Morgunblaðið - 21.11.1996, Side 19

Morgunblaðið - 21.11.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 19 ÚR VERINU Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Rangt að varpa ábyrgðinni af þeim sem bera ábyrgð á frákasti ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í ávarpi sínu til Fiski- þings í gær að þeir, sem bæru ábyrgðina á því að henda físki, yrðu sömuleiðis að sæta ábyrgðinni í þjóð- félagsumræðunni og gagnvart lög- um. í þessu sambandi væri ábyrgð útvegsmanna og skipstjómarmanna mest. Fram hjá því yrði aldrei litið. „Vissulega geta fískveiðistjórnunar- reglur haft ákveðin áhrif, en við þekkjum það af reynslunni, bæði okkar og annarra, að því miður er það ekki svo að við getum leyst þenn- an vanda bara með því að breyta um fiskveiðistjómunarkerfí. Það væri hinsvegar mjög freistandi ef svo væri.“ Ráðherrann sagði að þær tölur, sem lægju fyrir frá FAO, sýndu að um 30% af heimsaflanum væri hent. Ekki byggju allar þjóðir við sams konar fískveiðistjórnunarkerfi. Inn- an lögsögu Evrópusambandsins, þar sem ekki er aflamarkskerfí af því tagi sem við búum við heldur sóknarstýring, væri gengið illa um auðlindina og eins hefðum við dæmi um slæma umgengni íslenskra tog- ara, sem væru á frjálsum veiðum utan landhelginnar. I sóknarmarks- kerfí sæktu menn auðvitað í að veiða verðmætasta fiskinn, t.d. þorsk, fyrst og síðan aðrar tegundir, en yrðu þá að henda þorskinum ef hann slæddist með. „Þessi vandi kemur upp í öllum fiskveiðistjórnunarkerf- um. Það er þess vegna siðferðilega rangt í umræðunni að varpa þessari ábyrgð af herðum þeirra sem ábyrgðina bera. Ef við gerum það, þá er ekki mikil von til þess að við Morgunbiaðið/Ásdís 55. FISKIÞING Fiskifélags íslands var sett í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ávarpaði þingið. Olafur Sigurðs- son fréttamaður ræddi um fréttaflutning og Einar K. Guðfinns- son stjórnarformaður flutti setningarræðu. náum árangri. Útgerðarmennirnir og skipstjórarnir bera höfuðábyrgð í þessu efni og umræðan verður að snúast um það hvernig ábyrgðartil- finning þeirra verður aukin og hvernig ábyrgð verður komið fram gagnvart þeim, sem brjóta lögin, því að þeir sem eru að brjóta lögin með þessum hætti eru ekki að plata ein- hvetja skrifborðskarla uppi í sjávar- útvegsráðuneyti. Þeir eru að svíkja íslensku þjóðina, ekki bara íslensku þjóðina sem lifir í dag heldur líka þá þjóð sem lifir hér á morgun, af- komendur okkar, sem eiga að byggja á fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma. Og það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að okkur takist að stíga frekari skref í þessu efni og haga umræðunni á þann veg að ábyrgðin liggi þar sem hún á að liggja.“ Spjótunum sjaldan beint að lögbrjótum Þorsteinn sagði það valda sér nokkrum áhyggjum á hvem veg hin almenna umræða um þessi efni hafí farið fram í þjóðfélaginu. Ljóst væri að vandinn hefði hvergi verið leyst- ur. Við stæðum enn frammi fyrir því að físki væri hent þrátt fyrir að allar þær ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið á undanförnum árum, hafi mið- að að því að bæta ástandið. „En í almennri umræðu um þetta efni, er spjótunum mjög sjaldan beint af þeim, sem eru að bijóta lögin, að þeim sem eru að ganga illa um auð- lindina, að þeim sem höfuðábyrgðina bera. Sökinni er yfírleitt varpað eitt- hvað annað. Það eru aðrir en útgerð- armennimir eða skipstjórarnir sem bera ábyrgð á því að físki er hent og ýmist er bent á fiskveiðistjómun- arkerfið, trékarlana í ráðuneytinu eða annað í þeim dúr. Ég held að það sé mjög alvarlegt ef við leyfum umræðunni að þróast á þann veg að þeir sem ábyrgð bera á lögbrotunum komast upp með það í umræðunni að varpa ábyrgðinni frá sér. Meðan svo er, náum við ekki tökum á vandanum. Þau lög, sem við höfum sett núna, gera ráð fyrir því að koma ábyrgð fram með skýr- ari hætti en verið hefur. í síðustu viku var t.d. mikil umræða um það þegar skipstjóri kvaddi sér hljóðs og greindi frá því að á skipi, sem hann starfaði á, hafí físki verið hent á til- teknu tímabili. Mér fínnst mjög mik- ilvægt að þeir, sem á sjónum eru, komi fram með upplýsingar sem þessar og geri það mögulegt að taka á afbrotum eins og þessum. Það fyr- irtæki, sem þama á í hlut, getur, ef þessar fullyrðingar reynast réttar, átt verulegar refsingar í vændum, háum sektum og jafnvel sviptingu veiðileyfís," sagði sjávarútvegsráð- herra. Þorsteinn sagði það vera mikil- vægt að sýna fram á það að við stundum veiðar með ábyrgum hætti, ekki bara af því að lífsafkoma okkar sjálfra til lengri tíma litið væri undir því komin, heldur vegna þess að við- skipti okkar með afurðir gætu líka verið háð því að við sýndum mark- aðnum og öðrum þjóðum að við stundum veiðar á sjálfbærum grund- velli. Sem betur fer, gætum við í öllum meginatriðum sýnt fram á þetta með okkar veiðar ef frá væri skilinn sá vandi, sem við væri að glíma varðandi frákast á físki. Á síð- ari árum hafí verið reynt að kapp- kosta með margs konar ráðstöfun- um, sem skilað hefðu nokkrum ár- angri, að koma í veg fýrir slæma umgengni, frákast fisks og svindl framhjá vigt. „Ég er í engum vafa um að lokanir á uppeldisstöðvum hafa dregið úr veiðum á smáfíski og að físki sé hent af þeim sökum. Við höfum smám saman verið að setja nýjar reglur um veiðarfæri sem hafa fært okkur fram á við í betri um- gengni. Á grundvelli tillagna frá samstarfsnefnd sjómanna og útvegs- manna var sett ný löggjöf um um- gengni við fiskimiðin sem setur skýr markmið í þessum efnum, skýrar leikreglur og ákveðin viðurlög við brotum." Skæruliðastarfsemi samtaka af ýmsu tagi Ráðherrann nefndi annan vanda á Fiskiþingi í gær sem við væri að etja, en það væri efnahagsleg skæru- liðastarfsemi samtaka af ýmsu tagi sem beinlínis hefðu komið í veg fyrir hvalveiðar og væru nú að reyna að koma í veg fyrir fískveiðar með því að ýta til hliðar öllum vísindalegum rökum um sjálfbæra nýtingu fískim- iðanna. Auðvitað þyrfti að gera greinarmun á hvaða aðilar ættu hlut að máli hveiju sinni þó engum vafa væri undirorpið að við værum hér að fást við ný og afar mikilvæg við- fangsefni, sem skiptu þróun sjávar- útvegsins á komandi árum miklu máli. Þvi væri það fagnaðarefni að Fiskifélagið skyldi hafa kosið að gera umhverfismál að sérstöku viðfangs- efni á þessu Fiskiþingi. I tilefni af opnun nýrrar rannsóknarstofu í mannerfðafræðum undir heitinu ÍSLENSK ERFÐAGREINING verður haldinn fyrirlestur um erfðavísindi laugardaginn 23. nóvember klukkan I 3.00 í sal 4 í Háskólabíói. Þetta er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Islensk erfðagreining mun standa fyrir í vetur. Fyrirlesari er Peter Donnelly, prófessor og forseti tölfræðideildar Oxfordháskóla og yfirmaður vísindaráðs Islenskrar erfðagreiningar. ________________ Erindið nefnist The language of the genes: What modern genetics can tell us about our origins. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Ólafs Jenssonar prófessors og er öllum opinn. HÁSKÓLIÍSLANDS ISLENSK ERFÐAGREINING ABGUS & ÖRKIN / SlA C0002

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.