Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ h VIÐSKIPTI Umdeild kaup forkaupsréttarhafa á hlutabréfum Þróunarsjóðs ÞEIR sem nýttu sér forkaupsrétt á hlutabréfum Þróunarsjóðs í Meitlin- um í Þorlákshöfn og Búlandstindi á Djúpavogi gætu átt eftir að hagnast verulega ef markaðsverð á hluta- bréfum í félögunum helst jafn hátt og það hefur verið síðustu vikurnar. Gæti pappírslegur hagnaður skipt hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum króna í sumum tilvikum, en það er meðal annars háð því hver niðurstaða verður af mála- rekstri fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur um hverjir teljist forkaupsréttar- hafar, en verði niðurstaða málsins Mata hf. í vil sem höfðar málið gæti forkaupsréttarhöfum átt eftir að fjölga verulega. Um er að ræða 70 milljóna króna hlutafé að nafnvirði í Búlandstindi, sem stendur forkaupsréttarhöfum til boða á genginu 1,15 og hlutafé að nafnvirði 119,3 milljónir króna í Meitlinum á nafnverði eða genginu 1,00. Forkaupsréttur 38 aðila, hlut- hafa og starfsmanna, sem skylt er að bjóða forkaupsrétt að eignarhlut sjóðsins berist tilboð í hann sam- kvæmt lögum um Þróunarsjóð, var viðurkenndur í Búlandstindi. For- kaupsrétti Mata hf. og 22 tengdra aðila var hafnað á þeirri forsendu að hlutabréf í félaginu hefðu verið keypt eftir að Þróunarsjóður hefði tekið tilboði í fyrirtækið og for- kaupsrétti tveggja annarra aðila var einnig hafnað á sömu forsendu. Fimm tilboð bárust hins vegar í eignarhlutinn í Meitlinum, fjögur frá hluthöfum Meitilsins og eitt frá stjórnarmanni í félaginu. Komið hefur í ljós að þrír stjórnarmenn í Búlandstindi nýttu sér einnig for- Gætu hagnast verulega kaupsrétt að bréfum í félaginu og hefur Þróunarsjóður leitað eftir lagalegri álitsgerð á því hvort stjórnarmenn í félögunum teljist starfsmenn og beri því forkaupsrétt- ur eða ekki. Er búist við niðurstöðu þar að lútandi mjög fljótlega. Samkvæmt túlkun Lagastofnun- ar á lögum um Þróunarsjóð skiptist eignarhlutur sjóðsins jafnt á milli allra þeirra sem neyta forkaupsrétt- arins. Varðandi. Búlandstind getur það þýtt að allt frá 35 aðilum, að því gefnu að stjórnarmenn teljist ekki eiga forkaupsrétt, og upp í rúmlega sextíu aðilar eigi forkaups- réttinn. Hlutafé á bilinu rúmlega ein millj- ón og upp í tvær milljónir að nafn- verði gætu því komið hlut hvers eins og kaupgengið væri 1,15. Kaupverð tveggja milljóna í hluta- bréfum væri því 2,3 milljónir. Gengi hlutabréfa í Búlandstindi á Opna tilboðsmarkaðnum hefur hins vegar stöðugt farið hækkandi allt frá því ísfélagið í Vestmannaeyjum gerði tilboð í bréfin 26. ágúst og forkaups- réttarhöfum var boðið að ganga inn í kaupin. Siðustu viðskipti með bréf- in á Opna tilboðsmarkaðnum voru 21. nóvember síðastliðinn og þá seldust hlutabréf að nafnvirði 100 þúsund krónur á genginu 2,45 eða fyrir 245 þúsund krónur. Gengið hafði þá lækkað frá fyrrihluta mán- aðarins þegar það fór hæst í 2,62, en í síðustu tíu viðskiptum með hlutabréf í félaginu hefur rúmlega ein milljón króna að nafnvirði í hlutabréfum skipt um eigendur. Söluverð tveggja milljóna króna hluts í félaginu á síðasta viðskipta- gengi yrði 4,9 milljónir króna og hagnaður samkvæmt því 2,6 milljónir. I gær voru nokkur sölutil- boð á hlutabréfum í félaginu á Opna tilboðsmarkaðnum. Lægsta tilboðið var á genginu 2,50. Hins vegar var ekkert kauptilboð skráð í Búlands- tind á markaðnum, sem hægt er að taka mark á. 23,9 milljónir í hlut hvers Um Meitilinn gegnir talsvert öðru máli að því leyti að þar er bæði um að ræða stærri eignarhlut að nafn- verði og einnig kemur stærri hlutur í hlut hvers og eins þar sem aðeins fímm aðilar nýttu sér forkaupsrétt- inn, fj'órir hluthafar og einn stjórnar- maður. Miðað við það koma tæpar 23,9 milljónir í hlut hvers og eins. Ef niðurstaðan verður sú að stjórn- armenn eigi ekki forkaupsrétt að hlutum í félögunum mun eignarhlut- ur Þróunarsjóðs skiptast á milli fjög- urra aðila og koma þá rúmar 29,8 milljónir í hlut hvers og eins. Þar sem tilboð í hlutabréfin var á genginu 1,00 er kaupverðið jafnt og nafnverð eða 23,9 milljónir í öðru tilvikinu og 29,8 milljónir í hinu tilvikinu. Nokkru eftir að frestur til að nýta sér forkaupsrétt að eignarhlutunum í Meitlinum rann út var tilkynnt um sameiningu Meitilsins við Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum og munu hluthafafundir í félögunum væntan- lega taka afstöðu til þess í næsta mánuði. Fram hefur komið að hver 1.000 króna hlutur í Meitlinum verð- ur metinn á rúmar 700 krónur í Vinnslustöðinni. Miðað við það jafn- gildir 23,9 milljóna króna hlutur í Meitlinum 16,7 milljóna króna hlut að nafnvirði í hinu nýja fyrirtæki sem verður til eftir samrunann. Vinnslustöðin er skráð á Verð- bréfaþingi og síðustu viðskipti með hlutabréf í félaginu áttu sér stað á mánudaginn að nafnverði 500 þús- und krónur á þreföldu nafnverði. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur far- ið lækkandi undanfarið og var til dæmis 3,25 um miðjan mánuðinn, en viðskipti frá því þá nema tæpum tveimur milljónum króna að nafn- virði. Miðað við gengið 3,00 er markaðsverð 16,7 milljóna króna hlutar í Vinnslustöðinni rétt rúmar 50 milljónir króna eða 26 milljónum hærra en kaupverð hlutabréfanna í Meitlinum. Nokkur sölutilboð á hlutabréfum í Vinnslustöðinni voru inni á Verðbréfaþingi í gær, en að- eins eitt kauptilboð. Hagstæðasta sölutilboðið var 3,00, en kauptilboð- ið var á genginu 2,35. Ohagstæður um 9 milljarða JOFNUÐUR á viðskiptum við út- lönd var óhagstæður um fjóra milljarða króna á öðrum ársfjórð- ungi í ár og um 1,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Nú stefnir í að viðskiptajöfnuðurinn í ár verði óhagstæður um 9 milljarða króna, en hann var hagstæður um 1,6 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofn- unar. Þar segir að viðskiptajöfnuð- ur hafi ekki verið óhagstæður á öðrum ársfjórðungi frá árinu 1992 og ekki óhagstæður á þriðja árs- fjórðungi frá árinu 1991. Þá kemur fram að þróun við- skiptajafnaðarins í ár stafi af mik- illi aukningu innflutnings sem meðal annars eigi rætur sínar að rekja til vaxandi kaupmáttar og bjartsýni um efnahgshorfur. Vöru- innflutningur fyrstu níu mánuðina hafi verið 15,8% meiri að raungildi en yfír sama tíma í fyrra og vöruút- flutningur hafí aukist um 8,6%. Víðskiptajöfniiður 1994-96 omi Ijaröí irkt....................... 4- 3- 2- 1 -o-4 -1 'í 1 A -4 n I n m iv i n m iv i n m iv -0 1994 1995 1996 Tangi hf. á Vopnafírði Býður út lSOmillj- óna hlutafé TANGI hf. á Vopnafirði hefur boð- ið út nýtt hlutafé að nafnvirði 150 milljónir króna. Útboðsgengi verð- ur 1,75 þannig að söluandvirði bréfanna verður 262,5 milljónir. Tilgangur útboðsins er að mæta fjárfestingum í framleiðslutækjum vegna áherslubreytinga í vinnslu og styrkja eiginfjárstöðu og greiðslustöðu félagsins, að því er segir í frétt. Tangi gerir út frystitogarann Bretting og ísfisktogarann Eyvind Vopna, en þeir hafa einkum verið á karfa- og grálúðuveiðum. Land- vinnslan hefur aftur á móti einkum verið byggð á ferskum og frystum þorski af rússneskum veiðiskipum. Þá gerir dótturfélag Tanga, Bjarnarey, út loðnuskipið Sunnu- berg GK 199 og sömuleiðis er Tangi meirihlutaeigandi i Lóni sem rekur fiskimjölsverkmiðju. Verið er að auka afkastagetu þeirrar verksmiðju í 500-550 tonn á sólar- hring. Loks á fyrirtækið 15% í Skálum ehf. sem gerir út loðnu- skipið Júpíter og þriðjungshlut í Bakkasíld ehf. Áhersla á vinnslu uppsjávarfiska Hinu nýja fjármagni úr útboð- inu verður varið til fjárfestinga í nýjum frystibúnaði sem eykur frystigetu fyrirtækisins úr 60 tonnum í 250 tonn á sólarhring. Sérstök áhersla verður lögð á vinnslu uppsjávarfiska til mann- eldis, en dregið úr vægi landfryst- ingar bolfisks. Gert er ráð fyrir að hægt verði að frysta 6.700 tonn af loðnu og síld á árinu 1997 með hinum nýja búnaði. Tangi skilaði alls um 21 milljón- ar króna hagnaði fyrstu átta mán- uði ársins borið saman við 2 millj- óna hagnað allt síðastliðið ár. Velt- an nam 806 milljónum fyrstu átta mánuðina sem er um 166 milljón- um meira en allt síðasta ár. Áætl- anir gera ráð fyrir að hagnaður þessa árs verði um 24 milljónir króna og 44 milljónir á næsta ári. Hluthafar hafa forkaupsrétt að bréfunum fram til 10. desember nk. en þá verða þau boðin til sölu á almennum markaði. \ \ I i í FOLK Stöðuveit- \ ingarhjá Islandsbanka ÍSLANDSBANKI hefur ráðist í skipulagsbreytingar í kjölfar nýrr- ar stefnu sem mörkuð hefur verið fyrir bankann og dótturfélög hans. Sett hefur verið á stofn fyrirtækja- svið til að annast þjónustu við stór- fyrirtæki, stofnanir og sjóði. Hinu nýja sviði er skipt upp í fyrirtækja- þjónustu, viðskiptastofu og fjár- stýringu. Verið er að breyta starf- semi útibúa þannig að þau verði í auknum mæli sölu- og þjón- ustumiðstöðvar og til að samræma og efla sölustarfið hefur verið sett á fót sérstök söludeild. Öll bakvinnsla á höfuðborgar- svæðinu og hluti af störfum í höfuðstöðvum hafa verið sameinuð í eina deild, miðvinnslu. Loks hefur ný deild, áhættustýring, verið stofnuð til að efla og bæta þann þátt í starfseminni. Þessu fylgja breytingar meðal stjórnenda í bankanum. • BIRGIRÓmarHaraldsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu á fyrirtækja- sviði íslandsbanka. Birgir Ómar er 41 árs verkfræðingur. Hann nam skipaverkfræði í Glasgow og árið 1987 lauk hann MSc-prófi í viðskipta- og flutningafræði frá City Univers- ity Business School í London. Síðustu 9 árin hefur Birgir Ómar verið fram- kvæmdastjóri skipafélagsins Jökla hf. Hann er formaður Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, á sæti í framkvæmdastjórn Verkfræð- ingafélags íslands, auk þess sem hann er stjórnarformaður Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri og Vélsmiðjunnar Stáls hf. á Seyðis- firði. Birgir Ómar kemur til starfa hjá íslandsbanka í næsta mánuði. Hann er kvæntur Hrafnhildi Jóakimsdóttur og á hann þrjú börn og eina stjúpdóttur. • VILHJÁLMURVilhjálmsson hefur verið ráðinn í starf forstöðu- manns Viðskiptastofu íslands- banka. Vilhjálmur er nú útibús- stjóri í Skútuvogi, en starfaði áður að viðskiptum með skuldabréf og hlutabréf hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, fyrst sem sérfræð- ingur og síðan deildarstjóri fyrir- tækjaþjónustu VÍB. Vilhjálmur er viðskiptafræðing- ur frá HÍ, útskrif- aðistvorið 1991 oghófþástörf hjá VÍB. Vil- hjálmur er kvænt- ur Svövu B. Sig- urjónsdóttur leikskólakennara og eiga þau 3 börn. • KOLBRÚNJónsdóttirhefur verið ráðin í stöðu útibússtjóra við útibúin í Skútuvogi og á Dalbraut. Kolbrún er 34ra ára viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands. Síðustu sjö árin hefur hún verið fjármálastjóri Húsasmiðjunnar. Hún er gift Páli Hilmarssyni, deildarstjóra og eiga þau tvö börn. Kolbrún tekur við nýja starfinu í desember. • JÓNÞórisson hefur verið ráðinn sölustjóri íslands- banka. Jón er 32ja ára. Hann er stúdent frá MR oglauknámií viðskiptafræðum frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands árið 1994. Jón hefur starfað hjá ís- landsbanka frá árinu 1985, síðustu þrjú árin sem útibússtjóri útibúsins við Gullinbrú. Jón er kvæntur Margréti Kr. Sigurðardóttur, viðskiptafræðingi og eiga þau eina dóttur. • EMIL Emilsson hefur verið ráð- inn í stöðu útibússtjóra við útibú íslandsbanka við Gullinbrú. Emil er37áravið- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem fram- kvæmdastjóri Össurar stoðtækja hf. og Hjálpar- tækjabankans, en áður var hann markaðsstjóri Sam- bands íslenskra sparisjóða. Eigin- kona Emils er Sigríður Erla Jóns- dóttir Diego, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn. • HALLDÓRS.Magnússonhef- ur verið ráðinn forstöðumaður mið- vinnslu. Halldór er 54ra ára við- skiptafræðingur. Hann útskrifaðist frá Háskóla Islands árið 1969 og tók síðan MBA gráðu við Univers- ity of Oregon árið 1983. Það ár hóf hann störf í Iðnaðarbankanum sem forstöðumaður Alþjóðadeildar og gegndi þeirri stöðu áfram eftir stofnun íslands- banka þar til nú er hann tekur við stjórn þessarar nýju deildar. Hall- dór er kvæntur Kristínu Bjarna- dóttur, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og eiga þau þrjú börn. • STEINÞÓR Pálsson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður áhættu- stýringar. Steinþór er 36 ára við- skiptafræðingur og lauk MBA gráðu frá Edin- borgarháskóla árið 1995. Hann hefur starfað hjá Verslunarbank- anum síðan árið 1984ogvaryfir- maður lánasviðs frá 1987. Við stofnun íslands- banka var Steinþór ráðinn for- stöðumaður fyrirtækjadeildar. Síð- an hefur hann einnig veitt forstöðu fjárfestingarlánum og útibúaþjón- ustu. Undanf arið ár hefur Steinþór verið verkefnisstjóri við stefnumót- un fyrir bankann. Kona Steinþórs er Áslaug Guðjónsdóttir, tölvun- arfræðingur og eiga þau tvær dætur. : l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.