Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ /^/Vitundarvígsla manns og sólar Dulfræði fyrir þá sem leita. Fæst í versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4 - 6 Námskeið og leshringar. MÉÚAhugamenn um Þróunarheimspeki Pósihólf4124 124Reykjiv(k Fax 587 9777 Slmi 557 9763 Vinningar í HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast tii vtnnings Heiti potturinn 26. nóv. '96 kom á miða nr. 20483 Fi> RANNÍS Orkurannsóknir Kynningarfundur um Orkurannsóknaráætlun ESB (Joule-Thermie) veröur haldinn á Grand Hótel Reykjavík 28. nóvember kl. 9.00-13.00. 09.00 Ávarp, dr. Þorkell Helgason, orkumálastjóri. 09.15 Joule kynning - hr. David Miles frá framkvæmdastjórn ESB. 10.15 Umræöur og fyrirspurnir. 10.30 Kaffihlé. 10.45 Thermie kynning - hr. David Miles. 11.45 Umræður og fyrirspurnir. 12.30 Lokaorð. Skráning er hjá Rannsóknarráöi íslands i síma 562 1320. H\\ye}d}sfagnaður Nú endurvekjum við fullveldisfagnaðinn i Sunnusalnum á Hótel Sögu 30. nóvember nk. Stúdentabollan framreidd frá kl. 19.00—19.30. — Samkvæmisklæðnaður — Hátíðin sett kl. 20.00: Formaður Hollvinasamtaka HÍ. Veislustjóri: Ragnhildur Vigfúsdóttir. Magister bibendi: Stefán Karlsson. Tvísöngur: Ingibjörg Marteinsdóttir og Þorgeir J. Andrésson við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Hátíðarræða: Ólafur B. Thors. Fjöldasöngur: Valdimar Örnólfsson stjórnar. Kórsöngur: Háskólakórinn. Danshljómsveit: Saga Klass. Miðapantanir í síma 551 4374, bréfasími 551 4911, tölvupósti sigstef@rhi.hi.is. Hollvinasamtök Háskóla islands, Stúdentafélag Reykjavikur, Félag islenskra háskólakvenna, Stúdentaráð Háskóla islands, Félag prófessora, Félag háskólakennara. IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson HVITUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á minn- ingarmótinu um Karl Schlechter í_Vín í Austur- ríki í haust. Úkraínski stór- meistarinn A. Rotstein (2.475) hafði hvítt og átti leik, en A. Alvir (2.355), Bosníu, var með svart. Svartur tefldi byrjunina illa og er óralangt á eftir í liðsskipan. Þá er ekki að Kökum að spyrja: 13. Rb6! - axb6 14. Bxb6 - Rc6 (Eða 14. - Dd7 15. Bb5 og vinnur) 15. dxc6 - d5 16. Db5 - bxc6 17. Hxc6 (Hótar 18. He6 tví- skák og mát) 17. - Dd7 18. Rxe5 - Ba6 19. Rxd7 og svartur gafst upp. Alþjóðlegi meistarinn I. Balinov, Búlgaríu, sigraði óvænt á mótinu með 7 v. af 9 mögulegum, en næstir komu stórmeistararnir Popovic, Júgóslavíu, Blatny, Tékklandi og Groszpeter, Ungverjalandi. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Þakkirtil starfsfólks Breiðholts- apóteks NÚ ÞEGAR hæst stendur slagur um viðskipavini apótekanna vil ég endi- lega, þótt seint sé, koma til skila þeim þökkum til Breiðholtsapóteks, sem það á skilið frá mér. Ég var á leið út úr Reykjavík en hafði brennt mig illa á læri stuttu áður. Eina apó- tekið sem opið var þá var Breiðholtsapótek. Það var helgi. Bið ég af- greiðsludömur um eitt- hvað sem geti linað kvalir mínar í brunasárinu; það er ekkert með það heldur er ég dregin bak við búð- arborðið, sett þar upp á rúmstokk, látin sýna sárið og með það sama er starfsstúlkan þotin fram í apótekið að ná í eitthvað. Hún setur einhverskonar gervihúð á lærið og segir að nú verði allt í lagi. Er ég síðan rukkuð um ca 200 kr. en það kostaði plásturinn. Slíka þjónustu hef ég ekki áður hlotið, bæði hvað varðaði viðmót starfsfólks, kunnáttu og verð lækningarinnar. Þess má geta að brunasárið, sem var slæmt, hvarf al- veg; ekkert ör né óþæg- indi. Fannst mér nú alveg tími til kominn að láta uppi hverskonar gæða- apótek Breiðholtsapótek er. Anægður viðskiptavinur. Einhæf Sýn Guðjón hringdi: Af sex leikjum sem sýndir hafa verið beint á sjónvarps- stöðinni Sýn eru fimm sendingar frá leikjum Manchester United. Þar af voru tveir eða þrír ekk- ert merkilegir. Getur verið að umsjónarmaður þáttar- ins hafi bara áhuga á að sýna leiki með því liði sem hann heldur mest uppá? Þetta er orðið fulleinhæft og verður að breytast. Guðjón Alltíl.flokk? GYÐA Jóhannsdóttir hringdi, en hún vill að fólk hætti að kaupa það nauta- kjöt sem stendur því til boða í kjötborðum versl- ana hér á landi. Hún segir að kjötið sé flokkað í fjóra flokka, misjafna eftir gæðum, en sú flokkun virðist skila sér í af- greiðsluborðin. „Þar er atlt nautakjöt 1. flokks," sagði hún, „neytendur eiga ekki að láta bjóða sér upp á þetta. Þeir ættu að hætta að kaupa nautakjöt þar til framleiðendur og seljend- ur taka sig á." Tapað/fundið Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með fjór- um lyklum fannst í bið- skýli fyrir utan Hátún 4 sl. föstudag. Upplýsingar í síma 553-9586 eða í síma 563-2617. Guðmundur. Hjól fannst STORMHJÓL fannst á garðstíg í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 555-4654. Hringur tapaðist TAPAST hefur karl- mannshringur úr silfri með áletraðri gullplötu. Hring- urinn tapaðist í Naustkjall- aranum föstudaginn 22. nóvember sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-0332. Úr fannst Gyllt og silfrað úr fannst á malarvellinum hjá KR- vellinum. Upplýsingar í síma 562-9078. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar, Sanja Björk, Tinna, Ása Dögg og Snorri héldu tombólu nýlega. Ágóðinn sem var 3.089 krónur fór í Hjálparstarf ABC, til styrktarbarnsins Nagul. HOGNIHREKKVISI „Fa/mstueittJii/að stmþ'trlAkar?" Víkverji skrifar... 4 AFORSÍÐU nýjasta tölublaðs Lyfjatíðinda er allnýstárleg auglýsing, sem tekur yfir alla for- síðuna, að blaðhaus undanskild- um. Auglýsingin er frá Glaxo Wellcome ehf. og verið er að aug- lýsa lyfið Zantac. í fyrirsögn að auglýsingunni segir: „í ráðuneyt- inu eru allir með í maganum vegna lyfjakostnaðar. Zantac getur linað þær þjáningar. 45% verðlækkun." Texti auglýsingarinnar er svo- hljóðandi: „Einkaleyfi á Zantac er nú að falla út í Evrópu og því hefur Glaxo Wellcome ehf. ákveðið að lækka verðið á frumlyfinu Zantac um 45%. Það þýðir að nú fæst frumlyfið á lægra eða sama verði og eftirlíkingalyfin sem hafa verið til sölu á markaðnum." Það liggur við að daglega birtist frétt- ir um umtalsverða verðlækkun á einni vöru eða annarri. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða áhrif þessi verðlækkun á Zantac hefur á verðlagningu annarra skyldra lyfja. VÍKVERJI veltir. því fyrir sér, hvort nú sé skæð hálsbólga að herja á borgarbúa í því kulda- kasti sem þeir hafa mátt búa við undanfarið. Að minnsta kosti eru það gróflega margir úr kunningja- hópi skrifara sem hálsbólgan hefur lagt að velli á undanförnum dög- um. En líklega er sá tími vetrar nú kominn, þegar hvers konar pestir hrjá landsmenn, hvort sem um kvef, inflúensu eða hálsbólgu er að ræða. MARGIR minnast ugglaust slagverkleikarans skoska, Evelyn Glennie, sem kom hingað til lands í fyrra og lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands, við geysilega góðar undirtektir ís- lenskra tónleikagesta. Hún þykir undrabarn á sínu sviði, er þrítug að aldri, en hefur verið heyrnar- laus frá ellefu ára aldri. Víkverja er minnisstætt viðtal við listakon- una, sem birtist hér í Morgunblað- inu, sama dag og hún lék með Sinfóníuhljómsveitinni. Persónu- töfrar hennar og snilld beinlínis geisluðu af henni í áðurnefndu viðtali. ÞETTA rifjaðist upp á sunnu- dagskvöld, þegar Víkverji horfði á bandaríska sjónvarpsþátt- inn „60 Minutes" eða 60 mínútur á Stöð 2. Ed Bradley átti viðtal við listakonuna og fylgdi henni eftir á tónleikum og æfíngum. Glennie var við sama heygarðs- hornið í þættinum með Bradley - hún heillaði hann og aðra starfs- menn þessa virta sjónvarpsþáttar upp úr skónum og reyndar svo mjög, að hann hafði sérstakt orð á því, að sennilega hefði enginn viðmælandi þeirra í „60 Minutes" heillað þá meira en einmitt Evelyn Glennie. 1 i 4 4 i 4 4 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.