Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 37
____________AÐSENDAR GREINAR_
Plastkort = Verðbréf
Athugasemdir við grein Finns
S veinbj örnssonar
Bankarán - Einþáttungur
Sviðið er sem fyrr söluturn á
íslandi árið 1996.
Ungur maður keyrir upp að lúg-
unni.
Kaupmaðurinn: Góðan dag, get
ég aðstoðað?
Kúnninn: Tekurðu debet?
Kaupmaðurinn: Nei, því miður.
Kúnninn: En tekurðu ávísun?
Kaupmaðurinn: Já.
Kúnninn: Af hveiju tekurðu
ávísun en ekki debet?
Kaupmaðurinn: Vegna þess að
ég treysti kúnnanum betur en
bankanum.
Kúnninn: Ha, af hverju?
Kaupmaðurinn: Vegna þess að
ef ég tæki piastkort er 100% ör-
uggt að ég verð rændur.
Kúnninn: Ha!
Kaupmaðurinn: Já, af banka-
kerfinu.
Misskilið frelsi
Kæri Finnur: Ég skil þig mæta
vel að vilja ekki taka upp hansk-
ann fyrir opinberu stofnanirnar
tvær, eins og þú orðar það, né að
þú eltist við ásakanir á hendur
bankakerfinu og greiðslukortafyr-
irtækjunum, eða kostnað við notk-
un greiðslukorta og
ávísana. Við það
myndir þú fara út á
hála braut og ekki
er auðvelt að svara
fyrir það siðleysi og
ætluð lögbrot. Kæri
Finnur: Þú talar um
að frelsi einstaklings-
ins sé í hávegum
haft. Það er rétt hjá
þér. Hér á landi er
mikið lagt upp úr því
að frelsi einstaklings-
ins sé sem mest.
En kæri Finnur: Ert þú ekki
að misskilja frelsið? Hér á landi
endar frelsi einstaklingsins við
buddu náungans. Sama gildir um
bankakerfið. Bankakerfið hefur
ekki frelsi til að seilast inn á minn
tékkareikning né annarra. Banka-
kerfið hefur ekki ieyfi til að arð-
ræna verslun og þjónustu, hvorki
hér á landi né annars staðar.
Frelsið felst í því að hlíta lögum.
Frelsið felst í sannleikanum.
Frelsið felst í réttlætinu.
Viðskiptamenn bankakerfisins
Kæri Finnur: Það er nauðsyn-
legt fyrir þig og aðra bankamenn
að þið gerið ykkur grein fyrir því
Sigurður
Lárusson
hverjir eru ykkar við-
skiptamenn. Það eru
bankarnir og dóttur-
fyrirtæki bankakerf-
isins sem gefa út
verðbréfin (plast-
kortin) og það er
hlutverk þeirra að
annast þjónustu við
viðskiptamenn sína.
Krafa kaupmannsins
og annarra þjónustu-
aðila er að fá fullt
ákvæðisverð fyrir
sína vöru eða þjón-
ustu í samræmi við
lög (Lög um gjald-
miðil Islands nr.
022/1968). Spurn-
ingar til þín, kæri Finnur:
* Hver er það sem leggur pening-
ana inn í bankann?
Bankakerfið hefur ekki
frelsi, segir Signrður
Lárusson, til að seilast
inn á minn tékkareikn-
ing né annarra.
* Hver fær vaxtatekjurnar?
* Hver nýtur þess öryggis að
geyma fé í banka?
* Hver fær hugsanlega lánafyrir-
greiðslu í bankakerfinu með því
að sýna þar veltu?
* Hver á svo að greiða kostnaðinn
sem fylgir því að ná peningunum
til baka úr bankanum?
Það er hlutverk bankakerfísins
að miðla greiðslum en ekki að
skattleggja viðskipti.
Eðlileg greiðslumiðlun
Kæri Finnur: Á meðan plast-
kortin, hvort sem þau heita debet
eða kredit, hafa ekki eðlilega laga-
stoð á svipaðan hátt og t.d. lög
022/1968 um gjaldmiðil íslands,
lög 94/1933 um tékka eða lög um
víxla og á meðan þau bera öll ytri
einkenni verðbréfa þ.e. afföll og
kostnað, áskil ég mér fullan rétt
til að kalla þau verðbréf.
Ég skal viðurkenna að sennilega
eru plastkortin komin til að vera
og þau hafa marga kosti til
greiðslumiðlunar. En fyrst verða
að vera fyrir hendi grundvallarfor-
sendur. Þær eru:
* Bankakerfið fari að lögum, Sam-
keppnislögum sem öðrum.
* Fullt ákvæðisverð fyrir vöru og
þjónustu.
* Eðlileg samkeppni innan banka-
kerfisins.
* Kostnaður verði gagnsær.
Samkeppni bankastofnana
Kæri Finnur: Ef við ætlum okk-
ur að lifa og starfa í samræmi
við skilyrði samkeppninnar verða
samkeppnislögmál að ná til allra
þátta viðskipta, einnig til banka-
starfsemi og greiðslumiðlunar. Á
meðan þriðji aðili þ.e. kaupmaður-
inn og veitingamaðurinn greiðir
meirihluta kostnaðar við greiðslu-
miðlun verða skilyrði fyrir eðli-
lega samkeppni aldrei fyrir hendi.
Viðskiptamenn einstakra banka
eða bankastofnana (handhafar
plastkorta) koma ekki til með að
veita viðskiptabanka sínum nauð-
synlegt aðhald um að halda kostn-
aði innan eðlilegra marka eða í
samræmi við tilgang Sam-
keppnislaga. Kostnaður verður
aldrei gagnsær og af þeim sökum
munu mjög margir viðskiptamenn
bankakerfisins freistast til að
misnota plastkortin á lágar og
óarðbærar fjárhæðir.
Orsök og afleiðing
Kæri Finnur: Þú talar um að
ég hafi fullt frelsi til að hætta
að höndla. Það er alveg rétt hjá
þér. Ef ég hætti kaupmennsku
get ég að mestu þakkað það
bankakerfinu. Ef ég hætti kaup-
mennsku bitnar það jafnframt á
mínu starfsfólki og það getur
þakkað það bankakerfinu.
Ég get fullvissað þig um það
kæri Finnur að ef ég hætti kaup-
mennsku þá munu jafnframt
margir aðrir úr minni stétt neyð-
ast til hins sama. Þökk sé banka-
kerfinu!
Höfundur er kaupmaður.
MIG langar til að
deila með þér, lesandi
góður, svolítilli upp-
götvun, sem ég hef
orðið fyrir á síðustu
missirum og ég er viss
um að fleiri en ég hafa
veitt athygli. En það
er hvað íslensk tunga
hefur breyst gífurlega
mikið og hratt senni-
lega síðustu 25 árin.
Það fólk sem fætt er
rétt eftir aldamótin og
er enn við góða heilsu
talar og tjáir sig á allt
annan hátt en við sem
yngri erum. Eða he-
furðu ekki tekið eftir
því að þegar haft er viðtal við eldra
fólk að það talar hægar og skipu-
legar en við almennt gerum í dag.
Það velur sér orðin og tekur tíma
í það og orðar mál sitt á annan
hátt. Eldra fólk horfir mikið á sjón-
varp og nú þegar breyta á þeirri
skipan sem verið hefur og tekju-
tengja á afnotagjaldið til eldri
borgara, sem áður höfðu það frítt,
finnst mér að þeir eigi rétt á þeirri
þjónustu sem þeir þurfa til að njóta
þess sem boðið er uppá í dag-
skránni. Ég er er í engum vafa
um að þættir Hemma Gunn eru
svo vinsælir sem raun er á vegna
þess að þeir eru á máli sem allir
skilja. Næst koma fréttir en ef vel
er að gætt þá fer helmingur frétt-
flutnings fram á öðrum tungum
en íslensku og hinn helmingurinn
á svo miklum hraða af nýyrðum,
mælt fram af vörum fréttamanns
sem er svo æfður í
faginu að útkoman er
ein runa óskiljanlegs
orðaflaums. Ekki er
svo að skilja að ég
skilji ekki þennan
orðaflaum, því ég er
honum vön, ég er ekki
heldur að kvarta yfir
því að skilja ekki er-
lendar tungur eða geta
ekki lesið textann ef
svo ber undir að þess
gerist þörf, en ég er
ekki fædd rétt eftir
aldamótin og hef ekki
einangrast heima eða
á elliheimili og tala og
skil því nútímaíslensku
með tilheyrandi hraða og slettum.
Eldra fólkið okkar lærði lestur
á misjafnan hátt en flestir af lítilli
skólagöngu. Lífstarfið var oftast
erfiðisvinna sem gaf ekki mikinn
tíma til lestrar og eitt er víst að
engin var þörfin þá að fara á hrað-
lestramámskeið. Fyrir gamalt fólk
er næsta ómögulegt að lesa texta
til að geta fylgst með því sem fram
fer á skjánum nema að það sé
vant Iestri, því að skiljanlega þarf
texti að fylgja mynd. Fyrir þá sem
sjá illa í þokkabót er ennþá erfið-
ara að sjá fljótt hvað textinn segir
og fyrir þá sem heyra illa eru til
hjá heyrnarmælingastöðinni
heyrnartæki sem tengd eru við
sjónvarpið svo heyra má talið vel,
en er til lítils gagns fyrir þá sem
ekki skilja erlend mál. Mikið hefur
verið deilt á Spánveija fyrir að
lesa þeirra mál inná allt sjónvarps-
efni þar í landi. Ég hef bent þeim
á, sem hneykslast hafa á þessu,
að þar í landi kunni nú ekki allir
að lesa svo þess gerist þörf. En
mér er að verða ljóst að ef til vill
gerist þess þörf fyrir aðrar sakir
einnig. Ekki býst ég við að þessi
Eldra fólk talar hægar,
segir Margrét S.
Sölvadóttir, og
skipulegar.
siður verði nokkurn tímann tekinn
upp hér á landi, en víst væri það
betra fyrir eldra fólkið sem njóta
vill líka sjónvarpsins og greiðir
sama gjald og við.
Ég get heyrt í huga mér mót-
mæli þeirra, sem lesið hafa þessar
síðustu setningar um slíkan mögu-
leika, og segja sjálfsagt að þeir
þoli ekki að sjá Clint Eastwood
tala með annarri rödd en sinni eig-
in og ég get vel tekið undir það
sjónarmið. Já, svona eigingjörn
erum við jafnan, en hugsum lítið
um þau forréttindi sem við höfum
fengið í okkar uppvexti en foreldr-
ar okkar urðu af. Eflaust er hægt
að gera eitthvað í þessum málum
ef vilji er fyrir hendi hjá þeim sem
ráða. Talsett er flest barnaefni í
dag sem birtist á skjánum í við-
leitninni að viðhalda íslenskunni
hjá þeim. Það er svolítið undarlegt
að ekki skuli vera sami skilningur
á því að eldra fólk skuli mega njóta
þess að skilja það efni sem því er
boðið að horfa á. Ég get vel hugs-
að mér að talsetja mætti myndir
sem sérstaklega höfða til eldra
fólks og sýna þær á daginn svo
ekki pirrist nú yngra fólk sem flest
er þá við vinnu. Einnig gæti ég
hugsað mér að fréttaþáttur sagður
af manni með íslenskutalsmáta
sem aldraðir skilja sé fluttur kl. 4
á daginn þegar fáir horfa á sjón-
varpið nema eldra fólk sem þá er
heima við. Við eigum svo mikið
af leikurum sem gætu talað inná
myndir og ég get ímyndað mér að
þeir myndu þiggja vinnuna og
kannski fyrir gott málefni ekki
okra á henni. Ég er hér, ekki að
tala um allt það ameríska sápuefni
sem sjónvörpin sýna heldur aðeins
góðar bíómyndir, fjölskyldumyndir
sem aldraðir hafa gaman af. Svo
margs krefjumst við sem yngri
erum, að því skyldu ekki þeir eldri
eru krefjast einhvers líka.
Ég bý með öldruðum foreldrum
mínum og ég er svo sannarlega
ekki nógu viljug að þýða eða út-
skýra fyrir þeim bíómyndir eða
annað úr dagskránni, en þegar ég
geri það finn ég hve mikið skilning-
urinn gleður og um leið hve mikils
þau fara á mis. Já, illt er að verða
gamall en eflaust ennþá verra fyr-
ir þau sem fædd eru 5 til 10 árum
eftir aldamótin, fara af vinnumark-
aðinum um sjötugt og lifa þær
hröðu þjóðfélagsbreytingar sem
bæði verða á þjóð og tungu. Gott
væri að heyra álit eldra fólks, að-
standenda þeirra eða fólks sem
vinnur með aldraða á þessum skoð-
unum mínum.
Höfundur er starfsmaður
Flug-leiða.
Eldra fólk og sjónvarp
Margrét S.
Sölvadóttir
Kjarvalsstaðir
Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur.
Opiö daglega frá kl. 10-18.
Glcesileg hnífapör
<Q) SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
_______- Þar fœröu gjöfina -
JMaMað&Mð SdáÍa Matiðeti á S&aia&tú
lói AUI a n D A D n Qkl'll A Makicitm MATDrmci II. DlClACTriir cíl HADDFTTI IAY maiitatiimæii n r v v t a m A I u A nr- I vrr r\c-r a C _ \/1 r» c I Á 11 M
JÓLAHLAÐBORÐ SKÚLA HANSEN, MATREIÐSLU-
MEISTARA Á SKÓLABRÚ, ER LÖNGU ORÐIÐ
LANDSÞEKKT FYRIR GÆÐI OG GLÆSILEIKA, EN
HANN ER EINN AF FRUMKVÖÐLUM ÞEIRRA HÉR
Á LANDI. Á MEÐAL RÉTTA Á JÓLAHLAÐBORÐI
SKÚLA MÁ TELJA KALKÚN, SÆNSKA JÓLASKINKU,
*
RIFJASTEIK, SILDARRETTI, LAX, NAUTATUNGU, REYKTAN AL, HANGIKET, OSTA
OG ÁBÆTISRÉTTI, AUK FJÖLDA ANNARRA HEITRA OG KALDRA KRÁSA.
Skúli Hansen og STARFSLIÐ HANS bjóða ykkur velkomin á Skólabrú
Á AÐVENTUNNI. ÞAÐ FER VEL UM EINSTAKLINGA OG HÓPA í ÞESSU
S - VIÐ SJÁUM
A UM KJÖTIÐ
iHjtmffliain
KjðTHNNSU
J
GAMLA, GLÆSILEGA HUSI
í HJARTA BORGARINNAR.
Skólflbní
Vetd:
3 hádeq-itiu. fvt. 1.950
á ku-aldin. kt. 2.S5C
Borðapantanir i sima 5624455