Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 47 Á MYNDINNI eru f.v.: Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður, Guð- björg Vilhjálmsdóttir, styrkþegi, Unnur María, systir Hallfríðar, og Guðrún Magnúsdóttir, móðir Ingibjargar, en þær tóku við styrknum fyrir þeirra hönd. Styrkveitingar Félags ís- lenskra háskólakvenna FÉLAG íslenskra háskólakvenna hefur veitt þremur konum í dokt- orsnámi styrk, hvern að upphæð 100 þúsund krónur en alls bárust félaginu 40 umsóknir. Þær eru: Guðbjörg Vilhjálms- dóttir, kennslustjóri i námsráð- gjöf við Háskóla íslands. Hún er að ljúka doktorsnámi í félags- fræði menntunar og starfs í Hertfordshire á Englandi. Rann- sóknin hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Fræðilegt mark- mið er t.d. að kanna félagsleg áhrif á hugmyndir 15-16 ára unglinga um störf, námsval og starfsval. Innsýn í hugarheim unglinga gerir ýmiskonar ný- breytni í fræðslu og ráðgjöf um nám og störf mögulega. Hallfríður Þórarinsdóttir er að ljúka skrifum á doktorsrit- gerð við mannfræðideildina í New School for Social Research í New York. Markmið og vísinda- legt gildi verkefnis er annars vegar orðræðan um íslenska tungu sem menningararf sem á sér langa sögu og hins vegar þjóðarumræðan um aðild íslands að evrópska efnahagssvæð- inu/Evrópubandalaginu sem snýst um hagsmuni þjóðarinnar og er öllu nýrri. Ingibjörg Jónsdóttir hefur lok- ið prófi í heimskautafræðum. Hún er nú í doktorsnámi í Cam- bridge á Englandi. Doktorsverk- efni hennar er: Hafís við ísland árin 1850-1950. Ætlunin er að bera hafíssöguna saman við veð- urfarssögu þá sem fæst með ís- kjörnum úr Grænlandsjökli og setkjörnum úr sjó og stöðuvötn- um á íslandi. I sljórn Félags íslenskra há- skólakvenna eru: Geirlaug Þor- valdsdóttir, formaður, Margrét Sigurðardóttir, varaformaður, Brynja Runólfsdóttir, gjaldkeri, Ásdís Guðmundsdóttir, ritari, Áslaug Ottesen, ritari við útlönd, Kristín Njarðvík og Ragnheiður Ágústsdóttir, meðstjórnendur. Ný hársnyrtistofa í Hafnarfirði NÝ hársnyrtistofa, G-Tveir, hefur verið opnuð á Lækjargötu 34 í Hafnarfirði. Það eru hárgreiðslu- meistararnir Guðfinna Krisljáns- dóttir og Guðlaug Steindórsdóttir sem eiga og reka stofuna. Boðið er upp á allt sem góðri hárgreiðslustofu sæmir, en Guð- finnu og Guðlaugu til aðstoðar eru hárgreiðslunemarnir íris og Hjördís. Á myndinni sjást þær ásamt meisturum sínum. Erindi um erfi- ljóð og harmljóð FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Þórunni Sigurðardóttur í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöldið 27. nóvember, kl. 20.30. Þórunn fjallar í erindi sínu um erfiljóð og harmljóð á sautj- ándu öld. I fréttatilkynningu segir: „Bók- menntagreinin erfiljóð var ein vin- sælasta tegund tækifæriskvæða á 17. öld en hefur ekki hlotið mikið rúm í bókmenntasögunni. Kvæðin hafa annars vegar verið notuð af síðari tíma mönnum sem heimildir um menn og samtímaatburði og hins vegar verið gagnrýnd fyrir ópersónulegar mannlýsingar og skort á raunsæi. í fyrirlestrinum fjallar Þórunn um þessi kvæði með hliðsjón af viðhorfum til lífs og dauða sem byggja á hinum lúterska rétttrúnaði 17. aldar og hlutverk kvæðagreinarinnar túlkað í sam- ræmi við þau. Einnig verða erfiljóð tímabilsins skilgreind sem tvær bókmenntagreinar, erfiljóð og harmljóð, er höfðu mismunandi hlutverki að gegna í samtímanum.“ Eftir framsögu Þórunnar verða almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. FRÉTTIR Uppsveifla hjá fjöl- skylduvænna S VFR GÓÐ uppsveifla var í starfsemi Stangaveiðifélags Reykjavíkur á starfsárinu 1995-1996 að sögn Bergs Steingrímssonar fram- kvæmdastjóra félagsins sem kynnti ársskýrslu sína á aðalfundi SVFR um síðustu helgi. Á fund- inum var að auki samþykkt mjög fjölskylduvæn tillaga og ein breyt- ing varð á stjórn SVFR. „Rekstur félagsins gekk vonum framar,“ sagði Bergur, „Veltan jókst um 6,8% og sala veiðileyfa um rétt tæp 9%. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld rúmlega þrefaldaðist, vaxtatekjur tæplega sexfölduðust, vaxtagjöld minnkuðu um rúmlega 85% og hagnaður félagsins sex og hálf- faldaðist. Hvað getum við verið annað en ánægðir." Einnig sagði Bergur: „í heildina seldust 88% af framboðnum stöngum í verð- mætum talið á móti 86% í fyrra.“ Best var salan á aðalsvæði Hítar- ár á Mýrum, 95% og Norðurá 93%. Markverður var samdráttur í sölu veiðileyfa í Elliðaánum þar sem 85% veiðileyfa seldist. Kenndu menn um kýlaveikifar- aldri 1995. Hann lét þó ekkert á sér kræla síðasta sumar. Friðrik Þ. Stefánsson formaður SVF’R einfaldaði dæmið um sölu veiðileyfa er hann sagði: „SVFR hafði 6.131 stangardag til ráð- stöfunnar á árinu á móti 5.925 árið 1995. Af þessum stangardög- um seldust um 81% á móti 79% árið áður. Sem hlutfall af verð- skrá er samanburðurinn hagstæð- ari og seldust þar 88% af upp- reiknaðri verðskrá á móti 86% árið áður.“ Friðrik bætti við: „Rekstrartekjur félagsins námu rúmlega 86 milljónum á móti tæp- lega 81 milljón 1995. Þetta þýðir tekjuhækkun upp á um 5,5 millj- ónir.“ AÐALSVÆÐI Hitarár var best selda veiðisvæði SVFR. Á myndinni eru veiðimenn að renna í tveimur bestu veiðistöðun- um, Kverkinni t.v. og Breiðinni t.h., en í baksýn er frægt veiðihús Hítarár, Lundur. Fjölskylduvæn tillaga Stjómin lagði fram tillögu til við- bótar lögum um inngöngu nýrra félaga. Var hún samþykkt. Sem fyrr kostar 8.500 krónur að ganga í félagið, en einstaklingar undir 16 ára borga 5.000 krónur. 2. liður þessarar reglugerðar er á þá lund að félagsgjöld skuli vera 5.000 krónur á ári fyrir fullorðna, en 2.500 krónur fyrir hina yngri, auk þess sem félagar 67 ára og eldri greiði aðeins 1.000 krónur á ári. Nýlundan sem samþykkt var hljómar þannig: Séu fleiri en einn aðili í sömu fjölskyldu í félaginu (með sama aðsetur) skal gefinn sérstakur fjölskylduafsláttur, þ.e. fyrsti aðili greiði í félagsgjöld kr. 5.000, maki kr. 3.500 og börn 16 ára og yngri kr. 1.500. Sé um fjölskylduaðild að ræða, er ein- ungis eitt eintak Veiðimanns og Veiðifrétta sent á heimilið, en að öðru leyti skulu réttindi og skyld- ur slíkra félaga þær sömu og annarra félaga. Félagar sæki sjálfir um fjölskylduaðild á þar til gerðu eyðublaði sem fæst á skrif- stofu SVFR. „Við höfum verið í markvissu starfi síðustu ár að gera starfið fjöiskylduvænna, m.a. með markvissu barna- og unglingastarfi. Þetta er enn eitt skrefið á þeirri braut,“ sagði Bergur Steingrímsson. Breyting á stjórn Gengið var til kosninga um sæti þriggja stjórnarmanna, þeirra Kristjáns Guðjónssonar, Þórólfs Halldórssonar og Ólafs H. Ólafssonar varaformanns. Gáfu þeir allir kost á sér til endur- kjörs. Þá bauð sig fram Ólafur yigfússon framkvæmdastjóri Útilífs. Stjórnarkjörið reyndist æsispennandi. Kristján og Þórólf- ur fengu örugga kosningu, en nýliðinn náði að fella varafor- manninn á einu atkvæði. Málþing um ljósmyndun MÁLÞING um Ijósmyndun sem list- grein verður haldið í kvöld, miðviku- dag kl. 20,30 í Gerðarsafni. Það er Ljósmyndarafélag íslands sem stendur að málþinginu. Þar verður fjallað um ljósmyndun sem listgrein, um ljósmyndasöfn og op- inbera stefnu varðandi slík söfn. Tenging norð- ur- og suður- hluta Vest- fjarða verði könnuð NOKKRIR áhugamenn um sam- göngumál munu á næstunni standa fyrir undirskriftasöfnun meðal íbúa Vestfjarðakjördæmis. Þar verður skorað á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því við endurskoðun vegaáætlunar á Alþingi í vetur, að veitt verði fé til að rannsaka þá valkosti sem fyrir hendi eru, til að tengja saman norð- ur og suðurhluta Vestfjarða, með heilsársvegi úr Dýrafirði í Vatns- ljörð. Þeir sem að undirskriftasöfnun- inni standa, telja það eitt allra mesta hagsmunamál byggðanna á sunnan og norðanverðum Vest- ijörðum að tengja þær betur saman með varanlegum vegi, segir í frétta- tilkynningu. Þrátt fyrir að hér sé um langtímaverkefni að ræða, sem ekki verður hrist fram úr erminni, telja þeir löngu tímabært að málið verði rannsakað á faglegum grunni, svo ráðamenn og almenningur geti gert sér grein fyrir um hvað málið snýst. Reiknað er með að undirskrifta- söfnuninni ljúki fyrir jól. Barnaklám rætt í málstofu um mannréttindi MÁLSTOFA um mannréttindi verð- ur haldin fimmtudaginn 28. nóvem- ber kl. 20.30 í húsi Félags bóka- gerðarmanna, Hverfisgötu 21. Yfirskrift málstofunnar er barna- klám. Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, María Erla Marelsdóttir, lögfræð- ingur Mannréttindaskrifstofu ís- lands og Kirstín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla hafa framgöngu um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegning- arlögum (barnaklám) sem lagt var fyrir Alþingi í haust og ijalla jafn- framt um umræður á alþjóðavett- vangi, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um mannréttindi mun í vetur boða til funda um mál sem hafa verið ofarlega á baugi í mann- réttindaumræðunni hér heima og erlendis. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér viðfangsefni málstof- unnar er bent á að hafa samband við Mannréttindaskrifstofu íslands. ■ GEFIÐ hefur verið út í litlu upplagi stórt kort með mynd af Betlehemsstjörnunni, einum af sjö steindum gluggum í Þykkvabæjar- kirkju sem Bendikt Gunnarsson, listmálari, hefur gert en Oditmann- bræður í Þýskalandi útfært. Aftan á kortinu er ljóð um kirkjuna úr bókinni Fegursta kirkjan á íslandi eftir Jón Ögmund Þormóðsson. Það er litgreint í Offsetþjónustunni ehf., en prentað í Grafik hf. Kortið, sem má nota sem jólakort eða við ýmis tækifæri, fæst hjá formanni sóknar- nefndar kirkjunnar, Ágústi Gísla- syni í Nýjabæ eða sóknarprestinum, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. ■ Á KRINGL UKRÁNNI halda Tómas R. Einarsson, kontrabassa- leikari, Björn Thoroddsen, gítar- leikari, og Einar Valur Scheving, trommuleikari, tónleika miðviku- dagskvöldið 27. nóvember kl. 22. Á efnisskránni eru þekkt djasslög eft- ir höfunda eins og C. Parker, S. Rollins, T. Monk o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.