Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Vígsludagur Undirfellskirkju í Vatnsdal fundinn Frá Grími Gíslasyni: í GREIN undirritaðs í 31. árg. Húnavöku, „Undirfellskirkja 75 ára“, er mjög dregið í efa að kirkj- an á Undirfelli í Vatnsdal hafi ver- ið vígð haustið 1915 sökum þess að ekki var byijað á byggingu hennar fyrr en um mánaðamótin maí/júní þá um vorið og öll störf hafi þá verið handunnin. Hvergi sást í gjörðabókum sóknarnefndar eða hrepps hvenær kirkjan var vígð en byggingarframkvæmdir stóðu yfir bæði árin 1915 og 1916. Bygg- ingarreikningur kirkjunnar spann- aði yfir árin 1915 til 1917 og var undirritaður 31. maí 1918. Kostaði kirkjan kr. 6.945,50. Lítið greinarkorn Jóns Torfason- ar sagnfræðings frá Torfalæk í Morgunblaðinu 31. ágúst á sl. ári, um gömlu kirkjuna á Blönduósi 100 ára varð til þess að ég fór enn að velta fyrir mér spurningunni um vígsludaginn því að skilja má í greininni að hann hafi verið árið 1912 sem ekki gat staðist þar sem kirkja sú sem vígð var á Undir- felli 20. ágúst 1893 brann á 2. jóladag árið 1913. Tilefni þess að Jón nefnir Undirfellskirkju í grein sinni um Blönduóskirkju er sú að kirkjan sem brann var byggð eftir sömu teikningu og Blönduóskirkja og er því vitað hvernig hún var en báðar voru kirkjurnar smíðaðar af hinum kunna kirkjusmið Þor- steini Sigurðssyni á Sauðárkróki. Við eftirgrennslan fundust ekki heimildir um umræddan vígsludag, hvorki hjá prófastinum yfir Húna- vatnssýslu eða í skjölum biskups. En það var áðurnefndur Jón Torfa- son sem fann heimildina í skjölum á Þjóðskjalasafni íslands og kann ég honum miklar þakkir fyrir. Heimildin fannst Heimildina er að finna neðan- máls í bréfi prófastsins sr. Bjarna Pálssonar í Steinnesi, dags. 3. des. 1917, en hann þjónaði Undirfells- sókn, að vígslunnar er getið og er hún á þessa leið: „Ath.s./ Þess skal getið að það var ekki fyr en á síðastl. hausti, að lokið væri við að mála kirkjuna og prýða hana að innan, þá var hún samt byggð sumarið 1915, og vígð þá um haustið 22. sd.e.tr. Bjarni Pálsson." Þetta er eina heimildin um vígslu kirkju þeirrar sem enn stendur á Undirfelli og má segja að minna gat varla farið fyrir henni. Bendir þetta til þess að ekkert hafi verið um að vera við vígsluna umfram nauðsynleg formsatriði og sé þar fundin skýr- ingin á því að ekki er þess getið í bókum kirkjunnar. Samstarf húsameistara og byggingameistara? í jólalesbók Morgunblaðsins 18. desember á si. ári er fróðleg grein, eftir Gísla Sigurðsson blaðamann, um þær kirkjur í landinu er byggð- ar hafa verið eftir teikningum hins kunna húsameistara ríkisins Rögn- valdar Ólafssonar. Myndir eru af kirkjunum og er Undirfellskirkja síðast tilgreind, að mig minnir. í áðurnefndum gjörðabókum Undirfellskirkjö er greinilega sagt frá því að kirkjan sé teiknuð af Einari Erlendssyni, bygginga- meistara í Reykjavík í húsameist- aratíð Rögnvaldar. Er þarna næsta líklegt að náið samband hafi verið milli þessara ágætu manna en eng- an veginn er fært að rengja gjörða- bókina, svo nákvæmlega er sagt frá aðdraganda og framkvæmd kirkjubyggingarinnar. Undirritaður leyfði sér í bréfi 28. des. 1995 að benda Gísla Sig- urðssyni á að gjörðabók sóknar- nefndar Undirfellssóknar segði af- dráttarlaust að Einar Erlendsson hefði teiknað kirkjuna. Ekki varð ég var við viðbrögð, frá hendi Gísla, um þessa ábendingu rm'na og raunar skiptir það ekki máli þar sem óumdeilt er að það var í emb- ættistíð Rögnvaldar Ólafssonar. Viðurkennt er að rétt sé að hafa það sem sannara reynist og til- gangur minn með þessum greinar- stúf er fyrst og fremst sá að upp- lýsa hvenær Undirfellskirkja var vígð. Það hefur nú tekist, með hjálp góðra manna, og það er rétt sem Agúst á Hofi segir í bók sinni „Agúst á Hofi lætur flest flakka", að kirkjan var vígð árið 1915, en það skorti aðeins á að hann segði frá því að vígsludagurinn var 31. október, sem var einmitt 22. sunnudagur eftir trinitatis, eins og segir í neðanmálsgrein sr. Bjarna í Steinnesi. GRÍMUR GÍSLASON, Garðabyggð 8, Blönduósi. Hvað skal segja? 72 Væri rétta að segja: Krakkinn dinglaði dyrabjöllunni? Svar: Að dingla merkir einkum að hanga og sveiflast. Betra væri: Krakkinn hringdi dyrabjöllunni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.