Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AVALLT í FARARBRODDI Máele Neytenda- K kannanir um allan heim hafa staðfest að Miele ryksugur eru ávallt í fararbroddi. „Ávallt bestir"er okkar loforð. Takk ffyrir að velja Miele. (f/ílfár# tHUí*. Rudolf Miele stjárnarformaður Verð frá kr. 19,850 st.gr. | Miele KRAFTMIKLAR RYKSUGUR luðurlandibraut 20 « 108 RBykiavílt « Sími 588 0200 LISTIR Morgunblaðið/Golli ANDREI Gavrilov ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit íslands enda kveðst hann vera orðinn hund- leiður á að leika með steinrunnum hljómsveitum. Andrei Gavrilov einleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands Þar sem tónlist er ástríða „ÉG ER hingað kominn til að skemmta mér með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og við munum leggja okkur öll fram til að fá áhorfendur til að skjálfa," segir rússneski píanóleikarinn Andrei Gavrilov sem verður einleikari á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í kvöld. Á efnisskrá verða verk eftir Shostakovitsj, Prokofiev og Sibelius en við stjórnvölinn verð- ur Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri SÍ. Gavrilov kemur nú í annað sinn fram með Sinfóníuhljómsveit ís- lands en síðast var hann hér á ferð á Listahátíð í Reykjavík fyrir fjórum árum þegar hann flutti Paganini tilbrigðin eftir Rachmaninoff við góðar undirtektir áhorfenda. „Hljómsveitin hefur þroskast mikið frá því ég var hér síðast, á því leik- ur enginn vafi. Hún hefur mörgu ungu fólki á að skipa sem leiðist bersýnilega ekki í vinnunni og létt- leikinn og ánægjan, sem ég legg svo mikið uppúr, er svo sannarlega við völd. Ég er orðinn hundleiður á að leika með steinrunnum hljóm- sveitum, þar sem allir kunna sitt fag en hvergi örlar á lífi. Þær eru því miður alltof margar.“ Gavrilov segir að hljómsveitin hafi stutt feikilega vel við bakið á sér á fyrstu æfingunni í gærmorgun og hljóðfæraleikararnir telji greini- lega ekki eftir sér að nostra við hlutina til að ná sem bestum ár- angri. „Það er mjög óvanalegt að hljómsveitir gefí sér svona góðan tíma til að æfa með einleikurum en áhuginn skein bókstaflega úr hveiju andliti og allir virðast reiðu- búnir að kanna nýjar lendur - hjá Sinfóníuhljómsveit íslands er tón- listin ástríða." Heimsfrægur á einni nóttu Gavrilov hóf ungur píanónám og bar sigur úr býtum í Tsjækovskíj- píanókeppninni í Moskvu árið 1974, 19 ára gamall. Skömmu síðar varð hann heimsfrægur á einni nóttu þegar landi hans Sviatoslav Richter fékk hann til að hlaupa í skarðið fyrir sig á tónlistarhátíðinni í Salz- burg. Síðan hefur Gavrilov unnið hvern sigurinn á fætur öðrum og er fyrir margt löngu kominn í fremstu röð píanóleikara í heimin- um. Til marks um stöðu hans má nefna að þegar Ashkenazy sneri úr útlegð til Sovétríkjanna og hélt þar sína fyrstu tónleika eftir aldar- Q'órðungs hlé valdi hann Gavrilov til að leika undir sinni stjórn á tón- leikum í Moskvu. Gavrilov kemur hingað frá Finn- landi þar sem hann kom fram á tónleikum um síðastliðna helgi og í fyrramálið heldur hann til Italíu, þar sem hann mun standa í eldlín- unni um helgina. Þannig er líf tón- listarmanns í fremstu röð í hnot- skurn. „Vissulega er þetta krefjandi starf og margir virðast halda að það sé dauðlegum mönnum ofviða. Ég harma það viðhorf; jákvæðu hliðarnar eru mun fleiri en þær neikvæðu, auk þess sem listamaður í fremstu röð verður að vera reiðu- búinn að fórna ýmsum þægindum fyrir listina. Hvað mig varðar neyddi enginn mig inn á þessa braut, mitt var valið og ég mun halda ótrauður áfram meðan ég stend uppréttur.“ Hefðinni gefið langt nef Verkið sem Gavrilov mun flytja í kvöld er Fyrsti píanókonsert Sergejs Prokofievs. „Þetta verk er gulls ígildi enda fyrsta yfirlýsing Prokofievs sem tónskálds. Það markaði upphafið að nýju skeiði í tónsmíðum - nýtt tungumál varð til. Verkið hefur jafnframt elst feiki- lega vel og er enn jafn ferskt og nútímalegt og fyrir 70 árum. Það er alltaf jafn gaman að spila það.“ Konsertinn var liður í burtfarar- prófi Prokofievs frá tónlistarháskól- anum í Pétursborg og segir Gavr- ilov að markmiðið hafí verið að gefa hefðinni langt nef. „Það er óhætt að segja að honum hafi tek- ist ætlunarverk sitt - flutningur verksins þótti hið mesta hneyksli. Formaður dómnefndar sagði meira að segja af sér á þeirri forsendu að verkið líktist meira knattspyrnu en tónlist. Vildi hann láta víkja Prokofiev úr skólanum en aðrir dómnefndarmenn spyrntu við fótum og um síðir útskrifaðist hann með láði.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast á hugleiðingu um rússnesk og kirgísk þjóðlög eftir Dmitri Shostakovitsj. Var verkið samið árið 1963 í tilefni af því að eitt hundrað ár voru liðin frá því að Kirghistan var innlimað í rússneka ríkið. Þriðja sinfónía Jeans Sibeliusar var frumflutt árið 1907 í Helsinki undir stjórn höfundar. Hafði tón- skáldið þá dvalist um þriggja ára skeið fjarri glaumi og gleði borgar- lífsins sem því þótti taka allt of mikinn tíma frá sér. Hlaut sinfónían lofsamlega dóma og meðal annars sagði hinn þekkti fínnski gagnrýn- andi Karl Th. Flodin: „Með þessu verki stendur Sibelius á hátindi í list sinni, hann hefur tekið upp nýjar aðferðir, í stað þess að endur- taka sig hefur hann fundið upp- sprettur." Bók um forseta íslands UNA-BÓKAFORLAG er nýstofnað bókaforlag sem rekið er í samvinnu við útgáfu tímaritsins Uppeldis. Tilgangur Unu er öll almenn út- gáfa og er fyrirhuguð útgáfa nokk- urra bóka á næstunni, að sögn Magnúsar Inga Magnússonar hjá forlaginu. Helsta verkefni Unu fyrir þessi jól er útgáfa bókar um feril Olafs Ragnars Grímssonar forseta. Bókin hefur hlotið nafnið Herra forseti. í bókinni er litið yfir æviferil nýkjörins forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjallað er um uppvöxt hans á ísafirði, skólagöngu í MR og Manchester, fjölmiðla- manninn Ólaf Ragnar og fræði- manninn. Meginefni bókarinnar er þó leið hans til áhrifa innan ís- lenskra stjórnmála. Að lokum er aðdraganda forsetakosninganna lýst. Höfundurinn, Pálmi Jónsson, er sagnfræðingur sem hefur starfað við blaðamennsku í fjölda ára á íslandi og í Danmörku. Pálmi skrif- aði bókina íslenskir auðmenn. Herra forseti kemur út 1. des- einber.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.