Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 35
M ORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 35 0 3* i Í o « « j i € I < < i < i i \ Í i AÐSENDAR GREIIMAR Waldor f-skólinn í Lækjarbotnum er valkostur Pottur brotinn Nýlega fréttir af of- beldisverkum unglinga vekja verulegan óhug en jafnframt vakna spurningar um hvert stefni. Sögur og um- ijöllun að undanförnu minna helst á alræmd gengi unglinga í stór- borgum Brasilíu þar sem öllum virðist standa á sama hvernig yngstu þegnum samfé- lagsins reiðir af. Venjulega borgara hryllir við þegar við sjáum myndir af blóði drifnum götum og heyrum æ oftar sögur af limlestum unglingum sem orðið hafa fyrir barðinu á jafnöldr- um sínum. Hér er örugglega eitt- hvað á seyði sem flestir eru sam- mála um að ekki eigi að viðgang- ast. Auðvitað er engin einhlít orsök hvernig komið er. Eitt er að með- höndla ógæfusama einstakiinga Leita þarf skýringa og frumorsaka, segir Brynjólfur Jónsson, og Waldorf-skólinn er leið sem vert er að reyna. sem láta hnefann ráða að ekki sé talað um fórnarlömbin en hitt er svo að leita skýringa og frumor- saka. Meðal orsaka sem borið hefur á góma er stóraukið aðgengi barna og unglinga að ofbeldi í fjölmiðlum, breytt þjóðfélagsmynd, upplausn fjölskyldunnar, vímuefni og skóla- kerfi sem í grundvallaratriðum hef- ur ekkert breyst í takt við tímann. Um grunnskólakerfið má almennt segja að það hafi margt til síns ágætis en það er einnig greinilegt að það er ýmsum takmörkum háð, lítt sveigjanlegt á margan hátt og hæfir ekki öllum. Öðrum valkostum hefur verið lítill gaumur gefinn. Nýjar leiðir Ég tel rétt að vekja máls á þeirri leið sem farin er í Waldorf-skólan- um í Lækjarbotnum þar sem kennslan er borin uppi af hug- myndafræði Rudolfs Steiners en þar er öðru fremur reynt að ala upp manneskjur en það er ef til vill ein- mitt það sem þjóðfélagið okkar þarf í ríkara mæli í öllum þeim hraðfara breytingum sem við upp- lifum frá degi til dags. Hér vantar einstaklinga sem hugsa, eru sjálf- stæðir, víðsýnir og kunna að taka tillit hver til annars. Ein sterkasta hlið Waldorf-skólanna sem starf- ræktir eru víða um heim er einmitt áherslan sem lögð er á mannleg, samskipti og tjáningu. Nýlega flutti Englendingurinn Christopher Clo- uder, formaður Evrópusamtaka Waldorf-skólanna, fróðlegan fyrir- lestur í Gerðubergi. Hann sagði m.a. að það væri sann- að, a.m.k. i Bretlandi þar sem hann þekkir best til, að nemendur úr Waldorf-skólunum ættu ekki í neinum vandræðum með að afla sér vinnu og lífs- viðurværis að lokinni skólagöngu. Ef hún væri ekki til á annað borð sköpuðu þeir sér hana sjálfir. Annað sem vakti athygli var að Waldorf-skólar starfa í mismunandi trúarsamfélögum. Þetta hlýtur að vera góður mælikvarði á sveigjanleika skólastefnunnar. Til- trú mismunandi trúarbragða á skólastefnu sem þessa er mikilvæg viðurkenning enda er áhugi vaxandi á henni. Waldorf skólastefnan hefur einnig sannað gildi sitt í heimi hraðfara breytinga. Eitt það mikil- vægasta til að fóta sig í þessum nýja heimi er sveigjanleiki og aðlög- un en þar virðast Waldorf-nemend- ur hafa góðan grunn að byggja á. Foreldrar virkir í skólastarfinu Eitt af því sem einkennir Wald- orf-skólann í Lækjarbotnum er að foreldrar taka miklu virkari þátt í skólastarfinu en gerist í hinum al- menna grunnskóla þar sem skólinn hefur stundum verið nefndur geymslustofnun. Með virkri þátt- töku foreldra er afskiptaleysið brot- ið upp, m.a. heimsækja kennarar einatt heimili nemenda og kynnast fjölskyldunni á heimavelli. Þá skipt- ast foreldrar á að þrífa skólann og komast þannig í snertingu við um- hverfið sem barnið býr við. Skólinn verður ekki einhverskonar stofnun víðsfjarri heldur fá foreldrarnir á tilfinninguna að þeir séu hluti af þessu fyrirkomulagi og bera ábyrgð að einhveiju leyti á því sem þar fer fram. í Waldorf-skólanum eru starfræktir 1.-7. bekkur í þremur deildum en fjöldi nemenda er hátt á þriðja tuginn. Þeir sem hafa áhuga og vilja jafn- framt kynna sér kennsluhætti og starfsemi í Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum geta laugardaginn 23. nóv. komið á basar skólans, sem jafnframt er fjáröflunarleið til styrktar starfseminni. Þar eru til sölu fagrir handunnir gripir sem nemendur og foreldrar hafa gert. Skólinn er í einstöku umhverfi í Lækjarbotnum og á að vera nokkuð auðratað þangað þegar ekinn er Suðurlandsvegur austur um. Þegar komið er upp fyrir Lögbergsbrekk- una liggur afleggjari á hægri hönd rétt ofan brekkunnar. Basarinn stendur yfir frá klukkan 14.00 - 18.00. Fyrir þá sem eru ef til vill ekki í skólahugleiðingum býður umhverfið upp á Qölbreyttar göngu- ferðir og tilvalið að líta inn eftir á og fá sér kökur og heitt kaffi. Höfundur er framk væmdastjórí og situr í stjórn Waldorf-skólans í Lækjarbotnum. Brynjólfur Jónsson 9\c- Gazðavara Gjalavara — malar- orj kafíislell. Allir verðflokkar. ^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. Samhjálparsamkoma Árleg hátíðarsamkoma Samhjálpar í Ffladelfíu, Hátúni 2, verður haldin á morgun, sunnudaginn 24. nóvember, kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn. Skímarathöfn. Ræðumaður Gunnbjörg Óladóttir. Lokaorð Oli Agústsson. Allir velkomnir. S§mhjálp * ANTIK í KRINGLUNNI Erum að taka inn mikið cif glæsilegum antikhúsgögnum T.d . nokkur mahoní- og eikarskrifborð, mikið af borðstofu- borðum og stólum, sófaborð, spegla, Ijósakrónur og smávöru. Einnig furuhúsgögn, t.d. bekki, skápa, borð og fleira. Ath: Verðum í Kringlunni til 15. febrúar! GLÆSILEG VERSLUN - GOn VERÐ Mikið af handunnum íslenskum munum. Einnig myndlist og keramik. Vorum að taka inn stóra sendingu afhandunnum persneskum teppum. Opið í dag frá kl. 10-17 og á morgun frá kl. 13 -17 Sími í Kringlunni 553 5111 BOKG Sími í Aðalstræti 6 552 4211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.