Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVBMBER 1996 25 LISTIR íslenskir riddarar, ekki lömb Menningarhátíðinni Boreales á Normandí er lokið. ísland hefur verið áberandi í Frakk- landi undanfama daga, dæmi hafa gefíst um myndlist og tónlist, en íslensk skáld verið í sérstöku uppáhaldi. Þórunn Þórsdóttir fylgdist um helgina með fund- um þeirra við franska starfsfélaga. Hún þurfti stundum að tylla sér í tröppur því fjömennt var á fundunum eins og öðrum viðburðum hátíðarinnar. ÍSLENSKIR vindar blása um Frakkland núna og Guðbergur Bergsson rithöfundur spáir því að ekki lægi í tvær vikur. Bókmennta- hátíðinni Boreales eða norðurljósum lýkur á Normandí í dag. Guðbergur var á hátíðinni ásamt Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Steinunni Sig- urðardóttur, Thor Vilhjálmssyni og Kristjönu Gunnarsdóttur sem býr og skrifar í Kanada. „Nú muna Frakkar eftir íslandi í hálfan mánuð,“ segir Guðbergur, „og næst þegar minnst er á landið hugsa þeir um bækur, eldfjöll og sjó. Hér er ekki haldin hátíð af bróð- urkærleik, við erum ekki lítil lömb, við erum í því alþjóðlega sam- hengi, sem er betra en eldhúsið heima.“ Boreales er árlega besta tæki- færi Frakka til að komast í kynni við Norðurlönd. Aðallega bækur, en einnig tónlist og myndir, leikhús og bíó. Fimmta árið helgaðist ís- landi, arfleifð og samtíma. Haldið var málþing um bókmenntir að fornu og nýju, opnuð var sögusýn- ing, sungið og spilað, lesið og talað um bækur. Síðasta helgi var há- punktur hátíðarinnar, íslensku höf- undarnir ræddu við franska fyrir fullu húsi áheyrenda. Rithöfundar ræðast við Áhugi og ánægja lá í loftinu, ýkjulaust, og íslensk flögg sviptust yfir kastalavirkinu í Caen, höfuð- borg svæðisins. Saiir voru næstum eða alveg fullir af fólki á öllum við- burðum helgarinnar, nýþýddar ís- lenskar bækur seldust eins og heit- ar lummur, höfundar árituðu þreyttir eftir samtal í áheyrn 200 forvitinna Frakka, auðvitað með glampa í augum. Þeim hafði verið stefnt til fundar við félaga í hugsun og viðfangsefni. Guðbergur Bergsson byijaði á laugardag með frönsku skáldkon- unni Paule Constant. Þau töluðu um stelpusögur, feimni og ferðalög. Svo ræddu Álfrún Gunnlaugsdóttir og Agota Kristof um einmanaleika, tvenndarheim og leitina að sjálfi og samastað í tilverunni. Á sunnu- deginum hlógu þær að ástinni, Steinunn Sigurðardóttir og Emm- anuele Bernheim. Heilluðu gesti með því kvenlega, draumkennda og afar raunverulega. Síðan töluðu Kristjana Gunnarsdóttir og Pierre Bergounioux um frásagnir af minn- ingum úr öðrum tíma, öðrum heimi; frásagnir þess sem í senn horfir fram á við og um öxl. Loks hittust Ljósmynd/Jan Guillov Á BOREALES á Normandí. Á myndinni eru frá vinstri: Veronique og Eric Eydoux, forseti menning- arhátíðarinnar, Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, Torfi Tulinius, dósent í frönsku við Háskóla íslands, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Steinunn Filipusdóttir LeBreton, íslenzkukennari við háskólann í Caen, sendiherrahjónin Guðný Aðalsteinsdóttir og Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson, Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður og rithöfundarnir Álfrún Gunn- laugsdóttir og Kristjana Gunnarsdóttir. í OPNUNARHÓFI menningarhátíðarinnar Iék Áshildur Haralds- dóttir á flautu og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran flutti ljóð eftir Mahler á tónleikunum sem fylgdu á eftir. Thor Vilhjálmsson og Edouard Glissant. Eyjaskeggjar sem vilja tala fyrir þá þöglu, auðga mál sitt og hrinda drunga af lesendum. Tónleikar og sögusýning Hátíðin hófst 19. nóvember en var formlega opnuð með tónleikum á föstudaginn var. Áshildur Har- aldsdóttir lék á flautu í opnunarhóf- inu og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran flutti ljóð eftir Mahler á tónleikunum sem fylgdu á eftir. Meðal viðstaddra voru mennta- málaráðherra, Björn Bjarnason, og Rut Ingólfsdóttir kona hans. Hún mun leika á fiðlu sína með Kammer- sveit Reykjavíkur í Caen í dag og bæta tveim tónleikum við í vik- unni. Sendiherra íslands í Frakk- landi, Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, var einnig við opnunina, ásamt eiginkonu sinni, Guðnýju Aðal- steinsdóttur. Og Beatrice Cantoni, sendiherrafrú Frakka á íslandi, og 350 aðrir góðir gestir voru við opn- unina. Fjölmenni var líka morguninn eftir á opnun sýningar um sögu íslands og arkitektúr. Hún þótti vönduð og upplýsandi og íslenski sendiherrann sagði þarna dæmi um það sem hægt væri að gera vel án þess að kosta miklu til. Mynda- spjöld voru fengin úr Norræna hús- inu og textar þýddir á frönsku. Danskur arkitektaskóli lagði til húsamódel og mörgum þótti skemmtilegt að sjá með þessum hætti íslenskan nútíma. Frédéric Durand, stofnandi norrænudeildar- innar við Háskólann í Caen, sagði torfbæina bara vanta og gamall starfsbróðir hans, sérfræðingur í þjóðháttum, benti honum á að fara þá til Charmonix í Ölpunum, þar væru lík hús, aðeins öðruvísi skreytt. Víkingar og fjallabændur, strandhögg og ostagerð, skáld og riddarar, Island og Frakkland, á þessari hátíð vestast í Frakklandi. LTU HLUT I OFLUGUSTU FYRIRTÆKJUNUM ? Þú fjárfestir í Auðlindarbréfum og eignast hlut í fjölmörgum sterkum og vaxandi fyrirtækjum. Betri afkoma hefur þýtt góða ávöxtun á Auðlindarbréfum. Ávaxtaðu fé þitt án fyrirhafnar - og tryggðu þér skattaafslátt í leiðinni. Til að fullnýta skattaafsláttinn má einstaklingur kaupa hlutabréf fyrir u.þ.b. 130.000 kr. og fær þá rúmlega 43.000 kr. í afslátt. Iljón geta keypt tvöfalda þessa upphæð. Á árs- grundvelli Nafn- ávöxtun Raun- ávöxtun Sl. 3 mán. 24,8% 20,4% Sl. 6 mán. 57,0% 52,3% Sl. 12 mán. 51,7% 48,6% Sl. 2 ár 38,1% 35,2% Sl. 3 ár 26,6% 24,4% Sl. 4 ár 19,6% 17,1% Sl. 5 ár 15,4% 13,2% KAUPÞING HF Ármúla 13A Si'mi S15 1500 Engin útborgun-1. greiðsla í febrúar - 12mánaða greiðslur-Eittsímtal- Boðgreiðslur • Áskrift 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.