Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 51 FRÉTTIR Fyrirlestur um þjálfun móðurmáls RANNVEIG A. Jóhannsdóttir æf- ingakennari við Æfingaskólann og Kennaraháskóla íslands flytur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofn- unar Kennaraháskóians þriðjudag- inn 26. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Þjálfun móðurmáls hjá elstu börnum í leik- skóla og byrjendum í grunnskóla og fjallar um rannsókn Rannveigar sem lögð var fram sem meistaraprófsrit- gerð (ME.d.) í uppeldis- og kennslu- fræði við Kennaraháskóla íslands 1996. í fyrirlestrinum mun Rannveig fjalla um breytingar sem verða í námi barna þegar þau hætta í leik- skóla og byija í grunnskóla en það svið hefur ekki áður verið rannsakað hér á landi. Helstu niðurstöður rann- sóknarinnar verða kynntar og skýrt frá viðhorfum til máluppeldis barna á þessum aldri eins og þau birtast í opinberum gögnum sem liggja til grundvallar uppeldis- og skólastarfi í íslenskum leikskólum annars vegar og grunnskólum hins vegar. Að auki verður varpað ljósi á ýmsa þætti í máli og almennum þroska sem telj- ast mikilvægir hjá börnum á þessu reki og stuðla að því að gera þau farsæla málnotendur. Rannveig A. Jóhannsdóttir er sér- kennari að mennt og hefur kennt á grunnskólastigi um árabil, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur kennt við Kennaraháskóla íslands frá 1979 og haldið fjölda námskeiða og fræðslufunda fyrir starfandi kenn- ara. Þá hefur Rannveig samið náms- efni fyrir byijendur í grunnskóla og veitt kennslufræðilega ráðgjöf um nám og kennslu barna á grunnskóla- stigi. Fyrirlesturinn verður í stofu M- 201 í Kennaraháskóla íslands og er öllum opinn. Listir og menn- ing eskimóa í FYRIRLESTRARRÖÐINNI Ork- anens 0je á sunnudag kl. 16 mun bandaríska listakonan Jo Going halda fyrirlestur í Norræna húsinu um listir og menningu eskimóa í Alaska. Fyrirlesturinn nefnist: „Inua: Images of Transformation and Spirit in the art and life of the Eskimos of Alaska". Jo Going er listakona búsett í Alaska og hefur starfað meðal frum- byggja um árabil og kynnt sér lífs- máta þeirra og menningu. Hún hef- ur haldið fyrirlestra innan Banda- ríkjanna og víðar um athuganir sín- ar á menningu eskimóa í Alaska. Einnig hefur hún verið kennari við fjölda listaháskóla í Bandaríkjunum. Hún mun dvelja hér á íslandi um þriggja mánaða skeið og vinna að listsköpun sinni og varð Island m.a. fyrir valinu því það liggur á sömu breiddargráðu og þar sem hún býr í Alaska. í listsköpun sinni fæst hún aðal- lega við þrívíddarmyndir með blönd- uðum efnum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Haustsýning tréskurðar- manna HAUSTSÝNING Félags áhuga- manna um tréskurð verður um helg- ina í Viðarmiðluninni, húsnæði Skóg- ræktar ríkisins í Suðurhiíðum 38 í Reykjavík. Sýningin er opin milli kl. 13 og 18 á sunnudag. Á sýningunni eru munir, sem félagsmenn hafa skorið út, bæði til sýnis og sölu. Markmið Félags áhugamanna um tréskurð er að efla skurðlist á Islandi með fræðslu, sýningum og útgáfu fréttabréfs. Félagið var stofnað í mar sl. og er þetta önnur sýning þess. HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur. Dagur harmonikunnar á sunnudag HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur stendur fyrir fjölskyldu- skemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ í Álfheimum sunnudaginn 24. nóv- ember nk. kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum og eru flytjendur á öllum aldri. MIKIL aðsókn hefur verið að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum i ár og nálgast sá timi óðum að tekið verður á móti milljónasta gestinum frá opnun garðsins. Hinn heppni gestur og fjöl- skylda hans fá gjafakörfur með íslenskum landbúnaðarafurðum frá Osta- og smjörsölunni, Mjólk- ursamsölu Reykjavíkur og Slát- urfélagi Suðurlands. Þau fá einn- ig árskort í garðinn og Ferða- þjónusta bænda býður þeim bændagistingu næsta sumar. Börn og unglingar leika nokk- ur lög og Stórsveit Harmon- ikufélags Reykjavíkur leikur undir stjórn Karls Jónatansson- ar. Einnig leika Matthias Korm- áksson, Olafur Þ. Kristjánsson, Karl Jónatansson og Sveinn Rún- Dýrahirðar Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins bjóða síðan milljón- asta gestinum og fjölskyldu hans að taka einhvern daginn þátt í umhirðu og fóðrun dýranna. Um helgar í vetur er börnum boðið á hestbak frá kl. 13-15. Sunnudaginn 24. nóvember verð- ur sögustund kl. 11 og kl. 15 skemmta vinir garðsins, Trjálfur og Mimmli. Aðgangseyrir 0-5 ára barna er ókeypis, 6-16 ára greiða 100 kr., fullorðnir 200 kr. og ellilífeyrisþegar fá ókeypis. ar Björnsson. Loks leikur Létt- sveit Harmonikufélags Reykja- víkur. Eftir kaffihlé gefst gestum kostur á að stíga léttan dans und- ir dunandi harmonikutónlist Létt- sveitar HR. Tanja tatara- stelpa í Ævin- týra-Kringlunni TANJA tatarastelpa kemur í heim- sókn í Ævintýra-Kringluna í dag, laugardag. Ólöf Sverrisdóttir, leik- kona samdi þáttinn um Tönju og hefur sýnt hann í leikskólum og víðar. Leikritið hefst kl. 14.30 í dag. Aðgangseyrir er 300 kr. og er þá bamagæsla innifalin. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Þar er ýmislegt til gamans gert. Þar er hægt að teikna og mála, sagðar eru sögur og farið í leiki. Boðið hefur verið upp á leikræna tjáningu og síðan eru leiksýningar vikulega. Ævintýra-Kringlan er opin kl. 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. Hestadómarar þinga FÉLAG hestaíþróttadómara heldur félagsfund sunnudaginn 24. nóvem- ber kl. 13.30 í húsakynnum ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á störf dómara á undanförnum árum og hafa dómarar því ákveðið að fá til skrafs og ráðagerða nokkra valin- kunna knapa svo sem Trausta Þór Guðmundsson, Atla Guðmundsson, Erling Sigurðsson, Sigurbjörn Bárð- arson o.fl, segir í frétt frá félaginu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn FRÁ Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Milljónasti gesturinn væntanlegur Samstarf tveggja gallería RAMMAGERÐ ísafjarðar og Gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg, eru með sameiginlega listmunasýningu 22. til 23. nóvember í Rammagerð ísafjarðar. Rammgerð ísafjarðar er eini stað- urinn á ísafirði, sem hefur í umboðs- sölu listmuni. Smíðar og skart er galierí í Reykjavík sem hefur í um- boðssölu listmuni eftir 60 listamenn. í þessu helgarsamstarfi taka um það bil 15 listamenn þátt. Til sýnis verða bæði nytjalistmunir og myndir. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 11-16 á laugardag. DANSPAR frá Dansskóla Auðar Haralds. Lottó-dans- keppni Dans- skóla Auðar Haralds HIN árlega Lottó-danskeppni verður haldin sunnudaginn 24. nóvember í íþróttarhúsi Seitjarnarness. Húsið verður opnað kl. 14 og keppni hefst kl. 15. Keppt verður í mörgum aldurs- flokkum, yngsti flokkurinn er 7 ára og yngri og sá elsti 35 ára og eldri. Aldursflokkunum er síðan skipt nið- ur í A-, B-, C-, -D og F-riðla. Allir keppendur í A- og F-flokkum dansa bæði suður-ameríska og standard dansa og verða gefin verðlaun fyrir samanlagðan árangur. Sigurpörin í þeim flokkum fá Lottó-vinning og farandbikar en öll önnur pör á verð- launapalli fá litlar gjafir. Sú nýjung verður í keppninni í ár að 7 ára og yngri í B- og C-riðli dansa gömlu dansana, dansaður verður skottís og fingrapolka. Að lokum verður svo haldin liða- keppni milli skóla. Hver skóli skipar eitt lið sem samanstendur af þremur danspörum, 11 ára og yngri, 12-15 ára og 16 ára og eldri. Keppt er í suður-amerískum dönsum. Sjö íslenskir danskennarar dæma keppnina. Bíl stolið af verkstæði LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú að ljósbláum Saab 99 GL, ár- gerð 1983, sem var stolið frá bif- reiðaverkstæði í Mörkinni 8 í lok október. Hvarf bílsins uppgötvaðist að morgni sunnudagsins 27. október. Bíllinn er með skráningarnúmerið R-22682. Þeir sem veitt gætu upp- lýsingar um hvar bíllin er nú eru beðnir að hafa samband við rann- sóknardeild lögreglunnar. Hvítur Saab, sem lögreglan leit- aði að dyrum og dyngjum og skýrt var frá hér í Morgunblaðinu, fannst eftir ábendingu lesanda. Hann stóð í iðnaðarhverfinu á Ártúnshöfða. Mamma má ég lífa? fófafett í miklu úrvali )old«>tt, hormófar OnnhMófatetti*? Vönduð lueöaHusgoon a fjodu verði! frákL '10.00-T6.00 usqoqn Hjá okkur eru Visa- og Eurorað- samningar i ávísun á staðgreiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.