Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Á aðalfundi Skógræktarfélags íslands í Hafnarfirði í sumar. Stef-
án Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Islands, klippir á borða við
inngang að nýju trjásýnisafni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við
athafnasvæði félagsins í Höfða ofan Hvaleyrarvatns en bankinn
gerði með rausnarlegu framlagi kieift að opna sýnireitinn.
ÚR Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn. Guðrún Bjarnason, ekkja Hákonar Bjarnasonar skógræktarsljóra,
tók á móti fulltrúum á aðalfundi Skógræktarfélags Islands í sumar. Árið 1955 fékk Hákon landið til
erfðafestu en Guðrúnu leist ekki meira en svo á fyrirtækið enda landið ofbeitt og ákaflega berangurs-
legt. Hér má sjá eitt áhrifamesta dæmi um gagnsemi alaskalúpínunnar, sem Hákon flutti með sér frá
Alaska, en henni var sáð i örsnauða melana í Vatnshlíð um 1957, til dæmis má sjá alaskaösp sem
vaxið hefur mjög vel í lúpínunni og nýtur greinilega góðs af starfsemi hennar. Þegar öspin vex upp
úr lúpínubreiðunum og myndar laufþak hverfur lúpínan og ýmsar aðrar kröfuharðar tegundir taka við.
Skógræktarfélag
kemst í góða kippilykkju
EFTIR gott og gjöfult sumar,
með langa sprota á trjám og hag-
stætt haust, eru skógræktarfélögin
sum hver í byijun vetrar að halda
fræðslufundi og fara yfir afrakstur
sumarsins.
í vikunni sem leið var undirritað-
ur boðinn á skemmtilega og fræð-
andi menningarkvöldvöku sem
haldin var í Hafnarborg, lista- og
menningarmiðstöð Hafnarfjarðar,
■þar sem Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar fagnaði 50 ára afmæli sínu.
Bekkurinn var þétt setinn og það
sem gladdi hjarta skógræktar-
mannsins öðru fremur var að meðal
gesta var einn af stofnendum fé-
lagsins, Jón Magnússon. í kaffisam-
sætinu sem boðið var til eftir hátíð-
ardagskrána flutti þessi hugsjóna-
maður skörulega ræðu. Jón í Skuld
eins og hann er oftast nefndur
stendur næstum því á hálftíræðu.
Hann er em vel og hefur í fáu glat-
að þeim eldmóði sem upphaflega
þurfti til við ræktun og uppgræðslu
meðan þorri samtímamanna var
gjörsamlega sneyddur tilfinningu
fyrir skógrækt.
Jón orðaði þetta eitthvað á þá
leið í frásögn sinni, að á þeim árum
hefðu verið margir Jónarnir í Hafn-
arfirði: Eitt sinn bar svo til að tveir
Jónar hittust á förnum vegi niðri í
bæ, annar var rollukall en hinn
hríslukall. Sagði annar að nú væri
illt í efni hjá Finnum. Þeir væru
orðnir mjög uggandi um sinn hag
viðvíkjandi timburframleiðslu. Á
íslandi væri nefnilega byijað að
hola niður hríslum og stutt í stórvið-
inn. Innti hann kunningja sinn eftir
hvort rétt væri að Finnar væru við
það að missa atvinnuna og hvort
skógræktarmenn á íslandi væru
gjörsamlega samviskulaus kvikindi
að fara svona illa með frændur sína.
Kunninginn svaraði þessu engu en
sagði að Nýsjálendingar væru ekki
í rónni út af fyrirhuguðum áformum
sauðabænda í Hafnarfirði um að
flytja út ódýrt sauðaket
á gamalgróinn markað
í Bretlandi en frést
hefði að það myndi
slíkt líklega kippa fót-
unum undan útflutn-
ingi andfætKnganna.
Innti hann sauðabónd-
ann eftir því hvort rétt
væri og hvað niður-
greiðslurnar kæmu til
með að hækka og hvort
hann vissi hvernig
hægt væri að fá ódýrt
kjöt. Skildu þeir bræð-
ur við það og fór hvor
sína leið.
Frásögn Jóns er í
hnotskum söguleg
skýring á viðhorfi og deilum sem
stóðu áratugum saman milli þess-
ara fylkinga. Öldin er önnur nú á
dögum. Minna um útflutning á
sauðakjöti en aftur á móti æ fleiri
bændur sem njóta orðið stuðnings
við að leggja grunn að framtíð-
arskógi á Islandi, landi og þjóð til
gagns. Það var Jóni í Skuld og
hans líkum að þakka að viðhorfin
breyttust. Hins vegar má segja um
hugsjónastarfið í skógræktarfélög-
unum eins og oft vill verða um
hugsjónastörf að það eru fyrst og
fremst aðrir sem njóta ávaxtanna.
í Hafnarfirði geta nú íbúar bæjarins
og aðrir sem leið eiga um upplönd
hans notið skógi vaxinna hlíða,
holta og hrauna sem bjóða upp á
nánast endalausa útivistarmögu-
leika, náttúmskoðun og skjól allan
ársins hring. Gráhelluhraun, Sel-
höfði, umhverfi Hvaleyrarvatns og
Seldalur, Sléttuhlíð og Undirhlíðar
allt að Skólalundi og fjölmörg nýleg
svæði þar á milli, þar með talin
landnemasvæði sem eru orðin yfir
130, eiga eftir að mynda nokkuð
samfellt skóglendi á næstu árum.
Þannig munu eldri skógarlundir og
teigar, sem frumherjarnir og sjálf-
boðaliðar fyrr á árum ræktuðu,
tengjast og mynda fjölbreytt skóg-
lendi sem jafnframt mun tengjast
stórskógi alls höfuðborgarsvæðisins
sem nefndur hefur verið „Græni
trefillinn".
Það var létt yfir máli Jóns þegar
hann þakkaði fyrir sig, enda hlýtur
það að hafa verið mikið gleðiefni
fyrir hann, eins og alla aðra sem
nutu kvöldsins og sátu í þétt setnum
listasal Hafnarborgar, þegar bæjar-
stjórinn, Ingvar Viktorsson, og
Hólmfríður Finnogadóttir, formað-
ur Skógræktarfélags Hafnarfjarð-
ar, rituðu undir plagg sem markar
tímamót. Með samningnum hefur
starf félagsins sannarlega verið
metið að verðleikum og bæjarbúar
munu einnig koma til með að sjá
að það mun skila sér í betri útivist-
arsvæðum þegar fram líða stundir.
Eins og áður var bent á eru vaxnir
upp fjölmargir skógarreitir, sem
fólk hefur leitað mikið í síðari ár.
Þegar gengið er um þessi skóglendi
er hollt að hafa í huga að þessar
vinjar urðu til fyrir atbeina sjálf-
boðaliða og áratuga ósérhlífni eld-
línumanna, sem gerðu skógræktar-
hugsjónina að nokkurs konar lífs-
viðhorfi.
Á aðalfundi Skóg-
ræktarfélags íslands í
ágúst sl. kom í ljós hve
öflugt og lifandi starf
Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar vinnur
um þessar mundir. Til
marks um hið merka
kynningar- og
fræðslustarf félagsins
má meðal annars
nefna útgáfu þess á
blaðinu „Þöll“ sem
komið hefur út árlega
frá árinu 1989. Á
þessu ári var ráðist í
mikið stórvirki með
útgáfu bókar um sögu
félagsins, „Græðum
hraun og grýtta mela“ og er bókin
í alla staði fróðleg og skemmtileg
aflestrar. Þá hefur félagið látið
gera myndband um starfsemi og
sögu félagsins og er varla ofmælt
þó fullyrt sé að félagið sé á þessum
vettvangi eins og raunar víða ann-
ars staðar leiðandi meðal aðildarfé-
laganna.
Samningur, sem Skógræktarfé-
lag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarð-
arbær gerðu í sl. viku, er lofsverður
viðburður í skógræktarmálum og
ánægjulegur lokapunktur á gjöfulu
sumri sem lengi verður minnst.
Rétt er að vekja athygli á samkomu-
laginu, ekki síst í ljósi þess skiln-
ings og framsýni sem bæjarfélagið
Löngu er tímabært að
opinber stjórnvöld end-
urmeti og hagræði, seg-
ir Sigurður Jónsson,
framkvæmd og
umsýslu hvers konar
skógræktarstarfs.
sýnir því langtímamarkmiði sem
skógrækt og uppgræðsla er hvar-
vetna. Mér segir svo hugur að með
þessu framtaki hafí bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði tekið forystu í sam-
skiptum við skógræktarfélög og hér
sé komin verðug fyrirmynd margra
annarra skógræktar- og sveitarfé-
laga sem vinna við svipaðar aðstæð-
ur. Með samningnum er félaginu
gert að axla ákveðnar skyldur
gagnvart bæjarfélaginu og þeim
samningssvæðum sem félagið hefur
umsjón með en á móti leggur bæjar-
félagið meira fé til reksturs félags-
ins sem gerir það jafnframt sjálf-
stæðara og færara um að takast á
við umfangsmikil verkefni. Slíkt hið
sama hefur reyndar verið að gerast
á miklu fleiri sviðum í þjóðfélaginu
um samskipti ýmissa félagasam-
taka og löngu tímabært að opinber
stjórnvöld endurmeti og hagræði
skynsamlega framkvæmd og um-
sýslu hverskonar skógræktarstarf-
semi.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Skógræktarfélags Islands.
Bryiyólfur
Jónsson
Ljósmyndasýning Morgunblaðsins
NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI
OG SKEIÐARÁRSANDI hlaup á Skeiðarársandi í byrjun
nóvember eru meðal mestu náttúru-
hamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á
Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan-
og austanverðu landinu miklum óþægindum.
Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri
Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum
sem teknar voru þar.
Sýningin stendur til föstudagsins 6. desember og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18
alla virka daga og laugardaga kl. 8-12.
Allar myndimar á sýningunni eru til sölu.
MYNDÁSAFN