Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÓBOT tilkynnir sigórnstöð: Allar fyrri hugmyndir um Marsbúa rangar . .. Stöð 3 hættir endurvarpi á tveimur svæðum tímabundið Mörg heimili ná ekki útsendingu STÖÐ 3 hefur hætt endurvarpi á tveimur svæðum á höfuðborgar- svæðinu og má reikna með að nokk- ur þúsund heimili í Fossvogi og Kópavogi nái ekki útsendingum stöðvarinnar á næstunni, að sögn Einars Kristins Jónssonar sjónvarps- stjóra hennar. Ekki sé þó hægt að segja nákvæmlega hversu mörg heimili ná ekki útsendingum. Fj'arskiptaeftirlit ríkisins óskaði eftir því að þessum sendingum væri hætt, þar sem aðskilnaður frá send- ingum Fjölvarpsins væri ekki næg- ur. Guðmundur Hannesson verk- efnisstjóri Stöðvar 3 segir að ör- bylgjusendingar séu mjög stefnu- virkar og séu móttakendur í hvarfi frá sendiloftinu á Húsi verslunarinn- ar nái þeir ekki útsendingu. Af þeim sökum hafi verið komið upp endurvarpsstöðvum og frá upp- hafi hafi verið tekin sú ákvörðun að sía ekki útsendingarmerki annarra stöðva frá sendingum Stöðvar 3. Því hafí t.d. Fjölvarpinu verið endur- varpað með þessum hætti. „Stöð 2 og Sýn höfðu ekki byggt upp endurvarpskerfi á þessum tíma þannig að við töldum okkur í raun vera að gera þeim óþarfiega mikinn greiða. Fljótlega kom hins vegar í ljós að forráðamenn þessara stöðva voru alfarið mótfallnir því að við endursendum þeirra merki einnig og gerðu athugasemdir við Fjarskipta- eftirlitið. Lokað vegna kvartana Stofnunin kvað upp úr um að ekki væri hægt að amast við þessu endurvarpi þar sem það ylli engum skaða og við hófum samningavið- ræður við Stöð 2 um sameiginlegt endurvarp. Þær viðræður fóru hins vegar út um þúfur fyrir um ári og þeir hófu að byggja upp endurvarps- kerfi. Þeir sendu út sömu merki og við til sörnu staða og þá kom í ljós trufl- un. Fyrir bragðið kvörtuðu þeir aft- ur og eftirlitið gerði þá athuga- semdir sem leiddi til þess að við pöntuðum búnað til að aðskilja merkin. En vegna ítrekaðra krafna Stöðvar 2 til Fjarskiptaeftirlitisins, slökktum við á tveimur endurvörp- um á meðan beðið er eftir búnaðin- um, annars vegar fyrir Smára- hvammsland í Kópavogi og hins vegar fyrir Fossvogsdal,1* segir Guðmundur. Einar segir að búnaður til að að- skilja sendingarnar sé væntanlegur um næstu mánaðamót. Ekki taki langan tíma að setja hann upp og því standi vonir til að móttakendur dagskrár Stöðvar 3 á umræddum svæðum verði ekki fyrir langri truflun á henni. Kostnaður þessu samfara er smávægilegur að sögn Einars. Myndlyklar í desember íslensk margmiðlun, sem annast rekstur Stöðvar 3, hefur nú gengið frá samningum við evrópskt fyrir- taéki um afhendingu búnaðar til að rugla og afrugla útsendingar stöðv- arinnar, og kveðst Guðmundur búast við að meirihluti tækjanna berist hingað til lands í desember og jan- úar. Fyrstu myndlyklarnir verði settir upp í desember, en ekki sé hins veg- ar frágengið hvenær dagskrá verður læst þar sem ekki sé fullljóst hversu inikil þörfin er fyrir lyklana. Breytingar á réttindum ríkisstarfsmanna Afnám æviráðningar bundin í sérlög LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Frumvarpið er svokallaður „bandormur,“ sem ætlað er að upp- færa öll sérlög, sem innihalda ákvæði um réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna, og var upprunalega ætlað að leggjast fram samtímis frumvarpinu um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, sem varð að lög- um á síðasta þingi. Meðal helztu breytinga, sem á þennan hátt á að binda í sérlög, er sú meginregla, að forstöðumenn ríkisstofnana verði framvegis skip- aðir til 5 ára í senn en ekki æviráðn- ir, og að þeir ráði starfsmenn við- komandi stofnana. Einnig verða prestaköll aðeins veitt til 5 ára í senn. Eina undantekningin sem ætlað er að gera á þessu ákvæði er varðandi skipun í dómaraemb- ætti, sem ekki þykir rétt að tíma- binda á þennan hátt. Ennfremur er upptalningu á helztu embættismönnum ríkisins í nýju ríkisstarfsmannalögunum breytt með „bandorminum“. Lottóið tíu ára í dag Heildar- salan orðin 10 milljarðar Vilhjálmur B. Vilhjálmsson slensk getspá hefur nú starfað í tíu ár og hef- ur Vilhjálmur Vil- hjálmsson verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins frá upphafi. í dag eru tíu ár síðan fyrst var dreg- ið í Lottóinu. 79 sölustaðir voru tengdir þegar opnað var fyrir sölu 22. nóvem- ber 1986 en nú eru þeir orðnir 205 talsins. Heild- arsala í sölukerfínu hefur á þessum tíu árum numið um 10,3 milljörðum króna og þar af hafa um 40% eða fjórir milljarðar farið í vinninga. - Hver voru tildrög þess að fyrirtækið íslensk getspá var stofnað? Það var búið að vera lengi á dagskrá hjá íþróttasambandi íslands að fara út í lottó og Ör- yrkjabandalag íslands var á sama tíma að skoða þetta líka án þess að vita af áhuga íþróttamanna í þessum efnum. Þegar tillaga um að Öryrkjabandalagið færi af stað með lottó fór inn á Alþingi þurfti eðli málsins samkvæmt að skoða málið nánar. Það var síðan Stein- grímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, sem hvatti menn til að starfa saman og upp úr því hófst samstarf milli ÍSI, Öryrkjabandalagsins og UMFÍ um stofnun íslenskrar getspár. Eign- arhlutur ÍSÍ er 46,67%, Öryrkja- bandalagsins 40% og UMFrí 13,33%. - Tók langan tíma að koma lottóinu á koppinn? Þetta tók ótrúlega skamman tíma. Til marks um hve hratt var unnið á þessum tíma voru lög um talnagetraunir gefin út í maí 1986 og stofnfundur íslenskrar getspár haldinn 8. júlí 1986. Samstarfs- samningur við bandaríska tölvu- fyrirtækið GTECH Corporation var undirritaður 5. september 1986 og fyrsta beinlínutengda lottóið í Evrópu hóf starfsemi sína á íslandi þann 22. nóvember sama ár. Reyndar var mikill vandi að fá kaupmenn til að gerast umboðs- menn og voru flestir vantrúaðir á að fyrirbæri eins og lottö yrði jafn vinsælt og við reyndum að telja mönnum trú um. Þegar fyrsti út- drátturinn fór fram, var ísinn brot- inn. Enginn var með fyrsta vinn- ing í fyrsta útdrættinum og þegar tvöfaldur vinningur var dreginn út næsta laugardag á eftir kom hann í hlut ungrar ekkju frá Akur- eyri og þar með hafði lottóið feng- ið fljúgandi start. - Hefur samstarfið gengið vel? Já, það er óhætt að fullyrða það. í upphafi var lögð áhersla á að búa samstarfssamning þannig úr garði að grundvallaratriði væru skýr og ágreiningur útilokaður þegar í byrjun. Þessir hlutir gengu eftir og hefur lítið þurft að breyta umræddum samningi á þeim tíu árum sem liðin eru. Þegar horft er til baka er með ólíkindum hve snurðulítið öll starfsemin gekk og mjög fá atvik hafa komið upp sem alvarleg geta talist. Það telst til dæmis mjög gott að óvirkur tími í tölvudeild á þessum tíu árum er innan _við tvær klukkustundir í heild. Á sama tíma er virkur sölu- tími 43.680 klukkustundir. Þekk- ing starfsmanna hefur aukist jafnt og þétt og hefur íslensk getspá ► Vilhjálmur Bjarni Vilhjálms- son er fæddur 24. júní 1932 í Reykjavík. Hann lauk sím- virkjaprófi 1962. Hann fékk meistarabréf í rafeindavirkjun 1985 og hefur sótt ýmis nám- skeið í tölvu- og stjórnunar- fræðum. Hann var gerður að heiðursfélaga í Félagi heyrnar- lausra 1987. Hann var formað- ur Öryrkjabandalagsins þegar samstarfið um íslenska getspá hófst. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann situr í hús- stjórn Iþróttamiðstöðvarinnar og í stjórn Víkingalóttósins. Hann er giftur Guðrúnu Árna- dóttur og eiga þau fjögur upp- komin börn. Þau eru Vilhjálmur Guðmundur, auglýsingateikn- ari og fyrrverandi varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Jóhanna, sjúkraliði, Haukur, táknmálskennari í Háskóla ís- lands, og Unnur, táknmálstúlk- ur heyrnarlausra. nú á að skipa hinu hæfasta fólki í tæknideildum og skrifstofu þar sem allir starfsmenn vinna í góðri samvinnu og af kunnáttu og sam- viskusemi. Við endurnýjuðum sölukerfi okkar fyrir tveimur árum og er það nú með fullkomnasta búnaði sem hægt er að hugsa sér. - Nú hefur fyriitækinu vaxið fiskur um hrygg, er alltaf verið að leita nýrra leiða? Já, við byijuðum með Lottó 5/32, en það breyttist síðan í Lottó 5/38 í september 1989 og var til- gangurinn með því að fyrsti vinn- ingur yrði hærri því fyrsti vinning- ur var farinn að ganga út stöðugt í 5/32. Vík- ingalóttóið hófst síðan 11. mars 1993 og byggist það á samstarfi Norðurlandaþjóðanna. Kínóið hóf göngu sína í nóvember í fyrra og verður að segjast eins og er að Kínóið virðist ekki höfða til íslendinga. í lok ársins 1989 hófst sala í knattspyrnugetraun- um í gegnum sölukerfið okkar. Þrír leikir íslenskra getrauna eru nú í kerfínu og eru því alls sex leikir í gangi í sölukerfí íslenskrar getspár. - Hvernig hefur skiptmgin ver- ið á milli eignaraðila íslenskrar getspár á þessum tíu árum? íþróttasamband íslands hefur fengið 1,3 milljarða króna á þess- um tíu árum. Öryrkjabandalagi 1,1 milljarð og loks er UMFÍ með 371 milljón króna. Fyrsta bein- línutengda lottóið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.