Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 17 London. Reuter. MIKIL umframgeta asískra bíla- framleiðenda mun kalla á þráláta þörf á nýjum mörkuðum og gæti ógnað evrópskum fyrirtækjum, sem standa illa að vígi, eins og Renault pg Peugeot í Frakklandi og Fiat á Ítalíu samkvæmt nýrri skýrslu. Jafnframt er verið að endurskoða tölur um aukna sölu á bifreiðum í Asíu, því að slíkar spár hafa verið byggðar á of mikilli bjartsýni að því er segir í skýrslunni. Samkvæmt skýrslunni, sem er frá Economist Inteiligence Unit, verður hægt að framleiða 13,8 miiljónir bíla af öllu tagi á Asíu-Kyrrahafs- svæðinu, en aðeins hægt að selja um 7,5 milljónir á svæðinu. „Veikari samkeppnisaðilar, eins og Renault og Peugeot í Frakklandi og Fiat á Ítalíu, verða líklega fyrir Forstjóri Skoda ferst í árekstri Prag. Reuter. FORMAÐUR stjórnar Skoda bíla- framleiðandans, Ludvik Kalma, beið bana í umferðarslysi á sunnudaginn að sögn fyrirtækisins. Bíll Kalmas af gerðinni Skoda Octavia rakst á flutningabíl á gatna- mótum nálægt bænum Tabor í Suð- ur-Tékklandi. Kalma hafði verið forstjóri Skoda síðan í apríl 1991 og átti þátt í markaðssetja hina nýju Octavia teg- und. Volkswagen keypti hlut í Skoda 1992 samkvæmt samningi um einkavæðingu við tékknesku stjórn- ina og jók hlut sinn í 70% í fyrra. Bíll Kalmas var búinn líknarbelgj- um. Kalma er fyrsti maðurinn sem vitað er að hafi dáið í Octavia síðan bíllinn var settur á markað í nóvemb- erbyijun. ------»."»-"4---- * Oeining um olíuleiðslu Almaty, Reuter. FULLTRÚI Mobil olíufélagsins telur of lítinn árangur hafa náðst í tilraun- um alþjóðlegra samtaka til að leggja olíuleiðslu frá Kazakstan til Vestur- landa um Rússland. Carl Burnett, forstjóri deildar Mobil Corp, Mobil Oil Kazakstan Inc, segir að nokkur mikilvæg mál séu óleyst. Hann sagði í viðtali við Reuter í Almaty að enn ætti eftir að yfírstíga nokkrar hindranir. Mobil Oil Kazakstan Inc er aðili að fyrirtækjasamtökunum Caspian Pipeline Consortium og einn helzti viðskiptavinur þeirra. ------» ♦ ♦------ Aukinn hagnað- ur Nippons Tókýó. Rcutcr. JAPANSKI íjarskiptarisinn Nippon T&T Corp hefur skýrt frá stóraukn- um hagnaði á sex mánuðum, meða! annars vegna mikilla tekna af alnet- inu og farsímanotkun. Hagnaður NTT jókst 63,9% - meira en sérfræðingar höfðu búizt við. Fyrirtækið og sérfræðingar segja góða afkomu benda til þess að framtíðin sé björt. ------»■■♦ ♦----- Aðhald hjá Union-banka Ziirich. Reuter. UNION-banki í Sviss, stærsti banki landsins, mun bráðlega skýra frá áætlunum um að draga úr kostnaði með því að einfalda starfsemina inn- anlands, en án verulegra uppsagna. Sérfræðingar segja að UBS muni gera grein fyrir einstökum atriðum áætlana, sem boðaðar voru í júlí, um að sameina nokkrar deildir, fækka útibúum og draga úr þjóri- ustu. _________VIÐSKIPTI______ OfframboðíAsíu ógn- ar evrópskri bílasmíði barðinu á útflutningsherferð frá Asíu. Þeir starfa í löndum, þar sem kostnaður er mikill á heimsmæli- kvarða, markaðsaukning er lítil í löndunum og þeir eru háðir sölu innanlands,“ sagði Graeme Maxton einn af höfundum skýrslunnar. Maxton taldi að markaðir í Norð- ur-Ameríku væru ekki í eins mikilli hættu vegna minni gæða bifreiða frá Asíu-Kyrrahafssvæðinu. Skýrsla EIU nefnist „Væntanleg- ir bílamarkaðir á Asíu-Kyrrahafs- svæðinu: þjóðsögur um meiriháttar aukningu afhjúpaðar." Asíu-Kyrrahafssvæðið nær frá Pa- kistan í vestri til Indónesíu í suðri og Suður-Kóreu í austri. 5 en ekki 10 millj. bíla. í skýrslunni segir að bílasala muni aukast í 5,2 milljónir árið 2005 úr um þremur milljónum 1996. Sú 6,4% aukning sé þrisvar sinnum meiri en gert sé ráð fyrir á þróuðum mörkuðum. Hins vegar sé hún minni en margir í greininni hafi búizt við og hafi þeir spáð markaði fyrir 10 milljónir bíla árið 2005. Maxton sagði að minni hagvöxt- ur hefði orðið í mikilvægum löndum eins og Kína, Suður-Kóreu og Taiw- an af ýmsum ástæðum, meðal ann- ars vegna verðbólgu og markaðs- mettunar. í skýrslunni segir að gífurleg umframgeta verði til staðar á öllu svæðinu árið 2000, nánast tvöfalt meiri en eftirspurn innanlands. Gert er ráð fyrir að mest muni fara fyrir framleiðslu Suður-Kóreu á næstu tíu árum og árleg fram- leiðsla fólks- og flutningabíla kom- ist í 3,5 milljónir 2005, sem yrði tæplega helmingur heildarfram- leiðslunnar á svæðinu. „Árið 2000, verða þijú suður- kóresk fyrirtæki meðal hinna tíu stærstu í heiminum - Hyundai, Daewoo og Kia Motors Corp, en Samsung Co, síðasti aðilinn, hyggst bætast í hóp þeirra fyrir 2010,“ segir í skýrslunni. N ú ríður á að standa saman. Mætum í Höllina og hvetjum strákana til sigurs. í kvöld, kl. 20:40 kemur að úrslitastund í íslenskum handknattleik þegar við mætum Dönum i keppninni um sæti á heimsmeistarmótinu í Oapan. Miðaverð: Fullorðnir 1000 kr. / Böm 300 kr. I I 11 fyrir félaga í Leifs-sportklúbbi Landsbankans Frímiðar eru afhentir í dag í eftirfarandi útibúum Landsbanka íslands: Grafarvogi, Fjallkonuvegi 1 Breiðholti, Álfabakka 10 Hafnarfirði, Strandgötu 33 Vesturbæ, við Hagatorg Suðurlandsbraut, Suðurlandsbraut 18 Forlei kur: A-landslið kvenna leikur gegn úrvalsliði 1. deildar kvenna L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Undankeppni heimsmeistaramótsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.