Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 31

Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 31 LISTIR Grafar-Jóns saga BÖKMENNTIR S ag a GRAFAR-JÓN OG SKÚLI FÓGETI eftir Björn Jónsson lækni. Saga úr Skagafirði frá 18. öld. Jóhannes Geir myndskreytti. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1996,187 bls. GRAFAR-Jón, Jón Bjarnason, síð- ast bóndi í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði, mun nú kunnastur af eijum sínum við Skúla fógeta og bellibrögðum. En á tímum Jóns var Skúli sýslumaður Skagfirðinga og kunnur er Jón líka af skrifi Gísla Konráðssonar — Þáttur Grafar-Jóns og Staðarmanna. En Jón kom nokk- uð við sögu þeirra Reynistaðabræðra sem úti urðu á Kili. Margt fleira er raunar af Grafar- Jóni að segja. Hann var í senn ófyrir- leitið hrösulmenni og hvinnskur næsta og góðhjartaður vinur smæl- ingjans. Annálað þrekmenni var hann, heljarmenni að burðum og óvílinn ferðagarpur. Af honum gengu lengi miklar sögur, þó að farið sé að fenna yfir þær flestar. Skagfirðingurinn Björn Jónsson, læknir í Kanada, eyddi mörgum síð- ustu árum ævi sinnar til að grafa upp allt semr hann gat um Jón fundið til að gera þennan sérstæðari mann lifandi í huga sér. Árlega kom Björn til íslands til að skoða staðhætti, feta slóðir Jóns vítt og breitt um Staðarljöli, Hryggjadal, Víðidal, Stakkfellið, Ævarsskarð, Þröngad- al, suður fjöll um Stóra- sand, öldurnar átján, Grettishæð, Ólafsvörð- ur og Beinakerlingu. Og við heimildarleit var hann öðrum naskari. Þegar Björn lést í febrúarmánuði 1995 var verki hans langt komið. En honum tókst ekki að ljúka því, en hafði þó gert drög að síðustu köflunum auk þeirra níu fyrstu (af íjórtán) sem voru fullfrágengnir. Vinur Björns, Guðmundur Hansen sagnfræðingur, annar Sauðkræking- ur, sem verið hafði í sumum ferðum með Birni á Grafar-Jóns slóðum tók að sér að ljúka verkinu og Jóhannes Geir, bróðir Björns, gerði myndir í bókina. Björn var sjálfur ódeigt karlmenni og mannvinur og átti viðburðaríka ævi að baki. Hann var jafnframt hugmyndaríkur mjög og gæddur ríku listamannseðli eins og hann átti kyn til Vel er því skiljanlegt að Grafar-Jón höfðaði til hans. Hins vegar hafði Bjöm ekki fengist við skáldsagnaritun fyrr, þó að margt hefði hann ritað. Vera má að sumum þyki eithvað á skorta um uppbyggingu þessarar sögu. En hressilega er hún rituð, málfar kjarnmikið og gott og orðaskipti sum með ágætum. Birni tekst að gera Grafar- Jón ljóslifandi í huga lesandans og sannfær- andi sem persónu. Hann heldur sér jafnan við sögulegar staðreyndir, en þegar hann víkur frá þeim er það vafalaust vísvitandi og í þágu skáld- skaparins. Guðmundur Hansen hefur unnið sitt verk af alúð og þekkingu og bundið enda á sögu Bjöms af nærfærni og smekkvísi. Eg hygg þó að það hafi ekki verið alls kostar auðvelt verk. Myndir Jóhannesar Geirs eru eins og vænta mátti velgerðar og skemmtilegar og falla mæta vel að texta. Þessi endurlífgun Grafar-Jóns, hins skagfirska Hróa hattar, er skemmtilegt framtak og á skilið góða lesningu. Sigurjón Björnsson. Björn Jónsson Þriggja alda maður BOKMENNTIR Ævisaga ÞÓRÐURí HAGA. HUNDRAÐ ÁRA EINBÚI eftir Óskar Þórðarson. Frásagnn- af Þórði Runólfsssyni í Haga í Skorra- dal. Hörpuútgáfan 1996,158 bls. ÞÓRÐUR í Haga er orðinn eins konar þjóðsagnapersóna, einkum eftir sjónvarpsþætti Ómars Ragnarssonar. Hann er fæddur 18. september 1896 og varð því hundrað ára nú í haust. Hann var þá enn svo ern að allt bend- ir til að hann sjái næstu öld og verði því „þriggja alda maður“, eins og komist var að orði í afmælishófi hans. Illa kann ég við að kalla hann einbúa því að einn hefur hann aðeins verið seinustu árin. Þórður var kvæntur maður, eignaðist börn og á nú marga afkomendur. Víst var full ástæða til að gera bók um Þórð í Haga. Ævi hans er að mörgu leyti merk, þó að ekki gerði hann víðreist eða hafi sóst eftir mannvirðing- um. Þrek hans og dugn- aður hefur verið með ólíkindum, kjarkur og vinnufýsi. Af síðum bók- arinnar stígur fram heil- steyptur, hreinlyndur maður sem aldrei taldi eftir sér hjálpsemi og greiða. Fyrstu 90 blaðsíðum- ar eru minningabrot Þórðar, skráð af syni hans. Hefur sumt af því birst áður í ýmsum rit- um. Eftirminnilegar eru þær frásagnir. Þá kemur örstuttur þáttur um konu Þórðar, Halldóru Guðlaugu Guðjónsdóttur, ritaður af syni þeirra ásamt kvæði hans um móður sína. Annar þáttur um Hali- dóru er ritaður af Sveinbirni Bein- teinssyni og fylgja honum tvö kvæði, annað eftir Sveinbjöm og hitt eftir Sigríði, systur hans. Síðasti hluti bókar nefnist Frá sam- ferðamönnum. Þar eru greinar um Þórð eftir Sveinbjöm Beinteinsson og Svein Skorra Höskuldson, sem samd- ar voru vegna níræðis- afmælis Þórðar. Eru það einkar vel skrifaðar greinar og auka mjög við persónulýsingu Þórð- ar. Pistill er um _ sam- skipti Þórðar og Ómars Ragnarssonar. Þá er hér hið fagra kvæði Þor- steins Valdimarssonar, Þórður í Haga. Guðlaug- ur Þorvaldson á hér smá- pistil og afmæliskviðling. Tvö blaða- viðtöl eru hér og loks segir frá aldaraf- mælinu. Einkar skemmtileg er þessi bók aflestrar. Hún skilur eftir þá góðu tilfinningu að hafa kynnst heilsteyptu þrekmenni. Og það er ekki lítið afrek að hafa lifað í heila öld óvinalaus en samt haldið sínu og hvergi slegið af. Sigurjón Björnsson Þórður í Haga. Núliðin tíð BOKMENNTIR S ag n f ræ ði ÍSLENSKUR ANNÁLL 1988 Þorgrímur Gestsson tók saman. 362 bls. Bókaútg. íslenskur annáll. 1996. ÞAÐ ER í stórt ráðist að taka saman og gefa út svona mikið rit um aðeins eitt ár. Átta ára gömul dægurmál eru firnd sem slík en tæpast orðin saga. Enn er engan veginn fyrirséð hvað merkilegt muni þykja frá umræddu ári þegar stundir líða. íslenskt þjóðlíf ein- kennist af fábreytni og þráhyggju, en eigi að síður af óróa og endurtekningu. Því veldur fámenni, fjar- lægð frá öðrum löndum og óstöðug veðrátta; og ef til vill einnig skapgerð landans. Léttvæg málefni eru oft borin fram með hávaða og fyrirgangi eins og um meiriháttar málefni væri að ræða. Skyndilega dettur svo botninn úr umræðunni, nærri jafnskjótt sem hún hófst. Fólkið fær þá annað um að hugsa. Með nýju ágreinings- máli er fyrra umræðu- efni endanlega gleymt og grafið! Bókarhöfundi var því ærinn vandi á höndum að velja og hafna. Við samantekt rits af þessu tagi má hafa tvenns konar sjónarmið fyrir augum. Annars vegar blaða- mannsins sem leggur almennt fréttamat á málefni og atburði án hliðsjónar af sögulegu mikilvægi. Hins vegar sagnfræðingsins sem skoðar heildina og dregur saman það sem ætla má að markvert muni þykja þegar stundir líða. Augljóst er að bókarhöfundur hefur hið fyrr- talda að sjónarmiði. Mikið er sagt af slysförum á sjó og landi. Lög- reglumálum eru gerð ýtarleg skil. Sagt er frá ljstviðburðum sem at- hygli vöktu. íþróttir fá sína venju- legu umfjöllun. Stjórnmálin hljóta einnig sína skyldugu athygli. En þar sem þau eru í eðli sínu fræðileg er á fjölmiðlavísu reynt að gefa þeim mannlegan yfirsvip. Þannig segir frá því er flokksforingjar tveir settust að matborði í þeim vændum að jafna ágreining flokka sinna og »snæddu saman kálfslifur með eggi og lauk«. Fyrirsögn greinarinnar kemur jafnframt kunnuglega fyrir sjónir: Upphaf að sameiningu A- flokka. Þannig má segja að endur- tekningin setji svip á þjóðlíf vort - frá ári til árs jafnt og frá degi til dags. En stjórnmálin eru ekki ein- tóm kálfslifur með eggi og lauk. Þau bjóða líka upp á beiskari rétti. Um það má gerst fræðast af annál þessum þótt ekkert af því verði til- fært hér. Þá væri bleik brugðið þegar landinn hætti að hafa gaman af persónulegu hnútukasti og kjarn- yrtum kappræðum. Og fleiri vandamál ganga aftur: Gegndarlaust smáfiskadráp? Svo hljóðar ein fyrirsögnin - með spurn- ingamerki. Þannig var spurt fyrir átta árum. Og þannig er spurt nú. Að öllu óbreyttu verður enn spurt svo að átta árum liðnum. Var að furða þó niðurstaða könnunar einnar leiddi til að spurt var: Eru íslendingar tossar? Ekki mundu nú allir fallast á það. Hitt mun sönnu nær að þeir séu manna lagnastir að tala sig frá máli hverju í stað þess að leysa vandann. Þótt ærið sé þarna greint frá atvinnumál- um, árferði og þjóðar- hag verður að bera víða niður og helst að lesa ritið allt ef maður ætlar sér að fá heildarsýn yfir tiltekið málefni. Á einum stað er t.d. sagt frá vetrar- hörkum sem óvanalegar gátu talist. Ekki segir fréttin sú mikið um veð- urfar ársins. En níundi áratugurinn var reyndar með afbrigðum kaldur og illviðrasamur. Erfiðleikar á stjórnmálasviðinu spáðu líka fyrir um komandi ár: Þjóðin var að síga niður í öldudal kreppu, þrenginga og svartsýni. Menn tóku að bíða með öndina í hálsinum eftir nýju álveri sem aldrei kom. Þannig var árið 1988, kalt, erfitt; viðburðaríkt í fjölmiðlunum eins og raunar öll ár alla tíð, en dauft yfir að líta þegar heildin er skoðuð og afraksturinn gerður upp, Langi mann samt að lifa það upp, enn og aftur, eins og það birtist í blöðum, útvarpi og sjón- varpi, eða í frjálsu spjalli manna á meðal, er ráðið að taka sér í hönd þetta fyrirferðarmikla rit. Sé það metið á eigin forsendum og ekki gerðar til þess kröfur sem því mun ekki ætlað að uppfyila má kalla að það sé bæði fróðlegt og ítarlegt. Erlendur Jónsson Þorgrímur Gestsson Avorvelli BOKMENNTIR B a r n a - o g unglingabók PRAKKARAKRAKKAR Höfundur: Helga Möller. Teikningai' og kápuhönnun: Olafur Pétursson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi; Fróði hf. 1996, 87 síður. HELGA er bráðsnjall höfundur, fundvís á kímilega atburði í hversdags- bjástri okkar, kann þá list að teygja ekki lop- ann, heldur því athygii lesandans, allt frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Hér segir frá tíu ára hnátu, Elísabetu Sjöfn, Lísu, hoppdansi hennar á vorvelli. Við hlið syst- ur, Ingu, á hún heima hjá móður í Reykjavík og hjá þeim er hrakfalla- bálkurinn Labbakútur, köttur. Hrakfallabálkur skrifaði eg, lesandinn mun kynnast því, að erf- itt er að gera upp á milli hvom hæfi betur þetta orð, Lísu eða Labbakúti. Bæði lenda í æsilegum hremmingum, beggja bíða þó góð sögulok. Nú þetta er vorvöllur: Barn í vænd- um hjá frænku; ástin í heimsókn hjá móður Lísu, ekkjunni, á ný; skóla að ljúka; frændfólk að norðan í heim- sókn; dvöl í Vindáshlíð þar sem at- hafnasamar vinstúlkur gerast. „hrekkjalómar"; grannar gangast fyr- ir söfnun handa bástöddum bömum; geigbolti færir draumaprinsinn í ná- lægð feiminnar söguhetjunnar. Eg dáist að, hversu fundvís Helga er á spaugilega atburði: Að „kirlq'a stráka“ reynist hið sama og ferma; rauðmagar dansa um eldhúsgólf; Pési, fimm ára frændi, greiðir aleiguna fyr- ir lán á gullhamstri. Eg ræni lesandann ekki spennu bókarinnar með fleiri upptalningum. En til að veita slíku athygli og gera úr sögu bendir á höfund sem hefír und- urgaman af ævintýrinu líf, tilburðum okkar við að sýnast menn. Málið er kjamyrt og fagurt. Myndir eru bráðvel gerð- ar, falla að efni sem bezt má. Próförk er alls ekki nógu vel lesin. Vonandi fáum við meira að heyra, því hér er athyglisverður höfundur á för og bækur, sem þessi, skemmtir stálpuð- um bömum. BÓKMENNTIR L j ó A a b 6 k ÆVINLEGA HÉR eftir Sigurð Skúlason. Útgefandi: Bókaútgáfan ein, 1996 - 41 bls. „ÆVINLEGA hér“ hefur undirtit- ilinn „myndir úr veruleikanum litla" og hefst á nokkrum ljóðum sem byggja á minningum úr bernsku, sumum hveijum sárum: Þegar hann var lítill og vildi koraa inn eða fara út staldraði hann oft við milli dyranna inn í íbúðina og dyranna út á götu - í stigaganginum - á einskis mar.ns landi stundum svo lengi aðJiann festist og angistin tók hann (ekkert val, bls. 12) Þetta ljóð, ásamt öðrum ljóðum sem tengjast bemskunni með áþreifanleg- um hætti, bera af öðmm ljóðum bók- arinnar. Dregnar eru upp einfaldar en skýrar myndir sem öðlast ákveðna og oft mjög sérstaka merkingu. Sam- ræmi er í afstöðu ljóðmælandans - hann er gjaman „fastur" einhvers staðar - lokaður inni eins og í ljóðinu hér að ofan eða staddur „handan við heiminn" (sbr. Ijóðin „5 og 1/2 árs“ og ,,einsemd“); tíminn stendur kyrr og ljóðmælandinn virðist ekki eiga sér neina und- ankomuleið. Hann er læstur inni í sjálfum sér, einn og yfírgefinn (það er enginn heima!) en á sama tíma bundinn af fortíðinni, fortíðarfangi eins og segir á einum stað. Hlut- skipti hans virðist vera að komast hvorki heim né að heiman! Tónninn verður á köflum dálítið bitur, og þá helst þegar vísað er til fjölskyldutengsla. Ef maður túlkar til að mynda ljóðin „útrás“ og „þakkar- óður“ á þeim forsendum verður út- koman æði napurleg. En á sama tíma má líka greina löngun til sátta og fyrirgefningar: „Mér er það í lófa lag- ið/ að setja hér punkt/ breyta alveg um/ og gefa eftir ... mér er það í lófa lagið/ að kom heim ( bls. 40). í bókarlok er gefið í skyn að í gegnum skáldskapinn, ljóðið sjálft, sé kannski leiðina heim að finna. Og líkt og til að undirstrika það er Qöl- skyldumyndin sem var rifin í þrennt framan á bókinni orðin heil aftur (í lófa lesandans?) á bak- hliðinni! Önnur ljóð bókarinn- ar ná ekki að iifna með sama hætti og bernsku- ljóðin. Uppbygging þeirra er engan veginn eins markviss, orðfærið víða stirt, jafnvel flatn- eskjulegt (t.d. „hann vill ekki taka á sig ábyrgð/ hins þroskaða fullorðna manns/ svo draufnur og binding og lokun/ verð- ur sjálfskapað hlutskipti hans (bls. 33) - hér er tilfinningin og merking- in öll á yfirborðinu, það eru engar „myndir“ á ferðinni sem öðlast lit og dýpt í huga lesandans. Ljóðin eru æði misjöfn og þau sem vel eru heppn- uð eru einfaldlega of fá til að byggja upp góða bók. Útlit bókarinnar er heldur ekki gott, kápan er reyndar í lagi en text- inn er fjölritaður og letrið verður dálít- ið óskýrt, jafnvel_ kámugt eins og pappírinn sjálfur. í einni opnu er síð- an skipt um leturgerð á heldur klaufa- legan rnáta. „Ævinlega hér“ er önnur ljóðabók Sigurður Skúlasonar. Sú fyrri heitir „Margbrotinn augasteinn" og kom út fyrir fimmtán árum. Samanburður á þessum tveimur bókum er allur hinni síðari í hag sem bendir vissu- lega til þess að skáldskapnum miði í rétta átt. „Leiðin heim...“ Sigurður Skúlason Sig. Haukur Kristján Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.