Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 43

Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 43 _____AÐSENPAR GREIIMAR_ Umboðsmaður sjúklinga er nauðsyn Guðrún Maria Ásdís Óskarsdóttir Frímannsdóttir HVERS vegna skyldum við hjá Sam- tökunum Lífsvog, óska eftir því að sjúklingar á íslandi eigi sér umboðs- mann? Ástæðan er sú, að á þeim stutta tíma er samtök þessi hafa starfað, hefur komið æ betur í ljós, hversu illa gengur hjá starfsmönnum heil- brigðisþjónustunnar, þar með talið emb- ætti landlæknis, að finna og viðurkenna mistök og óhöpp er verða í læknismeðferð. Hin langa ganga sjúklinga um óravegu kerfisins, í leit sinni að sanngirni og réttlæti, er með ólík- indum. Sem dæmi er sjúklingum, bent á að sækja um bætur úr sjúkl- ingatryggingasjóði af embætti landlæknis, en er síðan hafnað af Tryggingastofnun. Við teljum hér aðeins verið að þvæla fólki fram og til baka í kerfínu og hér inni handhafi stjórnvalda ekki nægilega vel af hendi leiðbeiningarskyldu sína, er kveður til dæmis á um í stjórnsýslulögum III kafla 7. máls- grein, er segir „Stjórnvald skal veita þeim er til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál er snerta starfssvið þess.“ Hvað varðar rannsóknarþátt í mistakamálum, má raunar segja að II kafli hinna sömu laga geti vart talist uppfylltur, en hann varðar sérstakt hæfi, í 3. grein segir að starfsmaður eða nefndarmaður sé vanhæfurtil meðferðar máls. 1. „Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður, eða umboðsmaður aðila.“ I reynd er landlæknir fyrirsvarsmaður lækna en yfirleitt leitar hann álits lækna þeirra er taldir eru valdir að mistökunum, og þar með aðilar máls. Þetta höfum við gagnrýnt mjög og teljum ekki viðunandi. Hvað varðar eðli meintra mistaka- mála, er berast til Lífsvogar, eru sýkingar í kjölfar aðgerða ýmiss konar að virðist óhemjustór áhættu- þáttur, áhættuþáttur er virðist því miður ekki svo mjög til umræðu fyrir aðgerðir. Það vekur einnig at- hygli, hve ótrúlegan fjölda skurð- aðgerða einn sjúklingur hefur mátt undirgangast. Við höfum spurt hvort ekki séu takmörk fyrir því hvað hægt sé að leggja margar aðgerðir á einstaka hluta líkamans, s.s. að laga það sem aflaga fór í fyrri að- gerðum. Oftrú íslenskra lækna á pillulækningum er ekki einsdæmi, því Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur nú varað við t.d. ofnotkun sýklalyfja í heiminum. Gleðipillunni Prozac tóku íslendingar fagnandi, með aðstoð lækna, enda tíska í Bandaríkjunum, þótt enn séu menn ekki komnir til botns hvað varðar langtímanotkun lyfsins. Við teljum það ranga sjúkdóms- greiningu, ef heilbrigðu fólki er gert að gleypa gleðipillur, án nokk- urrar virkilegrar ástæðu. Hið sama má reyndar segja um að gefa fólki gleðipillur í stað þess að reykja síg- Umboðsmaður sjúkl- inga er nauðsynlegur, segja Guðrún María Oskarsdóttir og Asdís Frímannsdóttir, í flóknu ferli nútíma heilbrigðis- þjónustu. arettur, sem er aðeins að fara úr öskunni í eldinn, að okkar áliti. Hið versta er að allt þetta pilluát við öllum mögulegum kvillum höf- um við fyrir börnum okkar. „Ekk- ert mál að éta pillur við hveiju sem er“ tæknilausnir tæknialdar. Sem betur fer hafa augu manna nú opn- ast ögn, hvað varðar gagnrýnt við- horf í málum þessum. Frumskógarlögmál markaðs- hyggjunnar er nefnilega að fínna á þessum vettvangi, samanber lækna í starfí hjá tóbaksframleiðendum úti í heimi. Við teljum hina duglegu og frábæru lækna er við eigum, allsendis ekki njóta sannmælis, meðan nokkrir fljótfærir og kæru- lausir fá að starfa óáreittir við hlið þeirra. Við vitum það einnig að hin- um duglegu geta orðið á mistök, enda eru læknar mannlegir. Spurn- ingin er hins vegar sú að geta viður- kennt þau hin sömu mistök. Þess eru hins vegar dæmi og þeir lækn- ar svo sannarlega menn að meiri fyrir vikið, því sjúklingar þeirra munu ef til vill geta fengið bættan þann skaða er af hlaust, en hinir sjúklingarnir aftur á móti, sem hitta á lækna er geta ekki viðurkennt eigin mistök, eiga ekki eins auðvelt með að sjá sér og sínum farborða á komandi tímum, vegna þess að fáist orðið mistök ekki staðfest, er eigi svo auðvelt að fá bættan skaða þann er af hlaust. Það gefur augaleið hversu mjög hinar svokölluðu „calculated risks“ eykst, svo notuð séu orð landlækn- is, þegar síaukið álag á starfsfólk innan veggja sjúkrastofnana er til staðar, í formi spamaðar og til- færslna. Þegar hin margfalda áhætta er fylgir læknisaðgerðum yfírleitt, getur enn aukist vegna annarra áhættuþátta svo sem sparnaðar í mannskap, hraða og ef til vill mistaka í kjölfar þess, þá er þörf að staldra við og skoða ávinnigninn af slíku til lengri tíma litið. Eftirlitshlutverkið vegur því af- skaplega þungt í þessu sambandi, og þarf að virka sem skyldi. Við getum tekið sem dæmi mann er hefur greitt sín gjöld til samfélags- ins, gegnum tíðina. Hann lendir á biðlista eftir aðgerð á sjúkrahúsi, kemst loks í aðgerð eftir árs bið. Hann lendir í því að fá sýkingu í kjölfar aðgerðar, og er verri eftir en áður. Þessi maður kvartar yfír meðferðinni, en meðferð kvörtunar hans hlýtur ef til vil lítinn hljóm- grunn í fyrstu, svo hann kvartar til æðra stjórnvalds. Enn gæti geng- ið illa að fínna eitthvað athugavert við meðferðina, svo hann kvartar áframhaldandi til æðsta stjórn- valds. Lítið gengur, málsmeðferð hans hefur nú tekið rúmlega þann tíma sem það tók hann að bíða eftir umræddri aðgerð á biðlista, og enn- þá er hann jafnóvinnufær og fyrr. Þessi maður gæti hugsað sem svo. „Til hvers í ósköpunum hef ég greitt mína skatta og skyldur samvisku- samlega öll þessi ár?“ Hvar er rétt- lætið í þessum efnum? Við er störfum með Lífsvog höf- um talið og teljum brýna nauðsyn bera til þess að setja á fót sér- stakan umboðsmann sjúklinga hér á landi, umboðsmann er gæta myndi hagsmuna sjúklinga til fulln- ustu í hinu flókna ferli nútíma heil- brigðisþjónustu, ásamt því að standa vörð um heilbrigt samfélag er hefur réttlætisvitund til marks um stöðu sína í samfélagi þjóðanna. Höfundar eru stfórnarnienn í Samtökunum Lífsvog. Listasjóður Pennans Myndlistarmenn Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum árið 1996. Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í fimmta sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 1. desember 1996. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. Penninn hf, Hallarmúla 4, pósthólf 8280,128 Reykjavík, sími 540 2000, fax 568 0411. Góður í samanburði Bma :£»$8SíÉKt iSamanburðurinn hjálpar þér að velja rétt | 3 dyra bílar Rúmtak vélar sm2 Hestöfl Lengd Breidd Völcva- og velfistýri Utvarp + segulb. VERÐ HYUNDAI Atcent LSI vw GolFCt TOYOTA Corolla XLi OPEL Asfra GL NISSAN Almera LX 1341 1398 1330 1389 1392 84 60 75 60 87 4103 4020 4095 4051 4120 1620 1696 1685 1691 1690 J J J J J J J N J/N J 979,000 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 Negld vetrardekk fylgja öllum Accent bílum. 3 dyra LSi.Verðfrá m HYUHDHI til framtídar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.