Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Stefán Ólafsson BISKUP Islands, herra Olafur Skúlason, vígir nýtt pípuorgel í Hafnarkirkju. Nýtt pípuorgel vígt í Hafnarkirkju Höfn - Mikil hátíð var í Hafnar- kirkju í Hornafirði sunnudaginn 17. nóvember sl. Þess var minnst að 30 ár eru liðin frá vígslu kirkj- unnar og um leið vígði biskup Is- lands, herra Ólafur Skúlason, nýtt 21 raddar pípuorgel. Orgelið er danskt, smíðað hjá P. Bruhn og San og kostar uppsett um 26 millj- ónir. Formaður sóknarnefndar, Arni Stefánsson, rakti í stuttu máli byggingarsögu þessarar fyrstu kirkju sem reist var á Höfn. Gerði hann einnig grein fyrir orgelkaup- unum og þeirri vinnu sem lagt var í áður en endanleg ákvörðun um kaup var tekin. Taldi hann að kirkjan væri tæpast fullbyggð fyrr en nú þegar í hana væri komið þetta ágæta hljóðfæri. Sóknarprestur Hafnarsóknar, sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, þjón- aði fyrir altari ásamt fyrrum sókn- arpresti staðarins, sr. Baldri Kristjánssyni. Biskup Islands flutti predikun og m.a. minntist hann á hlutverk kirkjunnar á tím- um mikilla náttúruhamfara. Einn- ig voru viðstödd messuna þau sr. Einar Jónsson, prestur á Kálfa- fellsstað og sr. Sjöfn Jóhannes- dóttir, prestur á Djúpavogi. Sam- einaður kirkjukór Hafnarkirkju og Bjarnaneskirkju söng við und- irleik og stjórn organistanna Stef- áns Helgasonar og Kristínar Jó- hannesdóttur. Að lokinni messu bauð sóknarnefnd til kaffisamsæt- is í safnaðarheimilinu. Þegar kirkjugestir höfðu notið veitinga flutti fólk sig aftur yfir í kirkjuna. Þar lék Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar, á hið nýja hljóðfæri og útskýrði fyrir viðstöddum möguleika þess. Minnti hann á að þótt ýmsum þætti svona hljóðfæri dýrt mætti ekki gleyma því að það gæti dugað í tvö hundruð ár enda byggt á mjög langri hefð í orgel- smiðum. Að leik hans loknum tók við Guðni Þ. Guðmundsson, organ- isti í Bústaðakirkju. Lýsti Guðni yfir ánægju sinni með orgelið og gat þess um leið hve vel kór og hljóðfæri hefðu hljómað saman í messunni. Þvottabjörn flytur í nýtt húsnæði Reyðarfirði -1 lok októbermán- aðar flutti fatahreinsunin og þvottahúsið Þvottabjörn í nýtt glæsilegt húsnæði í Hlunnavogi 3, Reyðarfirði. Nýja þvottahúsið stenst nú ströngustu kröfur um skipulag, búnað og hreinlæti og afkastagetan hefur þrefaldast með tilkomu gufuketils. Þetta er mikill munur frá því sem var, bæði fyrir starfsfóik og við- skiptavini. Þjónustan verður hraðari og betri og opnunar- tíminn Iengist en hann er nú frá kl. 11-16 og vinnuaðstaða stars- fólks er eins og best verður á kosið. Þvottabjörn sér um þvott á vinnufatnaði frá matvæla- vinnslum, fyrstihúsum, vélaverk- stæðum, hótelum o.fl. Segja má að hér sé allt þvegið sem hægt er að þvo og allt hreinsað sem hægt er að hreinsa. Tilboð eru gerð í föst viðskipti og einnig hefur Þvottabjörn gert við vinnu- fatnað fyrir fasta viðskiptavini. Fyrir okkur Austfirðinga eru það gífurleg þægindi að hafa við höndina eins góða og fullkomna þjónustu og hér er veitt. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir BRYNDÍS Steinþórsdóttir og Björn Þór Jónsson, eigendur Þ vottabj ar nar. Fjargöng við Fiskilæk Borgarnesi - Nýverið voru grafin fjárgöng undir þjóðveginn við Fiskilæk í Leirár- og Melahreppi. í tengslum við átak sem gert var í að girða af þjóðveginn Morgunblaðið/Theodór VEGAGERÐIN í Borgarnesi lét gera fjárgöng undir þjóðveginn við bæinn Fiski- læk nýverið. Ekið hefur verið á um 10 kindur ár hvert á þessum slóðum. sunnan Borg- arfjarðarbrúar inn í Hvalfjörð, lét Vegagerðin í Borgarnesi gera hálfs annars metra víð fjár- göng við bæinn Fiskilæk. Á liðn- um árum hafa orðið að jafnaði um 10 um- ferðaróhöpp ár hvert á þessum slóðum. Vonast menn til þess að þetta átak Vegagerðarinn- ar verði til þess að umferðar- slysum fækki verulega á þess- um slóðum. Hagnýtt gildi rannsókna í ferðaþjónustu Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) heldur sitt þriðja málþing föstud. 22. nóvember kl. 14-19 í Mörkinni 6 (hús Ferðafélags fslands). Þingforsetar: Inga Sólnes, gæðafulltrúi á Hótel Sögu Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar Dagskrá: 14:00 Ávarp. Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs Islands 14:10 Setning. Sigrún Sigmundsdóttir, ferðamálafræðingur 14:15 'Tourism Research and its Practical Use" Prófessor John E. Fletcher, forstöðumaður 'The International Centre for Tourism and Hospitality Research’ við háskólann I Bournemouth I Englandi 15:00 Fyrirspurnir 15:20 Kaffiveitingar 15:50 "Frá flugfélagi til ferðaþjónustufyrirtækis" Helga Þóra Eiðsdóttir, deildarstjóri markaðsrannsókna hjá Flugleiöum 16:05 "Rannsóknir - grundvöllur stefnumótunar í ferðamáium" Rögnvaldur Guðmundsson, feröamálafræðingur, formaður FHF 16:20 "Gistináttatalning og Ferðavenjukönnun Hagstofu íslands" Rut Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Hagstofu Islands 16:35 "Hlutverk rannsókna í uppbyggingu ferðaþjónustu á fslandi" Prófessor Þórólfur Þórlindsson, varaformaður Rannsóknarráðs (slands 16:55 Pallborðsumræður með frummælendum. Fyrirspurnir 17:55 Þingslit. Arnar Már Ólafsson, ferðamálafræðingur 18:00 Veitingar Þinggjald kr. 1500 Skráning í s/fax. 555 4130 og s. 553 1266 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÞORSTEINN Ólafsson, formaður Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum, tekur við hinni veglegu peningagjöf til félagsins úr hendi Haralds Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra HB. MAGNÚS Guðmundsson, skrifstofustjóri HB, sem nýlega hélt upp á 50 ára starfsafmæli sitt hjá fyrirtækinu, sker fyrstu sneiðina af afmælis- tertunni. Með honum á myndinni eru þeir Eyjólf- ur Sveinsson, stjórnarformaður HB, og Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi 90 ára Fjölmenm á afmælishátíð Akranesi - Fjöldi fólks var viðstadd- ur afmælishátíð í tilefni af því að 90 ár voru liðin frá stofnun Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi sl. sunnudag. Fyrirtækið er elsta út- gerðarfélag landsins og eitt það stærsta og öflugasta. Gestir sem talið er að hafí verið um 700 talsins notuðu tækifærið til að skoða fyrirtækið og þann rekstur sem tengist því og jafnframt að njóta glæsilegra veitinga sem í boði voru í tilefni dagsins. Það kom í hlut Magnúsar Guðmundssonar, skrif- stofustjóra, að skera fyrstu sneiðina af 10 metra langri afmælistertu en Magnijs náði þeim áfanga 2. júlí sl. að hafa starfað við fyrirtækið í 50 ár. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í hátíðarræðu sinni m.a. að velgengni fyrirtækisins í 90 ára sögu þess væri fyrst og fremst fyrrverandi og núverandi starfsfólki að þakka og fór hann við- urkenningarorðum um störf þess. Hann titkynnti að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að gefa 2 millj. kr. til ýmissa framfaramála í tilefni þessara tímamóta og kæmi féð í hlut margra aðila. Eitt verkefni hefði þó verið styrkt sérstaklega og tilkynnti hann á af- mælishátíðini að það væri Um- hyggja, félag til styrktar sjúkum börnum. Haraldur afhenti formanni félagsins, Þorsteini Olafssyni, 1.000.000 kr. sem verður stofnfram- lag í sjóð sem fjölskyldur veikra barna geta sótt um styrk úr ef fjár- hagserfiðleikar koma upp vegna veikindanna. í máli Haraldar kom fram að vonast væri til að þessi litli vísir yrði upphaf öflugs sjóðs sem kæmi að góðu gagni í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrir- tækið styður góð málefni og hafa margir notið góðs af gjafmildi þess og ræktarsemi bæði á Akranesi og annars staðar. Þorsteinn Ólafsson þakkaði gef- endum stórhug þeirra og kvað stuðninginn vera ómetanlegan fyrir félagið og hagsmuni umbjóðenda þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.