Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUR Rcy nslusögu r ÚTKALL Á ELLEFTU STUNDU Eftir Ottar Sveinsson. Islenska bóka- útgáfan, 1996.187 bls. Karlar í krapi NORÐURHJARAVEÐRÁTTA og dapðans kuldi eru aldrei langt undan í Útkalli á elleftu stundu. I flestum frásagnanna sex eru ís-lenskar að- stæður aðal ógnvaldurinn. Það fær söguhetjan í Snjóflóði á Hnífsdals- vegi að reyna: „Kuldinn var yfir- þyrmandi mér fannst mijljón ísnálar stingast í líkama minn. Ég var byrj- aður að dofna í fótum og andliti." Ekki alvitlaust að hafa heitt kakó í bolla við lestur bókarinnar. Eins og í fyrri útkallsbókunum tveimur er sagt frá mögnuðum mannraunum og hetjulegum björg- unaraðgerðum. Óttar Sveinsson skráir sögu þeirra sem lenda í honum kröppum, af vörum þeirra sjálfra og bjargvætta, af fagmennsku og alúð. Það er greinilegt að skrásetjari ber virðingu fyrir viðmælendum sínum og viðfangsefni. Það gleymist aldrei að á bak við „skemmtilegar " sögur er (og var) dauðans alvara. Það er hætt við því að svona „raunveruleikasögur", eða „raun(a) sögur", verði tilfinn- ingasemi og lágkúru að bráð. En þegar þær eru jafnvandaðar og hjá Óttari eru þær fróðleg- ar og ágætis afþreying, ekki síst fyrir land- krabba og borgarblæk- ur. Það hlýtur að vera hollt fyrir okkur sófa- slyttin að fá nasasjón af þankagangi rauna- manna og finna smjör- þef af hrikalegum að- stæðum fjarri bláma sjónvarpsins. Þar að auki er heimildagildi þessarar „blaða- mennsku á bók" nokk- urt og eflaust geta þeir sem að björg- unarmálum starfa dregið lærdóm af því sem þarna kemur fram. Sögurnar í Útkalli eru yfirleitt skemmtilegar aflestrar. Hröð frá- sögn er aðall þeirra. Ekkert málæði. Engin óþarfa tilfínningasemi. Óttar kann að byggja upp spennu, án þess að beita fyrir sig ódýrum stílbrögð- um. Fyrsta sagan, af Norðmanninum kostulega, er tilþrifaminnst en hún Ottar Sveinsson er sjálfsagt áhugaverð út frá björgunarfræði- legum sjónarmiðum. Undarleg árátta og fífl- dirfska að ana á kajak á íshaf út, svo að segja í opið gin glorsoltinna ísbjössa, án þess að láta vita af ferðum sínum. Aðrar sögur eru allar áhugaverðar og átak- anlegar en ef ég ætti að velja mundi ég benda á hremmingar Jakobs Þorsteinssonar í Snjóflóði undir Eyrar- hlíð svo og ævintýri veiðimanna í Kvísla- vatni í kafla samnefnd- um bókinni. Ótrúlegt þrekvirki hjá Jakobi að bjarga sjálfum sér úr ísklóm snjóflóðsins, fáklæddur og bókstaflega gaddfreðinn. Björgun- arsagan af veiðimönnum í Kvíslar- vatni er áhrifamikil og ekki skaðar að sá sem verst verður úti, Björgúlf- ur Þorvarðarson, er hagmæltur og kastar fram vísum af minnsta til- efni. Heimferðin í þyrlunni með gamalkunnri útkallshetju, Boga Agnarssyni flugstjóra, í þokusúld og myrkri er heilmikið spennandi. Síðasta sagan um fjóra Ólafsvík- urbræður á sama báti í sögunni. Þrír fara í sjóinn hljómar næstum eins og ævintýri eða dæmisaga fyr- ir börn. Auðvitað hafa þetta verið miklar raunir og mikil mildi að ekki hlaust mannskaði af en það er erf- itt að sjá ekki skondnu hliðina á ævintýrinu og það gera bræður auð- sjáanlega sjálfir. Frágangur á bókinni er góður en 120 gramma glanspappír er óþjáll, í þessa bókarstærð, og svart-hvítar ljósmyndir koma ekkert betur út heldur en t.d. í fyrstu útkallsbókinni þar sem notaður er „venjulegur", mattur, 100 g pappír. Eftir að hafa lesið um afrek at- vinnubjargvætta og hvunndags- hetja, sem rífa sig út úr hversdags- leikanum og bjarga lífi félaga, er ekki laust við að rifjist upp gamall ásetningur um að fara á námskeið í skyndihjálp. Nú ætti maður að drífa sig. Það er aldrei að vita. Áðurnefndur Björgúlfur hefur eflaust lög að mæla í vísunni sem hann kastar fram, kominn til byggða heill á húfi: ,Að mega lifa í gleði og gáska/ er gaman, léttir byrði/ Þú lærir eftir að lendir í háska/ hve lífið er mikils virði." Geir Svansson BOKMENNTIR Barnabók LEIKUM LEIKRIT Umsjón með útgáfunni höfðu Hildur Hermóðsdóttir, Kristín Steinsdóttir og Björg Arnadóttir. Mál og menn- ing, 1996 - 160 bls. EITT af því sem tilheyrir skóla- starfi á öllum stigum er leiklistin. Á hverju ári eru færð upp leikrit og leikþættir, þátttakendum og áhorfendum til ómældrar ánægju. Oft er skortur á hentugum leikrit- um og lítið hefur verið hirt um það undanfarin ár að safna saman og gera aðgengileg þau leikrit sem birst hafa í tímaritum og safnritum í tímans rás. Nú hefur Mál og menning ráðist í það þarfa verk að Desember tilboð. Fyrir aðeins kr. 7.000 færðu myndatöku af börnunum þínum, eina stækkun 30x40 sentimetra innramniaða og 10 jólakort. Að auki færðu kost á að velja úr 10-20 öðrum myndum af börnunum, og þær færðu með 50% afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar strax. Urvals jólagjöf. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. örfáir forfallatímar lausir. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Aðeins örfáir tímar lausir í nóvember og desember. 3 ódýrari Leikritasafn gefa út handbók fyrir þessa starf- semi þar sem finna má rúmlega 20 leikþætti eftir 12 íslenska höf- unda. Auk þess er formáli skrifaður af kunnáttu um umgjörð leikrit- anna, leiksviðið, leikmyndina og búningana og á að gefa innsýn inn í þann heim sem leiksýningin er og hvers konar undirbúningur er nauðsynlegur. Leikritin eru nokkuð mislöng allt frá því að vera leikgerð af stuttri skrýtlu eins og þáttur Kristínar Steinsdóttur „Biðstofan" og brandarasafn Bjargar Árnadóttur „Hjá lækninum" og upp í að vera sæmilegustu leikrit í nokkrum þátt- um. Efniviður leikþáttanna er þó einkennilega takmarkaður þar sem þjóðsögur einhvers konar teljast uppistaðan í helmingi þeirra. Höf- undar taka sér þó ýmis konar skáldaleyfi varðandi sumar sögurn- ar, t.d. gerir Öskubuska uppreisn og neitar að giftast prinsinum því hún ætlar að verða sjálfstæð og læra lögfræði. Jólasveinar og dvergar þvælast um í nútímaum- hverfi. Eitt leikrit sker sig úr að því leyti að það er eiginlega óskrif- að og til þess ætlast „að leikararn- ir spinni sín eigin samtöl" (s. 45). Hugmyndin að útgáfu þessarar bókar er góð og þörf, en leikritin mörg hver heldur lítill skáldskapur. Ég er ekki sátt við að leikrit þurfi að vera einhver endemis þynnka og án innihalds til að geta höfðað til barna. Nokkrar undantekningar eru þó á og má þar nefna leikrit Iðunnar Steinsdóttur um ruslagám- inn sem hefur skilaboð um áráttu landans að fleygja öllu í ruslið og fá sér nýtt. Leikrit Jóhönnu A. Steingrímsdóttur um Pottaskefil og leikrit Herdísar Egilsdóttur um Gilitrutt halda í heiðri þá gömlu hefð að hluti leikritsins sé sunginn. Þar sem þetta er jafnframt hand- bók hefði mátt hafa meiri upplýs- ingar um hvert leikrit, t.d. í efnis- yfirliti eða formála. Þar hefði mátt koma fram hversu langt hvert leik- rit er í flutningi. Fyrir þann sem hugsanlega þarf að finna leikrit sem hentar ákveðnum ramma væru þetta hentugar upplýsingar. Sigrún Klara Hannesdóttir Bakhlið alvörunnar BOKMENNTIR Gamansögur ÞEIM VARÐ ALDEILIS Á í MESSUNNI Gamansögur af íslenskum prestum. Umsjón: Guðjón Ingi Eiríksson og .lón Hjaltason. 195 bls. Bókaútg. Hólar. Prentun: Oddi hf. Akureyri, 1996. Verðkr. 2.580. HVERS vegna gamansögur af ís- lenskum prestum? Hugsanlega vegna þess að prestarnir gegna svo alvar- legu hlutverki í lífínu, andstætt hvers konar gamansemi. Presturinn á að vera hátíðlegur, settlegur, virðulegur. Til presta eru gerðar aðrar og strang- ari kröfur en til annarra. Þeir eru menn sem hlustað er á. Presturinn má því ekki segja hvaðeina sem hon- um dettur í hug. Hann verður að þekkja sín takmörk. Hann er opinber persóna. Teiji menn að hann fari út fyrir mörkin leggja þeir lúður við eyra og hlusta grannt. En hvaðeina á sér andhverfu. Ætli það séu ekki einmitt þessar hömlur, þessar óskráðu kröfur sem gert hafa svo margan prestinn að óborganlegum húmorista? Langi prestinn að segja eitthvað fyndið verð- ur hann að tala undir rós, grípa til líkingamálsins, forðast stóryrði, fara pent í kringum hlutina, koma mein- ingunni til skila á einhvers konar táknmáli. En presturinn er þó aldrei nema mannlegur. Einnig hann getur hrifist með af stemmningu andartaksins, látið flakka það sem í hugann kemur án þess að hugsa um afleiðingarnar; eða jafnvel mismælt sig. Slíkt er að Guðjón Ingi Eiríksson ,1011 Hjaltason sjálfsögðu hent á lofti eins og annað sem hann segir. í bók þessari eru sógur sem sagðar hafa verið af prestum en einnig sögur sem prestar hafa sagt af sjálfum sér. Sumar eru fyndnar, aðrar ekki. Með- al frægra húmorista í prestastétt má nefna séra Bjarna Jónsson dómkirkju- prest sem eldri Reykvíkingar muna vel. Aldrei stökk honum bros, að minnsta kosti ekki í viðurvist ókunn- ugra. Eigi að síður varð hann þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi vegna minnisstæðra tilsvara. Sama mátti segja um séra Árna sem Þorbergur gerði ódauðlegan. Hvorugur þessara manna fór með glens og grín. Húmor- inn var þeim ósjálfráður. Báðir eru þessir merkisprestar í bók þeirra, Guðjóns Inga og Jóns. Og miklu fleiri að sjálfsögðu. Þar er t.d. fjöldi ungra presta sem segja gamansögur af sjálf- um sér. Þótt misjafnar séu sanna þær að kímnigáfan er ekki útdauð með prestastéttinni. Dæmi: Prestur flyst í prestakall vestur í Dölum, ekur búslóð sinni sjálfur á stórum vöruflutningabíl sem hann hefur fengið að láni, kemur á vettvang klæddur gallabuxum, skyrtu og jakka, »sem voru fremur óhrein eftir annríki við að pakka niður,« og hefur, með milligöngu sóknar- nefndar, fengið tvo eða þrjá menn úr sveitinni til að bera búslóðina í hús inn. Þeir láta sig ekki vanta þegar bíllinn ekur í hlað og spyrja þá alls fyrst: »Heyrðu, vin- ur. Ætlaði ekki prestur- inn að koma með þér?« Þá er að fínna í bók þessari sögur sem áður hafa birst á prenti, jafnvel oft. Alkunn eru t.d. ummæli séra Þorvaldar Jakobssonar þegar biskup- inn sagði hann engan mótstöðumann hafa átt: »Nei, svo mikill aumingi hef ég nú aldrei verið,« sagði þá séra Þorvaldur. Kviðlingar eru hér einnig á blaði, misjafnir að inntaki og gæðum, enda fleiri kallaðir en útvaldir á því svið- inu. Hins vegar er sneitt hjá rætni og illkvittni sem alltof oft hefur fylgt íslenskri fyndni, þjóðarsálinni til lítils sóma. Þótt þeir félagarnir, Guðjón Ingi og Jón, hafi haft uppi á margri góðri gamansögunni og mörgu mergjuðu tilsvarinu hafa þeir líka tekið upp í bók sína léttvægara efni sem stendur á útjaðri þess að vera fyndið og skjótt mun hripa niður úr minninu. Þrátt fyrir dágóða kafla er bókin þannig sem heild of sundurleit, of mikill sam- tíningur. Erlendur Jónsson Nýjar bækur • ÍSLENSKA málfræðifé- lagiðsendir frá sér Erindi um íslensktmál. Þar eru níu eftir- farandi erindi um íslenskt mál frá ýmsum hliðum: Margrét Jónsdóttir: Mál- fræðiiðkun á íslandi, Guðrún Þórhallsdótt- ir: Um forn- sögu íslenzkr- ar tungu, Guðrún Kvar- an: Þættir úr sögu orða- forðans, Jón G. Friðjóns- son: Meðal annarra orða, Svavar Sig- mundsson: Öllu má nafn gefa, Kristján Árnason: Um sam- hengið í íslenskri málþróun, Ásta Svavarsdóttir og Þóra Björk Hjartardóttir: Breytileiki í máli, Ari Páll Kristinsson: Hagnýting málvísinda og Hall- dór Ármann Sigurðsson: Setn- ingafræði. I kynningu segir: „Þessi bók er ætluð hverjum þeim sem áhuga hafa á íslensku máli, ís- ienskri málfræði eða málvísind- um almennt. Fyrir þeim höf- undum, sem leggja til efnið í þessu riti, vakti að fjalla á að- gengilegan hátt um viðfangs- efni sitt svo að allir mættu njóta hvort sem þeir hafa hlotið sér- staka þjálfun í málfræði eða ekki." Hverju erindi fylgir ritaskrá til að auðvelda lesendum að nálgast frekari fróðleik um efn- ið. Atta fyrst töldu erindin voru flutt á Rás 1 síðla vetur 1995 en hið níunda bættist síðar í syrpuna. Erindi um íslenskt mál er 134 bls. ogfæst íBóksölu stúdenta en einnig er hægt að kaupa bókina beintfrá félaginu (í Árnagarði við Suðurgötu). • S ÚPA fyrír sálina er kom- in út en bandarísk útgáfa henn- ar hefur nú setið á metsölulist- anum vestan hafs um tveggja ára skeið og selst í nálægt fimmtíu milljónum eintaka. I bókinni safna höfundarnir Jack Canfield og Mark Victor Hansen saman frásögnum frá ólíkum einstaklingum um ýmis efni. Bókin skiptist í tíu kafla sem nefnast: Kærleikur, Að þykja vænt um sjálfan sig, Uppeldi, Lærdómar, Þú getur það!, Láttu drauminn rætast, Að sigrast á hindrunum, Speki úr ýmsum áttum og Um dauð- ann. Á bókarkápu segir: „Hér er að finna stuttar sögur úr lífi fólks sem snortið hafa milljónir manna og reynst þeim kjarn- mikil súpa fyrir sálina." Útgefandi er Vaka-Helga- fell. Bókin er288 bls. Helgi Már Barðason þýddi. Hún er tilboðsbók nóvembermánaðar í bókabúðum og kostar til mán- aðamóta 2.450 kr. en fullt verð er 3.860 kr. • ÁTTUNDA bókin um Frans er í flokknum Litiir lestrarhestar. Bókin heitir Jólasb'gur af Frans og er eftir Christ- ine Nöstlin- ger, mynd- skreytt af Er- hardDietl. Frans hlakkartiljól- anna eins og allir aðrir krakkar en hann grunar að jólagjafirnar séu ekki samkvæmt óskalist- anum. Útgefandi er Mál og menn- ing. Jórunn Sigurðardóttir þýddi bókina og kostar hún 1.180 kr. Grafík hf. prentaði, Næst gerði kápu. Christíne Nöstlinger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.