Morgunblaðið - 27.11.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 17
London. Reuter.
MIKIL umframgeta asískra bíla-
framleiðenda mun kalla á þráláta
þörf á nýjum mörkuðum og gæti
ógnað evrópskum fyrirtækjum, sem
standa illa að vígi, eins og Renault
pg Peugeot í Frakklandi og Fiat á
Ítalíu samkvæmt nýrri skýrslu.
Jafnframt er verið að endurskoða
tölur um aukna sölu á bifreiðum í
Asíu, því að slíkar spár hafa verið
byggðar á of mikilli bjartsýni að því
er segir í skýrslunni.
Samkvæmt skýrslunni, sem er frá
Economist Inteiligence Unit, verður
hægt að framleiða 13,8 miiljónir
bíla af öllu tagi á Asíu-Kyrrahafs-
svæðinu, en aðeins hægt að selja
um 7,5 milljónir á svæðinu.
„Veikari samkeppnisaðilar, eins
og Renault og Peugeot í Frakklandi
og Fiat á Ítalíu, verða líklega fyrir
Forstjóri
Skoda ferst
í árekstri
Prag. Reuter.
FORMAÐUR stjórnar Skoda bíla-
framleiðandans, Ludvik Kalma, beið
bana í umferðarslysi á sunnudaginn
að sögn fyrirtækisins.
Bíll Kalmas af gerðinni Skoda
Octavia rakst á flutningabíl á gatna-
mótum nálægt bænum Tabor í Suð-
ur-Tékklandi.
Kalma hafði verið forstjóri Skoda
síðan í apríl 1991 og átti þátt í
markaðssetja hina nýju Octavia teg-
und.
Volkswagen keypti hlut í Skoda
1992 samkvæmt samningi um
einkavæðingu við tékknesku stjórn-
ina og jók hlut sinn í 70% í fyrra.
Bíll Kalmas var búinn líknarbelgj-
um. Kalma er fyrsti maðurinn sem
vitað er að hafi dáið í Octavia síðan
bíllinn var settur á markað í nóvemb-
erbyijun.
------»."»-"4----
*
Oeining um
olíuleiðslu
Almaty, Reuter.
FULLTRÚI Mobil olíufélagsins telur
of lítinn árangur hafa náðst í tilraun-
um alþjóðlegra samtaka til að leggja
olíuleiðslu frá Kazakstan til Vestur-
landa um Rússland.
Carl Burnett, forstjóri deildar
Mobil Corp, Mobil Oil Kazakstan
Inc, segir að nokkur mikilvæg mál
séu óleyst.
Hann sagði í viðtali við Reuter í
Almaty að enn ætti eftir að yfírstíga
nokkrar hindranir.
Mobil Oil Kazakstan Inc er aðili
að fyrirtækjasamtökunum Caspian
Pipeline Consortium og einn helzti
viðskiptavinur þeirra.
------» ♦ ♦------
Aukinn hagnað-
ur Nippons
Tókýó. Rcutcr.
JAPANSKI íjarskiptarisinn Nippon
T&T Corp hefur skýrt frá stóraukn-
um hagnaði á sex mánuðum, meða!
annars vegna mikilla tekna af alnet-
inu og farsímanotkun.
Hagnaður NTT jókst 63,9% -
meira en sérfræðingar höfðu búizt
við. Fyrirtækið og sérfræðingar
segja góða afkomu benda til þess
að framtíðin sé björt.
------»■■♦ ♦-----
Aðhald hjá
Union-banka
Ziirich. Reuter.
UNION-banki í Sviss, stærsti banki
landsins, mun bráðlega skýra frá
áætlunum um að draga úr kostnaði
með því að einfalda starfsemina inn-
anlands, en án verulegra uppsagna.
Sérfræðingar segja að UBS muni
gera grein fyrir einstökum atriðum
áætlana, sem boðaðar voru í júlí,
um að sameina nokkrar deildir,
fækka útibúum og draga úr þjóri-
ustu.
_________VIÐSKIPTI______
OfframboðíAsíu ógn-
ar evrópskri bílasmíði
barðinu á útflutningsherferð frá
Asíu. Þeir starfa í löndum, þar sem
kostnaður er mikill á heimsmæli-
kvarða, markaðsaukning er lítil í
löndunum og þeir eru háðir sölu
innanlands,“ sagði Graeme Maxton
einn af höfundum skýrslunnar.
Maxton taldi að markaðir í Norð-
ur-Ameríku væru ekki í eins mikilli
hættu vegna minni gæða bifreiða
frá Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
Skýrsla EIU nefnist „Væntanleg-
ir bílamarkaðir á Asíu-Kyrrahafs-
svæðinu: þjóðsögur um meiriháttar
aukningu afhjúpaðar."
Asíu-Kyrrahafssvæðið nær frá Pa-
kistan í vestri til Indónesíu í suðri
og Suður-Kóreu í austri.
5 en ekki 10 millj. bíla.
í skýrslunni segir að bílasala
muni aukast í 5,2 milljónir árið
2005 úr um þremur milljónum
1996. Sú 6,4% aukning sé þrisvar
sinnum meiri en gert sé ráð fyrir á
þróuðum mörkuðum. Hins vegar sé
hún minni en margir í greininni
hafi búizt við og hafi þeir spáð
markaði fyrir 10 milljónir bíla árið
2005.
Maxton sagði að minni hagvöxt-
ur hefði orðið í mikilvægum löndum
eins og Kína, Suður-Kóreu og Taiw-
an af ýmsum ástæðum, meðal ann-
ars vegna verðbólgu og markaðs-
mettunar.
í skýrslunni segir að gífurleg
umframgeta verði til staðar á öllu
svæðinu árið 2000, nánast tvöfalt
meiri en eftirspurn innanlands.
Gert er ráð fyrir að mest muni
fara fyrir framleiðslu Suður-Kóreu
á næstu tíu árum og árleg fram-
leiðsla fólks- og flutningabíla kom-
ist í 3,5 milljónir 2005, sem yrði
tæplega helmingur heildarfram-
leiðslunnar á svæðinu.
„Árið 2000, verða þijú suður-
kóresk fyrirtæki meðal hinna tíu
stærstu í heiminum - Hyundai,
Daewoo og Kia Motors Corp, en
Samsung Co, síðasti aðilinn, hyggst
bætast í hóp þeirra fyrir 2010,“
segir í skýrslunni.
N ú ríður á að
standa saman.
Mætum í Höllina og hvetjum strákana til sigurs.
í kvöld, kl. 20:40 kemur að úrslitastund í
íslenskum handknattleik þegar við mætum Dönum i
keppninni um sæti á heimsmeistarmótinu í Oapan.
Miðaverð: Fullorðnir 1000 kr. / Böm 300 kr.
I I 11 fyrir félaga
í Leifs-sportklúbbi
Landsbankans
Frímiðar eru afhentir í dag
í eftirfarandi útibúum
Landsbanka íslands:
Grafarvogi, Fjallkonuvegi 1
Breiðholti, Álfabakka 10
Hafnarfirði, Strandgötu 33
Vesturbæ, við Hagatorg
Suðurlandsbraut, Suðurlandsbraut 18
Forlei kur:
A-landslið kvenna leikur gegn
úrvalsliði 1. deildar kvenna
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Undankeppni
heimsmeistaramótsins