Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 26

Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AVALLT í FARARBRODDI Máele Neytenda- K kannanir um allan heim hafa staðfest að Miele ryksugur eru ávallt í fararbroddi. „Ávallt bestir"er okkar loforð. Takk ffyrir að velja Miele. (f/ílfár# tHUí*. Rudolf Miele stjárnarformaður Verð frá kr. 19,850 st.gr. | Miele KRAFTMIKLAR RYKSUGUR luðurlandibraut 20 « 108 RBykiavílt « Sími 588 0200 LISTIR Morgunblaðið/Golli ANDREI Gavrilov ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit íslands enda kveðst hann vera orðinn hund- leiður á að leika með steinrunnum hljómsveitum. Andrei Gavrilov einleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands Þar sem tónlist er ástríða „ÉG ER hingað kominn til að skemmta mér með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og við munum leggja okkur öll fram til að fá áhorfendur til að skjálfa," segir rússneski píanóleikarinn Andrei Gavrilov sem verður einleikari á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í kvöld. Á efnisskrá verða verk eftir Shostakovitsj, Prokofiev og Sibelius en við stjórnvölinn verð- ur Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri SÍ. Gavrilov kemur nú í annað sinn fram með Sinfóníuhljómsveit ís- lands en síðast var hann hér á ferð á Listahátíð í Reykjavík fyrir fjórum árum þegar hann flutti Paganini tilbrigðin eftir Rachmaninoff við góðar undirtektir áhorfenda. „Hljómsveitin hefur þroskast mikið frá því ég var hér síðast, á því leik- ur enginn vafi. Hún hefur mörgu ungu fólki á að skipa sem leiðist bersýnilega ekki í vinnunni og létt- leikinn og ánægjan, sem ég legg svo mikið uppúr, er svo sannarlega við völd. Ég er orðinn hundleiður á að leika með steinrunnum hljóm- sveitum, þar sem allir kunna sitt fag en hvergi örlar á lífi. Þær eru því miður alltof margar.“ Gavrilov segir að hljómsveitin hafi stutt feikilega vel við bakið á sér á fyrstu æfingunni í gærmorgun og hljóðfæraleikararnir telji greini- lega ekki eftir sér að nostra við hlutina til að ná sem bestum ár- angri. „Það er mjög óvanalegt að hljómsveitir gefí sér svona góðan tíma til að æfa með einleikurum en áhuginn skein bókstaflega úr hveiju andliti og allir virðast reiðu- búnir að kanna nýjar lendur - hjá Sinfóníuhljómsveit íslands er tón- listin ástríða." Heimsfrægur á einni nóttu Gavrilov hóf ungur píanónám og bar sigur úr býtum í Tsjækovskíj- píanókeppninni í Moskvu árið 1974, 19 ára gamall. Skömmu síðar varð hann heimsfrægur á einni nóttu þegar landi hans Sviatoslav Richter fékk hann til að hlaupa í skarðið fyrir sig á tónlistarhátíðinni í Salz- burg. Síðan hefur Gavrilov unnið hvern sigurinn á fætur öðrum og er fyrir margt löngu kominn í fremstu röð píanóleikara í heimin- um. Til marks um stöðu hans má nefna að þegar Ashkenazy sneri úr útlegð til Sovétríkjanna og hélt þar sína fyrstu tónleika eftir aldar- Q'órðungs hlé valdi hann Gavrilov til að leika undir sinni stjórn á tón- leikum í Moskvu. Gavrilov kemur hingað frá Finn- landi þar sem hann kom fram á tónleikum um síðastliðna helgi og í fyrramálið heldur hann til Italíu, þar sem hann mun standa í eldlín- unni um helgina. Þannig er líf tón- listarmanns í fremstu röð í hnot- skurn. „Vissulega er þetta krefjandi starf og margir virðast halda að það sé dauðlegum mönnum ofviða. Ég harma það viðhorf; jákvæðu hliðarnar eru mun fleiri en þær neikvæðu, auk þess sem listamaður í fremstu röð verður að vera reiðu- búinn að fórna ýmsum þægindum fyrir listina. Hvað mig varðar neyddi enginn mig inn á þessa braut, mitt var valið og ég mun halda ótrauður áfram meðan ég stend uppréttur.“ Hefðinni gefið langt nef Verkið sem Gavrilov mun flytja í kvöld er Fyrsti píanókonsert Sergejs Prokofievs. „Þetta verk er gulls ígildi enda fyrsta yfirlýsing Prokofievs sem tónskálds. Það markaði upphafið að nýju skeiði í tónsmíðum - nýtt tungumál varð til. Verkið hefur jafnframt elst feiki- lega vel og er enn jafn ferskt og nútímalegt og fyrir 70 árum. Það er alltaf jafn gaman að spila það.“ Konsertinn var liður í burtfarar- prófi Prokofievs frá tónlistarháskól- anum í Pétursborg og segir Gavr- ilov að markmiðið hafí verið að gefa hefðinni langt nef. „Það er óhætt að segja að honum hafi tek- ist ætlunarverk sitt - flutningur verksins þótti hið mesta hneyksli. Formaður dómnefndar sagði meira að segja af sér á þeirri forsendu að verkið líktist meira knattspyrnu en tónlist. Vildi hann láta víkja Prokofiev úr skólanum en aðrir dómnefndarmenn spyrntu við fótum og um síðir útskrifaðist hann með láði.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast á hugleiðingu um rússnesk og kirgísk þjóðlög eftir Dmitri Shostakovitsj. Var verkið samið árið 1963 í tilefni af því að eitt hundrað ár voru liðin frá því að Kirghistan var innlimað í rússneka ríkið. Þriðja sinfónía Jeans Sibeliusar var frumflutt árið 1907 í Helsinki undir stjórn höfundar. Hafði tón- skáldið þá dvalist um þriggja ára skeið fjarri glaumi og gleði borgar- lífsins sem því þótti taka allt of mikinn tíma frá sér. Hlaut sinfónían lofsamlega dóma og meðal annars sagði hinn þekkti fínnski gagnrýn- andi Karl Th. Flodin: „Með þessu verki stendur Sibelius á hátindi í list sinni, hann hefur tekið upp nýjar aðferðir, í stað þess að endur- taka sig hefur hann fundið upp- sprettur." Bók um forseta íslands UNA-BÓKAFORLAG er nýstofnað bókaforlag sem rekið er í samvinnu við útgáfu tímaritsins Uppeldis. Tilgangur Unu er öll almenn út- gáfa og er fyrirhuguð útgáfa nokk- urra bóka á næstunni, að sögn Magnúsar Inga Magnússonar hjá forlaginu. Helsta verkefni Unu fyrir þessi jól er útgáfa bókar um feril Olafs Ragnars Grímssonar forseta. Bókin hefur hlotið nafnið Herra forseti. í bókinni er litið yfir æviferil nýkjörins forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjallað er um uppvöxt hans á ísafirði, skólagöngu í MR og Manchester, fjölmiðla- manninn Ólaf Ragnar og fræði- manninn. Meginefni bókarinnar er þó leið hans til áhrifa innan ís- lenskra stjórnmála. Að lokum er aðdraganda forsetakosninganna lýst. Höfundurinn, Pálmi Jónsson, er sagnfræðingur sem hefur starfað við blaðamennsku í fjölda ára á íslandi og í Danmörku. Pálmi skrif- aði bókina íslenskir auðmenn. Herra forseti kemur út 1. des- einber.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.