Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C/D/E 272. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Væntanlegt leyfi SÞ til olíusölu Irakar ganga að skilyrðum Bagdad. Reuter. VERÐ á matvælum í Bagdad snar- féll í gær er fréttir bárust af því að stjórnvöld hefðu samþykkt skil- yrði Sameinuðu þjóðanna fyrir tak- markaðri olíusölu til að kaupa mat- væli og lyf. Talið er líklegt að salan geti haf- ist þegar í næsta mánuði og fá írak- ar að selja olíu fyrir allt að 130 milljarða króna á sex mánuðum en hluti fjárins rennur til stríðsskaða- bóta. Olíuverð á heimsmörkuðum lækk- aði nokkuð en ekki er þó talið að áhrifin verði mikil. Þó megi búast við lækkun þegar kemur fram á vor og eftirspurn minnkar vegna hlýrra veðurs. Bent er á að magnið sem írakar fá að selja sé ekki meira en aðildarríki samtaka olíusöluríkja, OPEC, selji umfram þá kvóta sem þau fá úthlutað. Umframsalan hefur dregið úr verðhækkunum á mörkuð- um en fulltrúar OPEC munu hittast í dag í Vín til að ákveða kvótana fyrir fyrri helming næsta árs. ■ Líkuráað/19 Morgunblaðið/Þorkell Clinton vítir Burma Bresku fjárlögin Boða lækkun N skatta London. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, lagði í gær fram nýtt fjárlagafrumvarp og sögðu fréttaskýrendur að tillögur um að lækka grunnþrep tekjuskatts í land- inu um eitt prósentustig, i 23% úr 24%, og hækka framlög til skóla, sjúkrahúsa og lögreglu bæru því vitni að kosningar yrðu í maí. Clarke hyggst hækka ýmsar óbeinar álögur og afnema_ ýmsar undanþágur frá sköttum. í frum- varpinu er því gætt aðhalds og er ætlunin að koma í veg fyrir að vext- ir hækki. Ýmsir hagfræðingar í City, íjármálahverfi L/)ndon, voru þeirrar hyggju að Clarke gæti neyðst til að hækka vexti fyrir kosningar með tilheyrandi óvinsældum vegna þess að honum hefði ekki tekist að ná taumhaldi á opinberri lántöku. Vonir ýmissa þingmanna Ihalds- flokksins um að staða flokksins mundi batna fyrir næstu kosningar glæddust hins vegar þegar í ljós kom að í frumvarpinu væri kveðið á um skattalækkun. Segir velmegun tryggða „Þetta fjárlagafrumvarp tryggir velmegun í framtíðinni fyrir alla hópa þjóðar okkar,“ sagði Clarke þegar hann kynnti frumvarpið á þingi. Clarke lækkar skatta um tvo millj- arða punda (um 222 milljarða króna) í fjárlagafrumvarpinu og sker niður opinber útgjöld að sama skapi. Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, sagði að íjárlögin væru enn eitt „bellibragð íhaldsmanna“ og bætti við að meðalfjölskyldan mundi sam- kvæmt þeim borga 2.120 pundum (um 235 þúsund krónum) meira í skatta en þegar gengið var til kosn- inga árið 1992. Bangkok. Reuter, The Daily Telegraph. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Asíu- og Kyrrahafsríki til að taka höndum saman í barátt- unni gegn eiturlyfjasmygli og beindi spjótum sínum að herforingjastjórn- inni í Burma, sem hann sagði standa fyrir stórfelldu eiturlyflasmygli. „Burma hefur framleitt meira af ópíumi og heróíni en nokkurt annað ríki í heiminum og nú hefur það einn- ig hafið framleiðslu metamfetam- íns,“ sagði Clinton. „Hlutverk eitur- lyfja í efnahag og stjórnmálum landsins og tregða stjórnvalda til að standa við loforð sín um fjölflokka- lýðræði eru í raun tvær hliðar á sömu mynt.“ Hann bætti við að ekki ætti að þvinga Asíu til að meðtaka lýðræði í bandarískri mynd, heldur styðja algiidar grundvallarhugmyndir. „Hinir hugrökku umbótasinnar í Burma undir forustu Aung San Suu Kyi minna okkur á að þessar hug- myndir eru engum landamærum háð- ar,“ sagði Clinton. „Langanir þeirra eru algildar vegna þess að þær eru í grundvallaratriðum mannlegar." Forsetinn lét þessi orð falla í ræðu í Bangkok, síðasta viðkomu- staðnum á ferð hans til Ástralíu, Filippseyja og Tælands. Hann fór lofsamlegum orðum um efnahags- uppganginn í Austur-Asíu en sagði að enn væru mörg vandamál óleyst, svo sem umhverfisspjöll, útbreiðsla alnæmis, skipuleg glæpastarfsemi og eiturlyfjasmygl. „Engin þjóð er ónæm fyrir tortímingaröflunum og engin [þjóð] getur sigrast á þeim ein síns liðs. Því þurfum við að vinna saman." Heimkoma ÞÚSUNDIR flóttamanna voru á leið tii borgarinnar Goma í Zaire í gær og hafði fólkið verið á flæk- ingi í mánuð vegna átakanna í landinu. Búist er við, að tugir eða hundruð þúsunda manna muni snúa heim til Rúanda á næstu dögum. Þorkell Þorkeisson, Ijós- myndari Morgunbiaðsins, er staddur í Rúanda og hefur fylgst með heimkomu flóttamanna. Hér er einn þeirra, Anastase Muhozi, kominn heim eftir 26 daga göngu frá Zaire. Þar tók móðir hans á móti honum með opinn faðminn. ■ Gangan langa/31 Andstæðingar Lúkashenkos forseta ákveðnir þrátt fyrir einangrun Tvö þing starfandi eftir klofning’ í Hvíta-Rússlandi Minsk. Reuter. ÞINGMENN hollir Alexander Lúkashenko, for- seta Hvíta-Rússlands, komu á fót nýju þingi i gær og réttu þeir allir sem einn upp hönd til samþykkis þegar lýsa átti yfir stuðningi við for- setann. Andstæðingar forsetans á gamla þing- inu, sem er fámennara, héldu áfram störfum eins og ekkert hefði í skorist. Tvö þing starfa því i landinu eftir að tillögur Lúkashenkos um breyt- ingar á löggjafarsamkundunni voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Stuðningsmenn Lúkashenkos sögðu að 112 af 199 fulltrúum gamla þingsins hefðu haldið fund fyrir luktum dyrum í byggingu nálægt skrifstofum forsetans. 50-70 þingmenn úr röð- um andstæðinga hans komu hins vegar saman í þinghúsinu í Minsk en þeir voru þó ekki nógu margir til að samþykktir þeirra teldust lögmæt- ar. Gamla þingið starfaði í einni deild en forset- inn vill stofna nýtt 170 sæta þing með tveimur deildum og fækka jafnframt þingmönnunum. Hann hét því að auki að allir þingmenn gamla þingsins, einnig þeir sem fengju ekki sæti á nýja þinginu, myndu halda stöðu sinni og réttind- um sem þingmenn. Andstæðingar forsetans sögðu ennfremur að þingmenn hefðu fengið lof- orð um nýja bíla og íbúðir. Heimildarmenn í Minsk sögðu að nokkrir af andstæðingum Lúkashenkos hefðu gengið til liðs Reuter ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta- Rússlands, horfir á nýtt þing stuðnings- manna lýsa yfir hollustu við sig í gær. við hann eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það hefði styrkt stöðu forsetans. Þeirra á meðal er Júrí Malúmov, varaforseti gamla þingsins, sem stjórnaði fundi stuðningsmanna forsetans í gær. Þeir námu úr gildi ráðstafanir sem gamla þing- ið hafði gert til að ákæra forsetann. Atkvæðagreiðslan sögð ólögmæt Bandaríska utanríkisráðuneytið benti á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefði fyrirfram lýst þjóðaratkvæðagreiðsluna ólögmæta vegna misnotkunar forsetans á valda- stöðu sinni I kosningabaráttunni. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins kvaðst einnig hafa miklar áhyggjur af þróuninni í landinu. Hún hvatti forsetann og stuðningsmenn hans til að virða úrskurð stjórnlagaréttar Hvíta-Rússlands, sem komst að þeirri niðurstöðu að þjóðaratkvæð- ið væri ráðgefandi en ekki bindandi. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hvatti í gær báðar fylkingarnar í Hvíta-Rússlandi til að sýna stillingu og tryggja að deilan leiddi ekki til átaka. Hann sagði þetta skilyrði fyrir frekari samruna nágrannalandanna tveggja. Talsmaður forsetans gaf í skyn að Bandaríkjamenn ættu ekki að skipta sér af málum Hvít-Rússa, það væri hinna síðarnefndu að ákveða hvort þjóðaratkvæðið væri gilt. ■ Rannsókn fyrirskipuð/19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.