Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Frá fortíð til framtíðar Hálfrar aldar afmæli Ökukennarafélags íslands Á TÍMAMÓTUM eins og 50 ára afmæli Ökukennarafélags Is- lands nú föstudaginn 22. nóvember er ekki úr vegi að láta hugann reika og velta fyrir sér sögulegu samhengi og faglegri stöðu öku- kennslu og ökuréttinda- veitinga á íslandi. Þegar saga ökurétt- inda og ökunáms á ís- landi er skoðuð kemur í Ijós að fyrst árið 1915 var sett reglugerð um sérstakt próf fyrir bif- reiðastjóra, sem höfðu fengið kennslu í þeim fræðum sem þá var krafist. Þessu samfara var einnig kveðið á um að sérstakir, löggiltir, ökukennarar skyldu annast kennsl- una. Sagan segir, að þeir menn sem fengu útgefin fyrstu ökuskírteinin á íslandi, hafi verið á námskeiði þar sem aðalkennarinn hafði ekki þessa sérstöku löggildingu. Fyrstu ökuskír- teinin voru gefin út 17. júní 1915. Fyrsta löggildingin til handa öku- kennara var gefin út 9. desember 1915, en hana fékk Björgvin Jónsson vélfræðingur. Vélfræðileg sjónarmið Svo virðist sem aðaláherslan í ár- daga ökukennslunnar hafi verið lögð á „mekanísk" eða vélfræðileg sjónar- mið. Má það teljast eðlilegt þar sem tiltölulega fáir höfðu innsýn í þessi flóknu tæki og bilanatíðni ekkert í líkingu við og miklu meiri en sú, sem menn þekkja frá síðari tímum. Á þessum tímum þurftu ökumenn að geta bjargað sér á áfangastað, þó að eitthvað færi úrskeiðis varðandi hinn tæknilega búnað. Það var svo árið 1941 að settar voru reglur um að aðeins þeir, sem orðnir voru 25 ára og höfðu fengið ökuskírteini sem heimilaði akstur leigubifreiðar gátu fengið réttindi til ökukennslu. Af því má ráða að einhveijar áherslubreyt- ingar voru orðnar í öku- kennslunni. Vafalaust jókst öku- hraðinn með bættum vegum. Atvik eins og umferðarslys fara að gera vart við sig. í sögu aksturs og umferðar- menningar voru áhrif síðari heimsstytjaldar- innar byltingarkennd, eins og á flestum öðrum sviðum íslensks þjóð- lífs. Nauðsyn samræmingar Upp úr þessu fóru menn, sem unnu að umferðar- og öryggis- málum á íslandi, að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þeir sem stunduðu ökukennslu ættu að vinna saman að þessum mikilvæga mála- flokki. Ekki er að efa að þeir ágætu menn, Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi hjá Slysavarnafélagi íslands, og Viggó Eyjólfsson, bifreiðaeftirlifs- maður, sem báðir störfuðu að örygg- ismálum, höfðu þjóðarhag að leiðar- ljósi þegar þeir kölluðu ökukennara í Reykjavík saman til fundar í þeim tilgangi að hvetja til stofnunar fé- lags. Samræming vinnuaðferðanna myndi hafa bætandi áhrif á um- ferðarsöryggismál landsmanna. Á fundi 22. nóvember 1946 var svo ákveðið að ökukennarar stofnuðu með sér félag og hlaut það nafnið Bifreiðakennarafélag Reykjavíkur. Tilgangur féiagsins skyldi vera: a) Að vinna að aukinni umferðar- menningu allra þeirra er ökutækjum stjórna. b) Að koma á fót bifreiðakennslu- skóla á svo víðtækum grundvelli sem frekast er kostur. c) Að tryggja að nemendur fái sem besta og fullkomnasta kennslu í bif- reiðaakstri og aukna þekkingu á umferðareglum. d) Að koma á föstu formi um kennsluaðferðir. e) Að vinna að hagsmunamálum Guðbrandur Bogason Sértilboð til London 28. nóvember kr. 29.270 lAðeins 1 vinnudagur Flug og hótel Tryggðu þér nú síðustu sætin til London á lága verð- inu í vetur, þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Viðbótar- gisting á Butlins hótelinu, sem hefur notið mikilla vinsælda hjá farþegum okkar, enda skammt frá Oxfordstræti. Öll her- bergi með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Og að auki er fjöl- di annarra hótelvalkosta í hjarta London. 17.570 Verð frá Flugsæti. Verð með flugvallar- sköttum, mánudagur til fimmtudags í nóvember. verð frá 29.270 M.v. 2 í herbergi, Butlins Hótel, með morgunverði, 28. nóvember, 3 nætur. Skattar innifaldir. Hvenær er laust? 21. nóv. - uppselt 25. nóv. — 17 sæti 28. nóv. — 18 sæti HEIMSFERÐIR Siðustu sœtin í vetur Austurstræti 17, 2. hæð. Simi 562 4600 Ökukennara- félagið hefur, að mati Guðbrands Bogason- ar, unnið að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi. félagsmanna, eftir því sem við verður komið. Má segja að meginstefna félagsins sé með mjög svipuðum áherslum enn þann dag í dag, þó að nokkrar breyt- ingar hafí að sjálfsögðu orðið. Útgáfa kennsluefnis Málefni sem félagið hefur unnið að eru fjölmörg á sviði bættrar um- ferðar. Þar má meðal annars nefna, að óslitið frá árinu 1960 hefur félag- ið annast útgáfu kennsluefnis fyrir almennt bifreiðastjórapróf og síðar annað ökukennsluefni. I dag er út- gáfa kennsluefnis snar þáttur í starf- semi félagsins. Með breytingunni 26. maí 1968 frá vinstri umferð í hægri má segja að nýtt tímabil hefjist í sögu Öku- kennarafélagsins, en við þá aðgerð og allan undirbúning voru félags- menn mjög virkir þátttakendur. Umsvif félagsins jukust stöðugt og það hafði afskipti af æ fleiri mála- flokkum. Félagið var gert að lands- félagi og nafni þess breytt í Öku- kennarafélag íslands. Félagið hefur alla tíð beitt sér fyrir faglegum framgangi í öku- kennslu og frá 1968 hefur félagið staðið fyrir rekstri ökuskóla, sem hefur ávallt verið í fararbroddi við að innræta verðandi ökumönnum skynsamleg viðhorf til umferðarsam- félagsins. Mark sett á urnferðarmenninguna ísland er mjög ungt land þegar litið er til skipulagðrar umferðar. Samfélagið hefur nú notið samferðar Ökukennarafélags íslands í fimmtíu ár. Það leikur varla mikill vafí á því að starfsemi félagsins hefur átt stór- an þátt í að marka umferðarmenn- ingu þessara áratuga. Þó ökukennslan gegni stóru hlut- verki í umferðarmálum og geti talist leiðandi að nokkru leyti eru fjölmarg- ir aðrir þættir sem hafa áhrif á mót- un ökumanna og vegfarenda al- mennt. Þar má nefna heimilin, skól- ana og aðrar uppeldisstofnanir, lög- gjafann, eftirlitsstofnanir og þá al- mennu þjóðfélagsumgjörð sem við lifum í. Með frumherjastörfum félagsins, sem hefur beitt sér fyrir nýjungum og þróun heppilegra aðferða í um- ferðinni, hefur Ökukennarafélag Is- lands lagt þung lóð á vogarskálar bættrar umferðar og reynt að kalla fram og móta leiðir við aksturslag, sem auðveldar hinum almenna öku- manni að ferðast um í nútímaþjóð- félagi. Það má þó aldrei láta staðar numið við framþróunina. Ökukennsl- an þarf að miða að því að allir öku- menn hafí jákvæð viðhorf til umferð- arinnar og leggja áherslu á mannleg samskipti. Að kennslan leiði af sér færni við stjómun ökutækis og þekk- ingu á náttúrulögmálunum þannig að hættuástand skapist ekki heldur nái ökumaðurinn að meta aðstæður á ábyrgan hátt í tíma. Að hann þurfi sem sjaldnast að beita leikni við úr- lausn hættulegra aðstæðna, sem því miður skapast of oft í umferðinni. Með þetta að leiðarljósi getur Ökukennarafélag íslands horft björt- um augum til framtíðarinnar, og heitið þjóðfélaginu stuðningi sínum í baráttunni við þann mikla vágest, umferðarslysin. Eitt er víst. Áherslur í ökunámi þurfa og eiga að vera aðrar en þær voru í árdaga umferðar á Islandi, þegar aðaláherslan var lögð á mót- orviðgerðir. Næg verkefni eru fram- undan við að þróa og bæta umferð- armenninguna á íslandi. Fyrir hönd Ökukennarafélags ís- lands vil ég þakka öllum þeim sam- ferðamönnum sem greitt hafa götu félagsins, fyrir ánægjulega samfylgd á liðnum árum. Höfundur er formaður Okukennarafélags Islands. NDVEMBER-SPRENGJA FIMMTUDAG-S UNN U DAG Allar dragtir og stakir jakkar +30% afsláttur Laugavegi 44, Kringlunm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.