Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Innilegar þakkir sendi ég öllum, sem glöddu
mig meÖ heimsóknum, heillaóskum og gjöfum
á áttrœöisafmœli mínu.
Erlendur Sigmundsson.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, féhg laganema.
OROBLU
KYNNING
AFSLÁTTUR
af öllum OROBLU sokkabuxum
fimmtudaginn 21. nóvember
kl. 13.00-18.00.
■ PLAISIR 40 DEN
Frábærar lycra stuðnings/nudd-
sokkabuxur - 40 den.
Venjulegt verð 583 kr. - kynningarverð 466 kr.
HOLTS APÓTEK
Glæsibæ - Sími 553 5212
I DAG
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
Staðan kom upp í viður-
eign tveggja stórmeistara á
Ólympíumótinu í Jerevan í
haust. Larry
Christiansen
(2.555), Banda-
ríkjunum, hafði
hvítt og átti leik,
en Ashot Anasta-
sjan (2.550),
Armeníu.
Svartur er veik-
ur fyrir á svörtu
reitunum og það
gat Bandaríkja-
maðurinn nýtt sér:
21. Bg5! - Bxfl
22. e5! (Nú kemst
svartur ekki hjá
því að tapa tveim-
ur mönnum fyrir
hrók, en kýs í staðinn að
gefa drottninguna:) 22. —
Rxd5!? 23. Bxd8 - Bxc4
24. Bh4 - Hae8 25. Dg4
- b5 26. Hel - Bxc4 27.
Dd7. Svartur hefur aðeins
fengið hrók fyrir drottning-
una og gafst skömmu síðar
upp.
HVÍTUR leikur og vinnur.
COSPER
ÞVÍ miður missti ég ísinn ÞINN á leiðinni.
Farsi
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Fyrirspurn
GUÐMUNDUR Jónsson
hringdi og vildi koma á
framfæri þremur spurn-
ingum til Fiskveiðisjóðs
og Iðnlánasjóðs. Guð-
mundur innir eftir því
hvar reikningar þessara
stofnana séu birtir,
hversu mörg skip stofn-
anirnar hafí eignast á sl.
10 árum og hvort von
sé á lækkun vaxta, vísi-
tölubóta o.þ.h.
Þakkir og
hvatning
SKÚLI Einarsson
hringdi:
„Eg vil þakka Mar-
gréti Thoroddsen og Páli
Gíslasyni fyrir góðar
greinar í Morgunblaðinu
í dag.
Einnig vil ég hvetja
fólk til að fylgjast með
verkum alþingismanna
og verkalýðsforingja
næstu vikumar og meta
þá síðan eftir verðleikum.
Að endingu vil ég
hvetja fólk til að ganga
í Félag eldri borgara því
með því sýnum við sam-
stöðu okkar.
Sameinaðir stöndum
vér, sundraðir föllum
vér.
Tapað/fundið
Seðlaveski
tapaðist
DÖKKBRÚNT vandað
seðlaveski tapaðist á leið-
inni frá Lyfju í Lág-múla
að Suðurlandsbraut. Skil-
ríki og peningar voru í
veskinu. Veskið var eig-
andanum mjög kært og
skilríkin er nauðsynlegt
að fá. Finnandi er vin-
samlega beðinn að skila
a.m.k. veskinu og skil-
ríkjunum. Upplýsingar í
síma 557-5660.
Ullarjakki
tapaðist
SVARTUR ullarjakki
hvarf úr Kaffí Reykjavík
sl. laugardagskvöld.
Jakkinn sjálfur er
ómerktur, en í honum
var marglit topphúfa og
brúnir leðurhanskar sem
eru merktir Þórarni.
Finnandi vinsamlega
hafi samband við Þórarin
í s. 551-7561 og er
fundarlaunum heitið.
Gæludýr
Kettlingur í
óskilum
SVARTUR og hvítur
ómerktur fjögurra mán-
aða kettlingur fannst sl.
fimmtudag á homi
Klapparstígs og Grettis-
götu. Eigandinn er beð-
inn að vitja hans í síma
562-3616.
Tjúlli er týndur
TJÚLLI er svart og hvítt
fimm ára gamalt fress,
eyrnamerkt og með
græna ól. Hann hvarf frá
Langholtsvegi 190 fyrir
u.þ.b. viku og eru þeir
sem geta gefið upplýs-
ingar um ferðir hans
beðnir að hringja í síma
588-2519.
Páfagaukur
tapaðist
HVÍTUR páfagaukur
tapaðist í Lyngmóum í
Garðabæ sl. mánudag.
Þeir sem geta gefið upp-
lýsingar hringi í síma
565-7224.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót o.fl. lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggia daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329 sent á
netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
Víkveiji skrifar...
YÍKVERJI verður að viðurkenna
að hann hefur ekki séð veður-
fregnir nú um nokkurn tíma í ríkis-
sjónvarpinu. Ástæðan er að veður-
fregnirnar hafa nú verið færðar fyr-
ir klukkan 20, áður en fréttir hefj-
ast, en einmitt á þeim tíma horfir
Víkverji, sem er algjör fréttafíkill á
fréttir Stöðvar 2.
Víkveiji verður að mótmæla þess-
um hringlandahætti með veðurfregn-
imar. Þær hafa verið að loknum
fréttum eða í enda þeirra allt frá
upphafi sjónvarps og Víkveija finnst
að þar eigi þær að vera áfram. Nú
sér þær varla nokkur maður og því
væri allt eins gott fyrir sjónvarpið
að fella þær algjörlega niður.
Kannski er þetta líka undanfari þess.
Eftir einhvem tíma er unnt að gera
áhorfskönnun og kemur þá væntan-
lega í ljós að á veðurfréttirnar horfa
sárafáir. Þá er ástæða til þess að
fella þær niður á þeim forsendum
að áhorf hafi dvínað svo mjög.
Þegar sjónvarpið hóf starfsemi
sína og verðurfræðingar fóru að
skýra verðurspár á skjánum, var
það rétt eins og hæfist kennslustund
í því að lesa út úr veðurkortum.
Nú geta jafnvel börn lesið af veður-
kortum og séð hvernig spár eru.
Áður skildi varla nokkur maður um
hvað málin snerust.
XXX
UNDANFARIÐ hefur Víkveiji
horft talsvert á sjónvarpsstöð-
ina Discovery. Það verður að viður-
kennast, að sú stöð hefur oft og
einatt langáhugaverðustu þættina.
Nýlega var t.d. sýnd þar þáttaröð
um líf og starf Franklins Delanor
Roosevelts Bandaríkjarforseta, sem
var einkar áhugaverð og fræðandi.
Ennfremur hefur stöðin sýnt mjög
athygliverða þætti um heimsstyrj-
öldina síðari og margt fleira mætti
nefna.
IÞÆTTI um hið sorglega slys er
stórskipið Titanic fórst árið
1912, var nýíega skýrt frá rann-
sóknum á stálinu í skrokki skips-
ins, sem fannst fyrir nokkrum miss-
erum á botni Atlantshafsins. Þáttur
þessi var á sjónvarpsstöðinni
Discovery. Rannsóknamenn náðu
upp sýni af stálinu í skipinu og
tóku það til rannsóknar. Við smá-
sjárrannsóknir hefur komið í ljós,
að stálið í byrðingi skipsins er mun
lakara en ætla hefði mátt. Telja
þeir, að líkleg skýring á því hversu
fljótt skipið sökk sé sú, að um leið
og skipshliðin hafi marizt af ísjak-
anum, sem það sigldi á, hafi svo
til öll hlið þess opnazt. Stálið var
svo stökkt, að það hafði nær ekk-
ert togþol og beyglaðist því ekki
heldur sprakk við að ísinn marðist
við skipshliðina. Þetta var skipið,
sem átti ekki að geta sokkið, en
þegar það sökk íörust hálft annað
þúsund manns.