Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 15 AKUREYRI LANDIÐ Bókval opnað í 2.200 fermetrum í miðbænum Morgunblaðið/Sigrún Oddsdðttir SKÖPUNARGLEÐIN var í fyrirrúmi hjá hinum samstillta og fjöruga 8. bekk í Vopnafjarðarskóla og sögupersónurnar öðluðust hver af annarri líf á hvítum örkum á skólaborðum nemendanna. Norrænar sögupersónur öðlast líf Vopnafirði - Norræna lestrarkeppnin er í fullum gangi ingu að verkefninu og er því ekki um einstaklings- í grunnskólaum landsins og vinna nemendur nú vegg- keppni að ræða. Það er keppt í þremur aldurflokkum spjöld úr sögunum sem þeir lásu. 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Lesturinn fór 8. bekkur í Vopnafjarðarskóla vann af kappi einn fram dagana 4.-17. nóvember en keppnisgögnum þarf morgunin í vikunni en bekkjardeildirnar vinna í samein- að skila fyrir 1. desember. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FJÖLDI manns kom að heimsækja Stein Þórðarson á afmælis- daginn, en hér tekur hann við viðurkenningu úr hendi Jónasar Jónssonar sem, auk þess að vera oddviti Asahrepps, á sæti í s^'órn Dvalarheimilisins Lundar á Hellu. BÓKVAL hefur opnað bóka- og hljómtækjaverslun í húsnæði KEA við göngugötuna í Hafnarstræti, þar sem áður var Vöruhús KEA. I versluninni rekur Vignir Þor- móðsson kaffihúsið Kaffi Kverið. Verslanirnar eru í um 2.200 fer- metra húsnæði sem fyrirtækið leigir af Kaupféiagi Eyfirðinga og er leigusamningur til 10 ára. Hjónin Jón Ellert Lárusson og Svandís Jónsdóttir ásamt nokkr- um starfsmönnum Bókvals eiga verslunina til helminga á móti Tæknivali í Reykjavík. Tölvutæki sem er í sömu eigu verður áfram við Furuvelli. Alls vinna um 40 manns hjá fyrirtækjunum, þar af eru 14 starfsmenn í versluninni í miðbænum. Góðar viðtökur „Við erum bjartsýn, viðtökurn- ar hafa verið afar góðar og fólk virðist ánægt með þessa stai'f- semi,“ segir Jón Ellert, en hann á von á að reksturinn hafi jákvæð áhrif á líf við göngugötuna. Þegar hefur verið stofnuð undirbúnings- nefnd vegna miðbæjarsamtaka sem fyrirhugað er að stofna til meðal verslana og fyrirtækja á miðbæjarsvæðinu, en þau munu m.a. hafa að markmiði að lífga upp á göngugötuna. Verslunin verður opin alla virka daga frá kl. 9 til 22 og um helgar frá kl. 10 til 22. Kaffi Kverið verð- ur opið frá kl. 11.30 til 22 alla daga. „Það gengur vel að hafa þennan afgreiðslutíma, um leið og fólk hefur áttað sig á hversu lengi er opið þá nýtir það sér þennan rúma tíma. Vissulega eru sum tímabil betri en önnur, það er mikið að gera fyrir jólin og eins kemur mikið af fólki að versla að kvöldlagi yfir sumartímann," seg- ir Jón Ellert. Kaffihús í bókabúð Vignir Þormóðsson, veitinga- maður á Kaffi Karólínu, rekur Kaffi Kverið, en hann segir að víða erlendis sé algengt að kaffi- hús séu í bókabúðum og þó að markaðssvæðið sé ekki stórt vænt- ir hann þess að Akureyringar og nærsveitamenn taki þessari ný- breytni vel. „Við vonum að fólk gefi sér tíma til að setjast niður yfir kaffibolla í verslunarferðinni og skoða mannlífið fyrir utan gluggann," segir Vignir. Þá geta gestir litið í dagblöðin og einnig geta þeir tekið sýniseintök af bók- um með sér á kaffihúsið. I hádeginu verður boðið upp á létta grænmetisrétti, en almennt er áhersla lögð á smurt brauð og tertur. Kaffi Kverið er fyrsti reyk- lausi veitingastaðurinn á Akur- eyri. Kaffibrennsla Akureyrar sér kaffihúsinu fyrir sérbrenndum kaffibaunum. Alls tekur staðurinn tæplega 30 manns í sæti. Gaf dvalar- heimilinu húsið sitt Hellu - Steinn Þórðarson heimilis- maður á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu hélt nýlega upp á 80 ára af- mæli sitt í góðra vina hópi. Við það tækifæri var honum afhent viður- kenning og þakklætisvottur frá stjórn heimilisins, en Steinn færði Lundi húseign sína í Þorlákshöfn að gjöf sl. sumar er hann flutti á Hellu. Þessi höfðinglega gjöf Steins kemur sér vel fyrir dvalarheimilið, en fjármunum þeim, sem fengust við sölu hússins, verður varið til kaupa á sjúkrarúmum og frágangs og innréttinga í kjallara hússins, sem hingað til hefur staðið ónotað- ur. Steinn fæddist á Ásmundarstöð- um í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Hann ólst þar upp, tók við búi for- eldra sinna 1947 og bjó þar til 1969 er hann fiutti til Þorlákshafnar, þar sem hann starfaði sem netamaður. Þaðan flutti hann sem fyrr segir á liðnu sumri og unir hag sínum vel á Lundi, þar sem hann styttir sér stundir m.a. við að fella net. JÓN Ellert Lárusson og Svandís Jónsdóttir í verslun Bókvals sem nýlega var opnuð í húsnæði KEA við göngugötuna Hafnarstræti. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STEFÁN Sveinsson tekur við gjöf til sveitarinnar frá Ólafi Proppé formanni Landsbjargar. Kynning á köf- un á Flateyri Flateyri - Haldin var kynning á köfun á vegum Björgunarskóla Landsbjargar í samvinnu við Slysavarnafélagið fyrir skömmu í Grunnskóla Flateyrar. Fyrst var bókleg kynning, þá farið í sund- laug Flateyrar og loks kafað í Önundarfirði sjálfum. Þátttakendur sem voru 7 talsins komu víðs vegar af Vestfjörðum. Að sögn forsvarsmanna nám- skeiðsins er kynningin til þess haldin til að glæða áhuga björgun- arsveitamanna og almennings á köfun. Hjalteyrin EA undir breskan fána Fljótsdalshérað Hjálparsveitin í eigið húsnæði HJALTEYRIN EA, frystitogari Sam- herja hf., fer undir breskan fána í kringum næstu áramót. Togarinn, sem ekki hefur lengur veiðiheimildir í íslenskri lögsögu, verður leigður eða seldur til Onward Fishing Co., dótt- urfyrirtækis Samheija í Skotlandi, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar hjá Samheija. Onward Fishing Co. gerir út fjóra ísfisktogara og segir Kristján að eitt eða tvö skip fyrirtækisins verði tekin úr rekstri og þau trúlega seld, eftir að Hjalteyrin fer út. Onward Fishing Co. er með veiðiheimildir á Sval- barðasvæðinu, í Barentshafi, við ír- land, Færeyjar, Island, Grænland, Kanada og í Norðursjó. Kristján seg- ir að Hjalteyrin verði aðallega við veipar á þorski, ýsu og ufsa. I áhöfn Hjalteyrarinnar verða 24 menn og segir Kristján að einhveijir íslenskir sjómenn komi til með að fara út með skipinu, bæði yfirmenn og undirmenn. Togarinn er um 640 brúttótonn, smíðaður í Stálvík í Garðabæ árið 1978 og hét áður Arin- björn RE. Hjalteyrin er nýkominn frá Póllandi, þar sem skipið fór í sand- blástur, málningu og minni háttar stálviðgerðir. Egilsstöðum - Tímamót voru hjá Hjálparsveit skáta á Fljótsdalshér- aði er sveitin flutti inn í eigið hús- næði. Var haldið upp á það á 17. afmælisdegi sveitarinnar. Húsnæðið er á Lyngási 5-7 á Egilsstöðum og er um 250 fermetr- ar, þar af eru um 70 fm í fundarað- stöðu. Stefán Sveinsson formaður sveitarinnar segir hana vel búna tækjum, nýr snjósleði hafí bæst við þá tvo sem fyrir voru og stefnt sé að því að endurnýja einn árlega. Sagði hann sveitina ennfremur eiga eitt besta snjóbjörgunartæki á land- inu, en það er snjóbíll sem sveitin keypti fyrir nokkrum árum. Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson blessaði húsnæðið og lýsti því yfir að það væri formlega tekið í notk- un. Það voru félagar úr sveitinni sem lögðu alla vinnu í breytingar á húsnæðinu, en það var áður véla- verkstæði. Morgunblaðið/Egill Egilsson INGVI Jóhannsson (t.v.) með leiðbeinanda sinum, Steinþóri Gunnarssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.