Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEAFC samþykkir 158.000 tonna karfakvóta á Reykjaneshrygg Kvóti Islands óbreyttur ísland og Grænland lögðu þetta til í því skyni að reyna að sætta Rússa við þeirra hlut, en þeir mótmæltu kvótaskiptingu þessa árs, þar sem þeim voru ætluð 36.000 t. Nú hækkar hlutur þeirra i 41.000 tonn, en þeir höfðu farið fram á 50.000. Ekki er vitað hvort Rússar hyggjast mótmæla sam- þykktinni, að sögn Jóhanns Sigur- jónssonar, aðalsamningamanns íslands í fiskveiðimálum. „íslendingar hafa áhyggjur af karfanum og telja allrar varúðar þörf. Fara þarf aftur yfir skipan þessara mála, vegna þess að veiði- ráðgjöfin hefur lengst af miðazt við að eingöngu sé um úthafs- karfastofn að ræða, en nú vitum við að stöðugt stærri hluti aflans er djúpkarfi. Við teljum því að við höfum teygt okkur eins langt í átt til Rússa og hugsazt gat,“ segir Jóhann. Bætt skýrslugerð eykur trúnað Island lagði fram tillögu um að eftirlit með karfaveiðunum yrði stórlega hert og kveðið strangar á um skýrslugerð og upplýsinga- gjöf um veiðarnar. Tillagan var ekki samþykkt óbreytt, en NE- AFC-ríkin féllust annars vegar á að endurbætur yrðu gerðar á skýrsluskilum strax á næstu vertíð og hins vegar að vinnunefnd yrði skipuð til að fjalla um frekari end- urbætur í þessum efnum. Nefndin á að skila tillögum til næsta árs- fundar NEAFC. „Við teljum þessa samþykkt mjög mikilvæga þannig að meiri trúnaður ríki á milli aðild- arríkjanna, sem er mjög mikilvægt varðandi alla vitræna stjórnun á veiðunum,“ segir Jóhann. „Upp- lýsingastreymi hefur ekki verið í samræmi við möguleika nútíma- tækni. Brögð hafa verið að því að aflaskýrslur hafi verið að berast vikum eða mánuðum eftir að veið- ar áttu sér stað.“ ísland hafði jafnframt frum- kvæði að tillögu um heildarendur- skoðun á skipulagi NEAFC. Ákveðið var að setja á fót nefnd, sem á að skila næsta_ ársfundi til- lögum. Jóhann segir ísland leggja mikla áherzlu á að einvörðungu þau ríki, sem sérstaklega hafi hagsmuni af nýtingu þess stofns, sem um er fjallað hveiju sinni í NEAFC, hafi ákvörðunarvald varðandi þá auðlind. Nú hafa öll aðildarríki atkvæðisrétt, sama hvort þau nytja stofninn eða ekki. Jóhann segir að NEAFC-samning- urinn verði tekinn upp í heild, m.a. með hliðsjón af úthafsveiði- samningi SÞ. NEAFC, Norðaustur-Atlantshafsfískveiðinefndin, samþykkti á ársfundi sínum, sem lauk í London í gær, að auka karfakvótann á Reykjanes- hrygg um 5.000 tonn, úr 153.000 tonnum í 158.000, á næsta ári. Öll aukningin kemur í hlut Rússlands, sem gi-eiddi þessari samþykkt þó ekki atkvæði sitt. Kvóti íslands verður því óbreyttur, 45.000 tonn. Morgunblaðið/Kristinn Blysför fyrir bindindi BINDINDISDAGUR fjölskyld- unnar var í gær. Síðdegis gekk hópur fólks á öllum aldri fylktu liði frá Hlemmi niður í miðbæ, með blys í hönd og spjöld með áletrunum á borð við „Bindindisdagur - bjartur dagur“. Almennar stjórnmálaumræður á flokksþingi Framsóknarflokks Gagnrýniá ríkisstjórn- arsamstarfið Bónorð á auglýs- ingaskilti NOKKUÐ bar á gagnrýnum rödd- um í garð ríkisstjórnarsamstarfsins með Sjálfstæðisflokknum í almenn- um stjórnmálaumræðum á 80. landsfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu. Guðný Rún Sigurðardóttir, ung kona af Akranesi, lýsti megnri óánægju sinni með að ríkisstjórnin skyldi ekki enn hafa tekið á jaðar- áhrifum tekjuskattskerfisins, sem ekki sízt Framsóknarflokkurinn hefði haft uppi dtjúg kosningaloforð um fyrir síðustu kosningar. Guðný skoraði á ráðamenn flokksins að minnast kosningalof- orðanna, þar sem góð útkoma flokksins í kosningunum hefði ekki sízt verið ungum kjósendum að þakka, þ.e. því fólki, sem jaðar; skattarnir lékju nú verst. „Unga fólkið hefur enn gott minni. Við veðjum ekki tvisvar á rangan hest,“ sagði Guðný. Gu.ðni Ágústsson tók undir orð Guðnýjar, og sagði hagvöxt vissu- lega vera mælikvarða um bata, en hann segði ekkert um réttlætið. Á meðan voldugustu fyrirtæki lands- ins græddu vel, væru heimilin í landinu að tapa. Launþegahreyfingin ósátt Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Ak- ureyri, sagðist í ræðu sinni hafa ýmislegt við stjómarsarristarfið að athuga, og væri sú óánægja út- breidd meðal framsóknarmanna sem tengjast launþegahreyfíng- unni. Hann fullyrti, að nokkrir þeirra hefðu yfírgefið flokkinn í kjölfar setningar nýju vinnulöggjaf- arinnar. Sagði hann samtök at- vinnurekenda hafa náð yfirhöndinni í þeim viðræðuáætlunum, sem hing- að til hefði verið unnið að. Spáði Björn því, að næðu launþegar ekki góðri útkomu úr komandi kjara- samningum myndi Framsóknar- flokkurinn líða fyrir það í næstu kosningum. Rödd grasrótarinnar „Við skulum hlusta á rödd gras- rótarinnar," sagði Guðni Ágústs- son, og hikaði ekki við að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. „Við verðum því miður að viðurkenna það, að samstarfsflokkur okkar fór á sínu flokksþingi niður á leirurnar og gengur þar,“ sagði Guðni, og full- yrti að hann hefði ekki tekið mark á þeirri miklu umræðu sem nú færi fram um sjávarútvegsstefnuna, né heldur um eigna- og tekjuskipting- una í landinu. „Við megum aldrei fallast á að kvótinn verði veðsettur," sagði Guðni. „Við verðum að sníða van- kantana af kvótakerfinu ... Það er mjög mikilvægt að skapa sátt um þetta kerfi á nýjan leik.“ Um síðar- nefnda atriðið sagði hann: „Við verðum að forðast alræði markað- arins og þeirra ríku,“ Framsóknar- flokkurinn yrði að beita sér „mjög hart“ í ríkisstjórninni fyrir því, að „meira réttlæti" næðist með kom- andi kjarasamningum. KOMDU í gönguferð telst varla óveryuleg bón, nema maður sé staddur á Bifröst og sá sem biður í Reykjavík. En Jökull Siguijóns- son öryggisvörður í Kringlunni bað unnustu sína, Unni Halldórs- dóttur, ekki bara að koma út að ganga seinni partinn í gær. Unnur átti afmæli fyrir tveimur dögum og segir hún að Jökull hafi beðið hana um að koma í bæinn án þess að láta frekar uppi hvað hann væri að bralla. „Hann biður mig að koma með sér út í bíl, keyrir siðan að Húsi verslunar- innar, leggur bílnum og vill að ég fylgi honum út. Vinur okkar var samferða og satt að segja skildi ég ekkert í þvi hvað var á seyði. Við löbbum áleiðis og síðan stopp- ar Jökull og fær mig til að líta á auglýsingaskiitið ofan á Kringl- unni,“ segir Unnur og brosir breitt og vart að ástæðulausu því þar stóð: „Elsku Unnur mín, til ham- ingju með afmælið. Viltu giftast mér? Þinn Jökull." Unnur átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni og segist aðspurð auðvitað hafa játast Jökli. Textinn birtist þrisvar á skiltinu og var síðan rennt í gegn aftur og jafn oft fyrir blaðamann og ljósmynd- ara Morgunblaðsins. „Tvöfaldast reikningurinn nokkuð hjá þér, Júlíus?" var hann spurður. Júlíus vildi ekki meina að svo yrði og sagðist reyndar ekkert hafa velt kostnaðinum fyrir sér. Þau Unnur hafa verið saman í 1 'h ár og fékk hann hugmyndina fyrir tveimur vikum að eigin sögn. Ekki vildi hann heldur gera mikið úr tiltækinu. „Hugmyndin er stol- in,“ sagði hann fullur lítillætis. Unnur virtist ekki kippa sér upp við það og óhætt að segja að gleð- in hafi skinið úr augum beggja þegar þau voru kvödd í skamm- deginu. Morgunblaðið/Halldór Sjúkrahús Patreksfjarðar Samið um starfslok STJÓRN sjúkrahússins á Pat- reksfírði að undanskildum stjórnarformanninum hefur gert samning við Helgu Maríu Bragadóttur, starfandi fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, um að draga til baka uppsögn hennar og áminningu sem henni hafði verið veitt. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra heilbrigðis- ráðuneytisins, var jafnframt samið við Helgu Maríu um starfslok frá næstu áramótum að hennar eigin ósk. Nýr framkvæmdastjóri sjúkrahússins hefur ekki verið ráðinn, en að sögn Davíðs mun ráðuneytið á næstunni, í sam- vinnu við stjórn sjúkrahússins, ijalla um ráðningu hans. } \ \ i I > > > I I I I » f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.