Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 26
26 'MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • STÓRA tilvitnanabókin er í samantekt Símons Jóns Jó- hannssonar og Axels Amni- endrup. Þar safna þeir saman tilvitnunum og spakmælum hvaðanæva úr veröldinni frá umliðnum 30p0 árum. I inngangi bókarinnar segir: „Löng- um hafa menn haft gaman af því sem vel er sagt, hnytti- lega orðað og snilldarlega skrifað. Menn hafa hent á lofti tilsvör manna við ýmis tækifæri og vitnað til þeirra eða haft um hönd tilvitnanir úr bók- menntum sem þótt hafa sér- staklega vel orðaðar. í stuttum, vel sögðum setningum er oft fólgin meiri lífsspeki en lesa má úr löngum ræðum.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 448 bls. að lengd. Magnús Arason hannaði bók- arkápu en Prentsmiðjan Oddi prentaði. Leiðbeinandi verð er 4.860 kr. • LÓGMALIN sjö um vel- gengni er eftir Bandaríkja- manninn Deepak Chopra í þýðingu Gunnars Dal. Bókin hefur verið þýdd á 25 tungumál. Höfundur Gunnar Dal segir m.a. 1 inngangi: „Velgengni hefur mörg andlit. Verald- leg gæði eru aðeins eitt þeirra. Það er skyn- samlegt að líta á velgengni fremur sem vegferð en loka- mark. “ Bókaútgáfan Vöxturehf. gefur út. Bókin er 160 bls. og kostar 2.850 kr. Hönnuður kápu erJón Eiríksson. • SÖNN íslensk sakamál er eftir Sigurjón Magnús Egils- son. I bókinni segir frá fjöida íslenskra sakamála. Þau eru öll frá þessari öld, það yngsta aðeins fárra ára gamalt. Málin eru margvísleg. „Frásagnirnar eru hraðar og spennandi og til undantekninga heyrir ef nöfnum _ er breytt,“ segir í kynningu. I bókinni er að finna kaflana Af geðdeild- inni á Óðal, Brennuvargur í Reykjavík, Vopnað rán, Myrti aðra og barði hina auk 35 ann- arra íslenskra sakamála. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 224 bls. Verð 2.980 kr. Siguijón M. Egilsson • SEXOLUTION er bók á ensku með texta og teikningum eftir Benedikt Lafleur. Bókin snýst um ást og kynlíf, það að fljúga á vængjum ást- arinnar, kyn- hneigð, kyn- töfra og full- nægju. Áhrifavaldur höfundar er Susan Rae. Benedikt Lafleur er búsettur erlendis. Hann hefur áður sent frá sér greinasafn á íslensku og birt eftir sig skáldskap í biöðum og tímaritum. Sexolution ergefin út af Minerva Press íLondon. Bókin er 64 bls. Benedikt Lafleur Tilveran dásamlega BOKMENNTIR F r á s a g n i r o£ minningar LÍFSGLEÐI V Eftir Þóri S. Guðbergsson. Hörpu- útgáfan, Akranesi 1996 - 165 bls. ÞESSI bók mun vera sú fimmta í þessum flokki þar sem ýmsir rosknir íslendingar segja frá minn- ingum úr bernsku og er raunar misjafnt hversu Iangt þeir halda til nútíðar; sumir binda sig við afmark- aðan tíma eða einhveija vissa at- burði en aðrir ekki. Af frásögninni að dæma er líka upp og niður hvort frásögumenn skrifa sjálfir eða hvort Þórir S. Guðbergsson skráir eftir þeim. Alltaf virðast minningabækur skírskota til lesenda enda ekki nema hollt og fróðlegt að lesa bækur eins og þessa hér þar sem farið er aftur til tíma sem ungt fólk nú hefur fæst hugmynd um. En sá hængur er kannski á því að mér þykir ekki mjög sennilegt að yngri kynslóðin hafi sérstaklega mikinn áhuga á þess konar minningabókum, þær virðast í rauninni beinlínis ætlaðar þeim sem sjálfir muna þá tíma sem er verið að lýsa. Þegar fólk segir frá bernsku sinni, að minnsta kosti þeir sem hér eiga í hlut, er það sammerkt öllum að bernskan er orðin að nær samfelldum sólskinstíma í endur- minningunni. Þó að þetta fólk sem segir frá sé, að Sigríði Guð- mundsdóttur Schiöth undanskilinni, rétt komið yfir sjötugt, hafi augljóslega búið við misjöfn skilyrði og uppvaxtarkjör. En það eru auðvitað engin ný sannindi að ákveðnir tímar einkum bernsku- tímar breyta oft um lögun og lit þegar frá líða stundir. Og það sem máli skiptir er að þannig man fólk þessar stundir. Frásagnirnar eru allar fjarska læsilegar en kannski hefði náðst meiri fjölbreytni með því að velja frásögumenn sitt af hverju lands- horni, af þessum fimm eru tveir sem alast upp á sama tíma á svipuðum slóðum og rilja því af eðlilegum ástæðum upp áþekkt umhverfi. Guðni Þórðarson skrifar Ein- kunnagjöf úr Jökuldjúpi og æsku- lýðsleiðtogi sem vísaði veginn eink- um um æskuár sín í Hvítanesi og síðan flutning til Akraness, þar sem sr. Friðrik Friðriksson er prestur og lýst er kynnum af honum. Vekja má athygli á smávillu þarna: við upphaf kaflans er Guðni sagður fæddur 23. maí en þegar hann sjálf- ur tekur við lítur út fyrir að fæðingardagur hans sé 24. maí. Guðni skrifar af töluverðum hátíðleik og mikilli vandvirkni. Guðni fer góðum orðum um margt en honum hefur verið það eftirminnileg lexía sem amma hans innrætti honum ungum að manngæska og mildi sé meira virði en auðhyggja og mark- aðstrú. Kafli Guðríðar Elías- dóttur heitir Við höfum enn verk að vinna og þar segir hún frá upp- vexti á Akranesi, flutningi síðar til Hafnarfjarðar og farið yfir störf hennar í verkalýðsbaráttu, fjallað um misrétti launa og misrétti þegn- anna. Þetta er allt hið fróðlegasta en verkefni umsjónarmanns bóka eins og þessarar er einmitt að inna fólk eftir nánar þar sem farið er of fljótt yfir sögu. Það hefur nokk- uð skort á hér og víðar. Herdís Þorvaldsdóttir geislar af gleði í Er ekki tilveran dásamleg. Hún segir frá uppvexti í Hafnar- firði og fyrstu sporum sínum á leik- sviði en segist síðan ætla að gera að frásagnarefni nokkrar leikferðir sem hún fór í með Þjóðleikhúsinu til útlanda. Þar hefur allt verið mjög skemmtilegt og mikil og glað- Þórir S. Guðbergsson BÓKMENNTIR Minningabðk AFEÍKUDÆTUR Frásögur af lífi og starfi við miðbaug. Eftir Hröim Sigurðardóttur. Bókaútgáfan Salt, Reykjavík 1996,140 bls. AFRÍKUDÆTUR fjallar um líf og starf íslenskra kristniboða í Kenya á níunda áratugnum. Höfund- ur fór ásamt eiginmanni og ungu barni til Afríku og þar fæddust þeim hjónum fleiri börn. Aðstæðurnar sem mættu þeim voru sem hvítt og svart borið saman við líf þeirra á Islandi. Verkið segir frá daglegu lífi fjöl- skyldunnar, aðiöguninni, mótlætinu, starfi kristniboðans og hugsunum sem sóttu að á meðan á dvölinni stóð. Stíllinn er brotakenndur, minn- ingabrot þar sem hver persóna og hver atburður fær sinn kafla. Þann- ig fær hver persóna meira vægi og lesandi kynnist þeim betur, þær verða áþreifanlegri. Nöfn persóna eru ekki eins framandi og við væri að búast. Veronica, Kristín, María og fleiri nöfn virðast ekki afrísk inn- an um Kama-Poriot, pokot-nafn höf- Svart og hvítt undar. Nafngiftir eru því miður ekki útskýrð- ar. í lok hvers kafla er niðurlag þar sem ýmist er vitnað í Biblíuna eða guð beðinn bænar. Hlýja í garð fólksins er mikil. Menningarmótin, þar sem ólík menning mætist, eru margvísleg. Kristniboðamir búa við meiri þægindi en inn- fæddir, híbýlin eru stærri og eru með renn- andi vatni. Mikill tími innfæddra fer í að sækja vatn daglega. Heiðnin og kristnin mætast og heyja bar- áttu um sálirnar, fortíðin og nútím- inn, fáfræðin og þekkingin. Fáfræð- in er á báða bóga, hinir aðfluttu þekkja lítið til hinna innfæddu í byij- un, siða þeirra og þekkingar. Tor- tryggni gætir hjá báðum aðilum enda sambúð sem þessi ekki auð- veld. Ýmis mein samfélagsins eru svipuð þar og hér og því of mikil einföldun að skella skuldinni á heiðnina, nema syndir okkar samfélags stafi líka af heiðni. Tímaskyn, iífsgildi og framfarir hafa ólíka merkingu í mismun- andi menningu. Því verður ekki komist hjá árekstrum. Söguhöf- undur vill kenna „hreinlæti, kristilegt hugarfar og trú- mennsku“. (bls. 26) en finnst framfarir þeirra innfæddu helst til litlar. Athygli vekur að konur eru í meirihluta hinna kristnu, bæði giftar konur og ein- hleypar. Það er auðveldara að ná til kvenna með fræðslu um hreinlæti og sjúkdómavarnir enda hugsa þær um börnin og fræðsla um krist- indóminn flýtur með. Konur eru frekar tilbúnar að þiggja hjálp enda styrkir það stöðu þeirra í samfélagi þar sem þær eru oftast lítils metn- Hrönn Sigurðardóttir Bak við foiijaldið BÓKMENNTIR Dulrænar frásagnir HVARENDAR VERULEIKINN? eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. 150 bls. Útg.: Skjaldborg. Prentun: Ísafold/Flatey. Reykjavik, 1996. Verðkr. 2.980. »HVAR endar __ veruleikinn?« Þannig spyr Jóhanna Á. Steingríms- dóttir. Ætli vefjist ekki fyrir flestum að svara því? Þótt sagnirnar í bók þessari séu af ýmsu tagi eiga þær eitt sammerkt. Þær segja allar frá fyrirbærum sem ekki verða skýrð með eðlilegum hætti. Þarna er sagt frá berdreymi, vitrunum, höggum og slögum þar sem enginn er til að beija, fólki sem kemur og hverfur; og jafnvel frá bifreið sem raskar ró vegfarenda en hverfur svo skyndi- lega. Flestar tengjast sögurnar heimili höfundar eða næsta nágrenni, örfáar gerast i öðrum héruð- um. Heimildarmenn eru nafngreindir; nema sögumenn hafi óskað nafnleyndar, og þeir eru færri. Eins og góðra skrásetjara er háttur greinir Jóhanna skilmerkilega frá efni hverju en forðast mála- lengingar. Sögur henn- ar eru því fremur stutt- ar en að sama skapi gagnorðar. Hún segir gjarnan nokkur deili á heimildarmönnum og leggur jafnframt mat á trúverðugleika frá- sagnanna. Lesandanum lætur hún svo eftir að trúa því sem honum kann að þykja trúlegt. Hún segir að margur sé tregur til að flíka dul- rænni reynslu sinni; geri jafnvel minna úr en efni standa til. Misjafn- lega sé líka horft til þess sem menn þykist eygja bak við fortjald raunveruleikans. Al- mennt taki fólk t.d. mark á draumum án hliðsjónar af afstöðu til annarra fyrirbæra. Meðal sögumanna séu menn sem hafnað hafi hvers kyns hjátrú en eigi að síður orðið fyrir reynslu sem þeir gátu ekki sjálfir útskýrt. Frásögur þessar eru engar þjóðsögur. Samt er ljóst að Jóhanna styðst við fyrri tíma þjóðsagnahefð. íslensk þjóðtrú hefur lítið breyst síðan tekið var að skrásetja sagnir af dularfullum fyrirbærum. Oddur Björnsson safnaði þjóðsögum á sömu slóðum og Jóhanna. Sumar sagnir hans voru þó nær því sem Jóhanna hefur skrásett, það er að Jóhanna Á. Steingrímsdóttir leg veisluhöld. Lokaorð í kafla Her- dísar eru svo almennar hugmyndir hennar um lífið og hin ýmsu æviske- ið og er þar oft vel að orði komist. „Söngurinn lifir fram á hinsta kvöld“ heitir þátt.ur Sigríðar Guð- mundsdóttur Schiöth sem er aldurs- forseti bókarinnar. Þetta er skemmtileg kona sem segir frá, söngelsk frá bernsku, býr við venju- legt hlutskipti og hennar bíður hefð- bundið starf við að ala upp börn og annast um heimili. En hún er ekki alveg á því samt. Þótt hún verði að fylgja bónda sínum þegar hann vill búa í sveit, þótt hún hefði kosið Akureyri þar sem hún gat stundað sitt áhugamál, lætur hún sig hafa það að fylgja honum en er síðan út um allar trissur að kenna og stjórna þegar hún mögulega getur. Það er hispursleysi og hrein- skilni í þessum kafla sem ég sakn- aði í hinum sem á undan voru komn- ir. Örnólfur Thorlacius skrifar Frá fyrri hluta aldar og skiptir kafla sínum í þrennt, hernám og herseta, frá Fremstafelli og í menntaskóla. Tekið er fram að hernám og her- setukaflinn hafi birst áður en það rýrir hann hvergi. Örnólfur er ákaf- lega vel ritfær maður, lúnkinn húm- or hans nýtur sín afar vel og ekki síður þegar komið er að kaflanum I menntaskóla sem mér þótti afar skemmtilegur enda orðfæri Örnólfs auðugt og þó afar einfalt. Hann er dæmi um mann sem getur skrifað án þess að yfirfylla allt af lýsingar- orðum af því hann hefur vald á því sem hann vill sagt hafa. Jóhanna Kristjónsdóttir ar. Það er til lítils að taka einn og einn úr hverri fjölskyldu og láta þá síðan standa fyrir sínu innan þess samfélags sem þeir eru aldir upp í. Það verður að fræða alla fjölskyld- una. Eitthvað hefur skort á það því sumir virðast hafa þjáðst þegar þeir komu heim úr skólum hinna hvítu. Þetta fékk Pálína að reyna. Móðir hennar vildi ekki að hún „sneri baki við siðum og venjum þjóðflokksins". (37). Það var heldur ekki góðs viti að vilja fá viðurkenningu fyrir starf sitt í þessum heimi, það fékk Alfreð, svarti presturinn, að reyna. Þegar hann vildi fá bíl og fatnað eins og hvítu kristniboðarnir þótti hann of hégómlegur og var í raun úthýst af bæði hvítum og svörtum. „Alfreð var sá sem sleit af sér öll bönd, hefðir, siði og reglur heiðninnar og átti þess vegna ef til vill erfitt með að vita hvernig best væri og viturlegast að hegða sér.“ (54). Lesandi sem ekki er trúaður eða hefur efasemdir um réttmæti kristniboðsstarfs þarf að sýna textanum mikið umburðar- lyndi og alveg á mörkunum að verk- ið höfði til hans. Að öðru leyti varp- ar það ljósi á mismunandi aðstæður fólks og þjónar þar með tilgangi sín- um. Kristín Olafs segja að heimildirnar voru raktar beint eða milliliðalítið til uppruna. Sögur Jóhönnu eru þó persónulegri. I formála bókarinnar minnir Jó- hanna á spíritismann sem hafði hér geysimikil áhrif á fyrri hluta aldar- innar, ef til vill meiri en í nokkru landi öðru, vafalaust vegna þess að hann kom svo vel heim við íslenska þjóðtrú. Því leikur ekki vafi á að hann hafði hér nokkur áhrif á ritun og söfnun sagna af dularfullum fyr- irbærum. Jónas Rafnar, Jón Thorar- ensen, Sigurður Nordal og Þórberg- ur Þórðarson skrásettu allir þjóðsög- ur og fyrirburðasögur. Rit eins og Gríma, Gráskinna og Rauðskinna urðu firnavinsæl á fyrri hluta aldar- innar, ekki hvað síst á meðal ungl- inga sem lágu yfir þeim eins og hveijum öðrum spennusögum. Jó- hanna getur vel við félagsskapinn unað þótt hún sé seinna á ferð. Hún hefur vandað til heimilda. Hún skrif- ar lipran stíl á góðu íslensku máli. Og hún kann að bregða yfir sögur sínar þeirri dul sem löngum hefur þótt einkenna sögur af þessu tagi. Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.