Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 47 Á MYNDINNI eru f.v.: Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður, Guð- björg Vilhjálmsdóttir, styrkþegi, Unnur María, systir Hallfríðar, og Guðrún Magnúsdóttir, móðir Ingibjargar, en þær tóku við styrknum fyrir þeirra hönd. Styrkveitingar Félags ís- lenskra háskólakvenna FÉLAG íslenskra háskólakvenna hefur veitt þremur konum í dokt- orsnámi styrk, hvern að upphæð 100 þúsund krónur en alls bárust félaginu 40 umsóknir. Þær eru: Guðbjörg Vilhjálms- dóttir, kennslustjóri i námsráð- gjöf við Háskóla íslands. Hún er að ljúka doktorsnámi í félags- fræði menntunar og starfs í Hertfordshire á Englandi. Rann- sóknin hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Fræðilegt mark- mið er t.d. að kanna félagsleg áhrif á hugmyndir 15-16 ára unglinga um störf, námsval og starfsval. Innsýn í hugarheim unglinga gerir ýmiskonar ný- breytni í fræðslu og ráðgjöf um nám og störf mögulega. Hallfríður Þórarinsdóttir er að ljúka skrifum á doktorsrit- gerð við mannfræðideildina í New School for Social Research í New York. Markmið og vísinda- legt gildi verkefnis er annars vegar orðræðan um íslenska tungu sem menningararf sem á sér langa sögu og hins vegar þjóðarumræðan um aðild íslands að evrópska efnahagssvæð- inu/Evrópubandalaginu sem snýst um hagsmuni þjóðarinnar og er öllu nýrri. Ingibjörg Jónsdóttir hefur lok- ið prófi í heimskautafræðum. Hún er nú í doktorsnámi í Cam- bridge á Englandi. Doktorsverk- efni hennar er: Hafís við ísland árin 1850-1950. Ætlunin er að bera hafíssöguna saman við veð- urfarssögu þá sem fæst með ís- kjörnum úr Grænlandsjökli og setkjörnum úr sjó og stöðuvötn- um á íslandi. I sljórn Félags íslenskra há- skólakvenna eru: Geirlaug Þor- valdsdóttir, formaður, Margrét Sigurðardóttir, varaformaður, Brynja Runólfsdóttir, gjaldkeri, Ásdís Guðmundsdóttir, ritari, Áslaug Ottesen, ritari við útlönd, Kristín Njarðvík og Ragnheiður Ágústsdóttir, meðstjórnendur. Ný hársnyrtistofa í Hafnarfirði NÝ hársnyrtistofa, G-Tveir, hefur verið opnuð á Lækjargötu 34 í Hafnarfirði. Það eru hárgreiðslu- meistararnir Guðfinna Krisljáns- dóttir og Guðlaug Steindórsdóttir sem eiga og reka stofuna. Boðið er upp á allt sem góðri hárgreiðslustofu sæmir, en Guð- finnu og Guðlaugu til aðstoðar eru hárgreiðslunemarnir íris og Hjördís. Á myndinni sjást þær ásamt meisturum sínum. Erindi um erfi- ljóð og harmljóð FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Þórunni Sigurðardóttur í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöldið 27. nóvember, kl. 20.30. Þórunn fjallar í erindi sínu um erfiljóð og harmljóð á sautj- ándu öld. I fréttatilkynningu segir: „Bók- menntagreinin erfiljóð var ein vin- sælasta tegund tækifæriskvæða á 17. öld en hefur ekki hlotið mikið rúm í bókmenntasögunni. Kvæðin hafa annars vegar verið notuð af síðari tíma mönnum sem heimildir um menn og samtímaatburði og hins vegar verið gagnrýnd fyrir ópersónulegar mannlýsingar og skort á raunsæi. í fyrirlestrinum fjallar Þórunn um þessi kvæði með hliðsjón af viðhorfum til lífs og dauða sem byggja á hinum lúterska rétttrúnaði 17. aldar og hlutverk kvæðagreinarinnar túlkað í sam- ræmi við þau. Einnig verða erfiljóð tímabilsins skilgreind sem tvær bókmenntagreinar, erfiljóð og harmljóð, er höfðu mismunandi hlutverki að gegna í samtímanum.“ Eftir framsögu Þórunnar verða almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. FRÉTTIR Uppsveifla hjá fjöl- skylduvænna S VFR GÓÐ uppsveifla var í starfsemi Stangaveiðifélags Reykjavíkur á starfsárinu 1995-1996 að sögn Bergs Steingrímssonar fram- kvæmdastjóra félagsins sem kynnti ársskýrslu sína á aðalfundi SVFR um síðustu helgi. Á fund- inum var að auki samþykkt mjög fjölskylduvæn tillaga og ein breyt- ing varð á stjórn SVFR. „Rekstur félagsins gekk vonum framar,“ sagði Bergur, „Veltan jókst um 6,8% og sala veiðileyfa um rétt tæp 9%. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld rúmlega þrefaldaðist, vaxtatekjur tæplega sexfölduðust, vaxtagjöld minnkuðu um rúmlega 85% og hagnaður félagsins sex og hálf- faldaðist. Hvað getum við verið annað en ánægðir." Einnig sagði Bergur: „í heildina seldust 88% af framboðnum stöngum í verð- mætum talið á móti 86% í fyrra.“ Best var salan á aðalsvæði Hítar- ár á Mýrum, 95% og Norðurá 93%. Markverður var samdráttur í sölu veiðileyfa í Elliðaánum þar sem 85% veiðileyfa seldist. Kenndu menn um kýlaveikifar- aldri 1995. Hann lét þó ekkert á sér kræla síðasta sumar. Friðrik Þ. Stefánsson formaður SVF’R einfaldaði dæmið um sölu veiðileyfa er hann sagði: „SVFR hafði 6.131 stangardag til ráð- stöfunnar á árinu á móti 5.925 árið 1995. Af þessum stangardög- um seldust um 81% á móti 79% árið áður. Sem hlutfall af verð- skrá er samanburðurinn hagstæð- ari og seldust þar 88% af upp- reiknaðri verðskrá á móti 86% árið áður.“ Friðrik bætti við: „Rekstrartekjur félagsins námu rúmlega 86 milljónum á móti tæp- lega 81 milljón 1995. Þetta þýðir tekjuhækkun upp á um 5,5 millj- ónir.“ AÐALSVÆÐI Hitarár var best selda veiðisvæði SVFR. Á myndinni eru veiðimenn að renna í tveimur bestu veiðistöðun- um, Kverkinni t.v. og Breiðinni t.h., en í baksýn er frægt veiðihús Hítarár, Lundur. Fjölskylduvæn tillaga Stjómin lagði fram tillögu til við- bótar lögum um inngöngu nýrra félaga. Var hún samþykkt. Sem fyrr kostar 8.500 krónur að ganga í félagið, en einstaklingar undir 16 ára borga 5.000 krónur. 2. liður þessarar reglugerðar er á þá lund að félagsgjöld skuli vera 5.000 krónur á ári fyrir fullorðna, en 2.500 krónur fyrir hina yngri, auk þess sem félagar 67 ára og eldri greiði aðeins 1.000 krónur á ári. Nýlundan sem samþykkt var hljómar þannig: Séu fleiri en einn aðili í sömu fjölskyldu í félaginu (með sama aðsetur) skal gefinn sérstakur fjölskylduafsláttur, þ.e. fyrsti aðili greiði í félagsgjöld kr. 5.000, maki kr. 3.500 og börn 16 ára og yngri kr. 1.500. Sé um fjölskylduaðild að ræða, er ein- ungis eitt eintak Veiðimanns og Veiðifrétta sent á heimilið, en að öðru leyti skulu réttindi og skyld- ur slíkra félaga þær sömu og annarra félaga. Félagar sæki sjálfir um fjölskylduaðild á þar til gerðu eyðublaði sem fæst á skrif- stofu SVFR. „Við höfum verið í markvissu starfi síðustu ár að gera starfið fjöiskylduvænna, m.a. með markvissu barna- og unglingastarfi. Þetta er enn eitt skrefið á þeirri braut,“ sagði Bergur Steingrímsson. Breyting á stjórn Gengið var til kosninga um sæti þriggja stjórnarmanna, þeirra Kristjáns Guðjónssonar, Þórólfs Halldórssonar og Ólafs H. Ólafssonar varaformanns. Gáfu þeir allir kost á sér til endur- kjörs. Þá bauð sig fram Ólafur yigfússon framkvæmdastjóri Útilífs. Stjórnarkjörið reyndist æsispennandi. Kristján og Þórólf- ur fengu örugga kosningu, en nýliðinn náði að fella varafor- manninn á einu atkvæði. Málþing um ljósmyndun MÁLÞING um Ijósmyndun sem list- grein verður haldið í kvöld, miðviku- dag kl. 20,30 í Gerðarsafni. Það er Ljósmyndarafélag íslands sem stendur að málþinginu. Þar verður fjallað um ljósmyndun sem listgrein, um ljósmyndasöfn og op- inbera stefnu varðandi slík söfn. Tenging norð- ur- og suður- hluta Vest- fjarða verði könnuð NOKKRIR áhugamenn um sam- göngumál munu á næstunni standa fyrir undirskriftasöfnun meðal íbúa Vestfjarðakjördæmis. Þar verður skorað á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því við endurskoðun vegaáætlunar á Alþingi í vetur, að veitt verði fé til að rannsaka þá valkosti sem fyrir hendi eru, til að tengja saman norð- ur og suðurhluta Vestfjarða, með heilsársvegi úr Dýrafirði í Vatns- ljörð. Þeir sem að undirskriftasöfnun- inni standa, telja það eitt allra mesta hagsmunamál byggðanna á sunnan og norðanverðum Vest- ijörðum að tengja þær betur saman með varanlegum vegi, segir í frétta- tilkynningu. Þrátt fyrir að hér sé um langtímaverkefni að ræða, sem ekki verður hrist fram úr erminni, telja þeir löngu tímabært að málið verði rannsakað á faglegum grunni, svo ráðamenn og almenningur geti gert sér grein fyrir um hvað málið snýst. Reiknað er með að undirskrifta- söfnuninni ljúki fyrir jól. Barnaklám rætt í málstofu um mannréttindi MÁLSTOFA um mannréttindi verð- ur haldin fimmtudaginn 28. nóvem- ber kl. 20.30 í húsi Félags bóka- gerðarmanna, Hverfisgötu 21. Yfirskrift málstofunnar er barna- klám. Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, María Erla Marelsdóttir, lögfræð- ingur Mannréttindaskrifstofu ís- lands og Kirstín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla hafa framgöngu um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegning- arlögum (barnaklám) sem lagt var fyrir Alþingi í haust og ijalla jafn- framt um umræður á alþjóðavett- vangi, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um mannréttindi mun í vetur boða til funda um mál sem hafa verið ofarlega á baugi í mann- réttindaumræðunni hér heima og erlendis. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér viðfangsefni málstof- unnar er bent á að hafa samband við Mannréttindaskrifstofu íslands. ■ GEFIÐ hefur verið út í litlu upplagi stórt kort með mynd af Betlehemsstjörnunni, einum af sjö steindum gluggum í Þykkvabæjar- kirkju sem Bendikt Gunnarsson, listmálari, hefur gert en Oditmann- bræður í Þýskalandi útfært. Aftan á kortinu er ljóð um kirkjuna úr bókinni Fegursta kirkjan á íslandi eftir Jón Ögmund Þormóðsson. Það er litgreint í Offsetþjónustunni ehf., en prentað í Grafik hf. Kortið, sem má nota sem jólakort eða við ýmis tækifæri, fæst hjá formanni sóknar- nefndar kirkjunnar, Ágústi Gísla- syni í Nýjabæ eða sóknarprestinum, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. ■ Á KRINGL UKRÁNNI halda Tómas R. Einarsson, kontrabassa- leikari, Björn Thoroddsen, gítar- leikari, og Einar Valur Scheving, trommuleikari, tónleika miðviku- dagskvöldið 27. nóvember kl. 22. Á efnisskránni eru þekkt djasslög eft- ir höfunda eins og C. Parker, S. Rollins, T. Monk o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.