Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 43 MINNINGAR SIGURÐUR JÓHANNESSON + Sigurður Jóhannesson fæddist í Hafnarfírði 26. janúar 1932. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 21. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 28. október. Eitt höfuðeinkenni okkar þjóð- menningar að fornu og nýju var og er sú list að segja frá. Að gæða frásögn sína því lífi og lit að þeir er á hlýða fái notið, þetta er list, sérgáfa ekki öllum gefin, einum vel, öðrum miður. Svo menn nái eyrum og áhuga áheyrenda þarf ýmislegt til. Má þar nefna skíra rödd, skipulega frásögn, gott mál- far og síðast en ekki síst skopskyn í ríkum mæli. Þetta er mér efst í huga nú er ég minnist fáeinum orðum nýlátins góðkunningja og vinar, Sigurðar Jóhannessonar raf- virkjameistara er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. október sl. eftir skamma legu. Útför hans var gerð frá Fella- og Hólakirkju 28. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Það mun nálægt aldarhelft frá því fundum okkar bar saman fyrst. Ég var þá í vegavinnuflokki er átti tjöld sín við Sanddalsá í Norð- urárdal í Borgarfirði. Þar var mat- ráðskona Hulda Egilsdóttir frá Sauðárkróki. Þau Sigurður voru þá í tilhugalífínu. Þau settust síðan að í Kópavogi og eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir eftir nokkurra ára sambúð. Mikil og góð vinátta hafði verið með okkur og þeim. Hulda lést 1981. Sigurður kvæntist öðru sinni og þá eftirlif- andi konu sinni, Kristínu Andrés- dóttur, og eiga þau tvær dætur. Áður hafði hann eignast einn son milli kvenna sem kallað er. Sam- band okkar við Sigurð var óbreytt. Þegar svo við kynntumst Kristínu gerðist það að sjálfu sér að við hjón og börn okkar urðum þar eins konar heimagangar ef einhvers þurfti með. Nú síðast á liðnu sumri buðu þau hjónin okkur Ellu Dís suður á Reykjanes. Heimsóttum við þá æskuvin Sigurðar úr Garðin- um, Þorstein Kristinsson kennara í Keflavík, en hann er skólabróðir minn frá Reykjum. Áttum við þar saman mjög ánægjulega dagstund hjá Þorsteini og konu hans. Ég vissi að Sigurður var þá sjúkur maður orðinn, en ekki hvarflaði að mér að svo skammt væri til æviloka hans. Síðast sá ég hann í sjötugsafmæli mínu nokkru síðar. Sigurður starfaði lengst af á Reykjalundi og var að ég hygg þekktur um allt land af störfum sínum þar. Hér verður sú saga ekki rakin enda þegar gert af öðr- um er betur þekktu til. Honum eru hér aðeins færðar þakkir fyrir gáskann og gleðina sem hann veitti okkur, er honum kynntumst á lífs- leiðinni. Eins og á var drepið í upphafi þessara orða tel ég frásagnarhæfi- leikann listgrein. Þeirri hæfni var Sigurður ríkulega gæddur. Hann sagði frá á þann veg að hver sem á hlýddi hlaut að hrífast af. Þar fór allt saman er þurfti og áður greindi. Hann var á vissan hátt töframaður á þessu sviði, lýsingar hans bæði í máli og stíl, látbragði og lifandi frásögn var á stundum sjónhverfingum líkast. Kannski létu honum ýkjusagnir hvað best. Þær voru oft þeim töfrum gæddar að þó maður vissi þær ýkjur einar þá urðu þær í meðförum hans eins og hinn eini stóri sannleikur. Af sjálfum sér sagði hann hrakfalla- sögur, lét honum það afar vel enda óhlífinn eigin skinni. Hann sló þannig hörpu sína að hver sem á hlýddi hlaut að hrífast af. Vissu- lega var hann fleiri hæfileikum gæddur en hér er getið. Hann kom talsvert að leiklist, m.a. hjá Leikfé- lagi Kópavogs og sannaði hæfni sína á því sviði. Einnig lék hann nokkur hlutverk í kvikmyndum og nú síðast mun hann sjást í Djöfla- eyjunni. Handverk hans mörg bera og listaeðlinu glöggt vitni. Hann lifir þó lengst í minni okkar sem hinn sanni sagnamaður. Og vel væri við hæfi ef einhver tæki sig til og héldi til haga því sem hæst ber er honum tókst best upp. Þar er um auðugan garð að gresja. Ég vil svo að lokum þakka Sig- urði skemmtilega samfylgd. Hans líkar eru sannarlega salt jarðar. Sagt er að hláturinn lengi lífið. Ætli hann sé ekki hollur í eilífð- inni líka. Ekk kæmi mér á óvart þótt þeir ættu sumir eftir að brosa í kampinn þegar þú, Siggi minn Jóh., segir þeim eina lauflétta úr jarðvistinni og þá með „þínu lagi". Kristínu og öllum aðstandendum öðrum vottum við Ella Dís og fjöl- skylda okkar dýpstu samúð. Jónas R. Jónsson frá Melum. SIGURÐUR ODDUR BJARNASON + Sigurður Oddur Bjarnason húsasmíðameistari var fæddur í Hafnarfirði 6. nóvem- ber 1932. Hann varð bráð- kvaddur 17. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 26. nóvember. Ég var á ferð erlendis um sl. helgi er til mín bárust skilaboð um að hringja heim. Ég skynjaði að mín biðu ekki góðar fréttir. Mamma sagði mér að hann Siggi hefði dáið þá um nóttina. Góður félagi er fallinn frá. Glaðværu hrópin og hlátrasköllin heyrum við ekki oftar í landinu við Silunga- tjörn. Sveitin þar verður ekki söm án hans. Með elstu minningum um Sigga er þegar hann var að hjálpa pabba við húsbyggingu. Þeir voru þá jafn- an saman við smíðar um helgar og á kvöldin að lokinni vinnu. Hjálp- semi Sigga og dugnaði voru engin takmörk sett. Hann var jafnan boð- inn og búinn til aðstoðar. Og það var fengur í þeirri hjálp. Afköstin voru mikil og gekk undan honum í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Að Ioknum sjómannsferli lærði Siggi til smiðs og varð meist- ari í grein sinni. Hann stofnaði sitt eigið fyritæki, rak það af dugnaði og dafnaði það vel hjá honum. A unglingsárum mínum um- gekkst ég Sigurð föðurbróður minn mikið. Hann var á kafi í hesta- mennsku. og smitaðist ég af áhuga hans. Hestamennska er ekki bara áhugamál hún er lífsstíll. Hestarn- ir voru líf Sigga og yndi. Það voru ekki einungis útreiðarnar sem hann naut heldur einnig öll um- gengni og vinna við hrossin. Að kemba, moka út eða bara að fylgj- ast með hestunum, allt þetta veitti honum mikla ánægju. Skemmtileg- ast held ég þó að honum hafi þótt sumarferðalögin á hestum. Að vera á fjöllum með vinum sínum og með mikinn hrossarekstur, það líkaði honum vel. Þá átti hann til að hrópa: „Þetta er nú lífið," og svo hló hann á eftir. í slíkum fjallaferð- um komu stundum upp vandamál. Hross lenti í vilpu eða að ferða- hrossin runnu saman við stóðhross á heiði. Mér er það minnisstætt hvað Siggi brást snarlega við og jafnan af æðruleysi. Hann rauk til, brást rétt við og leysti málin á meðan við hin vorum enn að átta okkur. Fyrir kom einnig að ein- hverjum leist ekki á blikuna. Sæi Siggi að við værum með óþarfa áhyggjur sagði hann bara: „Þetta lerar sig allt saman," og svo hott- aði hann á hrossin og þau runnu sína leið. Fyrir nokkrum árum fékk Siggi liðagigt. Hann kenndi til í liðamót- um og missti kraft í höndum. Hann gat ekki unnið erfiðisvinnu og hest- ana gat hann ekki stundað sem fyrr. Ég man eftir því þegar pabbi sagði mér frá þessu. Það þóttu litl- ar líkur á að þetta lagaðist mikið og við þessar aðstæður væri hann Siggi öryrki. En Siggi fór nú að sinna nýju áhugamáli. Hann fór að rækta upp landspilduna sína við Silungatjörn. Þar puðaði hann eftir mætti við að flytja grjót, moka skít og rækta tré og grænmeti. Bræðurnir áttu sameiginlega þetta áhugamál og vörðu nú miklum tíma saman í sveitinni. Það var gaman að fylgjast með þeim við þessa iðju sína. Þeir skemmtu sér hið besta og voru oft eins og strák- ar að leik. Siggi hafði mikla ánægju af ræktuninni og fylgdist vel með hverri einustu plöntu. Lít- ill melur varð á skömmum tíma að beitarhólfi fyrir hross. Vinir Sigga, Eyjólfur og Silla, gátu því komið með hesta sína og eytt helg- inni þar með honum, sem þau gerðu oft. Það var held ég mest fyrir þrautseigju að Sigga óx með tímanum þróttur á ný. Hann fór að vinna eftir mætti á verkstæðinu á ný. Um helgar var hann í sveit- inni og vann þá engu minna sér til ánægju. Ég man eftir því er við í sumar mokuðum hestaskít í nokkrar kerrur. Siggi var greini- lega búinn að ná hluta af fyrri styrk og átti ég fullt í fangi með að hafa við honum. Hann lagði á sig meira erfiði en aðrir hefðu gert við sömu aðstæður. Með að- dáunarverðri þrautseigju var hann að styrkjast á ný. Heilsan var orð- in það góð og Siggi ætlaði sér að stunda hestana í vetur. Hann var orðinn frískur og fjörugur og bjart yfir framtíðinni. Það var því reiðar- slag fyrir ættingja og vini að frétta andlát hans. Eins og alltaf var Siggi boðinn og búinn til hjálpar. Á sunnudaginn ætlaði Siggi að fara með pabba upp í land og sækja hestana mína og taka þá á hús fyrir mig. Af för þeirra bræðra varð ekki. Siggi lést aðfaranótt sunnudagsins. Einstak- ur félagi, þessi duglegi víkingur er látinn, fyrirvaralaust. Missir ættingja og vina, en umfram allt barna og barnabarna er mikill. Megi minningin um góðan dreng vera ykkur styrkur í sorg ykkar. Darri. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 JONA SIGRUN SÍMONARDÓTTIR -U Jóna Sigrún Símonardóttir ' fæddist í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1945. Hún lést í Vest- mannaeyjum 11. nóvember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 23. nóv- ember. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins íbréfasíma5691115, eðaánetfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallmu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elsku Eddi, Símon og Sigurjón. Ég vil með þessum fáu orðum mínum minnast Sigrúnar Símonar- dóttur sem vann hjá mér í Eyja- blóm í ein fimm ár. Ég hef oft hugsað um hver er eiginlega tilgangur lífsins eftir að Sigrún hvarf yfir móðuna miklu eins og maður segir. Hverfult er lífið þegar kona í blóma lífsins fell- ur frá. Ég gat alltaf treyst á Sigrúnu á hverju sem gekk. Alltaf var Sig- rún til staðar þegar á reyndi. Fyrst kynntist ég Edda, sem er ættaður úr Biskupstungunum, eins og ég. Eitt sinn spurði ég hann hvort hann vissi um konu sem gæti unn- ið í blómabúð og hefði tilfinningu fyrir blómum og afgreiðslustörf- um. Hann var ekki lengi að svara: Það er hún Sigrún mín. Ég afréð að tala við Sigrúnu sem fyrst en hún var svolítið smeyk við að fara út á vinnumarkaðinn aftur eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir um nokkurra ára skeið. En Sigrún tók í sig kjark og fór að vinna hjá mér í Eyjablóm. Það gerði hún með mikiíli sæmd og dugnaði sem einkenndi hana. Allt- af var hún broshýr, kát og kom vel fram við viðskiptinavinina og kunni ég svo sannarlega að meta störf hennar. Sigrúnu varð tíðrætt um sinn góða eiginmann og börnin sem hún dýrkaði og oft vottaði fyrir öfund hjá mér yfir því hvað hún var lífs- glöð. En svo fór að fyrirtækið gekk ekki eins vel og ég vildi og varð ég að skera niður kostnað. Varð ég því miður að segja Sigrúnu upp en það gerði ég með miklum trega. Sjálf tók hún uppsögninni með mikilli ró. Hún fór síðar að vinna á Hraunbúðum þar sem konan mín hefur unnið undanfarið þannig að sambandið hélst eftir að hún hætti hjá okkur. Eins og ég sagði hér á undan er lífið hverfult og Guð einn getur ráðið hvernig því vindur fram. Megir þú, elsku Sigrún, hvíla í friði en ég er með þessum fáum orðum að kveðja þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Eddi, Simon og Sigurjón, megi hinn algóði Guð styrkja ykkur og blessa í þessari miklu sorg ykkar. Eiríkur Sæland í Eyjablóm. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR matsveins, Boðahlein 26, Garðabæ. Anna Margrét Elíasdóttir, Ragnar S. Magnússon, Guðlaug P. Wium, Svanhvit Magnúsdóttir, Kristján E. Haildórsson, Eli'n G. Magnúsdóttir, Ágúst V. Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega alla vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, ÓSKARS ÓÐINS VALDIMARSSONAR, Aðalgötu 8, Hauganesi. Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks, sem annaðist Óðinn í veikindum hans, og til sóknarprests og séra Jóns Helga Þórarinssonar fyrir þeirra ómet- anlega stuðning og styrk. Sérstakar þakkir til félaga í Slysavarna- félaginu og Björgunarsveitinni á Árskógsströnd, svo og til kven- félagsins og ungmennafélagsins fyrir þeirra góða framlag við útförina. Þá sendir fjölskylda Óðins sínar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem veittu henni stuðning og styrk meðan á veikind- um hans stóð. Guð blessi ykkur 611. Hanna Bjarney Valgarðsdóttir, Berglind Ósk Óðinsdóttir, Hólmar Hákon Óðinsson, Jakob Valgarð Óðinsson, Kristín Ragnheiður Óðinsdóttir, Kristfn Ragnheiður Jakobsdóttir, Valdimar Kjartansson, systkini og venslafólk. v^ Hafnarstræti 4 'W Sr, 7jíJi 551-21 tf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.