Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 27
h- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 27 LISTIR Þrautin þyngri BOKMENINTIR Endurminningar SAKLAUS f KLÓM RÉTTVÍSINNAR eftir Jónas Jónasson. 208 bls. Útg.: Vaka-HelgafeU. Prentun: Oddi hf. Reybjavík, 1996. Verð kr. 3.880. HVERS vegna það varð að slíku stórmáli með þjóðinni? Ætli orsak- irnar hafi ekki verið margar? Fjöl- miðlarnir. Almannarómur. Fljót- ræði. Mistök. Sjálf- sagt sitthvað fleira. Hér er rakinn einn þáttur málsins: Hundrað og fímm daga gæsluvarðhald Magnúsar Leópolds- sonar. Forsögu máls- ins er að fáu getið; vafalaust gert ráð fyr- ir að lesandinn geymi það allt í minni. Að- dróttanirnar voru al- variegar. En þær reyndust ekki á rök- um reistar. Magnús var látinn laus. Rétt- vísin lét hann nokkurn veginn í friði upp frá því en varð að greiða honum bætur. En at- burðurinn varð ekki aftur tekinn. Þar sem sögumaður hafði með svo afdráttarlausum hætti verið bendlaður við alvarlegt sakamál var aldrei framar hægt að láta eins og ekkert hefði gerst. Minna þarf til að breyta lífi manns. Tæpast að furða þó slík meðferð skilji eft- ir sig djúpstæð og langvarandi sárindi. Það er hægara sagt en gert að vinna sig út úr þvílíkri martröð. Þegar upp var staðið og horft var til baka mátti kalla að málatilbúnaður þessi væri allur með ólíkindum. Bók þessi segir frá handtöku Magnúsar, gæsluvist og öðru þar að lútandi og að lokum frá lausn hans. Að öðru leyti einkenndist lífið þessa mánuðina af deyfð og viðburðaleysi. Því má kalla vel af sér vikið — ef horft er á hlutina út frá því sjónarhorni — að teygja efnið yfir heilar tvö hundruð síð- ur. Tíu til tuttugu hefðu nægt til að rekja atburðarásina. En til að þetta yrði bók hefur höfundur tek- ið þann pól í hæðina að fjölyrða því meir um geðhrif og sálarástand sögumanns frá degi til dags. Sýn- ist sem höfundur reyni með því Jónas Jónasson Magnús Leópoldsson að endurvekja örvænting hans og sálarkvöl sem vafalaust hefur ver- ið allt að óbærileg. En þar gildir lögmálið: Því fleiri orð, því minna vegur hvert þeirra. Langdreginn stíllinn ber efnið ofurliði. Þetta verður of mikið um lítið, of mikil endurtekning, stundum í bókstaf- legum skilningi. ». . . enda á hann enga undankomuleið . ..« stendur t.d. á bls. 21. Og á næstu síðu: »... en hann á enga undankomu- leið.« Víða er farið hörðum orðum um lögreglumenn og starfsmenn Síðumúlafangelsis, enda verða þeir tákn- mynd valdsins í frá- sögninni: ». . . menn næturinnar... fávitar . . . fábjánar . . . hálf- vitar . . . sálarlausir tuddar . . . aularnir í rannsóknarlögregl- unni... vitleysingarn- ir í rannsóknarlögregl- unni. . .« Var ekki hægt að spara þessi orð en ná þó fram sams konar eða sterkari áhrifum? Sama máli gegnir um blótsyrði sem víða koma fyrir í textanum. Þau auka ekki áhrifa- mátt frásagnarinnar nema síður sé. Inn á milli er skotið stuttum þáttum þar sem sagt er frá æsku og uppvexti Magnúsar sem ólst upp í fátækt en sýndi þó snemma af sér dugnað og framtaksemi og hóf undrasnemma sjálf- stæðan atvinnurekst- ur. Konu hans er líka að nokkru getið en á hana hefur ekki minna reynt, ef til vill meira. Þeir kaflarnir eru tví- mælalaust hið læsileg- asta í bókinni. Sagan er ýmist sögð í fyrstu eða þriðju persónu. Ekki er ljóst hvernig samstarfi þeirra, sögu- manns og höfundar, hefur verið háttað. Nema hvað sögumaður hefur lagt til söguþráðinn; hann er það hráefnið sem höfundurinn vinnur síðan úr, mikið eða lítið eftir atvikum. Meginreglan er auð- vitað sú að sögumaður ráði frá- sögn sinni en höfundur taki einn ábyrgð á skrifuðum texta sínum. Vera má að unnt sé að gera mikið úr svo takmörkuðu efni sem hér um ræðir. Til þess þarf þó bæði smekkvísi og hugkvæmni. Höfundur bókar þessarar hefur það ekki á valdi sínu. Erlendur Jónsson Nýjar bækur Sinfónía heitra tilfinninga NY ljóðabók, Alla leið hingað, eftir Nínu Björk Árnadóttur, er komin út og er þetta níunda ljóðabók henn- ar. Einnig hefur hún sent frá sér tvær skáldsögur, leikrit og fleiri verk. í kynningu segir: „Andblær liðinna stunda er rikur í bók- inni og myndir úr öll- um áttum sækja á hugann. Sinfónía Nína Björk Ámadóttir heitra tilfinnihga hljómar, söknuður og ótti finna mótvægi í ofsa og óþreyju, lífs- ótti glímir við lífs- þorsta. Alla leið hing- að geymir áleitin ljóð sem unnendur góðs skáldskapar munu hrífast af og fagna." Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. og er verð hennar 2.480 kr. Sverrir Tómasson Nýjar bækur • BÓSA saga. og Her- rauðs er ein af Fornaldarsög- um Norðurlanda, líklega sam- in á 14. öld. Höfundur hennar erókunnurenhannhefur verið með ritfærustu mönn- um sinnar samtíðar. ÍBósa sögu er greint frá margvís- legum ævin- týrum bónda- sonarins Bögu-Bósa og förunautar hans, kon- ungssonarins Herrauðs. Kunnust er sagan fyrir berorðar lýsingar af ból- förum Bósa. „Þær eru gerðar af mikilli stílleikni og sver orðfærið sig í ætt við bragð- mestu erótík í evrópskri sagnalist frá sama tíma," segir í kynningu. Dr. Sverrir Tómasson, sér- fræðingur við Stofnun Árna Magnússonar, hefur búið söguna til prentunar, skrifað eftirmála og samið orðskýr- ingar. Tryggvi Ólafsson, list- málari, teiknaði myndir í bók- ina og gerði kápumynd. Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 79 bls., prentuð íSvíþjóð. Verð 1.980kr. Heilsubót BOKMENNTIR Fyndni BESTU BARNABRANDARARNIR Teikningar. Halla Kristín Einarsdótt- ir. U mbrot: Edda Har ðardóttir. Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 1996.95 siður. HEITI þessarar bókar er klaufa- lega valið, að mínum dómi, telur fólki trú um, að hér sé safn fyndni fyrir krakka. Svo er ekki, heldur bók fyr- ir alla þá sem kunna kímni að meta — kunna að hlæja. Fyndni er ákaflega teygjanlegt hugtak og ólíkt hvað vekur þjóðum hlátur, til dæmis mikill munur á danskri, enskri og íslenzkri fyndni. Okkar er klúr og þunglamaleg; dan- skra dulin, nærri lævís; enskra al- þjóðlegri, beint að þeim sjálfum. Svo skal því ekki gleymt, að það sem vekur mér hlátur í dag gerir það kannske ekki á morgun. Fyndni er því háð stað, líka hugarástandi þess er les eða heyrir, ekki sama hvort þú ert staddur eða stödd f kirkju eða krá. Safn til þessarar bókar hefir tekizt vel, sneitt hjá hinu klúra, — heimskuþvaðrinu líka. Víða er leitað fanga, gamalt og nýtt, innlent og erlent. Þarna er sagan af Patton gamla í nýjum búningi (73) og það sem þjóðsagan hefir tengt nafni sra Baldurs í Vatnsfirði er komið í nýjan búning og látið henda prestinn f Garðabæ. Nú er eg ekki mjög kunn- ur hver húsdýr finnast þar, tel þó fráleitt að þeir haldi asna og fráleitt að skrásetjari eigi við mennskan asna, ætla honum ekki svo illt. Hitt er eg að benda á, að umgangast þarf orð með varúð. Sagan um sra Baldur er miklu betri. (59) En nóg um slíkar aðfinnslur, þvf bókin er vissulega þokkalegasta skrýtlusafn, sjálfsagt reynist fleirum erfitt að veltast ekki um af hlátri en gæsalöpp (62). Dæmdu sjálf(ur): „Sjáðu hvað þú hefir gert!" hróp- aði reiður viðskiptavinur í þvottahúsi á Akureyri. "Ég sé ekkert að þessum vasa- klút," svaraði eigandi þvottahússins. „Vasaklút! Þetta var lak." * * * Villi litli kom hlaupandi til mömmu sinnar og_ sagði óðamála: „Mamma, mamma! Ég fel'di niður stóra stigann sem stóð upp við húsgaflinn." „Af hverju ertu að segja mér það," spurði mamma. „Farðu heldur og láttu hann pabba þinn vita af því." „Pabbi veit af því. Hann hangir f þakrennunni." * * * Gesturinn: „Er hundurinn þinn hrifinn af börnum?" Steinþór: „Já, en hann vill samt heldur hundamat." Látum þessi sýnishorn nægja. Myndir eru bráðskemmtilegar, hrein- lega skrfkja af kátínu.hefðu mátt vera miklu fleiri — gert samanþjapp- að efni auðveldara í umbroti, líf- legra. Hlátur er hollur og þessi bók er því heilsubót. Sig. Haukur Spástefna Stjórnunarfélags Islands 1997 baldin í Þingsai 1. Scandic Hólel Loftleiðum, þriðjudaginn 3. desember 1996 kl. 14-17 Mannauður í fyrirtækjum - viðhorf og aðgerðir stjórnenda Dagskrá: Kl. 14.00 Setning spástefnu. Thomas Möller, stjómarformaður SFÍ. Kl. 14.10 Ræktun mannauðs í fyrirtækjum. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. Kl. 14.25 Mannauður - fyrirtæki - kjarasamningar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Kl. 14.40 Mannauður-'Tjárfestingífólki". Gunnar Helgi Hálfdanarson, forstj. Landsbréfa hf. Kl. 14.55 Virkjun mannauðs með aðstoð upplýsingatækninnar. Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja hf. Kl. 15.10 Kaffihlé. Kl. 15.30 Ný spá fyrirtækja um efnahagsþróun næsta árs og Hkleg þróun efnahags- og atvinnulífs til aldamóta. Sigurður Ágúst Jensson, viðskiptafræðingur. Kl. 16.00 Hvarríkirjákvæðastastarfsvitundin? Niðurstöður 13 mæliþátta fyrstu íslensku starfsvitundarkönnunarinnar kynntar. Dr. Halldór Júlíusson, sálfræðingur. Kl. 16.50 Spástefnu slitið. Spástefnustjóri: Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri SFÍ. Sigurður Ágúst Jenssen Frosti Sigurjónsson Árni Sigfússon Thomas Möller Þórarinn V. Þórarinsson Stjómunariélag islands Ánananaustum 15 sími 562 1066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.