Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E tttgunHafrife STOFNAÐ 1913 272. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 27. NOVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Væntanlegt leyfi SÞ til olíusölu Irakar ganga að skilyrðum Bagdad. Reuter. VERÐ á matvælum í Bagdad snar- féll í gær er fréttir bárust af því að stjórnvöld hefðu samþykkt skil- yrði Sameinuðu þjóðanna fyrir tak- markaðri olíusölu til að kaupa mat- væli og lyf. Talið er líklegt að salan getihaf- ist þegar í næsta mánuði og fá írak- ar að selja olíu fyrir allt að 130 milljarða króna á sex mánuðum en hluti fjárins rennur til stríðsskaða- bóta. Olíuverð á heimsmörkuðum lækk- aði nokkuð en ekki er þó talið að áhrifín verði mikil. Þó megi búast við lækkun þegar kemur fram á vor og eftirspurn minnkar vegna hlýrra yeðurs. Bent er á að magnið sem Irakar fá að selja sé ekki meira en aðildarríki samtaka olíusöluríkja, OPEC, selji umfram þá kvóta sem þau fá úthlutað. Umframsalan hefur dregið úr verðhækkunum á mörkuð- um en fulltrúar OPEC munu hittast í dag í Vín til að ákveða kvótana fyrir fyrri helming næsta árs. ¦ Líkuráað/19 Bresku fjárlögin Boða lækkun skatta London. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, lagði í gær fram nýtt fjárlagafrumvarp og sögðu fréttaskýrendur að tillögur um að lækka grunnþrep tekjuskatts í land- inu um eitt prósentustig, i 23% úr 24%, og hækka framlög til skóla, sjúkrahúsa og lðgreglu bæru því vitni að kosningar yrðu í maí. Clarke hyggst hækka ýmsar óbeinar álógur og afnema ýmsar undanþágur frá sköttum. í frum- varpinu er því gætt aðhalds og er ætlunin að koma í veg fyrir að vext- ir hækki. Ýmsir hagfræðingar í City, fjármálahverfi London, voru þeirrar hyggju að Clarke gæti neyðst til að hækka vexti fyrir kosningar með tilheyrandi óvinsældum vegna þess að honum hefði ekki tekist að ná taumhaldi á opinberri lántöku. Vonir ýmissa þingmanna íhalds- flokksins um að staða flokksins mundi batna fyrir næstu kosningar glæddust hins vegar þegar í ljós kom að í frumvarpinu væri kveðið á um skattalækkun. Segir velmegun tryggða „Þetta fjárlagafrumvarp tryggir velmegun í framtíðinni fyrir alla hópa þjóðar okkar," sagði Clarke þegar hann kynnti frumvarpið á þingi. Clarke lækkar skatta um tvo millj- arða punda (um 222 milljarða króna) í fjárlagafrumvarpinu og sker niður opinber útgjöld að sama skapi. Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, sagði að fjárlögin væru enn eitt „bellibragð íhaldsmanna" og bætti við að meðalfjólskyldan mundi sam- kvæmt þeim borga 2.120 pundum (um 235 þúsund krónum) meira í skatta en þegar gengið var til kosn- inga árið 1992. ¦ Rannsókn fyrirskipuð/19 Clinton vítir Burma Bangkok. Reuter, The Daily Telegraph. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Asíu- og Kyrrahafsríki til að taka höndum saman í barátt- unni gegn eiturlyfjasmygli og beindi spjótum sínum að herforingjastjórn- inni í Burma, sem hann sagði standa fyrir stórfelldu eiturlyfjasmygii. „Burma hefur framleitt meira af ópíumi og heróíni en nokkurt annað ríki í heiminum og nú hefur það einn- ig hafið framleiðslu metamfetam- íns," sagði Clinton. „Hlutverk eitur- lyfja í efnahag og stjórnmálum landsins og tregða stjórnvalda til að standa við loforð sín um fjölflokka- lýðræði eru í raun tvær hliðar á sömu mynt." Hann bætti við að ekki ætti að þvinga Asíu til að meðtaka lýðræði í bandarískri mynd, heldur styðja algildar grundvallarhugmyndir. „Hinir hugrökku umbótasinnar í Burma undir forustu Aung San Suu Kyi minna okkur á að þessar hug- myndir eru engum landamærum háð- ar," sagði Clinton. „Langanir þeirra eru algildar vegna þess að þær eru í grundvallaratriðum mannlegar." Forsetinn lét þessi orð falla í ræðu í Bangkok, síðasta viðkomu- staðnum á ferð hans til Ástralíu, Filippseyja og Tælands. Hann fór lofsamlegum orðum um efnahags- uppganginn í Austur-Asíu en sagði að enn væru mörg vandamál óleyst, svo sem umhverfisspjöll, útbreiðsla alnæmis, skipuleg glæpastarfsemi og eiturlyfjasmygl. „Engin þjóð er ónæm fyrir tortímingaröflunum og engin [þjóð] getur sigrast á þeim ein síns liðs. Því þurfum við að vinna saman." Morgunblaðið/Þorkell Heimkoma ÞÚSUNDIR flóttamanna voru á leið til borgarínnar Goma í Zaire í gær og hafði fólkið verið á flæk- ingi í mánuð vegna átakanna í landinu. Búist er við, að tugir eða hundruð þúsunda manna muni snúa heim til Rúanda á næstu dögum. Þorkell Þorkelsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, er staddur í Rúanda og hefur fylgst með heimkomu flóttamanna. Hér er einn þeirra, Anastase Muhozi, kominn heim eftir 26 daga göngu frá Zaire. Þar tók móðir hans á móti honum með opinn faðminn. ¦ Gangan langa/31 Andstæðingar Lúkashenkos forseta ákveðnir þrátt fyrir einangrun Tvö þing starfandi eftir klofning í Hvíta-Rússlandi Minsk. Reuter, ÞINGMENN hollir Alexander Lúkashenko, for- seta Hvíta-Rússlands, komu á fót nýju þingi í gær og réttu þeir allir sem einn upp hönd til samþykkis þegar lýsa átti yfir stuðningi við for- setann. Andstæðingar forsetans á gamla þing- inu, sem er fámennara, héldu áfram störfum eins og ekkert hefði í skorist. Tvö þing starfa því í landinu eftir að tillögur Lúkashenkos um breyt- ingar á löggjafarsamkundunni voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Stuðningsmenn Lúkashenkos sögðu að 112 af 199 fulltrúum gamla þingsins hefðu haldið fund fyrir Iuktum dyrum í byggingu nálægt skrifstofum forsetans. 50-70 þingmenn úr röð- um andstæðinga hans komu hins vegar saman í þinghúsinu í Minsk en þeir voru þó ekki nógu margir til að samþykktir þeirra teldust lögmæt- ar. Gamla þingið starfaði í einni deild en forset- inn vill stofna nýtt 170 sæta þing með tveimur deildum og fækka jafnframt þingmönnunum. Hann hét því að auki að allir þingmenn gamla þingsins, einnig þeir sem fengju ekki sæti á nýja þinginu, myndu halda stöðu sinni og réttind- um sem þingmenn. Andstæðingar forsetans sögðu ennfremur að þingmenn hefðu fengið lof- orð um nýja bíla og íbúðir. Heimildarmenn í Minsk sögðu að nokkrir af andstæðingum Lúkashenkos hefðu gengið til liðs Reuter ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta- Rússlands, horfir á nýtt þing stuðnings- manna lýsa yfir hollustu við sig í gær. við hann eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það hefði styrkt stóðu forsetans. Þeirra á meðal er Júrí Malúmov, varaforseti gamla þingsins, sem stjórnaði fundi stuðningsmanna forsetans í gær. Þeir námu úr gildi ráðstafanir sem gamla þing- ið hafði gert til að ákæra forsetann. Atkvæðagreiðslan sögð ólögmæt Bandaríska utanríkisráðuneytið benti á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefði fyrirfram lýst þjóðaratkvæðagreiðsluna ólögmæta vegna mísnotkunar forsetans á valda- stöðu sinni í kosningabaráttunni. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins kvaðst einnig hafa miklar áhyggjur af þróuninni í landinu. Hún hvatti forsetann og stuðningsmenn hans til að virða úrskurð stjórnlagaréttar Hvíta-Rússlands, sem komst að þeirri niðurstöðu að þjóðaratkvæð- ið væri ráðgefandi en ekki bindandi. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hvatti í gær báðar fylkingarnar í Hvíta-Rússlandi til að sýna stillingu og tryggja að deilan leiddi ekki til átaka. Hann sagði þetta skilyrði fyrir frekari samruna nágrannalandanna tveggja. Talsmaður forsetans gaf í skyn að Bandaríkjamenn ættu ekki að skipta sér af málum Hvít-Rússa, það væri hinna síðarnefndu að ákveða hvort þjóðaratkvæðið væri gilt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.