Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 49 Jólastjarna - vinsælt skammdegis- og hátíðarblóm JÓLASTJARNA er komin í öndvegissæti sem jólablóm ásamt hyasintu - goðalilju. Áferð og litskrúð jólastjörnunnar er mikið augnayndi, sem lífgar upp allar vistarverur þegar skammdegið er mest og margir dagar drungalegir, jafn- framt boðar stjörnufegurð hennar komu jóla. í Þýska- landi hefur jólastjarn- an einnig verið nefnd Aðventustjarna, en þar byrjaði hún oft að sjást inni á heimilum í upphafi aðventu. Jólastjarnan rekur kyn sitt til hinnar fjölskrúðugu mjólkuijurta- ættar, en ýmsar tegundir hennar innihalda safaþykkni sem er iíkt og mjólk á litinn. Seitlar safinn út ef plöntur særast og ber að varast hann. Á latínu heitir jóla- stjarnan Euphorbia pulcherrima, en síðara orðið, tegundarheitið, táknar hin undurfagra. Á meðal garðyrkjulærðra var jólastjarna einnig nefnd Poinsettia hér áður fyrr. í heimkynnum jólastjörnunnar í hitabeltishéruðum SA-Mexikó er hún marggreinóttur runni, allt að 3 m á hæð þar sem skilyrði eru hagstæðust. Að sögn var það þýski náttúru- fræðingurinn Alex- ander von Humbolt, sem kom auga á runnann og sendi örlítinn anga til heimalandsins. Um svipað leyti barst runninn til Banda- ríkjanna, en þar var fyrst byrjað að föndra að ráði við ræktun plöntunnar sem inniblóms. Höfðu Bandaríkja- menn frumkvæði í kynbótum og rann- sóknum mjög lengi. Jólastjarnan á þó nokkra ættingja sem náð hafa útbreiðslu. Má t.d. nefna glithala, koparlauf, tígurskrúð, þyrnikórónu og kóralvið. Einnig er um að ræða ýmsar stöngul- safaplöntur sem minna mjög á suma kaktusa t.d. gaddhyrnu og rifjahnött. Ýmsir kannast sjálf- sagt einnig við garðjurtirnar mjólkurjurt og ostajurt sem eru skrautlegir fjölæringar. Ættinni tilheyra einnig nokkrar nytja- plöntur eins og kassavarunninn og brasilískt gúmmítré. Lengi vel var jólastjarnan að- eins ræktuð til afskurðar því menn réðu ekki við að hemja vöxt, auk þess stóð litskraut hennar stutt við. Fyrir löngu hefur þó verið komist að því að jólastjarnan hag- ar sér þannig að vöxtur hennar stöðvast og hún fer að undirbúa blómmyndun þegar náttmyrkur nálgast 13 klst á sólarhring. Sé daglengd rofin þannig í 8 - 10 vikur, blómgast hún, en jafnframt breytist liturinn á efstu blöðum sprota, sem raða sér í þétta stjörnu allt umhverfis blómin, sem eru óásjáleg. Þessi litríku háblöð voru lengi vel aðeins rauð, en mannshöndinni hefur smám sam- an tekist að laða fram rjómahvít- an, bleikan og rauðgulan lit, og einnig misjafnlega yijótt háblöð. Þessi litbreyting eykur skrautgildi jólastjörnunnar. Umhirða: Jólastjarna er þoln- ara inniblóm en aðrar blómstrandi pottaplöntur, varðandi léleg birtu- skilyrði. Henni verður samt að velja bjartan stað, passlega hlýj- an. Forðast ber of mikla nálægð við hitagjafa og sneiða ber hjá dragsúg. Hvorutveggja er mjög háskalegt. Heppilegastur hiti er 18-21 gráða. Hærri hiti veldur því að háblaðalitir fölna skjótlega, en á hinn bóginn þolir jólastjarna ekki öllu lægri hita en 15 gráður því þá fellir hún neðstu blöðin. Hafið þetta í huga í sambandi við innkaup og heimflutning á plönt- um. Lítið daglega eftir með vökv- un og vökvið með ylvolgu vatni þegar þörf reynist, en moldar- klumpurinn þarf að haldast sæmi- lega rakur. Verði klumpurinn of þurr þannig að blöð fara að hanga mætti dífa honum gætilega um stund í volgt vatn. Óli Valur Hansson BLÓM VIKUNNAR 349. þáttur Umsjón Ágústa B jörnsdóttir AFMÆLI JÓNAS GÍSLASON í DAG, 23. nóvember 1996, eru þau tímamót í lífi sr. Jónasar vígslu- biskups Gíslasonar, að stundaglas hans_ stend- ur á sjö tugum. Ég leyfi mér að senda honum opinbera kveðju, þegar bæði höf og lönd skilja okkur að. Enda þótt sr. Jónas hafi horfið frá opinberum störfum vegna heilsubrests miklu fyrr en komið var að þeim tímamót- um sem sjötíu árin eru, ætla ég að dagurinn í dag sé einmitt heppilegur til að staldra við, þakka hið liðna og biðja fararheilla inn í hið ókomna. Kynni okkar hófust þegar sr. Jónas kom til kennslu í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Islands fyrir liðugum aidarfjórðungi. Kynn- in hafa reyndar aíla tíð markast af því sambandi kennara og nem- anda sem þar komst á, þótt þróast hafi i einlæga vináttu. Það er þá einnig fyrsta meginerindi þessa greinarstúfs að þakka honum vin- áttuna. Hafa má það til marks um varanleika hennar að hún hefur ekki aðeins staðið í aldarfjórðung heldur einnig staðið af sér skoð- anaágreining í mörgum málum, einkum framan af kynnum okkar. í fersku minni eru löngu liðin kvöld í hlýju skjóli á heimili þeirra hjóna, Arnfríðar Arnmundsdóttur og sr. Jónasar bæði meðan á námi stóð og síðan á nýjum stað eftir að því lauk. Þar var löngum margt spjall- að; þar féllu bæði gullkorn og ónytjuorð. Sérstaklega ánægjulegt fram- hald varð á þessum heimakvöldum þegar þau hjónin bjuggu hjá okkur hjónunum um þriggja mánaða skeið í Heidelberg fyrir rúmum áratug. Þar hófst hið síðara skeið okkar samskipta og tók aðra stefnu en okkur óraði fyrir þá í átt til náins samstarfs. Þar er þá annað meginerindi þessa máls; að þakka sam- starfíð. Aðrir verða til að gera grein fyrir margháttuðum störf- um sr. Jónasar fyrir kirkju og kristni í þessu landi. Ég dvel einungis við einn þátt. í Skálholti, í skjóli móður allra kirkna í landinu, urðum við nánir samverkamenn, þegar sá er þetta ritar var ráðinn til að veita Skálholtsskóla forystu á tímamót- um. Sr. Jónas átti dijúgan þátt í mótun nýrra áforma í sögu skólans á viðkvæmum tíma, bæði sem vígslubiskup og formaður skólaráðs Skálholtsskóla beggja vegna við ný lög um skólann frá 1993. Starfs- tíma sr. Jónasar í Skálholti lauk fyrr en hann hefði kosið og nokk- urn gat grunað. Hann hefur þó búið svo um hnútana að starfa hans mun njóta um ókomin ár því að merkasta framlag sr. Jónasar til skólastarfsins er óefað Vídalíns- sjóður Skálholtsskóla sem þau hjón- in Arnfríður og hann, ásamt Leifi Agnarssyni forstjóra Kassagerðar- innar, stofnuðu fyrir réttu ári til að efla kennslu í predikunarfræð- um. Verður það framtak seint full- þakkað. Fyrir hönd Skálholtsskóla sendi ég sr. Jónasi vígslubiskupi kveðjur mínar og heillaóskir. Per- sónulega þakka ég honum sam- starfið um þetta sameiginlega áhugamál okkar beggja, á stórum stundum og smáum, en þó mest fyrir stundir kvölds og morgna í Maríustúku í húsi Drottins í Skála- holti. Kristján Valur Ingólfsson. i i t i I i I . NÝTT GLER • * • Islensk myndlist • • Nýtt úrval af plaggötum í mörgum stærðum, einnig í country-stíl • Karton, sýrufrítt, nýir litir. • Úrval ramma úr tré og áli auk rammalista. Opið í dag kl. 11-18 Sunnudag kl. 13-18 RAMMA • Nú getur þú séð þína mynd í réttum lit Getum annast innrömmum fyrir jól. Sérverslun með innrömmunarvörur MIÐSTOÐIN Sigtúni 10 (Sóltún), sími 511 -1616. 1- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.