." Þórarinn segir að trúnaðarmenn í fyrirtækjum geti verið fulltrúar starfsmanna í samningum. Mikilvægt sé þó að þeir séu skilgreindir sem trúnaðarmenn starfsmannanna en ekki verka- lýðsfélaganna. Hann telur að kauphækkanir í heildarsamn- ingum nú eigi ekki að verða meiri en 2,5 pró- sent því ofan á þær hækkanir bætist alltaf launa- þróun í fyrirtækjum, til dæmis vegna starfsald- urshækkana. Samtals telur hann að þessar hækkanir megi ekki fara yfir 3,5 prósent. í fyrirtækjunum megi semja um meira ef sam- komulag næst milli stjórnenda og starfsmanna um aðgerðir til að auka hagræðingu. Fyrirtækin hafa fært fórnir Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar og varaformaður Samtaka iðnaðarins, sagði mikilvægt að minnast þess að ekki aðeins laun- þegar heldur einnig fyrirtækin hafi fært miklar fómir á síðustu árum. „Launþegar vilja sækja sinn hlut í uppganginum og telja sig eiga mikið inni. Staðreyndin er sú að á síðustu tveimur árum hefur hagnaður af atvinnurekstri hér á landi verið að komast upp í meðaltal OECD-ríkj- anna, það sem þar víðast hvar hefur verið ríkj- andi í langan tíma. íslensk fyrirtæki þurfa nú að vinna upp slæma árferðið." Gunnar benti á að samanburður sem gerður hefur verið á launakjörum hér á landi og í Danmörku væri flókinn. í fyrsta lagi væru laun í Danmörku með þeim hæstu í Evrópu, og mun hærri en í löndunum í kring. í öðru lagi væru skattar og önnur gjöld mun hærri en hér. Því væri launamunurinn í raun mun minni en virt- ist við fyrstu sýn. Mikil yfirvinna dregur úr framleiðni Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Mar- el, leggur áherslu á að vinnutími verði styttur í samningum, enda þurfi það ekki að verða til þess að draga úr afköstum. „íslendingar hafa hingað til metið frítímann einskis og alltaf verið tilbúnir til að vinna yfirvinnu. Staðreyndin er sú að þó að viðvera lengist þarf það ekki að þýða að afköstin verði meiri. Hér á landi hafa menn notað yfirvinnuna til að stilla lífskjörin af. Það leiðir til dæmis til þess að menn flýta sér ekki á morgnana, ef þeir vjlja ná í yfirvinnutíma um kvöldið. Ég held að samhengi sé milli lítillar fram- leiðni í íslensku atvinnulífi og mikillar yfirvinnu." Geir benti einnig á að grunnlaun mætti hækka með því að draga úr orlofi. „Orlofið er komið út fyrir skynsamleg mörk. Það hefur lam- andi áhrif á fyrirtæki þegar menn eru í burtu allt að sex vikur. Þá þarf að ráða sumarafleys- ingamenn sem eðlilega afkasta mun minna. Það er spurning hvort betra væri að hafa um þriggja vikna sumarfrí og eins og eina viku sem taka má út um vetur. Almennir frídagar geta einnig verið mjög truflandi, sérstaklega þegar þeir koma upp á fímmtudegi eins og algengt er. Draga mætti úr frídögum, til dæmis í apríl, og hækka grunnkaup á móti.“ íslenskir hjúkmnarfræðing- ar til Z aire og Rúanda TVEIR íslenskir hjúkrunarfræð- ingar af veraldarvakt Rauða kross- ins eru um þessar mundir að hefja störf í Zaire og Rúanda. Ólafur Guðbrandsson hélt utan í gær og Hólmfriður Traustadóttir fer á sunnudag. „Ég á að fara til Rúanda og vinna á sjúkrahúsi en meira veit ég ekki,“ sagði Hólmfríður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hvar sjúkrahúsið er, hvort það er búið að byggja það og hvort það er hús eða tjald fæ ég sennilega að vita í Genf á sunnudag." Hún sagði að verkefnið hefði haft innan við viku aðdraganda en talað er um að hún verði við störf ytra í a.m.k. þijá mánuði. Bæði eru þau Hólmfriður og Ólafur Guðbrandsson þrautreynd- ir starfsmenn á veraldarvakt Rauða krossins. Ólafur hóf störf fyrir Rauða krossinn í Tælandi árið 1984 og hefur síðan verið sendifulltrúi i Afganistan, Pakistan og Kenýa. Hann er 39 ára aðstoðar- deildarstjóri á gjörgæsludeiid Landspítalans og mun annast skipulagningu hjúkrunarstarfs á sjúkrahúsi í Goma og starfa þar með norskum hjúkrunarfræðing- um og lækni. Hólmfríður segist eiga von á að hitta Ólaf úti en býst ekki við að þau muni starfa saman. Hún er 37 ára og hefur undanfarið ár starfað á slysadeild Borgarspítalans og þar áður á gjörgæsludeild Landspitala. Hún hóf störf fyrir Rauða krossinn í Kenýa árið 1990 og starfaði einn- ig meðal stríðshijáðra í Sómalíu árið 1992 og 1993 og var m.a. þar í iandi þegar hersveitir Banda- ÓLAFUR Guðbrandsson og Hólmfríður Traustadóttir verða bæði komin til starfa í Zaire og Rúanda í byijun næstu viku. ríkjamanna hófu afskipti af borga- rastyijöldinni þar. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Hólmfríður ekki gera sér grein fyrir því hvað biði hennar í Rúanda en eftir sólarhringsdvöl í Genf er ráðgert að hún komi til Afríku á mánudag. „Ég á von á að þarna sé fullt af fólki sem er í lélegu lík- amlegu ástandi og þarfnast aðstoð- ar. Þarna er áreiðanlega bæði hungur og farsóttir og eflaust líka stríðshrjáð fólk.“ Hólmfríður sagðist ekki geta svarað því hvað það væri sem gerði að verkum að hún sæktist eftir starfi við hjálparstörf en sagði að henni fyndist Afríka heillandi álfa og þar hefði hún kynnst frábæru fólki sem hún hefði haft ánægju af að vinna með. Hún sagði að þar sem hún hefði starfað til þessa á vegum Rauða krossins hefði aðbúnaður verið ágætur og öryggi starfsfólks trygfft. „Rauði krossinn fer ekki inn á svona svæði nema að það sé gefið grænt ljós á það frá öllum aðilum. Fólk þarna ber virðingu fyrir Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum og veit að þar fær það þjálp,“ sagði Hólmfríður Trau- stadóttir. Auk hennar og Ólafs Guð- brandssonar starfa nú 13 sendifull- trúar RKÍ víðs vegar um heiminn, m.a. í Téténíu,, Bosníu og Aserba- idsjan. Ásgarður - 2ja herbergja - sérinngangur - hagstæð lán Vorum að fá til sölu 2ja herbergja tæplega Ó0 fm vanda&a, ný- lega íbúð. Parket á gólfum. Suðursvalir. Gott útsýni. Sérinn- gangur. Áhvílandi eru langtimalán frá veSdeild (4,9% vextir) kr. 3,6 millj. (greiðslubyrði rúmlega 18 þús. á mán.). Til afh. strax. ViS sýnum. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, símar551 9540 og 551 9191. Gripnir með tól og tæki LÖGREGLAN stöðvaði förtveggja grunsamlegra manna á Klappar- stíg snemma í gærmorgun en þeir voru grunaðir um innbrot í nokkr- ar bifreiðar. Mennirnir tveir hafa oft komið við sögu lögreglunnar. í fórum þeirra fundust ýmis tæki og tól sem gjarnan eru notuð af þeim sem fara inn í hús eða farartæki í leyfisleysi. Stolin taska við göngubrú VEGFARANDI fann skjalatösku við göngubrúna yfír Kringlumýrar- braut skömmu eftir miðnætti í fyrri- nótt. Lögreglan tók töskuna í sína vörslu. I henni fundust ýmis skjöl með nafni og heimilisfangi manns en sá hafði tilkynnt innbrot á heim- ili sitt að morgni þriðjudags. Inn- brotsþjófurinn virðist því hafa losað sig við hluta þýfísins við göngu- brúna. Hússtjórn- arskóli sjálfseign- arstofnun? BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra reifaði á Al- þingi í gær þá hugmynd, að í stað þess að halda fast við þá áætlun að sameina Hús- stjórnarskólann á Hallorms- stað Menntaskólanum á Eg- ilsstöðum verði skólanum gert kleift að halda áfram óbreyttri starfsemi með því að hann verði gerður að sjálfseignar- stofnun með sérstökum rekstrarsamningi við ríkið. Þetta kom fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn Hjör- leifs Guttormssonar um mál- efni hússtjórnarskólans. Skólinn var rekinn sem sjálfseignarstofnun á fyrstu árunum eftir stofnun hans árið 1930. Menntamálaráð- herra sagði þetta geta verið góða lausn, þannig að skólinn „geti þróazt á eigin forsend- um og notið betur þess mikla stuðnings sem hann nýtur, miðað við þær undirtektir, sem hugmyndir um sjálfstæði hans hafa fengið að undan- förnu,“ og ráðherrann fékk að kynnast af eigin raun er hann heimsótti skólann á fyrradag. Samstarf til bóta Ráðherra ítrekaði hins veg- ar þá skoðun sína, að hann teldi nánara samstarf við ná- lægar menntastofnanir á framhaldsskólastigi munu styrkja skólann, sem hefur aðeins milli 21 og 25 nemend- ur. Hann sagði einnig sjálf- sagt, að sameinuð skólastofn- un Hússtjórnarskólans og Menntaskólans á Egilsstöðum — ef af henni yrði — myndi geta boðið upp á sama nám og veitt er í hússtjórnarskó- lanum núna og bætti við í því sambandi, að undir skipulags- legri yfirsjón ME væri athug- andi að nýta laust húsnæði við Héraðsskólann á Eiðum fyrir hluta af þeirri kennslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.