Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 57
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
MUMPnifi
Spilun íslenskrar
tónlistar hefur
minnkað
Frá Félagi íslenskra
hljómlistarmanna:
í FRAMHALDI af viðbrögðum
nokkurra forráðamanna útvarps-
stöðva hvað varðar bréf, sem send
hafa verið til þess að fá upplýsingar
um þá stefnumörkun sem fylgt er
varðandi spilun á íslenskri tónlist,
vilja undirritaðir formenn Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna, Félags
tónskálda og textahöfunda, STEFs
og Sambands hljómplötuframleið-
enda taka fram eftirfarandi:
Bréfið til forráðamanna útvarps-
stöðvanna er ritað í ljósi upplýsinga
um síminnkandi spilun á íslenskri
tónlist og þær upplýsingar að mestu
fengnar úr skýrslum útvarpsstöðv-
anna sjálfra.
Spilun á Rás 1 er aðeins 21% af
heildartónlistarfiutningi og getur
varla talist vitni um ræktarsemi við
íslenska tónlist þó hlutfall þessarar
stöðvar sé hæst allra útvarpsstöðva.
Spilun á Rás 2 er aðeins 17,67%
af heildartónlistarflutningi og hefur
minnkað um tæp 30% á örfáum
árum. Undir liðnum Tónlistarstjórn
sem merkt er Magnúsi Einarssyni,
tónlistarstjóra, á heimasíðu Rásar 2
á alnetinu stendur eftirfarandi:
„Meginhluti dagskrár Rásar 2 er
létt tónlist. Rás 2 hefur alltaf lagt
mikla áherslu á að spila íslenska
tónlist og hefur verið í algerum sér-
flokki hvað það varðar meðal út-
varpsstöðva." Yfirlýsingar tónlistar-
stjóra í Qölmiðlum um íslenska tón-
list eru því gjörsamlega á skjön við
þessa stefnu svo ekki sé talað um
framkvæmd hans á henni. Fullyrð-
ingar hans um að baki krafna tón-
listarfólks og útgefenda sé eingöngu
krafa um meiri greiðslur til handa
útgefendum eiga ekki við nein rök
að styðjast. Auk höfundargjalda sem
útvarpsstöðvar greiða fyrir afnotarétt
sinn að tónlist er um að ræða greiðslu
til íslenskra útgefenda og flytjenda.
Hins vegar virðist tónlistarstjóri sér
ekki meðvitaður að nákvæmlega
samskonar greiðslur renna til er-
lendra útgefenda og flytjenda eftir
að svonefndur Rómarsáttmáli komst
á fyrir tveimur árum. Þannig er sú
minnkun á spilun íslenskrar tónlistar
ekki til þess fallin að minnka útgjöld
Kjarvalsstaðir
1 zíppol
V Lækkað verð -
V 100 mismunandi tegundir.
J GARÐAR ÓLAFSSON úrsmiður - Lækjartorgi -s.5SI 0081.
útvarpsstöðvanna. Fullyrðingar tón-
listarstjóra Rásar 2 í garð hagsmuna-
samtaka hljómlistarfólks og útgef-
enda undirstrika þekkingarleysi hans
á þessum málum.
Spilun íslenskrar tónlistar á Bylgj-
unni var á síðasta ári tæp 15% og
hafði þá minnkað úr tæpum 22% frá
því árið 1994. Þessi hlutdeild miðast
við dag- og kvöldspilun eingöngu.
Sé hins vegar tekið tillit til nætur-
spilunar er þessi tala rúm 8% á síð-
asta ári. Þá má geta þess að af 25
mest spiluðu lögunum á Bylgjunni á
síðasta ári var eitt íslenskt og það
var lagið í 25. sæti.
Forráðamenn FM 95,7 hafa stað-
fest að spilun þar á síðasta ári var
aðeins 10%.
Ekki eru til skráningar né gögn
um spilun á Aðalstöðinni og X-inu.
Áætlun um að Aðalstöðin spili 15%
íslenskt er því byggð á hlustun og
samanburði við spilun annarra
stöðva. X-ið gefur hins vegar út
vikulegan spilunarlista og áætlun
um 5% spilun íslensks efnis er byggð
á þessum spilunarlistum.
Samkvæmt ofannefndu er alveg
ljóst að það er svo sannarlega tími
til að staldra við og fá skýringar
forráðamanna útvarpsstöðva og
sjónvarpsstöðva um hvaða stefnu-
miðun sé fylgt hvað varðar flutning
á íslenskri tónlist. Framkvæmdin
undanfarin misseri hlýtur að vekja
ugg allra þeirra sem vilja að íslensk
tónlistarstarfssemi þrífist í landinu.
Það er með fullri vinsemd sem við
höfum óskað eftir því að fá upplýs-
ingar frá forráðamönnum þessara
útvarpsstöðva og svo væntanlega við-
ræður um hvemig íslenskir ljósvak-
amiðlar geti sem best stuðlað að
framgangi íslensks tónlistariðnaðar,
svo ekki sé talað um að uppfylla þær
lagalegu skyldur sem ljósvakamiðlun-
um, sérstaklega ríkisfjölmiðlum, era
lagðar á herðar hvað þetta varðar.
F.h. STEFs
Magnús Kjartansson
F.h. FTT
Þórir Baldursson
F.h. SHF
Steinar Berg ísleifsson
F.h. FÍH
Björn Th. Árnason
TILBOÐ
Nýja myndastofan
Laugavegi 18,
sími 551 5125
Námslceið
NOTKUN ILMKJARNAOLÍU í HEIMAHÚSUM
Tveggja kvöda námskeið þann 25. og 26. nóv.,
27. og 28. nóv. og 3. og 4. des. nk.
Fræðsla fyrir almenning um notkun
ilmkjarnaolíu til heilsueflingar.
Leidbeinendur: Ásdís B. Þormar, nuddari,
Lilja Þormar, hjúkrunarfræðingur og nuddari.
Halur og sprund ehf. og nuddstofan Heil og sæl
Innritun og nánari upplýsingar í síma 588 1110.
Náttúruhamfarir í
Vatnajökli og á
Skeiðarársandi
Frá Jóhanni Indriðasyni:
YFIRLEITT hlusta ég ekki á Þjóð-
arsálina í Ríkisútvarpinu, en í dag
gerði ég undantekningu, vegna
samgönguráðherra, Halldórs
Blöndals, sem sat fyrir svörum.
Spyijendur voru fullir áhuga og
margar komu tillögur, allt frá jarð-
göngum, vegagerð yfir hálendið
og breyta Vatnajökli lítillega. Og
allt skrafið var um það hvað það
tæki langan tíma, eða miklu frem-
ur stuttan tíma, að koma vegasam-
bandi á. Einn held ég að hafi
minnst á sjóleiðina, en það hefur
alveg gleymst í umræðunni, að við
búum á eyju og eigum skip, þó að
Halldór sé búinn að leggja niður
Ríkisskip og SÍS, gjaldþrota, þá
er óskabarnið og Samskip samtaka
og í samkeppni um flutningana út
á landsbyggðina. Þessi fijálsa sam-
keppni á að vera þannig, að þessi
tvö skipafélög setji inn eitt skip,
Þorlákshöfn/Höfn í Hornafirði,
eina ferð á dag fyrir kostnaðar-
verð, hálft gjald eða svo, meðan
vegagerðin í svartasta skammdeg-
inu endurhannar þessa brú sem fór
alveg og skipuleggur verkið í heild.
Engar bráðabirgðabrýr.
Nú fer í hönd vetur og myrkur
og margt bendir til að verði harður
nokkuð. Hægt er núna næstu vik-
ur, að ryðja svæðið og leggja vegi
báðum megin frá meðan vega-
gerðarmenn hanna brúna sem
vantar og skipuleggja verkið í
heild og framkvæmdir geta hafist
strax og birta og veður leyfir.
Maður, flýttu þér hægt, gefum
vegagerðarmönnum tíma til að
skoða málin, meta og fagna hvað
þessi mannvirki hafa staðið sig
vel, þessi rúmleg tuttugu ár og
endurhanna þessa brú sem hvarf
alveg í þessu snögga og kröftuga
hlaupi. Kannski er hægt að koma
í veg fyrir þessi hlaup með því
að hæta að safna þessu vatni í
Grænalón, sprengja þetta haft og
leggja rafstreng þvert yfir Vatna-
jökul frá suðri til norðurs og halda
uppi sírennsli frá eldstöðvunum á
jöklinum; notum vísindamennina
okkar og tæknina í þágu okkar
gegn náttúruhamförum þessa
ágæta lands okkar.
Tillaga mín er því þessi: Bráða-
birgðabrýr engar, akstur helmingi
lengri leið en var um þessa svæði,
með snjómokstur og þá helmingi
dýrari flutningskostnaður ekki á
dagskrá. Eimskip og Flugleiðir
annist flutningana á því verði sem
áður var, kannski aðeins lægra svo
að austanmenn finni vart fyrir
þessu, á meðan vegagerðarmenn
leggja línurnar og skipuleggja
starfið á grunni þekkingar og
reynslu þessara ára og vísinda-
menn okkar snúa saman bökum
og finni lausn á vatnsöfnun í
Grænalóni, með sírennsli frá eld-
stöðvunum á jöklinum.
Þegar svo birta tekur og dag
tekur að lengja, verkáætlun og
skipulag klárt, hefjast þá handa á
sandinum og setja vaktir og vinna
allan sólarhringinn. Þá er hægt að
gera mikið, látum vegagerðina um
áætlunina, á meðan sér risinn okk-
ar, Eimskip/Flugleiðir, um flutn-
ingana.
JÓHANN INDRIÐASON,
Garðatorgi 17, Garðabæ.
I
I
t
t
j
t
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka-sími 461-1070
ESTEE LAUDER
Þokkafullt Llflegt
Kynnir:
Nýtt litróf
Við bjóðum þér að koma og kynnast samspili nýrra lita frá Estée Lauder. Vertu bíræfin og kannaðu
alla þína möguleika hvað varðar litaval. Við hjálpum þér við að finna réttu litina fyrir varir, augu,
kinnar og húo. Fáðu þrjá mismunandi förðunarbursta að gjöf ef þú verslar fyrir 2.500 krónur eða
meira í nýja litrófinu frá Estée Lauder.
Eftirfarandi verslanir selja Estée Lauder:
Hugea Kringlunni, Hygea Austurstræti, Sara Bankastræti, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Snyrtistofan Hrund Grænatúni, Gullbrá
Nóatuni, Snyrtistofan Maja Bankastræti, Amaró Akureyri, Apótek Keflavíkur, Ninja Vestmannaeyjum.
Eðlilegt
Ákveðið