Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + tfrgtitiMflfeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKOLIOG SAMFÉLAG IVIÐTOLUM við skólamenn í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag um vaxandi ofbeldi ungmenna bentu þeir á að þau væru um 85% af tíma sínum utan skólans. Þess vegna beri skólinn ekki einn ábyrgð á því sem aflaga fer enda geti hann ekki tekið við uppeldi barnanna. Hér er að sjálf- sögðu vísað til hlutverks foreldra og heimila. Hvernig er það þjóðfélag sem börn og unglingar alast upp í? Hvernig er búið að heimilunum í landinu? Svarið felst í þeirri mynd sem við blasir. Agaleysi fer vaxandi á heimilum, í skólum og samfélaginu. Fleiri og fleiri börn alast upp án samveru við báða foreldra vegna upplausnar fjölskyldna eða þá vegna mikillar aukavinnu. Þungbær og víðtæk skattheimta kallar á meiri aukavinnu og sí- þreyttir foreldrar hafa minni og minni tíma fyrir börnin. Þau halla sér að sjónvarpi, myndböndum og tölvuleikjum með öllu því áreiti og firringu sem því fylgir. Kannanir sýna að þar er að leita skýringa á vaxandi ofbeldi ung- menna. Þau verða fráhverf lestri því myndmálið er svo miklu auðveldara. Þetta kemur niður á málkennd og ein- beitingu við nám. Þjóðfélagsumræður mótuðust lengi af því að einstakl- ingarnir bæru sem minnsta ábyrgð á sjálfum sér heldur var henni varpað yfir á aðra. Stjórnmálaöfl og hvers kyns hagsmunahópar hafa í síbylju alið á endalausum kröfum á hendur ríki og sveitarfélögum (skattgreiðendum) eins og það sé guðsgefinn réttur að fá sem mest upp í hendurn- ar fyrirhafnarlaust. í þessu andrúmslofti starfa skólarnir og skólamenn verða að horfa upp á það að þangað sé vandamálum vís- að. Skólarnir séu geymslustaðir allt frá ungum aldri og fram að tvítugu. Kröfurnar um lausnir í skólastarfi á fé- lagslegum vandamálum eru endalausar. Sem dæmi má nefna nýlegar kröfur um að skólinn leysi fíkniefnavand- ann, þar á að leysa jafnréttisbaráttuna og þar á að upp- fræða um sjávarútveginn. Kröfurnar eru ekki um það að börnum og unglingum séu kennd öguð vinnubrögð, að bera ábyrgð á verkum sínum eða gerð grein fyrir því að árangur næst ekki í lífinu nema með vinnu og fyrirhöfn. Það virðist gleymast að grunnur alls náms byggist á því að kunna að lesa, skrifa og reikna. Ýmislegt má að skólunum finna og starfi kennara. Undanfarin ár hefur talsvert verið rætt um atgervisflótta úr kennarastétt. Er þá vísað til þess að hæfileikaríkustu kennararnir leiti í önnur störf vegna lélegra launa, ekki sízt raungreinakennarar. Þeir, eins og raunar íslenzku- kennarar, þurfa að leggja á sig mikla heimavinnu við yfirferð verkefna. Hún er hins vegar lítið sem ekkert borguð. Því hefur með tíð og tíma dregið úr heimaverkefn- um nemenda og ritgerðasmíð. Það er að sjálfsögðu afleitt vegna námsárangurs en ekki sízt þar sem ungmennin læra öguð vinnubrögð af þeim. Endurbætur á skólastarfi skila ekki árangri fyrr en eftir langan tíma. Hann verður hins vegar lítill nema því aðeins að foreldrar geri kröfur til sjálfra sín í uppeldi barna sinna og kenni þeim að gera slíkt hið sama í námi. Endurvekja þarf gömul gildi í skólanum, sem byggjast á aga, ástundun og samvizkusemi. Það mun skila bættum námsárangri og betra þjóðfélagi. VEL AÐ VERKISTAÐIÐ IFERSKU minni er stórskaði á samgöngumannvirkjum og byggðalínum sem mikið Skeiðarárhlaup olli fyrr í þessum mánuði. Bráðabirgðaviðgerð hefur gengið mun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Vegurinn yfir Skeiðarársand verður opnaður í dag, miklu fyrr en ráð var fyrir gert, þrátt fyrir langvarandi kuldatíð. Straumur er og fyrir nokkru kominn á byggðalínu Landsvirkjunar á Skeiðarársandi. Það liggur ekki í láginni ef eitthvað fer úrskeiðis í samfé- lagi okkar. Það er síður í hávegum haft sem vel er af hendi leyst. Full ástæða er til að vekja athygli á - og þakka - lofsverða frammistöðu vegagerðarmanna og við- gérðarmanna á byggðalínum sem eina ferðina enn hafa skilað góðu verki við erfiðar aðstæður. Hundruð þúsunda flótta- manna hafa á undan- förnum dögum streymt yfir landamærin frá Za- ire til Rúanda. Flestir dvöldu í búðunum í rúm tvö ár eftir að hafa flúið morðæðið sem reið yfír í Rúanda og kostaði hundruð þúsunda manna lífíð. Þorkell Þorkels- son, ljósmyndari Morg- unblaðsins, og danska blaðakonan Stine Leth- Nissen, sem nú er í Rúanda á vegum ACIST, alþjóðlegrar neyðar- hjálpar kirkna, fylgdust með þegar fólkið sneri heim á ný eftir langa ______fjarveru.______ VIÐ hittum Colette Mukank- usi á stöðinni við veginn, aðeins 30 km frá Kigali. Hún er ekkja, 33 ára að aldri, og var áður hjúkrunarkona í höfuðborginni. Nú var hún á leiðinni til sinnar sveitar í Kibuye-héraði, sem er 90 km fyrir sunnan Gisenyi. Hún gat samt ekki farið þangað beinustu leið því að flóttafólkinu hafði verið sagt að fylgja fyrst þjóðveginum til Nkamira-búðanna og fara síðan þaðan heim í átthagana. Hún var með for- eldrum sínum og fimm börnum, börn- unum sínum þremur og tveimur, sem hún „fann á leiðjnni". Mukankusi er enginn aukvisi, búin að ganga alla leið frá Mugunga-búðunum með Clémence, tíu ára, Robert, sjö ára, og Aimé, sem er aðeins fimm ára. Mukankusi var að bíða eftir flutn- ingi til Kibuye ásamt þúsundum ann- arra flóttamanna. Þar sem hún stóð í biðröðinni eftir kexköku og vatni sagði hún okkur, að sig dreymdi um að fara að vinna aftur. Fyrst yrði hún þó að fara heim í sitt hérað þar sem heimkoma hennar yrði skráð en síðan gæti hún farið til Kigali og kannski fengið vinnu á spítala. Colette giftist þegar hún var 22 ára gömul en eiginmaður hennar lést áður en hörmungarnar dundu yfir í Rú- anda. Síðan hefur hún séð um sig sjálf og börnin sín, upplifað blóðbaðið og hryllinginn og búið við ömurlegar að- stæður í flóttamannabúðum í Austur- Zaire. Nú vonast hún til, að börnin geti hafíð skólagöngu til að geta átt sér einhverja framtíð í landinu. Heimkoman „Góðan daginn," sagði hann um leið og hann gekk framhjá okkur og sekkurinn, sem hann bar á höfðinu, sveiflaðist til á hraðri göngunni. Hann EFTIR tveggja ára útlegð er flóttafólkið flest allslaust, yfirleitt Gangan 1; Zaire til var með húfuna öfuga og þess vegna kom ég auga á stafína á derinu. Hjálp- arstofnunin ACIST sagði þar og ég tók á rás og náði honum 100 metrum neðar við veginn. „Já, ég vann fyrir ACIST í Kib- umba-búðunum," sagði hann með virðuleika í röddinni. Hann hafði verið í tvö ár í flóttamannabúðum í Zaire og var með skilríki, sem sýndu, að hann hefði starfað fyrir ACIST. Hann hafði séð um að skipuleggja samhjálp- arhópa ekkna, sem áttu yfirleitt mjög illa ævi í búðunum. Fengust þessir hópar við hannyrðir og vefnað og fyr- ir það fékkst einhver peningur. Nú var Anastase Muhozi á leið heim ásamt 15 öðrum úr fjölskyldunni. Muhozi fæddist í Muhengeri fyrir 36 árum og er lærður rafvirki. Var hann áður rafstöðvarstjóri í Kibungo- héraði í Suðaustur-Rúanda. Hann var að fara með fólkinu sínu heim á gamla býlið í Nyamugali en þangað hafði hann komið árum sam- an. Hann átti hús í Kigali, „við fyrstu umferðarljósin þegar komið er inn til borgarinnar", og í Kibongo var hann með hús á leigu. Nú átti hann ekk- ert. „Ég missti allt þegar ég flýði blóðsúthellingarnar," sagði hann og bætti svo við eftir smástund: „Bara núna í Ruhengeri var stolið frá mér útvarpinu, því síðasta, sem var ein- hvers virði í minni eigu." Við urðum að ganga sex km veg í fignum hæðirnar að heimili Muhozis. fyrstu virtist hann ekki alveg viss um hvar býlið væri en þá hitti hann gamla nágranna sína og skólafélaga. Tóku þeir honum opnum örmum. Kona Mu- hozis, 25 ára gömul, með sex mánaða gamalt barn þeirra í fanginu, gat ekki haldið í við manninn sinn enda mjóp hann við fót síðustu tvo kílómetrana. Þau höfðu lagt upp frá Kibumba- búðunum 26. október með allt sitt hafurtask á herðunum og nú var þess- ari löngu göngu lokið. Ung stúlka kom í ljós, feimin og flissandi þegar frændi hennar fór að furða sig á því, að hún skyldi vera orðin svona stór, næstum kona. „Segðu honum mági mínum að líta við í kvöld," hrópaði Anastase glað- lega þegar hann stikaði aftur af stað. „Hér þarf greinilega að taka til hend- inni," sagði hann og benti á akrana, sem komnir voru 5 hálfgerða órækt. Æskuheimilið hans Muhozis, nokk- U! fr bi ir sl n a: fflL ^^.^f***1 £(s>V';t ST ' '* , -^Bi swwf* ¦^smk ANASTASE, fyrrverandi starfsmaður hjálparstofnunarinnar ACIST, á veginum þar sem greinarhöfundur kom auga á hann. ÆTTARÓI frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.