Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 29 1 AÐSENDAR GREINAR Almenningur og greiðslumiðlar Athugasemd við grein Sigurðar Lárussonar SIÐUSTU misseri hefur Sigurð- ur Lárusson kaupmaður ritað fjöl- margar blaðagreinar þar sem hann reynir að telja lesendum trú um að greiðslukort séu í raun verðbréf og greiðslukortaviðskipti verðbréfa- miðlun. Nýjasta greinin birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 1996. Sigurður fer að venju mikinn. I Það er staðreynd að ávísanir eru dýrari greiðslumiðill en debetkort vegna þess að kostnaðurinn við að meðhöndla hveija ávísun í banka- kerfínu er hærri en kostnaðurinn af rafrænum debetkortafærslum. Hið rafræna er ávallt ódýrara en sá greiðslumiðill sem kallar á mannshöndina. Þetta er ástæðan fyrir því að um allan heim er greiðslumiðlunin smám saman að færast yfir í rafrænt form (debet- kort, kreditkort, myntkort og tölvu- tengingar heimila og fyrirtækja við banka). Svo ekki sé minnst á það öryggi og þægindi sem rafrænir greiðslumiðlar hafa umfram reiðufé og ávísanir. Boðið er upp á margs konar greiðslumiðla, segir Finnur Svein- björnsson. Allir ættu því að geta fundið miðil við sitt hæfi. Staðreyndin er sú að einstakl- ingurinn er ekki viljalaust verkfæri einhverra afla. Vilji viðskiptavinur kaupmanns greiða fyrir vindil með debetkoiti þá er það hans val. Hið sama gildir að sjálfsögðu ef við- skiptavinurinn vill greiða með reiðufé, ávísun eða kreditkorti. Vilji kaupmaðurinn ekki verða við þessum eðlilegu óskum viðskipta- vina sinna er honum það að sjálf- sögðu heimilt. Hann getur hafnað því að taka við debetkortum. Hann getur hafnað því að taka við kredit- kortum. Hann getur hafnað því að taka við ávísunum. Hann getur hafnað því að taka við greiðslu. Hann getur jafnvel hætt að veita viðskiptavinum sínum eðlilega þjónustu og lagt kaupmennsku á hilluna. Hans er valið. Bankakerfið og greiðslukortafyrirtækin munu hins vegar halda áfram að bjóða upp á margs konar greiðslumiðla sem almenningur vill nota þannig áð þar geti hver fundið greiðslum- iðil við hæfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskipta- banka. Finnur Sveinbjörnsson þetta sinn gengur hann svo langt að ásaka Samkeppnisstofnun um óeðlilega.. seinagang og Seðlabank- ann um að ljúga í ársskýrslu sinni. Bankakerfið og greiðslukortafyrir- tækin fá að sjálfsögðu einnig sinn skammt eins og við var að búast. Eg ætla ekki að taka upp hanskann fyrir opinberu stofnanirnar tvær. Eg ætla heldur ekki að eltast við ásakanir hans á hendur bankakerf- inu og greiðslukortafyrirtækjunum eða kostnað við notkun greiðslu- korta og ávísana, enda lesendum Morgunblaðsins lítt til skemmtunar að fá yfir sig talnaflóð úr báðum áttum. Hins vegar þykir mér alger- lega óásættanlegt hvernig látið er að því liggja í greininni að almenn- ingur sé viljalaust verkfæri í hönd- um bankakerfisins og greiðslu- kortafyrirtækjanna. Hér á landi er frelsi einstaklings- ins í hávegum haft. Þetta á einnig við um val á greiðslumiðlum. Það er hveijum einstaklingi í sjálfsvald sett hvort hann notar reiðufé, ávís- anir, debetkort, kreditkort eða heimabanka. Það er því undir ein- staklingnum sjálfum komið hvaða greiðslumiðil hann notar. Notkun þeirra kostar að vísu mismikið, enda er kostnaður bankakerfisins og greiðslukortafyrirtækjanna af hin- um einstöku greiðslumiðlum mis- hár. í grein sinni freistar Sigurður þess að sýna fram á að kostnaður af ávísanaviðskiptum sé í raun lægri en kostnaður af debetkortaviðskipt- um. Samanburðurinn er rangur því ekki er tekið fullt tillit til alls kostn- aðar innan bankakerfisins og greiðslukortafyrirtækjanna af notk- un hinna einstöku greiðslumiðla. Mamma elskaðu míg ^emcmtaúúóið Handsmíðaðir 14kt gullhringar Kringlunni 4-6, sími 588 9944 RAÐGREIÐSLUR Sími RR3 3f)RQ Grensásvegur 10 , bréfasími 568 7115 Opið á laugardögum kl. 10.00 - 16.00 http://WWW.ejs.is/tilbod • sala@ejs.is Einstakt tækifæri til að eignast tölvu fra EJS Vegna kynslóðaskipta bjóðum viðtakmarkað magn af DAEWOO tölvum á einstöku verði og viðbótarbúnað á sér kjörum. Pentium stgr. m. vsk Pentium stgr. m. vsk Hafðu samband við sölumenn okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.